Morgunblaðið - 20.05.1988, Page 60

Morgunblaðið - 20.05.1988, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 félk í fréttum Pokahlaup getur verið vandasðm iþrótt. |j"j: ir * £ ps §» m « * iai BREIÐHOLTSSKÓLI Vorhatið í Foreldrafélag Breiðholtsskóla stóð nýlega fyrir vorhátíð við skólann, og tóku þátt í henni nemendur skólans ásamt foreldrum, kenn- uruni og og íbúum Neðra-Breiðholts. Á hátíðinni var keppt í ýmsum greinum og farið í skólanum alls kjms leiki. Keppt var í pokahlaupi, reiptogi og fímmtarþraut. Farið var í boltaþrautir, gengið á stultum, leikið mini-golf, farið í sumarleiki og fleira. Um kvöldið var síðan haldinn fjölskyldudansleikur. Einbeitingin var mikil i mini-golfinu, Sumir mættu á vorhátíðina á eigin bílum. Islensku þátttakendurnir á sjötta alþjóðaþingi Baháía sem haldið var í ísrael. Talið frá vinstri eru Svana Einarsdóttir, Böðvar Jónsson, Barbara Thinat, Sigurður I. Jónsson, Elsa Benediktsdóttir, Ólafur Bjarnason og Sigriður Lóa Jónsdóttir. ALÞJÓÐAÞING BAHÁÍA Islendingar á meðal þáttakenda Sjötta alþjóðaþing Baháía var nýlega haldið í borginni Haífa í ísrael, og voru þar komnir saman fulltrúar frá öllum heimshomum. Á meðal þátttakenda á þinginu voru fulltrúar frá Andlegu Þjóðarráði Baháía á Islandi. Engir fulltrúar komu frá íran, þar sem Baháítrúin varð til árið 1844, en þar í landi er trúarhreyfingin bönnuð, og hafa meðlimir hennar þar sætt miklum ofsóknum af hálfu stjómvalda. Um §órar milljónir manna aðhyllast Baháítrú í heiminum í dag, og eru aðalstöðvamar í Haífa, en þangað var stofnandi trúarsamtakanna, Bahá’u’lláh, sendur í útlegð árið 1868. Reuter Hér sést Redford koma til sýningar myndarinnar ásamt aðalleikkon- unum, þeim Melanie Griffith frá Bandaríkjunum og Soniu Braga frá Brasilíu. KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í CANNES Redford rennir hýru auga til gamallar kærustu Robert Redford er þekktari fyrir leik sinn í kvikmyndum en leik- stjóm. Hann stýrði þó nýrri kvik- Reuter Hjartaknúsarinn bláeygi brosir við brasilísku leik konunni Soniu Braga skömmu áður en blaða mannafundur þeirra hófst i Cannes á sunnudag. mynd sem á engilsaxnesku nefnist „The Milagro Beanfíeld War“. Myndin er sýnd á nýhafínni kvik- myndahátíð í Cannes í Frakk- landi en keppir ekki um gullpálm- ann. Redford og brasílíska leikkon- an Sonja Braga, sem leikur eitt að- allhlutverkið í myndinni, munu hafa dregið sig saman á tímabili en nýlega fréttist af ástarævintýri Redfords og vel- lauðugrar bre- skrar stúlku. Fólk í fréttum treystir sér ekki til að dæma um hvort það fuðrar upp í hitanum í Cannes.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.