Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 35

Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 35 Misheppnað sprengjutilræði í Kuwait: Sprengja sprakk í bfl tilræðismanna Kuwait, Reuter. TVEIR Kúvætmenn, sem æt- luðu að koma sprengju fyrir í bO, létust þegar sprengjan Bretland: Pundið sterkt en hættaá ofþenslu London, Reuter. SVO virtist f gær sem bresk yfir- völd væru komin í klfpu vegna þess hve pundið er sterkt. Nýjar hagtölur sýna að mikU þensla er í hagkerfinu og hættan á verð- bólgu þýðir að ekki er skynsam- legt að mati sérfræðinga að lækka vexti frekar en orðið er. Vaxtalækkun í Bretlandi á þriðju- dag dró nokkuð úr sókn manna í pundið og er gengi þess nú komið niður í 3,17 vestur-þýsk mörk eftir að hafa verið nærri 3,20 mörkum fyrr í vikunni, sem er það hæsta sem gerst hefur í tvö ár. Fyrr á árinu reyndi breska stjómin að halda gengi pundsins nærri þremur mörkum en gekk ekki. Verðbréf féllu I gær í verði víðsvegar á flármálamörkuðum vegna ótta manna við verðbólgu og vaxtahækkanir. Eins og svo oft þeg- ar verðbólguhætta vofír yfír jókst eftirspum eftir gulli og fengust 457,25 dalir fyrir únsuna í London í gær. Tölur frá Bandarílqunum um furð- ulítinn halla á viðskiptum við útlönd í mars hafa einnig vakið ótta meðal Bandarílq'amanna um að hagkerfíð þeirra sé í of ömm vexti. sprakk í bifreið þeirra í Kuwait í fyrrakvöld, að því er haft er eftir talsmanni kúvæska inn- anríkisráðuneytisins. Skammt frá þeim stað þar sem sprengingin varð voru gerðar tvær sprengjuárásir fyrr í þessum mán- uði. „Guði sé lof að þeir drápust við gíæpaiðju sína,“ sagði talsmað- ur kúvæska innanríkisráðuneytis- ins í samtali við kúvæsku frétta- stofuna KUNA. Kúvæsk dagblöð greindu frá því að tveir menn í annarri bifreið hefðu slasast lítilsháttar vegna sprengingarinnar. Blöðin hafa sakað herskáa stuðningsmenn Ir- ana um að bera ábyrgð á fyrri sprengjutilræðunum í Kuwait, en kúvæsk stjómvöld styðja íraka í stríði þeirra við írana. Ekki var Ijóst í gær hvort mennimir sem fórust í fyrrakvöld hefðu verið stuðningsmenn írana. Reuter Búningar til að draga úrmetingi Walter Henry, skólastjóri Burville-bamaskólans í Washington- borg, ásamt nemendum sínum. Burville-skólinn er einn af þeim fáu skólum sem hið opinbera rekur í Bandaríkjunum þar sem nemendum er gert að klæðast skólabúningum, en með þvi vilja foreldrar.og kennarar barnanna stuðla að sparnaði og draga úr metingi í fatakaupum. Fjársvik gyð- ingaleiðtoga hneyksla Tel Aviv. Reuter. UMFANGSMIKIL fjársvik fyrrum leiðtoga vestur-þýskra gyðinga, Wemers Nachmanns, hafa valdið hneykslan og reiði í Israel, að þvi er sagði í ritstjórnargrein í óháða, ísraelska dagblaðinu Maarív í gær. ísraelsk blöð hafa mikið fjallað um mál Nachmanns í þessari viku, eftir að ljóstrað var upp, að hann hefði dregið sér 20 milljónir marka, sem ætluð voru fómarlömbum út- týmingarbúða nasista, en Nachmann var aðalleiðtogi vestur-þýska gyð- ingasambandsins, þar til hann lést í janúarmánuði síðastliðnum. „Það er smánarlegt, að gyðinga- leiðtogi skuli draga sér fé úr opin- bemm sjóði, en einkum og sér í lagi sjóði, sem hefur það hlutverk að styðja eftirlifandi fómarlömb útrým- ingarbúðanna," sagði í ritstjómar- greininni. Nachmann hafði umsjón með fyrr- nefndum sjóði og færði fé úr honum inn á einkaviðskiptareikninga sína. Ekki hafa komið fram neinar vísbendingar um vitorðsmenn. Sprenging í sovéskri verksmiðju: Sovétmenn segja birgða- byggingu hafa sprungið Moskvu, Reuter. GENNADÍJ Gerasímov, talsmað- ur sovéska utanríkisráðuneytis- ins, visaði þvi á bug i gær að sprenging hefði orðið i byggingu þar sem framleiddir hefðu verið hreyflar i kjarnorkueldflaugar. Hann sagðist hafa rætt við for- mann nefndar sem hefði rann- sakað sprenginguna i verksmiðju nálægt Pavlograd 12.. mai og Moskvuháskóli á Lenínhæðum, sem reistur var á síðari hluta valda- skeiðs Jósefs Stalins. Einhvers staðar í þessari griðarstóru byggingu mun Ronald Reagan Bandarikjaforseti ávarpa námsmenn er hann heldur tíl fundar við Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga um næstu mánaðamót. ul kona í spjalli við fréttaritara Eeuters-fréttastofunnar. „Húsið mitt verður hins vegar ekki málað og okkur mun ekki gefast tækifæri til að sjá hann“. Raunar er það al- siða í Moskvu líkt og í flestum borg- um heims að fegra umhverfíð þegar sumra tekur en afköst vinnuflokk- anna þykja með ólíkindum. „Þeir mála allt sem þeir komast yfír og það er eins gott að standa ekki lengi kyrr á sama stað,“ sagði eiginkona bresks sendimanns í Moskvu. Verður 9ykur fáanlegfur? Bill Keller, fréttaritari banda- ríska dagblaðsins The New York Times, segir margan Moskvubúann líta með tilhlökkun til heimsóknar Reagans forseta því gera megi ráð fyrir að ófáanlegur munaðarvam- ingur svo sem sykur komi til með að vera seldur í verslunum þá fjóra daga sem forsetahjónin dvelja í Sovétríkjunum. Sykur er almennt ekki til sölu í verslunum þar sem hann er, svo sem alkunna er, ómiss- andi við heimabruggun en Gor- batsjov Sovétleiðtogi hefur skorið upp herör gegn gegndarlausri áfengisnotkun þegna sinna. Enn er hins vegar ekki vitað hvort gripið verður til sambærilegra aðgerða og árið 1980 er olympíuleikamir fóru fram í Sovétríkjunum og portkonur allar voru fluttar á brott úr Moskvu. Heimildir: Reuter og The New York Times fengið þær upplýsingar að tólf tonn af sprengiefni til iðnaðar- nota hefðu sprungið i birgða- byggingu. Gerasímov var að svara yfírlýs- ingum talsmanna bandaríska vam- armálaráðuneytisins, sem sögðu að eina byggingin þar sem aðalhreyfl- ar sovéskra SS-24 eldflauga hefðu verið framleiddir hefði sprungið og að sprengingin gæti tafíð fram- Ieiðslu sovéskra eldflauga. „Það var birgðabygging sem sprakk, ekki verksmiðjubygging," sagði Ger- asímov í samtali við fréttamann Reuters í Moskvu. „Sprengiefnið sem sprakk var til iðnaðamota." Þegar hann var spurður um yfír- lýsingar Bandarfkjamanna um að í verksmiðjunni í Pavlograd hefði fast eldsneyti fyrir eldflaugar verið framleitt svaraði hann: „Ég get hvorki staðfest né neitað að um eldflaugaeldsneyti hafí verið að ræða.“ Gerasímov hafði vísað því algjörlega á bug á miðvikudag að sprengingin tengdist eldflaugum eða eldflaugaeldsneyti. Bandaríkjamenn byggja stað- hæfíngar sínar aðallega á myndum frá gervihnöttum. Þeir segja að þótt sprengingin gæti tafíð eld- flaugairamleiðslu Sovétmanna muni hún ekki hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir kjamorkuherafla Sovétmanna. Bretland: Kosning meðal rafvirkja um úrsögn úr alþýðusambandinu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari FrímannBsyni, fréttaritara MorgunblaðBÍns. STJÓRN sambands rafvirkja ákvað I siðustu viku að leggja tillögu um úrsögn úr Breska al- þýðusambandinu fyrir félags- menn sína. Búist er við, að sam- band vélvirkja fylgi á eftir. For- ysta Verkamannaflokksins er reiðubúin að heimila þessum sam- böndum áframhaldandi aðild að flokknum. Frá því að átök urðu við Wapping í London, höfuðstöðvum blaðaút- gáfu Ruperts Murdochs, fyrir rúm- um tveimur ámm, þegar samband rafvirkja hafði gert leynilegan samning við fyrirtæki Murdochs um að það væri eina viðurkennda verka- lýðsfélagið við fyrirtækið, hefur ver- ið djúpstæður ágreiningur innan bresku verkalýðshreyfíngarinnar um slíka vinnustaðasamninga. Stjóm breska alþýðusambandsins hefur samþykkt vítur á samband rafvirkja. Það hefur verið ljóst nú í nokkum tíma, að innan alþýðusam- bandsins yrðu samþykktar bindandi reglur, sem kveða á um bann við slíkum vinnustaðasamningum. í þeim em yfirleitt sérstök ákvæði um hvemig fara skuli með ágreining um kaúp og kjör og ekki viður- kenndur verkfallsréttur. Rafvirkjasambandið hefur nýlega skrifað undir slíkan samning við japanskt fyrirtæki, og Eric Hamm- ond, leiðtogi sambandsins, segir, að hann muni skrifa undir að minnsta kosti sex slíka samninga, áður en árið er úti. í siðustu viku ákvað stjóm sam- bands rafvirkja að leita eftir heimild til að segja sig úr breska alþýðusam- bandinu með því að efna til almennr- ar atkvæðagreiðslu félagsmanna, sem em um 360.000. í könnunum, sem stjómin hefur látið gera fyrr á árinu, kom fram, að um 85% félag- anna væm hlynnt úrsögn. Samband vélvirkja hefur einnig skrifað undir vinnustaðasamninga og hefur átt í viðræðum við sam- band rafvirkja um sameiningu. í því em um 800.000 félagar. Talið er líklegt, að vélvirlqar muni efna til svipaðrar atkvæðagreiðslu. Samvinna við hófsöm verkalýðssambönd Eric Hammond hefur lýst því yfír, að hann muni leita eftir samvinnu við ýmis hófsöm verkalýðssambönd til að stofna annað alþýðusamband. Þar má nefna vélvirkja; námamenn í Nottinghamskíri, sem reknir vom úr námamannasambandi Arthurs Scargills; samband lögreglumanna og eitt hjúkrunarfélaganna. Breska alþýðusambandið á aðild að Verkamannaflokknum og fer með þriðjung allra atkvæða á árs- þingum flokksins, auk þess sem það leggur mikið fé í flokkssjóðinn. For- ysta Verkamannaflokksins er reiðu- búin að heimila samböndum vél- virkja og rafvirkja aðild að flokkn- um, þótt þau gangi úr alþýðusam- bandinu. Þau greiða um 700.000 pund (tæpar 50 millj. kr.) til flokks- ins á ári. Gæti riðlað öllum fjármálaáætlunum Verkamannaflokksins Verkamannaflokkurinn hefur verið að reyna að koma fjármálum sínum í sæmilegt horf eftir kosn- ingabaráttuna á síðasta ári, en flokkurinn var mjög skuldugur eftir hana. Komi ekki fé frá þessum tveimur samböndum, gæti það riðl- að öllum áætlunum. En það eru ekki eingöngu Qármálin, sem ráða þessari afstöðu, heldur telur foryst- an, að þessi tvö sambönd eigi áfram samleið með flokknum og forysta þeirra vilji áframhaldandi aðild að Verkamannaflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.