Morgunblaðið - 20.05.1988, Page 45

Morgunblaðið - 20.05.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 45 Málverka- sýning í Gallerí List HJÖRDÍS Frímanna opnar mál- verkasýningn í Gallerí List, Skip- holti 50b, laugardaginn 21. maí, kl. 14.00. Hún sýnir þar 13 olíumálverk, öll unnin á striga á nýliðnum vetri. Hjördís stundaði nám við Myndlist- arskóla Reykjavíkur vetuma 1978— 1981 en síðan í School of the Muse- um of Fine Arts í Boston, þaðan sem hún útskrifaðist vorið 1986. Þetta er önnur einkasýning Hjördísar, en hún tók einnig þátt í afmælissýningu IBM á íslandi suma- rið 1986, sem haldin var á Kjarvals- stöðum og nefndist Myndlistarmenn framtíðarinnar. Sýning Hjördísar, sem stendur til 1. júní, verður opin alla virka daga frá kl. 10—18, laugardaga og sunnu- daga kl. 14—18. (Fréttatilkynninj?) Hjördís Frimann við eitt verka sinna. Myndlista- sýning á Stokkseyri ELFAR Guðni opnar myndlist- arsýningu i Gimli á Stokkseyri laugardaginn 21. mai. Þetta er 16. einkasýning Elfars en þriðja sýning hans í Gimli. Myndimar em víðs vegar að af landinu en sjórinn, úfinn eða blíður, og veðráttan er megin myndefnið. Flestar myndanna eru málaðar úti eða á staðnum eins og sagt er. Allar myndimar eru málaðar með olíu á striga. Sýning- unni lýkur á sjómannadaginn, 5. júní. (Fréttatiikynning) Elvar Guðni. Hveragerði: Málverkasýning í félagsheimilinu KRISTINN Morthens listmálari, opnar myndlistasýningu í félags- heimili Olfyssinga í Hveragerði, föstudaginn 20. mai, kl. 16. Kristinn telur sig til alþýðumál- ara og hefur hann málað islenska náttúru í hálfa öld en sýningin er haldin af því tilefni. Sýndar em 30 myndir málaðar í olíu og vatnslitum og em þær allar til sölu. í frétt um opnum sýningarinnar segir að flest verkanna séu frá æskustöðvum Kristins við Heklu. Fimm ár em liðin síðan. Kristinn sýndi síðast í Hveragerði. Öllum sem áhuga hafa er boðið að vera við opnunina. Sýningin stendur til 23. maí og er opin alla daga frá kl. 14 til 22. Mun Kvennfé- lag Hveragerðis sjá um kaffí og kökuveitingar sýningardagana. Krístinn Morthens listmálarí við eitt verka sinna. Telpa fyrir bíl FJÖGURRA ára telpa varð fyrir bifreið á Arnarhrauni í Hafnar- firði á mánudagskvöld. Hún hlaut þó ekki alvarlega áverka. Slysið varð með þeim hætti að telpan hljóp skyndilega út á braut- ina og gat ökumaður bifreiðarinnar ekki forðað slysi. Telpan hlaut heilahristing og áverka á enni, auk ÖRBYLGJUOFNAR 7 GEREHR Eigum fyrirliggjandi örbylgjuofna í úrvali, bæði frá SANYO OG HUSQVÁRNA. Ath. Með öllum okkar ofnum fylgir íslensk matreiðslubók og kjötmælir. Einnig lánum við okkar viðskiptavinum myndband með matreiðslunámskeiði, 1 'h klst., sem erauðvitaðá íslensku. \|ERÐFRÁ^R' 18.500.- staðgr. Komið - sjáið - sannfærist. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 - Sími 69 16 00 Ofnæmisprófaðar BLEIUR I frá OöílEONtf fást í öllum stærðum °9 gerðum á ti/boðs- verðií Kjötmiðstöðinni núna. KJÖTMIÐSTÖOIN GARÐABÆ $. 656400 Laugalæk 2 S. 686511

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.