Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 il&Burfciu IIMWM Bmíift*' íi^ftfcíi**** L PwltóBW'toalwSiiBSb'W (b»WW 5ftw fcW**«>Óáí|fS3iV.’. W ■.*.*<?& Íí-li-fcft. fufJS-lfejl i .MtoSVua wi-sWiwi Ufttosþ ._ ^ 3-QySgíCXC, WM,»!**il,Íi«U'!* nœisr u^**íi&hv*Wj\rn *s= t\.i~±r,yzjnxr‘!* _ v».kU**>«"■' (V»tv OFHCÍftL EfíTHY, EH RECTÖR51 FORT tííGHT, CANfÆS íty F£STOL’88 Slagorð Sigurjóns Sighvatssonar og félaga í kvikmyndabransanum vestanhafs frjálsum heimi Vekja athygli í Hollywood — nú liggur leiðin til Cannes mörgnm sviðum, getum við boðið leikstjórunum okkar upp á fjöl- breyttari verkefni." Risarnir sýna áhuga Kvikmyndadeild Propaganda hefur framleitt tvær kvikmyndir. Sú fyrri, Private Investigations, var framleidd í samvinnu við stór- fyrirtækið Polygram. Margir ís- lendingar hafa séð þessa mynd, en hún var sýnd í Laugarásbíói á síðasta ári. Stuttu eftir að tökur myndarinnar hófust, sýndu stór- fyrirtækin í kvikmyndaiðnaðinum vestra henni áhuga og vildu fá að kaupa dreifingarréttinn. Sigurjóni og Golin tókst að selja réttinn áður en tökum var lokið fyrir hærra verð en nam framleiðslukostnaði myndarinnar og kaupandinn var enginn annar en Samuel Goldwyn og MGM/UA. Polygram sá að þama voru komnir menn með fjár- málavit, auk þess að kunna að búa til bíómyndir, og samdi um frekara samstarf. Hin nýja mynd þeirra félaga, The Blue Iguana, er gerð í samvinnu við Polygram og verður dreift af Paramount og Twentieth Century Fox. Fyrirtækið hefur á pijónunum að gera tvær myndir til viðbótar á þessu ári og þijár á því næsta. Gamli þrillerínn endurvakinn Að sögn Johns Lafia, leikstjóra The Blue Iguana, fær myndin mik- ið að láni frá gömlum, sígildum þrillerum á borð við A Touch of Evil. Myndin fjallar um Vince Holloway, sem Dylan McDermott leikur. Hann hefur það að atvinnu að elta uppi eftirlýsta flóttamenn, en gengur ekki of vel og flestir týna þeir lífí áður en honum tekst að hafa hendur í hári þeirra. Hann fær það verkefni að endurheimta 20 milljónir stolinna dollara í Mex- íkönskum bæ að nafni Diablo. Þar er kráin The Blue Iguana, sem myndin dregur nafn sitt af. Nán- ast allir þorpsbúar virðast vera á höttunum eftir sömu fjárfúlgunni og spæjarinn, og það veldur honum ólýsanlegum vandræðum. Aðalleikarar í myndinni auk McDermotts eru Jessica Harper, James Russo og Pamela Gidley. Yfirkvikmyndatökumaður er Ro- dolfo Sanchez, sem meðal annars kvikmyndaði „Koss kóngulóarkon- unnar". Myndin hefur víðast hvar hlotið góða dóma í bandarískum blöðum og gagnrýnendum kemur saman um að andi gamalla og góðra vestra og glæpamynda sé endurvakinn á eftirminnilegan hátt, auk þess sem myndin sé bráð- fyndin. Forráðamenn Cannes-hát- íðarinnar virðast hafa staðfest þetta álit með því að velja mynd- inga til sýningar. Þess verður svo væntanlega ekki langt að bíða að myndin verði sýnd hér á landi, og íslendingar fái hlutdeild í „sýn handa fijálsum heimi“. MARGFRÆG kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi hófst hinn ellefta þessa mánaðar. Margir af þekktustu kvikmyndafram- leiðendum og leikstjórum heims keppa um hinn eftirsótta gull- pálma, en Cannes er einnig vett- vangur fyrir unga og lítt þekkta listamenn, sem oft komast þar í fyrsta sinn i hið alþjóðlega sviðsljós. Á „Directors’ Fort- night“ eða „hálfum mánuði leik- stjóranna" eru sýndar fjórtán myndir eftir unga og efnilega framleiðendur, og er þá yfirleitt um að ræða fyrstu eða aðra mynd þeirra. Ein myndanna, sem nú verður sýnd á „Direct- ors’ Fortnight" er The Bluelgu- ana eða Bláa eðlan. Leikstjóri er John Lafia en framleiðend- umir eru Steve Golin og Sigur- jón Sighvatsson. Þeir eiga eitt öflugasta myndbandafyrirtæki í Hollywood, Propaganda Films, en hyggjast snúa sér að kvik- myndagerð í ríkari mæli. Fyrir- tæki þeirra félaga hefur vaxið hratt og getið sér orð fyrir dirfsku og frumleg vinnubrögð. Siguijón Sighvatsson er eini ís- lendingurinn, sem hefur fengist að nokkru ráði við kvikmynda- framleiðslu í þeim fræga stað Holljrwood. Hann er fæddur á Akranesi og varð heimsfrægur á íslandi fyrir leik sinn í ýmsum frægum popphljómsveitum, þar á meðal Flowers, Þokkabót og Brimkló. Siguijón hélt síðan utan til náms við kvikmyndadeild Suð- ur-Kalifomíuháskóla og lauk það- an prófi í leikstjóm með glans. Hann stefndi þó alltaf á að gerast framleiðandi og sneri sér alfarið að þeirri grein að námi loknu. í árslok 1986 stofnaði hann svo Propaganda Films ásamt fyrr- um skólafélaga sínum, Steve Golin, sem reyndar er kvæntur íslenskri konu. í hópi fimmtíu efnilegustu Propaganda Films hefur vakið athygli í Hollywood fyrir vandaða vinnu og frumleg vinnubrögð. Eitt þekktasta kvikmyndatímarit vest- an hafs, Millimeter, valdi þá Sigur- jón og Golin í hóp fimmtíu efnileg- ustu kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum á síðasta ári. Fyr- irtækið hefur marga leikstjóra á sínum snærum, sem flestir eiga það sameiginlegt að þeir voru orðnir leiðir á gamla starfinu og vildu reyna eitthvað nýtt. í viðtali ^erki A. riálaut» óandf* ei°» ’ 8iar gorð „Hér er allt einhvers virði - nema líf þitt.“ Auglýs- ingaspjald The Blue Iguana við Millimeter segir Siguijón: „Flest kvikmyndafyrirtæki eru byggð upp í kring um einn frægan leikstjóra. Með þvi hins vegar að hafa marga leikstjóra, getur hver og einn einbeitt sér á sínu áhuga- sviði og verið vandlátari á verkin, sem hann tekur að sér.“ Fyrirtæki Siguijóns og Golins er nú stærsti framleiðandi tónlist- armyndbanda í Hollywood. Þeir framleiddu 150 myndbönd á síðasta ári, meðal annars fyrir stór- stimi á borð við Bruce Spring- steen, Sting, Rick Springfield, U2, Johnny Hates Jazz, Loverboy og Jodie Watley. „Myndbandið er op- inn, skapandi miðill," segir Sigur- jón. „Handritið er skrifað á sömu stundu og myndin er tekin upp — og við hjálpum til við að skrifa það. Þegar þessi iðnaður verður eldri í hettunni munu plötufyrir- tæki og peningamenn eflaust krefjast þess að fá að hafa hönd í bagga með framleiðslunni, en sem stendur býður myndbandaiðnaður- inn upp á dásamlegt frelsi til sköp- unar.“ Sýn handa frjálsum heimi Siguijón og Golin hafa lagt mikla vinnu í að skapa sér nafn og auglýsa vörumerki sitt, enda hefur það unnið til verðlauna og menn segja að þeir félagar hafi dottið ofan á rétta slagorðið: „Sýn handa fijálsum heimi", enda fari orðstír þeirra nú víða og þeir opni nýjar víddir í myndbandagerð. Mörg fyrirtæki í leit að ferskari ímynd hafa leitað til Propaganda um auglýsingagerð, og má þar nefna Fabergé, Coca Cola og Sev- en-Up. Siguijón segir að velgengni Propaganda sé engin tilviljun. „Hún byggist á góðu orðspori. Mörg vandamál í myndbandaiðn- aðinum voru meðal annars tilkom- in vegna þess að þar voru of mörg „neðanjarðarfyrirtæki". Við ákváðum að tilheyra ekki þeim hópi. Framleiðsla á tónlistarmynd- böndum er ekki skæruliðahemaður lengur. Við vitum öll að þetta er harður bransi, minna fé úr að moða og styttri tími til að vinna. Siguijón Sighvatsson Hins vegar er hægt að nýta eðl- isávísunina og taka áhættu með nýju fólki. Ef það gengur ekki upp í framleiðslu eins myndbands, er það enginn heimsendir. í bíómynd getur slíkt þýtt milljónatap. Tón- listarmyndbönd eru ágætur æf- ingavöllur fyrir óþekkt hæfileika- fólk, og í því er starf mitt raunar fólgið — að fínna og hlú að ungu fólki með hæfíleika. Við viljum taka áhættu með því að nota áhugavert fólk, en ekki bara stór- stirni," segir Sigutjón í nýlegu við- tali við tímaritið Film & Video Production. Propaganda þykir óvenjulegt fyrirtæki vegna þess að það hefur myndbandaframleiðslu- sem aðal- grein en framleiðir auk þess kvik- myndir. „Að búa til bíómynd getur tekið eitt eða tvö ár af lífí manns," segir Siguijón. „Þess vegna er kjörið að vinna líka við tónlistar- myndbönd og auglýsingar, vegna þess að þau taka stuttan tíma í framleiðslu og maður sér árangur erfiðis síns fljótt. Það heldur manni í formi, og með því að vinna á Propaganda-menn við upptökur. Þeir Siguijón og Golin segjast gera miklar kröfur til starfsfólksins og sjálfra sin og vila ekki fyrir sér að vinna um helgar og fram á nætur til þess að ljúka verkefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.