Morgunblaðið - 20.05.1988, Side 54

Morgunblaðið - 20.05.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 ORLANDO 2 x í viku FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- BARATTAFYRIR BÆJARRÉTTINDUM 5tefánsson frá Fagraskógi því yfir, fyrir hönd þeirra flutningsmanna, að þeir tækju frumvarpið aftur. Vildu þeir ekki hætta á það að láta málið ganga til atkvæða, enda frek- ar líkur fyrir því, að þá yrði það fellt. BENZ 260 E ’87- 6 CYL Ekinn 35 þús/km. Innfluttur í mars ’88. Einn með öllu og standi. Verð kr. 1.950.000 (nýr kostar kr. 3.200.000). Upplýsingar í síma 41187 - Hrafn. topp- Þó að svo færi um frumvarpið á Alþingi, var það engan veginn lagt fyrir róða heima í héraði. Siglfírð- ingar voru staðráðnir í því, eins og fram kemur í ályktun borgarafund- arins, að halda málinu fram með festu og áhuga, unz það yrði leitt fram til fullnaðarsigurs. Þeir höfðu að vísu beðið ósigur í fyrstu lotu, — en þá var að hefja nýja. Leið nú fram á haustið, en þá fékk hreppsnefndin bréf frá sýslu- manni Eyjaijarðarsýslu viðvíkjandi „sjálfstjómarmáli Siglfírðinga“. Þá gerði hann ráð fyrir því, að málið muni tekið fyrir á næsta aðalfundi sýslunefndar, en taldi jafnframt, „að í mörgum greinum þurfí að breyta og bæta frumvarp það, sem lagt var fyrir Alþingi í sumar“. Ræður hann hreppsnefndinni til að fela einhverjum lögfræðingi í Eyja- fírði að semja frumvarpið að nýju ásamt honum, og verði það frum- varp síðan sent til Siglufjarðar til frekari undirbúnings af hrepps- nefnd og hreppsfundum. í tilefni af þessu bréfí sýslu- manns lét hreppsnefndin á fundi sínum 17. nóvember bóka eftirfar- andi: „Jafnvel þótt hreppsnefndin geti ekki séð neina brýna þörf á endur- samningu þessa frumvarps, sem er alveg sniðið eftir bæjarstjómarlög- um hinna kaupstaðanna, og þingið fann ekkert athugavert við form þess eða frágang í sumar né að undirbúning skorti — að undan- teknu þessu eina, að samþykki sýslunefndar vantaði — þá vill nefndin ekki slá hendinni á móti þessari samvinnu við sýslumann um þetta mál og samþykkir að fela Bimi Líndal að taka fyrir sína hönd þátt í þessari samvinnu og gefur honum skriflegt umboð þar að lút- andi.“ Upp frá þessu var kaupstaðar- réttindamálið á dagskrá flestra hreppsnefndarfunda um veturinn og ýmsar ályktanir gerðar, eftir því sem málið þróaðist í meðförum. Á miðsvetrarfundinum 16. febr- úar 1918 ræddi séra Bjami Þor- steinsson um kaupstaðarmálið, rifj- aði upp það, sem gerzt hafði og hveijar horfur væm framundan um framgang málsins. Þá skýrði hann frá því, að búast mætti við, að inn- an skamms kæmi nýtt frumvarp eða endursamið og þá mundi nauð- syn að halda almennan fund um málið. Sagði hann það eindreginn vilja hreppsnefndarinnar að koma málinu fram í sama eða mjög líku formi og það var borið fram á Al- þingi sumarið áður og óska aðeins þeirrar breytingar á því, að allur Hvanneyrarhreppur heyrði undir hið nýja lögsagnarumdæmi, en þó því aðeins, að það væri vilji yfír- gnæfandi meiri hluta þeirra, sem fyrir utan kauptúnið byggju. Nokkrum vikum síðar voru svo allir atkvæðisbærir utankauptúns- búar boðaðir til fundar til þess að kanna vilja þeirra um framhaldandi samband eða skilnað, þegar bæjar- stjómarlögin kæmu í gildi. Á fund- inum mættu 28 atkvæðisbærir ut- ankauptúnsmenn, þar af þijár kon- ur, en 12 sendu skriflegar yfírlýs- ingar, og greiddu þannig alls 40 manns atkvæði. Eftir að oddviti hafði skýrt málið fyrir fundarmönn- um, var lögð fram svohljóðandi til- laga: „Fundurinn óskar þess, að þegar Siglufjörður fær kaupstaðarréttindi og hér verður stofnað nýtt lög- sagnarumdæmi, þá nái það lög- sagnarumdæmi yfír allan Hvann- eyrarhrepp, og að fjárhagur og stjórn verði að öllu leyti sameiginleg eins hér eftir og hingað til.“ Þessi tillaga var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 34 atkvæð- um (að meðtöldum hinum skriflegu) gegn 6 atkvæðum. Því næst var önnur tillaga lögð fyrir fundinn, og var hún á þessa leið: „Mæti þessi ósk vor andstöðu, annaðhvort hjá sýslunefnd eða Al- þingi, svo hið nýja lögsagnar- umdæmi verði aðeins látið ná yfir kauptúnið og land Hafnar og Hvanneyrar, ályktar fundurinn að kjósa nú þegar þijá menn úr sínum flokki til þess, ásamt þrem mönnum úr hreppsnefndinni, að gjöra ákveðnar tillögur um fjárskipti milli hins væntanlega kaupstaðar og hins nýja hrepps samkvæmt þeim regl- um og venjum, er gilt hafa um aðrar hreppaskiptingar. Skulu gjörðir þessarar nefndar vera bind- andi og leggjast fyrir sýslunefnd til samþykkis jafnframt og skipti fara fram milli Eyjafjarðarsýslu og Siglufjarðarkaupstaðar." Þessi tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og í nefndina kosnir af hálfu fundar- manna þeir Einar Hermannsson, bóndi á Skútu, Þórður Þórðarson, bóndi Siglunesi, og Sigurhjörtur Bergsson, bóndi á Staðarhóli. í byijun marzmánaðar barst hreppsnefndinni símskeyti frá Bimi Líndal, lögfræðingi, þar sem hann tilkynnti henni, að heimilisástæður sínar hafí hindrað sig frá samvinnu við sýslumann við endurskoðun frumvarpsins um kaupstaðarrétt- indi Siglufjarðar, og urðu hrepps- nefndinni þetta mikil vonbrigði. Hún treysti Líndal frá fomu fari,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.