Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 72

Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 72
\e EINKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM FOSTUDAGUR 20. MAI 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. 15% hækk- un á brauði og kökum BRAUÐ hf. hefur hækkað verð **á brauði og kökum um 15%. Sturla Rafn Guðmundsson framkvæmdastjóri segir að hækkunin • sé óhjákvæmileg vegna tveggja gengisfellinga á skömmum tíma, samtals 16%, og hækkunar á launakostnaði. Verð á brauði hækkaði í janúar síðastliðnum en var lækkuð um 3% að ósk stjómvalda í byijun febrúar. Að sögn Erlends Magnússonar bakarameistara hjá Brauðgerð Mjólkursamsölunnar hækkaði brauð frá þeim í byijun mars. Engin ákvörðun hefur verið tekin ■^0/0tum verðhækkun en verið er að kanna hver hún þyrfti að vera með tilliti til nýrra kjarasamninga og gengisfellingar. Landspítalinn: Hlé á hjarta- aðgerðum í sumar Morgunblaðið/Einar Falur KR sigraði íKeflavík KR vann Keflavík 3:1 í 1. deild karla í knattspymu í gærkvöldi að viðstöddum 1350 áhorfendum. KR- ingar eru í efsta sæti deildarinnar með flögur stig að tveimur leikjum loknum, en Keflvíkingar eru í 3. sæti með þijú stig. Þetta var fyrsti leikurinn í 2. umferð, en í kvöld leika Leiftur og Valur í Ólafs- firði og þrír leikir verða á morgun. Hér hefur KR- ingurinn Þorsteinn Guðjónsson betur í baráttu við Óla Þór Magnússon í leiknum í gærkvöldi. Sjá frásögn á bls. 71. Forseti Islands í Washington Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Washington. FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sat hádegisverð í boði Ameríska-íslenska verslun- arráðsins í gær í Essex House gistihúsinu í New York. Forseti verslunarráðsins, Magnús Gúst- afsson, forstjóri Coldwaters, bauð heiðursgestinn velkominn, en forseti svaraði með skemmti- legri ræðu þar sem hún m.a. lýsti viðskiptaháttum á íslandi fyrr á tímum, þegar reiknað var i kú- gildum, lömbum eða fiskum. Var gerður góður rómur að máli for- seta. Áður en hófíð hófst var haldinn aðalfundur verslunarráðsins. Magn- ús Gústafsson var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjóm voru kjöm- ir: Jón Ámason lögfræðingur, Hilm- ar Skagfjörð, Jón Guðmundsson, Johanna Wong, Thor Thors, Sigfús Erlingsson, Ölafur Ólafsson og Hilmar S. Skagfield. Framkvæmda- stjóri verslunarráðsins er Úlfur Sig- mundsson, viðskiptafulltrúi. íslendingafélagið í New York gekkst fyrir samkomu til heiðurs forseta í gærkvöldi. Forseti heldur síðan til Washington í dag þar sem íslendingafélagið í Washington heldur henni kvöldhóf. HLÉ verður gert á hjartaað- gerðum á Landspítalanum í fjórar tíl sex vikur í sumar. Að sögn Harðar Alfreðssonar hjartaskurðlæknis hafa verið gerðar tvær aðgerðir á viku það sem af er þessu ári og er stefnt að því að hægt verði að fjölga þeim en það yrði þó ekki fyrr en i fyrsta lagi eftir sumarleyfi. Um helmingur allra hjarta- aðgerða sem íslendingar gangast undir er nú gerður hérlendis og sagði Hörður að stefnt væri að því að hægt yrði að gera allar hjartaaðgerðir hér á landi. Öllum þeim sem gangast þurfa undir hjartaaðgerð er boðið að fara utan en sem stendur er styttri bið eftir aðgerðum erlendis. Hörður sagði ástæðumar fyrir því að ekki væri hægt að gera fleiri aðgerðir hér margþættar og tengjast rekstrarvanda sjúkrahús- anna, m.a. væri skortur á hjúkr- unarfólki tilfínnanlegt. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Niðurstaða um efnahagsað- gerðir verður að fást í dag ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra segir að í dag verði að fást niðurstaða í rikisstjórninni um efnahagsaðgerðir í kjölfar gengisfellingar krónunnar síðastliðinn mánudag og ríkisstjórnin verði þá að sýna það hvort hún nær saman eða ekki. „Það lifir engin ríkisstjórn sem ekki nær saman,“ sagði Þorsteinn Pálsson við Morgunblaðið í gær en hann sagðist hafa lagt fram tillögur á ríkisstjórnarfundi i gær sem miðuðu að þvi að stjómarflokkarn- ir gætu náð samkomulagi. Síðari hluta dagsins sátu formenn stjóra- arflokkanna á fundi um þær tillögur og í dag er fyrirhugaður rikisstjóraarfundur þar sem úrslit eiga að fást. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði eftir langan fund for- manna stjómarflokkanna og efna- hagssérfræðinga í gær að hann hefði lagt fram tillögur á ríkis- stjómarfundi um morguninn sem Næturfundur í kjaradeiiu starfsmanna og ÍSAL Framleiðslustöðvun verður í kvöld ef ekki semst BÚIST var við að samningafund- ur í kjaradeilu starfsmanna Ál- versins í Straumsvik og viðsemj- enda þeirra hjá rikissáttasemj- stæði fram eftir nóttu þegar Morgunblaðið hafði siðast fregn- ir af viðræðum á tólfta tímanum í gærkveldi. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins bar enn mik- ið á milli deiluaðila, en fram- leiðsla í álverinu stöðvast á mið- nætti í kvöld, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Jakob R. Möller, starfsmanna- stjóri ÍSAL, sagði í gærkvöldi að staðan væri óljós. Menn væru enn á fundi og meiningin væri að sitja áfram við eitthvað fram eftir nóttu. Öm Friðriksson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna Álversins, vildi ekkert láta hafa eftir sér um stöðu mála. Ef framleiðsla í Álverinu stöðvast hefur það I för með sér tjón, sem nemur hundruðum milljóna króna. 490 starfsmenn Álversins, sem aðild eiga að tíu verkalýðsfélögum, boð- uðu verkfall fyrir tæpum þremur vikum síðan. Verkfallið hófst laugar- daginn 7. maí, en tvær vikur tekur að undirbúa Álverið undir fram- leiðslustöðvun og lokun, samkvæmt samkomulagi aðila. Starfsmenn Ál- versins fóru síðast.í verkfall árið 1984. Þá tókust samningar rúmum hálfum sólarhring áður en til lokun- ar átti að koma, en þá var undirbún- ingstíminn fjórar vikur í stað tveggja vikna nú. Sjá fréttir á bls. 30. miðuðu að því að flokkamir gætu náð saman um efnahagsaðgerðir. Formenn flokkanna hefðu síðan unnið áffarn að tillögunum á löng- um fundi og þeirri vinnu yrði hald- ið áffarn. Þorsteinn vildi ekki upplýsa í hveiju tillögumar væru fólgnar, en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er m.a. gert ráð fyrir því að bindiskylda bankanna í Seðlabanka verði hækkuð úr 13% í 15%. Ávöxtunarsjóðir verði látnir kaupa ríkisskuldabréf, 200 milljón- um verði veitt í Byggðasjóð og 80 milljónum í Framleiðnisjóð til að greiða fyrir búháttabreytingum. Þá verði lánskjaravísitala afnumin af skammtímalánum, dregið verði úr erlendum fjárfestingarlánum og verðlagseftirlit verði hert. Þá er rætt um lagasetningu þannig að í kjarasamningum þeirra félaga sem ólokið er verði ekki meiri launa- hækkanir en láglaunafélög hafa fengið. Hvorki Steingrímur Hermanns- son formaður Framsóknarflokks- ins né Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins vildu ræða fundinn né tillögumar í gær. Þær voru ræddar á þingflokks- fundum Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks í gær en á miðviku- dagskvöld voru tillögumar ræddar í þingflokki Sjálfstæðismanna og þar fékk Þorsteinn Pálsson umboð til að ganga frá þeim í ríkisstjóm- inni. Alþýðuflokkurinn hélt fund strax eftir ríkisstjómarfundinn en Framsóknarflokkurinn hélt fund f gærkvöldi þar sem Steingrímur Hermannsson fékk umboð til að ræða áfram við formenn hinna stjómarflokkanna á þessum nótum en um leið að árétta ýmis atriði sem framsóknarmenn vildu leggja áherslu á. Ný þota skráð SAMKVÆMT loftfaraskrá Flug- málastjórnar voru 287 loftför í landinu 1. maí síðastliðinn, en í gær var ný þota skráð hér á landi og loftförin því 288. í gær var þota af gerðinni Dou- glas DC-8 ’61 skráð hér á landi í nafni flugfélagsins Air Atlanta. Sama félag rekur þotu af gerðinni Boeing-707, TF-IUE. Loftförin, sem skráð eru hjá Flugmálastjóm, eru að langmestu leyti tveggja til Qögurra sæta einka- flugvélar. Á skránni eru níu far- þegaþotur. Þar af eru sjö Flugleiða- þotur, fjórar af gerðinni Douglas DC-8-63 og þijár Boeing-727, og tvær Boeing-737 þotur Amarflugs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.