Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 33
MQRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 33 „Saga tveggja morða“ ný bók um Rudolf Hess: Staðgengill Hess var myrt- ur í Spandau-fangelsinu Lundúnum, Reuter. BRESKUR rithöfundur staðhæfði á miðvikudag að nasistinn og fyrrum aðstoðarmaður Adolfs Hitlers, Rudolf Hess, hefði ekki framið sjálfsmorð í Spandau- fangelsinu í Berlín á síðasta ári. Rithöfundurinn heldur þvi fram að maðurinn sem fannst látinn í fangelsisklefanum hafi verið staðgengill Hess sem hafi verið myrtur til þess að leyna sannleik- anum. Rithöfundurinn og skurðlæknir- inn, Hugh Thomas, skoðaði fangann í Spandau árið 1973 þegar hann starfaði á sjúkrahúsi breska hersins í Berlín. Síðan þá hefur hann stað- hæft að rangur maður hafi setið í fangelsinu. „Það er enginn fótur fyrir þeirri staðhæfingu að fangi númer sjö, Rudolf Hess, hafi framið sjálfsmorð í Spandau-fangelsinu 17. ágúst 1987,“ sagði Thomas í yfirlýs- ingu á miðvikudaginn. „Þvert á móti eru sannanir fyrir því að fram- ið hafi verið morð. Ekkert bendir til þess að fanginn hafi svipt sig lífi.“ Lögfræðingur Hess-flölskyld- unnar í Miinchen segist hafa undir höndum gögn sem sanni að Hess hafi verið myrtur í Spandau-fangels- inu. Samkvæmt skýrslu bresku her- lögreglunnar hengdi Hess, sem hafði verið eini fanginn í Spandau-fang- elsi frá því árið 1963, sig í raf- magnssnúru sem hann hafði bundið við gluggahespu. Hann var 93 ára. Tilefni yfirlýsingar Thomas er útkoma bókar hans um aðstoðar- mann Hitlers, sem ber heitið „Saga tveggja morða". í bókinni staðhæfir Thomas áð Hess hafi verið myrtur árið 1941 þegar hann kom til Bret- lands undir yfirskyni friðarviðræðna. Thomas segir ástæðu morðsins hafi verið samsæri gegn Hitler sem Heinrich Himmler hafi staðið á bak við. Hafí staðgengill Hess verið um borð í annarri flugvél á sama tíma og Hess var á leið til Bretlands. Hess var myrtur en staðgengillinn fór til Bretlands. Þessu hefur Thom- as áður lýst í bók sinni „Morðið á Rudolf Hess“, sem kom út árið 1979. Síðara morðið segir Thomas hafa verið framið í Spandau-fangelsinu. Tilgangur þess var að leyna því að Rudolf Hess sat ekki í fangelsinu heldur staðgengill hans. Segir hann að ef staðgengilliw hefði sloppið úr fangelsinu hefði komist upp hver hann var og á það vildu bandamenn ekki hætta, að sögn Thomas. Bretar, Bandaríkjsmenn, Frakkar og Sovétmenn, sem fara með yfir- stjóm Spandau-fangelsins, hafa lá- tið yfirlýsingar Thomas sem vind um eyru þjóta. Sjálfur segir Thomas að íjölskylda Hess leggi ekki trúnað á sögu hans. Alfred Seidl, lögfræðingur Hess- fjölskyldunnar segir í viðtali við Reuters-fréttastofuna að sonur Hess, Wolf-Rudiger, hafi aldrei trú- að því að faðir hans hafi hengt sig. „Förin á hálsi hans samræmast eng- an veginn því að hann hafi hengt sig. Þau sannfærðu okkur um að hann hafi verið kyrktur," sagði Seidl. Hann sagðist hafa beðið bresk yfir- völd um að fá að sjá rafmagnssnúr- una sem Hess átti að hafa hengt sig í. Honum var sagt að snúran hefði verið eyðilögð og vakti það einnig grunsemdir fjölskyldunnar. . Keuter Arás á norskt olíuskip Skipverji á norska olíuskipinu Berge Strand kannar hér skenund- ir á skipinu eftir árás iranskra byssubáta í gær. Einn úr áhöfn- inni slasaðist í árásinni sem gerð var í Hormuz-sundi í mynni Persaflóa. Nú er beðið eftir viðbrögðum Bandaríkjamanna við árásinni sem og annarri árás sólarhring fyrr á japanskt olíuskip. Bandaríkjamenn hafa heitið þvi að veija skipaflutninga á Persaf- lóa fyrir árásum írana ef skipveijar æskja þess. Izvestía: Stj órnar hættir bak við Kremlarmúra upplýstir Time og The Economist. Bjórunnendur bera templarana ofurliði NÝ LÖG á íslandi sem heimila bjórsölu eftir rúmlega sjötiu ára hlé hafa að vonum vakið athygli erlendis. Vikuritin Time og The Economist sögðu frá þessum tiðindum fyrir skemmstu. Sagt er frá því í Time að nær árlega undanfarin 73 ár hafi Al- þingi íslendinga fjallað um bjórmál- ið. I ár hafi bjórunnendum loks tek- ist að bera „smáan en háværan hóp bindindismanna" ofuriiði. Áður hafði „Jón Helgason, fyrrum dóms- málaráðherra, helsti talsmaður þurrksins, lýst því yfir að bjór væri hættulegur." Á viðskiptasíðu The Economist eru afdrif bjórmálsins túlkuð sem góðar fréttir fyrir tvö brugghús landsmanna en nú syrti í álinn fyr- ir framleiðendur létts víns og sterkra diykkja „sem fengist hafa löglega árum saman“. Moskvu, Reuter. RÍKISSTJÓRN Sovétríkjanna heldur allsheijarfundi á þriggja mánaða fresti og kemur þá sam- an í fölgrænum sal í Kreml, sem kallaður er sporöskjulaga her- bergið — líkt og skrifstofa Bandaríkjaforseta í Washington. Fundir eru að vísu tíðari meðal æðstu ráðamanna, því hér ræðir um fundi ríkisstjómarinnar allr- ar — meira en 100 ráðherra, for- stöðumanna æðstu ríkisstofnana og ef nahagssérf ræðinga. Kemur þetta fram í grein dagblaðsins Izvestíu, hins opinbera málgagns stjóraarinnar, en þess munu ekki dæmi áður að Sovétþegnar séu upplýstir um innviði ríkis sins. Síðasti allsheijarfundur ríkis- stjómarinnar var settur af Níkolaj Rýshkov, forsætisráðherra, klukk- an tíu að morgni. Fyrst var farið yfir hagtölur og gætt að samræmi áætlanagerðar og raunverulegs ár- angurs. Þá var tekið til við að ræða framboð á matvöru og ýmissi neysluvöru annarri. Sagði blaðið að hressilegar umræður hefðu verið á ríkisstjómarfundinum um þessi efni, enda stóð fundurinn í sex klukkustundir. „Hvemig starfar ríkisstjómin? Og svo áfram sé spurt: hvar starfar hún?“ stóð í upphafi greinarinnar og lýsa þessi upphafsorð nokkuð fáfræði almennings í Sovétríkjun- um um stjómarhætti Kremlar- bænda. Á fábrotnum tréstólum í greininni, sem er síðasti ávöxt- ur glasnost-stefnu Míkhafls Gor- batsjovs, sagði að stjómin héldi fundi sína í sömu byggingu og Lenín, stofnandi Sovétríkjanna, bjó og starfaði í eftir valdarán komm- Sakharov-þingið í Amsterdam: Skiptar skoðanir um tak- mörk „glasnost“-stefnunnar Amsterdam. Reuter. SKIPTAR skoðanir voru um það á Sakharov-þinginu i Amst- erdam á fimmtudag, hvort glasnost-stefna Mikhails Gor- batsjovs Sovétleiðtoga mundi leiða til grundvallarbreytinga á sovésku þjóðfélagi. Flestir sér- fræðingar í málefnum Sov- étríkjanna voru sammála um, að stefnunni væru skorður sett- ar og hætta væri á kúvendingu, ef forystunni þætti stöðu sinni ógnað. Nokkrir fyrrverandi sovéskir andófsmenn sögðu í hringborðs- umræðum á þinginu, að stjóm- málakerfið í Sovétríkjunum skorti um of sveigjanleika til þess, að umfangsmiklar umbætur ættu möguleika á að ná fram að ganga. Sumir vestrænu þátttakendanna voru bjartsýnni og sögðu, að Gor- batsjov hefði þegar fengið miklu áorkað. Sovéski útlaginn Vladimir Búkovskíj sagði, að glasnost gæti gert opinberar umræður möguleg- ar í Sovétríkjunum um takmark- aðan tíma, en of margir ættu of mikilla hagsmuna að gæta innan valdakerfis kommúnistaflokksins til að breytingar næðu fram. Hann taldi, að glasnost væm þröngar skorður settar. „Frá hugmyndafræðilegu sjón- armiði mun forystan aldrei tefla lenínisma í tvísýnu," sagði Búkovskíj. „Tímamörkin fara svo eftir gengi efnahagsumbótanna; því minni sem ávinningurinn verð- ur, því fyrr verður dymnum skellt í lás.“ „Hugmyndafræði flokksins er ekki eingöngu trúarlegs eðlis,“ sagði Búkovskíj enn fremur, „ heldur eiga 18 milljónir manna afkomu sína undir henni. Verið getur, að þeim sé ósárt um, að lýðræði sé aukið innan flokksins, en þeir munu aldrei samþykkja, að um neina valkosti verði að ræða.“ Breski sagnfræðingurinn John Barber, sem starfar við háskólann í Cambridge, var öndverðrar skoð- unar og sagði, að sovéskir sagn- fræðingar hefðu aldrei haft eins mikla möguleika og nú til að halda fram skoðunum, sem væm gagn- stæðar opinberri hugmyndafræði. „Þess sjást greinileg merki, að gmndvallarbreytingar eiga sér nú stað,“ sagði Barber. „Hér áður fyrr markaðí það umræðulok, ef sovétleiðtogar, t.d. Bukharín eða Stalín, opinbemðu skoðanir sínar á einhveiju máli, en nú er því ekki þannig farið." En flestir ráðstefnugesta vom sammála um, að glasnost-stefn- unni væm takmörk sett. „Við verðum að muna, hvað frelsi er,“ sagði sovétsérfræðingurinn Vlad- imir Berelowitsj, sem er kennari í París. „Það getur ekki kallast frelsi, þótt flokkurinn leyfi, að eitthvað sé sagt, sem ekki mátti segja áður; frelsi felst í því að vera óháður flokknum." únista árið 1917. Em ráðherramir sagðir sitja á fábrotnum tréstólum við gríðarlegt fundarborð, sem klætt er grænu áklæði. Ekki var frá því skýrt hvenær ríkisstjómin hefði síðast haldið fund, en fram kom að nokkur fyöldi fyrrverandi ráðamanna hefði sótt hann, þar á meðal Níkolaj Baj- bakov, sem var yfirmaður Gosplan, áætlanagerðastofnunar Sovétríkj- anna, á valdadögum Leoníds Brez- hnevs. Þá var Boris Jeltsín, sem vikið var úr stöðu flokksleiðtoga Moskvu á síðasta ári og um leið ýtt úr Stjómmálaráðinu (hinni eiginlegu ríkisstjóm Sovétríkjanna), á fundin- um, en hann tók nýlega við emb- ætti fyrsta varaforstöðumanns Byggingastofnunar Sovétríkjanna. Annar fyrrverandi stjómmálaráðs- maður var á fundinum, en það var Geidar Alíjev, sem sagður var sér- stakur „ríkisráðgjafi", en Alíjev var látinn fjúka úr stjómmálaráðinu á síðasta ári. Unglegra yfirbragð Að sögn Ízvestíu er mun ung- legra yfirbragð yfir þessari ríkis- stjóm en þeim, sem á undan sátu. Þá var meðalaldurinn um og yfir áttrætt og féllu fundarmenn iðulega í væran svefn, enda fóm fundimir yfirleitt þannig fram að lesið var úr hagtölum Sovétríkjanna, en minna um umræður hvað þá ákvarðanatöku. Þeir dagar era fyrir bí segir íz- vestía og vitnar í harðorðar umræð- ur ráðherra, sem krefja hver annan um útskýringar á því hvers vegna kjötframleiðsla í Úkraínu hefur dregist saman, af hveiju verksmiðj- ur í Georgíu skila ekki áætluðum afköstum og hvers vegna í ósköpun- um reynst hafi nauðsynlegt að skammta sykur. Þá var það týnt til sem dæmi um að ferskir vindar blási í Kreml, að ráðherramir ávarpi ekki lengur forsætisráðherrann: „Hæstvirti for- sætisráðherra ..." Nú era allir jafnir og enginn jafnari en annar, og því láta þeir sér nægja hið gamla byltingarávarp „Félagi!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.