Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 Astleitnir sagnfræðingar kvenkosti og skiptimynt, — og auð- vitað varð fjölskyldan að fá bætur fyrir slíkt." Konur fyrirgefa í málgagni Sögufélagsins, Nýrri sögu birtist síðastliðið haust grein eftir Má Jónsson, „Konur fyrirgefa körlum hór“, í greininni fjallar hann um hjúskaparhagi landsmanna á fyrri hluta 19 aldar og sér f lagi framhjáhald Sslenskra karla og við- brögð eiginkvenna við þeirri yfír- sjón. íslenskar eiginkonur virðast við fyrstu sýn hafa verið furðanlega skilningsríkar og fúsar til að fyrir- gefa mökum sínum hliðarsporin — að rekkju vinnukonunnar. Hór- dómsbrot vörðuðu sektum en hægt var að sækja um eftirgjöf, „þegar saklaus ektamaki þess hjóna sem framhjá tekur biður þeim brotlega uppgjöf sektar . . .“ Már hefur rannsakað fjölda bréfa til stjóm- valda þar sem eiginkonur biðja brot- legum eiginmönnum sínum vægðar. Flest þessara bréfa bera vott um kristilegt umburðarlyndi en Már leiðir að því rök að fleira búi að baki. Ekki sé grunlaust um að á stundum hafí hinar sviknu eigin- konur verið þvingaðar til að skrifa yfirvöldunum og biðja bóndanum vægðar. En Már telur fullvíst að í flestum tilvikum hafí það verið fá- tækt sem knúði konumar til bréfa- skriftanna. Bóndinn gat einfaldlega ekki borgað og sektin hefði komið niður á öllum á heimilinu. Grein Más Jónssonar ber íslensk- um karlpeningi 19. aldar ekki fag- urt vitni en í skrifum Más er brydd- að á fleiri spumingum en svarað er. „Hvaða eiginmenn tóku framhjá og hveijir ekki? Héldu þeir hjákonur eða lögðust þeir með vinnukonum sínum eftir því sem kallaði að?“ Hvaða konur eða stúlkur sváfu hjá annarra kvenna eiginmönnum? Hvað varð um þessar konur og böm þeirra? „Voru þetta að ein- hverju leyti sömu stúlkur og riðu út um helgar með piltum af næsta bæ? og hvað sögðu þeir þegar gift- ir bændur settu þær undir sig? Framhjáhald tengist þannig óhjá- kvæmilega annars konar saknæmu og siðlausu kynlífí; bameignum ógifts fólks, nauðgunum og blóð- skömm.“ Einnig tengist framhjá- hald líka giftingum fólks. Hveijir völdust saman, hveijir fengu að njótast og var ef til vill einhveijum þvert um geð að giftast? Magisterritgerð Más Jónssonar heitir „Duismál á íslandi 1600- 1920.“ Már hefur leitað svara við þessum og fleiri spumingum varð- andi ástalíf íslendinga tfmabilið 1550-1900 og mun hann kenna íslenskum sagnfræðinemum þessi fræði á næstu vorönn við heim- spekideild Háskóla íslands. Samskipti kynjanna Hvernig kviknaði áhugi þinn á fomum ástum íslendinga? „Til að byija með var sagnfræði- áhugi minn á öðm sviði og BA- ritgerðin var um jarðeignir og breytingar á jarðeignaskiptingu á 17. og 18. öld. Síðan fór ég í fram- haldsnám til Frakklands. Þar var fólksfjölda- og félagssaga í miklum móð. I framhaldi af námi mínu þar hóf ég rannsóknir á giftingum, framhjáhaldi, löggjöf gegn sifja- spelli, bameignum í lausaleik, duls- málum og svo framvegis." En hveijar em ástæðumar fyrir þessum almenna áhugaeða- „ástleitni" sagnfræðinga einmitt núna? „Undafarin ár hefur töluvert ver- ið skrifað um þetta í Frakklandi og Bretlandi. í Cambrigde hafa til dæmis verið gerðar viðamiklar rannsóknir. Ahuginn hefur síðan breiðst út til Bandaríkjanna og líka til Norðurlandanna. Þetta er hluti af breiðari þróun, sagnfræðingar hafa verið og em að reyna að víkka Vinnukonurnar þjónuðu karlmönnunum. Úr íslandsferð J. Ross Brown, 1862. sjóndeildarhring sinn og líta til fleiri átta. Ég þori annars ekki að fullyrða neitt um það hvers vegna menn hafa einmitt núna þennan sérstaka áhuga á ástum, hjúskap og þvíumlíku. Líklega tengist áhuginn umræðunni um samskipti kynjanna síðustu 15- 20 árin. Kannski lang- aði sagnfræðinga líka til að prófa eitthvað nýtt, em orðnir leiðir á vangaveltum til dæmis á sviði stjómmálasögu og félagssögu sem allur almenningur hefur takmark- aðan áhuga á. Ef til vill fást við hluti sem forvitið og fróðleiksfúst fólk hefur áhuga á. Bókmenntimar hafa líka haft sín áhrif, þær fjalla mikið um hjónabandið og ástina og hvers vegna skyldi sagnfræðin ekki líka gera það og sýna þessar tilfínn- ingar og samskipti fólks í nýju ljósi.“ Skilvirkt siðgæðiseftirlit Nú miðar þú upphaf rann- sókna þinna á hjónabandinu og samskiptum kynjanna við siða- skiptin 1550, breytíst þá eitthvað í þessum efnum? „Með siðaskiptunum breyttust hugmyndir manna og einnig verka- skiptingin milli ríkis og kirkju. Kon- ungsvaldið tekur að sér skírlífis- brotin sem biskupar og prestar höfðu alfarið séð um áður. Stóri- dómur var samþykktur 1564. Hann varð grundvöllur að mjög skilvirku kerfí siðgæðiseftirlits sem gilti í nærri 300 ár. Þessa dagana gætir tilhneigingar til að nota orðið „Stóridómur" um eitt og annað sem kemur dómnum sjálfum ekkert við. Upphaflega var hann að vísu oftast nefndur Langi- dómur, því hann var svo ítarlegur, en á 17. öld festist núverandi heiti í sessi. Stóridómur kveður á um refsingar við slíkum brotum. Dauð- arefsing lá við sifjaspelli nákom- inna, en flársektir, ef til dæmis systkinaböm eða þremenningar áttu böm saman. Háar sektir vom við hórdómsbrotum og líflát vofði yfír við þriðja brot. Þetta mildaðist þó allt saman eftir þvi sem á leið og síðustu aftökumar vom á ofan- verðri 18. öld. Varðandi hórdóms- sektimar er það athyglisvert að þó ógift kona ætti bam með giftum mann var hún látin borga jafn mik- ið. Lausaleiksbrotin, sem vom al- gengust, kostuðu minnst útlát, en vom dýrari hefði fólk éignast óskil- getin böm áður. Við fímmta brot varð hinn seki að koma sér burt eða þá giftast þeim sem hann átti síðast bam með. Svo virðist sem eitt tímafrekasta verkefni sýslu- manna hafí verið að eltast við þess- ar sektir, en þá ber að líta á það að að þeir fengu prósentur. Arið 1816 vom sektir fyrir lausaleiksbrot sfðan felldar niður og aðrar sektir með hegningarlögunum 1870.“ Voru karlmenn ekki'í miklu betri aðstöðu tíl komast undan armi laganna? „Konan stendur náttúmlega uppi með þungann — og síðar bamið. Sumar reyndu að koma þeim undan með því að bera þau út. Ég held að slíkt hafí mjög sjaldan tekist, eftirlitið var það strangt með fólki. Móðurinni var ætlað að lýsa fað- emi á hendur einhveijum eftir bestu samvisku. Nokkuð var um það að viðkomandi gekkst ekki við bam- inu. Karlmenn fengu oftast að sveija fyrir samfarir við konuna og vom þá lausir allra mála. Það var lögð mikil áhersla á að feðra böm, yfírheyrslur vom strangar og dæmi er um frá byijun 17. aldar að móð- 1r var pyntuð til sagna." Lauslátir íslendingar Frillulífis- og lausaleiksbrot voru algengustu brot á Stóra- dómi, hvað voru þau algeng? „Oft er sagt að við íslendingar séum lauslátari en aðrar þjóðir og er nokkuð til í því, að minnsta kosti þegar aðeins er miðað við Evrópu og Norðurlönd. Á íslandi vom fleiri lausaleiksböm en víðast hvar í Evr- ópu, og er þá miðað við hlutfall óskilgetinna fæðinga af öllum fæð- ingum. Því miður höfum við ekki tölur um fjölda fæðinga hér fyrr en eftir miðja 18. öld, og þá var tfunda hvert bam óskilgetið. Óskil- getni jókst á 19. öld og um miðja öldina fæddist sjötta hvert bam utan hjónabands. Fram að þessu hefur ekkert ver- ið hægt að segja um þróun óskil- getni á 16. og 17. öld, en það er nokkuð forvitnilegt, til dæmis þegar spurt er hvort Stóridómur hafí haft einhver áhrif á kynlíf íslendinga, en ætlunin var sú að leiða þá inn á réttar brautir með harðneskju. Að þessu leyti em enskir sagnfræð- ingar ákaflega öfundsverðir, en þeir hafa getað reiknað hlutfall óskilgetni aftur á miðja 16. öld. Ég hef þó fundið leið til að meta þróun- ina hér svona nokkum veginn og undanfamar vikur hef ég verið að telja skírlífisbrot upp úr reikningum sem sýslumenn sendu hirðstjómm og síðar landfógetum. Elstu skrám- ar em frá 1590. Niðurstaðan er að óskilgetni hafí staðið í stað á 18. öld, þvf brotin em um það bil 160- 180 um aldamótin 1700 en hundrað ámm síðar fæddust milli 150 til 200 óskilgetin böm á ári. í lok 16. ald- ar og í byijun 17. aldar vom brotin þetta 100-120 á ári. Þetta fínnst fólki kannski ekki ýkja spennandi, ep svona hlutir gleðja mig óskap- lega og þama birtist eitthvað alveg nýtt, nokkuð sem er miklu merki- legra en fréttir af kjarasamningum eða stríðinu við Persaflóa. En þessi mikli lausaleikur tengist sennilega því að fólk varð að eiga eitthvað og hafa aðgang að jarð- næði til að geta gifst og stofnað heimili, Og það var þrautin þyngri fyrir ansi marga, fátæktin var það mikil og jarðir af skomum skammti, einkum þegar líða tók á 19. öld, en þá fjölgaði fólki vemlega. Það sést líka á því að hvergi var gifting- araldur jafíi hár.“ Ástarrómanar í dómabókum Sá fróðleikur sem þú berð á borð um ástir og tilfinningar virðist ekki vera neitt sérstak- lega rómantiskur? „Sagnfræðingar mega ekki missa sjónir á þróuninni f gegnum aldimar. En það er til fjöldinn allur af skemmtilegum sögum af einstök- um atburðum og fólki. Þær heimild- ir sem við höfum em að mestum hluta embættisfærslur; Refsingar, kvartanir og dómar. Þessar heimild- ir segja okkur alltof lítið um hneigð- ir fólks. Ég hef þó rekist á litla „ástarrómana" í dómabókum og þar sést að rómantísk ást var til. Það hefur verið gert fullmikið um úr ástleysi forfeðranna. Hjónabandið var auðvitað hagsmunasamband en fólk hlýtur að hafa verið ástfangið, Staðarhóls-Páll yrkir t.d. mjög fal- lega til Helgu Aradóttur, þegar þau vom í tilhugalífi og 19. öldinni em svo rómantísku skáldin. Einnig má nefna Sjöundár-málið og ástir Ragnheiðar og Daða.“ Nú hafa ástír og tilfinnmgalíf á fornri tíð ekki verið mikið rannsakað og ekki mikið um það skrifað, hvernig ætlar þú að kenna námsefnið? „Þetta er ákaflega viðamikið efni sem ég er að fást við og fyrir vikið dálítið erfítt viðureignar. Verra er að ég þarf að leita svo víða fanga, þó reyndar ser þar fólgin helsta skemmtunin. í fyrirhugaðri kennslu kem ég aðallega til með að byggja á eigin rannsóknum sem ég stunda eftir mætti með fullri vinnu núna, en ætla að sinna einvörðungu allan næsta vetur og vonandi næstu árin. Þungamiðjan verða skjöl og hand- rit, sem flest em á Þjóðskjalasafni, en eitthvað á Landsbókasafni og á Ámastofnun. Til er slangur af greinum um þessa hluti hér á landi sem hollt er að lesa og nokkrar erlendar bækur verða notaðar til hliðsjónar og stuðnings. Einnig hef ég hugsað mér að lesa og ræða skáldsögur sem vora skrifaðar fyrir síðustu aldamót, svo sem söguna um Ólaf Þórhallsson eftir Eirík Laxdal og „Pilt og stúlku" eftir Jón Thoroddsen en líka sögulegar skáldsögur eftir yngri höfunda, til að mynda „Önnu frá Stómborg" eftir Jón Trausta og„Skálho!t“ eftir Guðmund Kamban." Viðtöl: PLE Þú skiptir máli allt í Broadway Amór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.