Morgunblaðið - 20.05.1988, Page 34

Morgunblaðið - 20.05.1988, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 OPH) í DAG OGÁKIORGUN KL. 11-18 Reuter Hér sjást þrír af 46 síkum sem gáfust upp fyrir indverskri lögreglu á miðvikudag koma út úr Gullna hofinu. Þar höfðu þeir staðið af sér umsátur lögreglu í 10 daga. Punjab: Látinna leitaðí Gullna hofinu Amritsar, Reuter. STARFSMENN Rauða krossins i Indlandi leituðu i gær i Gullna hofinu í Amritsar að látnum mönnum sem kynnu að hafa orð- ið eftir þar þegar síkarnir sem höfðust við i hofinu gáfust upp á miðvikudagsmorgun. Fjörtíu og sex aðskilnaðarsinnar síka yfírgáfu helgasta hluta hofsins að tilmælum lögreglu með hendur yfír höfði sér. Aðrir þrír gleyptu eitur og létu lífíð í kómum þar sem hin helga bók síka er varðveitt. Tveir féllu fyrir skotum lögreglu þegar þeir reyndu að flýja. Farið var með þá sem gáfust upp í eldhúsbyggingu hofsins og þeir yfírheyrðir. Talið er að a.m.k. þijátíu manns hafi látið lífíð á með- an baráttan stóð um hofíð, þar af flestir síkar. Indverska lögreglan segir að enginn úr hennar röðum hafí fallið. Alls gáfust nærri tvö hundruð manns upp uns yfir lauk, þar af 146 á sunnudag. 128 manns hafa nú verið ákærðir fyrir glæpi gegn ríkinu. Noregur: Sala þungs vatns tii Rúmeníu rannsökuð LASSE Seim, talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að Norðmenn hefðu hafið rannsókn á sölu þungs vatns til Rúmeníu. Norðmenn hafa áður veriu sakaðir um að hafa flutt út þungt vatn, sem notað hafi verið til að framleiða kjarnorku- sprengjur. Lasse Seim sagði í samtali við fréttamann Reuters að Norðmenn hefðu selt Rúmenum 12,5 tonn af þungú vatni árið 1986. Vatnið hefði átt að nota í tveim kjamakljúfum sem Rúmenar fyrirhuguðu að taka í notkun sama ár. „En að því er við komumst næst hafa kjamakljúf- amir ekki verið teknir í notkun enn og því hefur verið haldið fram að vatnið hafí verið selt til ísraels. Við erum að reyna að komast að því hvað gerðist." Síðustu tvö árin hafa farið fram tvær aðrar rannsóknir á útflutningi Norðmanna á þungu vatni og tengj- ast ísrealar annarri þeirra. Hægt er að nota þungt vatn, sem myndað er úr súrefni og tvíefni, við framleiðslu kjamorkuvopna, en það er einnig notað í kjamakljúfum og við vísindarannsóknir. Normenn hafa haft strangt eftirlit með sölu vatnsins síðan þeir skipuðu sér í flokk með helstu framleiðendum þungs vatns á sjötta áratugnum. Bannað er að endurselja vatnið og norsk stjómvöld segja að það megi ekki nota til að framleiða vopn. Moskvubúar búa sig undir komu Reagans Bandaríkjaforseta: Holótt breiðstrætin bætt ÍBÚAR Moskvu reikna með því að njóta góðs af komu Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta til Sovétríkjanna þann 29. maí. Ýmislegt þykir benda til þess að munaðarvamingur ýmiss konar verði fáanlegur í verslunum í borginni þá fjóra daga sem Reag- an ræðir við Míkhaíl S. Gor- batsjov Sovétleiðtoga. Hætt er þó við þvi að varningurinn hverfi úr hillunum jafnskjótt og erlendu fréttamennimir, sem verða ekki færri en 5.000, snúa aftur heim. Öllu varanlegri verða vegafram- kvæmdirnar því verkamenn vinna þessa dagana myrkranna á milli við að bæta holur í malbik- inu á þeim götum sem bílalest Bandaríkjaforseta mun aka um. Trjám er plantað þar sem því verður við komið og flokkar málara fara sem eldur í sinu um borgina. Sovéskir verkamenn eru sagðir fara sér hægt við vinnu sína og sjáifur hefur Reagan forseti marg- oft sagt söguna af bílasalanum sem tjáði viðaskiptavininum að hann gæti sótt bílinn sem hann hafði greitt út í hönd eftir tíu ár. „Fyrir eða eftir hádegi?" spurði viðskipta- vinurinn. „Hvaða máli skiptir það þetta verður ekki fyrr en eftir tíu ár,“ sagði bílasalinn. „Jú, sjáðu til pípulagningarmaðurinn koma fyrir hádegi". „Remont“ Rússneska orðið „remont“, sem þýðir „endurbætur" í víðtækustu merkingu þess orðs vekur jafnan hrylling í huga Sovétborgara því vaninn er sá að slíkar framkvæmd- ir taki mörg ár. En sagan sýnir að flokkar sovéskra verkamanna geta gert kraftaverk á nokkrum dögum ef viljinn er fyrir hendi. Þannig var heilt þorp reist á bökkum Dnjepr árið 1787 þegar Katrín mikla ákvað að fara í siglingu niður ána en raun- ar var aðeins um framhlið „hú- sanna" að ræða. Þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti kom til Moskvu árið 1974 til fundar við Leoníd Brezhnev var þremur ak- reinum bætt við Vernadskíj-breið- götuna á nokkrum dögum og risa- stórum tijám plantað meðfram henni. Torgið við Borovitskíj-hliðin nærri Kreml var einnig endumýjað frá grunni enda kalla íbúamir það enn margir hveijir „Nixon-torg“. Gamlar byggingar á leiðinni frá flugvellinum vom fyrirvaralaust rifnar og nýjar reistar svo að segja samstundis. Undirbúningurinn nú er svipað- ur. Vorovskíj-stræti, sem liggur að byggingV Rithöfundasambands Sovétríkjanna hefur verið lokað r á lofti undanfama daga en þar mun Reag- an forseti eiga viðræður við sovéska menningarvita. Því þarf að bæta götuna auk þess sem sjálft húsið þykir tæpast höfðingjum bjóðandi. Reagan mun að auki ræða við ráða- menn innan rússnesku réttrúnaðar- kirkjunnar í Danilov-klaustri, sem verið hefur í „endurbyggingu" að því er sagt er undanfarin sex ár en hefur nú verið opnað á ný. Hugs- anlegt er að Nancy Reagan heim- sæki skóla einn við Kropotkin- stræti og glöddust nemendumir mjög er þeir fengu hálfsmánaðar leyfí til að unnt yrði að gera endur- bætur á byggingunni. Samvinna á Spaso-setri Reagan-hjónin munu búa á Spaso-setri, en svo nefnist bústaður sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu. Þessa dagana vinna bandarískir málarar að því að fegra fordyri hússins. Úti í garðinum hamast sovéskir verkamenn við að bæta spmngur í veggnum sem ligg- ur meðfram stígnum upp að bygg- ingunni. Ibúar í nágrenni við Vorovskíj- stræti og Vojevodín-götu horfa öf- undaraugum á hús nágranna sinna, sem verið er að dytta að vegna heimsóknar forsetahjónanna. „Ég veit að það er verið að gera þetta vegna komu forsetans," sagði göm-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.