Morgunblaðið - 20.05.1988, Page 29

Morgunblaðið - 20.05.1988, Page 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 hefur verið látið heita. Þetta er hrein fásinna. Þessi fyrirtæki eru öll löglega stofnuð, löglega skráð og löglega starfandi — auk þess sem rekstur þeirra allra gengur vel, en þau hafa haslað sér nýjan og sjálf- stæðan tilveru- og rekstursgrund- völl, hvert um sig, eins og áður greinir — og verður því ekki við þeim hróflað. Þá hefur því verið haldið fram, að búið væri að gera riftunarkröf- ur, hvað varðar kaupsamninga milli hinna þriggja nýju NESCO-fyrir- tækja, annars vegar, og NESCO Manufacturing, hins vegar. Það rétta í þessu er, að NESCO-Kringlan gerði aldrei neinn kaupsamning við NESCO Manufac- turing, heldur gekk það fyrirtæki inn í kvaðir og skuldbindingar NESCO Manufacturing um verzl- unarrekstur í Kringlunni, sem NESCO Manufacturing hafði ekki bolmagn til að standa við, og losaði NESCO Manufacturing undan þeim. Þar er því engum kaupsamn- ingi fyrir að fara né hægt að rifta. Varðandi kaupsamninga milli NESCO-Laugavegs og NESCO- Xenon iðnfyrirtækis og NESCO Manufacturing, þá hefur engin formleg riftunarkrafa komið fram, a.m.k. ekki enn sem komið er. Hvor- ugt þessara nýju félaga keypti umtalsverðar áþreifanlegar eignir af NESCO Manufacturing, heldur fyrst og fremst „viðskiptasambönd og viðskiptavild". Ráðstafaði undir- ritaður málum þó svo, að fyrir þessi „viðskiptasambönd og viðskipta- vild“ skyldu NESCO-Laugavegur og NESCO-Xenon iðnfyrirtæki greiða háar fjárhæðir, jafnvel óeðli- lega og óhæfilega háar, enda hefur enginn sem til þekkir, haldið því fram, að um undirverð eða undan- skot eigna hafi verið að ræða í við- skiptum þessum. Var þetta m.a. gert til að reyna að tryggja, að við- skilnaður NESCO Manufacturing yrði sem skástur, eins til að reyna að tryggja frið um þessa endur- skipulagningu. Það sanna og rétta er þó, að fyrir þessi „viðskiptasam- bönd“ hefði undirritaður aldrei þurft að greiða neitt, því þau tengj- ast órjúfanlega persónu undirritaðs og helztu samheija hans, og verða því, í raun, hvorki seld né keypt. Og um „viðskiptavildina" má vitna í elzta son minn, sem nú er fram- kvæmdastjóri NESCO-Laugavegs, en hann sagði á dögunum; „Innan- Iandsrekstur NESCO Manufactur- ing var hruninn, þegar við yfirtók- um hann, og við höfum þurft að byggja okkur upp nýjan og sjálf- stæðan eigin grundvöll. Og, hafi ég verið að kaupa viðskiptavild af NESCO Manufacturing í fyrra, þá hefur hún nú snúizt í andhverfu sína.“ Friður hefur nefnilega enginn haldizt, en ástæða þess er sú, að helztu kröfuhafar — nokkrir fulltrú- ar ríkisvaldsins og embættismenn — komu saman í lok febrúar og ákváðu, að krefjast skyldi riftunar á kaupsamningum milli NESCO- Laugavegs og NESCO-Xenon iðn- fyrirtækis og NESCO Manufactur- ing, eða hótuðu því a.m.k. Var meiningin með þessu varla sú, að reyna að bæta stöðu búsins — ég hygg, að skiptastjóri, sem hefur unnið störf sín að kostgæfni og heiðarleika, hafi gert mönnum grein fyrir því, að engin efni stæðu til þess — heldur, væntanlega, að vega að undirrituðum og hinum nýju NESCO-fyrirtækjum, en kröfuhaf- ar þessir virðast ekki hafa getað unað því, að umrædd uppstokkun og endurskipulagning NESCO Manufacturing hafí tekizt, og, allra sízt, að undirritaður standi enn uppréttur og í fætuma, slíkt gæti verið „hættulegt fordæmi". Virðist hér engu skipta, að eignatjón undir- ritaðs og félaga hans af gjaldþroti NESCO Manufacturing hafí orðið gífurlegt — eitthvert mesta tjón einstaklinga af gjaldþroti hlutafé- lags hin síðari ár — en hvergi var reynt að skýla sér bak við hlutafé- lagsformið. Hótun þessi hafði þó lítil áhrif, og það næsta, sem gerð- ist, var, að frétt um riftunarkröfuna birtist í Helgarpóstinum, í heldur illyrmislegri útgáfu, og var bál tor- tryggni og efasemda þannig tendr- að gegn undirrituðum og nýju NESCO-fyrirtækjunum. Sá friður, sem kaupa átti dýrum dómum, er því lítill orðinn og lítið fyrir hann gefandi. Það skal sérstaklega tekið fram, að á fundi með þremur máls- metandi hæstaréttarlögmönnum og sérfróðum lögfræðingi um félaga- rétt, sem undirritaður hélt nýverið, var niðurstaðan sú, að ekki yrði séð, að fullnaðarriftun umræddra kaupsamninga myndi nokkuð um- talsverð áhrif hafa á stöðu eða möguleika hinna nýju NESCO-fyr- irtækja, og væri því skynsamleg- ast, að fallast á riftunarkröfu bús- ins, yrði hún sett fram. Það er því rétt, að aðilar „beggja vegna borðs- ins“ hugleiði nú riftunarmöguleika á kaupsamningum þessum. Loks er því haldið fram, að til standi, að krefjast riftunar á sölu hlutabréfa í NESCO-Laugavegi og NESCO-Kringlunni, en NESCO Manufacturing neyddist til að selja hlutafjáreign sína í þessum nýju félögum nokkru eftir stofnun þeirra. Annars vegar kom það til, að NESCO Manufacturing gat ekki staðið við greiðsluskuldbindingar sínar vegna hlutafjárkaupa í NESCO-Kringlunni, og hótaði við- skiptabanki fyrirtækisins þá, að höggva á alla fyrirgreiðslu og þjón- ustu við það, yrði ekki úr því bætt í skyndingi (sem var gert með sölu bréfanna og yfírtöku nýs aðila, sem bankinn gat sætt sig við, á viðkom- andi skuldbindingum), og, hins veg- ar, að auglýsingaaðilar og fjölmiðl- ar settu öll NESCO-fyrirtækin í auglýsingabann vegna vanskila NESCO Manufacturing í fyrra- haust, sem verið hefði getað bana- biti þeirra allra, en m.a. til að leysa þann hnút varð hlutabréfaeign NESCO Manufacturing í NESCO- Laugavegi seld. Var hlutabréfaeigri NESCO Manufacturing í báðum félögum seld á nafnverði og fékkst fullt endurgjald fyrir. Til að skapa riftunargrundvölí eða grundvöll fyr- ir kröfu um hærra söluverð, hvað varðar þessar ráðstafanir, þyrfti bú NESCO Manufacturing að sýna fram á eða sanna, að verðgildi umræddra hlutabréfa hafi aukizt á þeim fáu vikum, sem liðu frá því að nýju fyrirtækin voru stofnuð þar til bréfin voru seld, en ekki er auð- hlaupið að slíku, því miklu rökrétt- ara er að álykta, að verðgildi hluta- bréfanna hafí fallið verulega, slík var neyðarstaðan, sem fyrirtækin voru komin í, enda var það ekki fyrir eftirgangsmuni kaupanda bréfanna, sem þau voru seld. 6. Hin hliðin Það er kunnara en frá þurfí að segja, að íslendingar hafa þurft að sæta hærra verðlagi á erlendum aðföngum sínum og innflutningi en aðrar þjóðir. Má kannski segja, að þetta sé stærsta einstaka vandamál og úrlausnarefni landsmanna, en yfírverð til íslands hefur numið allt að 20—30%. Með alþjóðlegu starfí sínu gat NESCO Manufacturing rofið þennan vítahring á sínu .vöru- sviði og miðlað vamingi til landsins á lágu alþjóðlegu verðlagi. Þetta knúði síðan keppinauta fyrirtækis- ins hér til að kreíja umbjóðendur sína um lægra verð og leita nýrra og hagstæðari innkaupaleiða, til að halda velli, og er ljóst, að fyrir til- stuðlan NESCO Manufacturing er verðlag heimilisrafeindatækja hér nú 10—20% lægra en ella. íslenzki heimilisrafeindatækjamarkaðurin er af stærðargráðunni 12—1.500 milljónir króna á ári, í smásöluverð- mæti, og má því segja, að íslenzkir neytendur spari sér um 200 milljón- ir króna á ári vegna starfs NESCO Manufacturing. Hefur einhver hugsað út í það? Höfundur er stjórnarforruaður NESCO-fyrirtækjanna. Tekinn á 99 km hraða á Nýbýlavegi LÖGREGLAN í Kópavogi stöðv- aði ökumann, sem ók á 99 km hraða á Nýbýlavegi á miðviku- dag. Hann var sviptur ökuleyfi á staðnum. Á Nýbýlavegi er leyfð- ur 50 km hámarkshraði. Alls tók lögreglan í Kópavogi rúmlega tuttugu ökumenn fyrir of hraðan akstur í bænum þennan dag. Auk hraðamælinga var Kópa- vogslögreglan, ásamt manni frá Bifreiðaeftirlitinu, að kanna ástand ökutækja. Reyndust allmargir bflar vera óskoðaðir og talsverður fjöldi var enn á nagladekkjum, þrátt fyr- ir að nær þijár vikur séu liðnar síðan notkun þeirra varð óleyfileg. Þá var athyglinni beint sérstaklega að skellinöðrum og bifhjólum og reyndist ástand þeirra vera bág- borið. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogj verður fylgst vel með umferð- inni í bænum næstu daga, bæði með hraðamælingum og einnig verða ökutæki athuguð. Heimilisverslim ÍHúsasmiöjunnar qinar fostudagiim 27.maí... • • • « • • • • • « • • • • • • • . • * • • e * • rr r • • * ■ ® « ■ ÍÞ. / c . • » ■: © dagar þí ngað til við opnum! Heimilisverslun Húsasmiðji húsbyggjendur eru eins o| yjipmar-þar sem heima hjá sér! ti HUSA SMIÐJAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.