Morgunblaðið - 20.05.1988, Side 66

Morgunblaðið - 20.05.1988, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Sól og sumar hj á okkur 1VÖRUHÚSIVESTURLANDS er komið sumar og allar deildirnar bjóða ykkur velkomna. - MATVÖRUDEILD - VEFNAÐARVÖRUDEILD - GJAFAVÖRUDEILD - RAFTÆKJA- OG SPORTVÖRUDEILD - BYGGINGAVÖRUDEILD Komið við hjá okkur í sumar VÖRUHÚS VESTURLANDS Birgðamiðstöðin ykkar Mosaeyðir Til Velvakanda. Langalgengasta umræðuefni garðeigenda um þessar mundir er hvemig eyða megi mosa úr gras- blettum. Sérfræðingar ráðleggja ákveðið magn af þrífosfati og alls konar kúnstir sem við hjónin höfum reynt að fara eftir undanfarin ár með nær engum árangri. Mosinn hefur „blómstrað" eftir sem áður, ef svo má segja. En svo var það einn nágranni okkar sem hefur ver- ið að beijast við mosann eins og við, hann uppgötvaði að til er fyrir- taks sláttuvél sem tætir mosann upp, eins konar mosatætari. Þessi mosatætari fæst í garðáhaldaversl- unum hér í Reykjavík og ég ráðlegg eindregið að íbúar við eina götu sameinist um að kaupa svona verk- færi. Mér datt í hug að koma þessu á framfæri því að ég veit af fyrri reynslu að þrífosfatið reynist ekki alltaf nógu vel. Tætarinn er alveg fyrirtaks verkfæri og tætir upp all- an mosa svo að hann lætur ekki á sér kræla lengi á eftir. Búskussi N.Ö.R.D. gagii- rýni Til Velvakanda. Hvað liggur að baki þegar einhver sem kallar sig „Gagnrýnanda Stöðv- ar 2“ veður á skjáinn með skítkast á skemmtilegasta fólkið í landinu? Er það vegna þess að honum er meinilla við þennan flinkasta leik- stjóra sem við eigum í dag? Það var engu líkara. Eða er það vegna þess að Gríniðjan hefur lýst því yfír opin- berlega að hún frábiðji sér þá um- fjöllun sem fjölmiðlar bjóði uppá og kalli „gagnrýni"? Skoðun Gríniðj- unnar er sú að áhorfendur séu bestu gagnrýnendur og þeir beri út sínar skoðanir og með þeim standi og falli sýningin. Ég hrópa húrra fyrir leikhúsi sem þorir að standa við sínar skoðanir, þó svo að gagnrýnendur reyni að ná fram hefndum og rakka niður. Að lokum. Látið ekkki leikritið N.Ö.R.D. framhjá ykkur fara ef þið þolið að fá hláturskrampa og ef þið viljið sjá stórkostlega góð vinnu- brögð, sem maður sér ekki nógu oft hér á landi. A.R. Maðkar í mysimni Til Velvakanda. Kaupahéðnarnir hjá bókaútgáfu Iðunnar hafa ekki þurft að fara í verslunarskóla hjá Njáli á Berg- þórshvoli, þegar þeir gáfu út „Per- estrojkuna" frægu, og græddu. Maður gat nú sagt sér það, að þar sem vinstri pressan gleypti þetta eins og „manna“ að þar mundu nú vera margir maðkamir í mysunni þeirri. Nú er sem sagt komið á daginn að Perestrojkan, sem var stærsta blaðra sem blásin hefur verið á öll- um öldum, er nú sprungin. Þegar boðið var upp á rýmri kosningalög, þá trúði fóikið og reyndi að stofna flokk á móti kommúnistaflokknum sem einn hefur öllu ráðið. Stofnend- umir em allir komnir í fangelsi og þar fór það frelsið. Rússar sendu pólskum verkamönnum kveðju sína, og Pólveijar fundu að þeir gætu átt von á rússneska hemum, eins og á dögum Brésnefs. Armenía á að bíða eftir sínu „Gasasvæði“ eins og Palestínumennirnir. KGB ætlar ekki að flýta sér að gefa út söguna af Stalín, eins og þeir gerðu með Perestrojkuna. Herferðin gegn drykkjuskapnum endaði á því, að nú bætist sykurskorturinn við skortinn á öðmm lífsnauðsynjum. Friðinn í Afganistan á að tryggja með enn meiri vopnasendingum til Kabúlstjómarinnar og aldrei hefur KBG verið sterkari en nú. Þeir Vesturlandabúar sem gleyptu Pere- strokuna, eiga að fyrirverða sig. Man þá enginn Dubcek, ef marx- isminn verður nokkum tíma mönn- um bjóðandi. Þeir sem aldir em upp í Ráðstjómam'kjunum og em enn marxistar, þeir geta aldrei búið nokkmm mannleg lífskjör. Húsmóðir Víkverji skrifar Víkveija þykir vænt um móður- málið sitt og reynir að beita því sem réttast. Honum verður þó á eins og öðmm, en engu að síður getur hann ekki annað en lýst áhyggjum sínum vegna þess, hve margur misþyrmir móðurmálinu. Yfírleitt em það fulltrúar hins opin- bera, sem fremstir em í flokki mis- þyrmingarmanna. Þeir em þá ann- aðhvort að nota mörg orð um ekki neitt, en oftast verður þá ræðan merkingarleysa svo ekki sé meira sagt, eða hitt, að þeir em lærðir á erlendar tungur og hafa ekki náð að hrista af sér áhrif þess lær- dóms. Enska sögnin to do (að gera) tröllríður íslenzkri tungu í hinni ensku merkingu sinni, en sem slík er hún meira en óþörf. íslenzkar sagnir em flestar svo merkingar- bærar að þær þurfa ekkú hjálpar- sagna með, en þar að auki er sögn- in að gera ekki hjálparsögn í islenzku. Fjármálaráðuneytið ríður í broddi fylkingar og segir fólki að gera verðsamanburð. Ekki að bera verð- ið saman. Einn fulltrúa þjóðhags- stofnunar sagði fyrir skömmu í DV að stofnunin hefði framkvæmt út- reikninga á einhveiju. Ekki reiknað eitthvað út. Þama hefur reyndar sögnin að framkvæma leyst sögnina að gera af hólmi og ekki skánar málið við það. Svo framkvæma menn orðið alls konar spymur, en spyma ekki boltanum; framkvæma auka- og vítaspymur. Þetta hét einu sinni að taka víti. Þó tekur út yfír allan þjófabálk, þegar ein- hveijir sérfræðingar um skipulag og húsbyggingar em famir að framkvæma útreikninga á bygging- armagni ráðhússins. Á einföldu máli reikna menn væntanlega út stærð hússins. Víkveija þykir það anzi hart að stjómvöld skuli vera fremst í þess- um flokki, en það er algengara en hitt að í opinberum plöggum komist þeir, sem leita að ambögum, í gjöf- ular gullnámur. í fréttum í vikunni komu í ljós þau gleðilegu tíðindi, að hæfni nemenda í samræmdum prófum í lok gmnnskólans í íslenzku hafí hækkað að meðaltali um einn heilan, úr tæplega 5 í tæplega 6. Litlu verður Vöggur feginn. Annað- hvort em nemendur eða kennarar vandanum tæplega vaxnir. Það getur tæpast talizt gott að að með- altali falli tæplega annar hver nem- andi. Annaðhvort er kennslunni ábótavant eða nemendum, nema blessað móðurmálið sé einfaldlega orðið okkur ofviða og bezt að leggja það af. Fyrir skömmu komst Víkveiji að því, að það er kostnaðar- samt að selja húsnæði. Sé miðað við íbúð, sem kostar um fjórar millj- ónir króna, þarf að borga fasteigna- sölum allt að 100.000 krónur fyrir að selja íbúðina. Líklega ráða fæst- ir við það að snara út 100.000 krón- um um leið og þeir stækka við sig húsnæði, líklega vegna fjölgunar í fjölskyldunni. Einhvers staðar þarf að taka þessa peninga og augljóst virðist að seljandinn nái þeim frá kaupanda með hærra íbúðarverði en ella. Fasteignasalinn fær alltaf sitt, eða hvað? Minnki nú framboð á húsnæði, gæti það ekki aðeins þýtt hærra verð, heldur einnig að fasteignasölumar yrðu að keppa um hnossið með þvi að taka söluna að sér gegn lægra gjaldi. XXX Fyrst Víkveiji er farinn að fjalla um sölu, getur hann ekki staðizt þá freistni að nefna eitt orð- skrípið enn, sem komið er upp á yfírborðið. Einhvers staðar sá hann orðið söluaðili. Er það ekki sama og seljandi? Ef svo er ekki væri gaman að fá merkingarmuninn gef- inn upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.