Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 Ástleitnir sagnfræðingar Nýir og hlýir straumar í fornum fræðum Um hvað fjallar sagnfræði? Hvað á að kenna og hvað skal rannsaka? Staðreyndir og ártöl? Afrek merkra manna? Eða kannski um sögu stétta og stéttaátaka og þróun framleiðsluhátta? Sagnfræðingar hafa skoðað aðbúnað, líf og gjörðir genginna kynslóða frá mörgum sjónarhomum. f seinni tíð hafa sagnfræðingar horft mjögtil hagsögu og félagssögu en nú á síðustu tímum hefur orðið vart við „mýkri gildi“. Samskipti kynjanna, ástin, hjónabandið, framhjáhald, frillulífemi og óskilgetni eru orðin vinsæl rannsóknarefni. Auður G. Magnúsdóttir sagnfræðingur. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/BAR Már Jónsson sagnfræðingur. aldar. Með eiginkonu sinni fengu menn oft á tíðum töluverðar eignir, jafn- vel goðorð; það skipti miklu að jafn- ræði væri með hjónum. Hjónaband- ið var sem sagt hagsmunasamband sem styrkti stöðu ættanna og var stundum einnig notað til að stað- festa sættir ætta. Síðan héldu einn- ig margir frillur, stundum margar. En það hefur varla verið nema á færi nokkuð efnaðra höfðingja; því kveðið var fast á um framfærslu- skyldu föður eða föðurættar óskil- getins bams í lögum. — Ég held hins vegar að frillu- sambönd hafi oft á tíðum einnig verið hagsmunasambönd, rétt eins og hjónabandið. Menn hafi til dæm- is getað orðið sér úti um banda- rnenn." Er það ekki alveg fullnægjandi skýring að mennirnir hafi verið að bæta sér upp „vankanta eigin- konunnar“ eða hreinlega viljað „vera á lausu“? „Það eru náttúrlega engar heim- ildir um „konan skilur mig ekki“- samræður höfðingja á Sturlunga- öld, en varla hafa þeir allir verið með „gráa fíðringinn". Orsökin fyr- ir frillulífí og hórdómi höfðingja þurfti ekki að vera sú að hjónaband- ið hentaði þeim ekki. Þessi frillu- sambönd komu einnig til af hags- munaástæðum í mörgum tilfellum — þótt dæmi séu til um að ástin hafí stundum blossað upp. Jón Loftsson var mjög ástfanginn af sinn frillu, Ragnheiði Þórhallsdótt- ur, systur Þorláks biskups helga. Ságt er að þau hafí elskast frá bamæsku. — En það var ekki nóg; með þeim var ekki jafnræði; faðir hennar hafði orðið að bregða búi; Ragnheiður var ekki „arðvænlegt" kvonfang. Kirkjan setti auk þess ýmsar skorður við því hversu skyld- ir makar máttu vera. Það gat því orðið ansi snúið fyrir höfðingja að finna sér konu sem væri honum samboðin. Stundum var einfaldara að fá sér frillu." Bætt siðferði Þú segir að þetta frillulifi og hórdómur hafi oft verið hag- kvæmt hagsmunasamband; þótti Fulltrúa Morgunblaðsins fysti að kynnast nánar þessum nýju og ástríðu- fullu straumum í íslenskri sagnfræði. Hann hafði þvi tal af tveimur sagn- fræðingum sem eru að rannsaka ástalíf íslendinga á fyrri öldum, Þeim Auði G. Magnúsdóttur og Má Jónssyni. Betra er að vera góðs manns frilla en gefin illa Auður G. Magnúsdóttir hefur athugað lífemi og háttalag íslenskra höfðingja á Sturlungaöld utan hjónabandsins, einkum frillu- lífí þeirra og hórdóm. Auður hefur í hyggju að gera unnendum íslenskrar sögu fulla grein fyrir endanlegum niðurstöðunum í tíma- riti Sögufélagsins, Nýrri sögv. Best að hafa orðanotkun á hreinu, hórdómur og frillulífemi em það sömu fyrirbrigðin? „Kirkjan gerði skýran greinar- mun á þessu tvennu. Hórdómur var samband tveggja einstaklinga þar sem annað eða bæði voru gift, en frillulífi var hins vegar samband tveggja ógiftra einstaklinga. Lengi vel gætti umburðarlyndis gagnvart sllkum samböndum." Hvað varð þess valdandi að þú fékkst áhuga á siðferði og frillu- lífi fomaldarinnar? „Ætli áhuginn hafí ekki vaknað þegar bréf frá Eysteini erkibiskupi til Islendinga kom til umræðu í ís- landssögunámskeiði í háskólanum. í bréfínu, sem er frá .síðari hluta 12. aldar, segir erkibiskup íslenska höfðingja lifa „búQárlífí" en það er kannski orðið sem flestir myndu nota núna um fjöllyndi þessara for- feðra okkar. Seinna las ég Sturl- ungu og þar úir og grúir af frillum og óskilgetnum bömum. Við þann lestur vöknuðu spumingar. Hveijar voru þessar frillur? Hvers vegna spillingu*1? vom þær frillur? Af hveiju vom þær ekki giftar? Þessar konur vom ótrú- lega margar og úr öllum stéttum. Margar vora af því sem við í dag myndum kalla „mjög góðum ætt- um“, engar dræsur. Hver var rétt- arstaða þeirra og bama þeirra.? Á endanum ákvað ég að skrifa BA-verkefni um þetta efni og ber það yfírskriftina „Betra er að vera góðs manns frilla en gefín illa,“ - sem er náttúmlega álitamál." Áhugaefni fólks Er þessi áhugi sagnfræðinga á frillulífi og ástum einhvers konar „tískustefna"? „Mér fínnst ekki rétt að nefna þetta tískustefnu. Auðvitað hafa sagnfræðingar alltaf haft áhuga á ástum og frillulífí eins og aðrir! Annars benti Einar Ólafur Sveins- son á það strax árið 1940 að það þyrfti að rannsaka „siðspillingu" Sturlungaaldar ekki síður en annað. Að mínu áliti er sagnfræði í eðli sínu húmanískt fag. Nú er þessi áhugi á hneigðum fólks einnig tengdur nýjum áherslum í sagn- fræði, fjölskyldusögu, kvennasögu. — Maður spyr annarra spuminga." Að segja sögu Eru sagnfræðingar að „mark- aðssetja söguna“? „Það er ekki hægt að aðlaga sagnfræði lögmálum markaðarins. Þú breytir ekki staðreyndum sög- unnar — en það er auðvitað ekki sama hvemig þú segir frá. Það er ekkert sem mælir gegn því að höfða til stærri hóps og það emm við að reyna að gera. Nú em gefín út tvö nýmóðins tímarit hér í Reykjavík sem hafa það að markmiði að ná til víðari hóps með aðgengilegum og læsilegum texta, það em Sagn- ir, tímarit sagnfræðinema, og Ný saga, tímarit Sögufélagsins. Sagn- fræðirit og greinar hafa af mörgum verið álitin leiðinlegur lestur en við viljum sýna að það er hægt að sam- eina fræðilegar kröfur og skemmti- lega framsetningu. í þessum skiln- ingi er kannski hægt að segja að við séum að markaðssetja söguna. — Kannski er auðveldara að skrifa um frillulffi á þessum nótum vegna þess að fólk hefur áhuga á þvílíku fyrirfram." Frillulífið. Þú talar um mikinn frillufjölda, var „upplausn og óvissa á Sturlungaöld," orsökin fyrir þessari „lausung" eða því sem margir myndu kalla „sið- „Það held ég ekki, hvorki afleið- ing né orsök, og það er ekki svo einfalt að maður geti afgreitt þetta með því að segja „siðspilling" sam- kvæmt þeim kristilega þenkjumáta sem við emm alin upp við. Kynlíf og ástir vom eftir öðm mynstri þá en við þekkjum í dag. Kenningar kirkjunnar um hjónabandið vom íslenskum landslýð ákaflega fram- andlegar í fyrstu. í rauninni tíðkað- ist hér eins konar fjölkvæni áður en kirkjan fór að beita sér fyrir bættu siðferði hér á síðari hluta 12. þetta siðferði bara sjálfsagt og eðlilegt? „Þorlákur biskup, bróðir Ragn- heiðar, frillu Jóns, beitti sér mjög fyrir bættu siðferði íslendinga og að þeir virtu hjónabandið. Honum tókst að stía þeim Ragnheiði og Jóni f sundur eftir mikið þref. Þor- lákur var eiginlega fyrsti „siða- postulinn", forveri hans á biskups- stóli, Klængur Þorsteinsson, átti til dæmis bam framhjá konu sinni, — með náfrænku sinni þar að auki. Sýnilega hefur þetta þótt allt í lagi. Annars hefði það varla verið svona I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.