Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 40
**' »«oí íív «t«<v.ww,íwow 40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 Tveir stálpaðir fál- kaungar bjóða at- hugunarmanni byrgin. Oumdeilanleg tengsl eru milli fálkans og rjúpunnar Dr. Ölafur Kr. Nielsen í viðtali Ólafur K. Nielsen líffræð- ingur er doktor f fagi sínu. Eftir háskólanám og út- skrift hér á landi sótti hann framhaldsskólanám við Cornell háskóla í New York í Bandaríkjunum og próf- verkefni hans þar voru rannsóknir á tengslum fálkans og rjúpunnar. National Geographic Society styrkti verkefnið á árunum 1981 til 1985 en Ólafur er ekki á því að nóg sé komið, hann hefur síðan haldið verkinu áfram, styrktur af Vísinda- sjóði og telur að allar þær tölur sem hann vanhagar um, gætu skilað sér á næstu þremur árum, eða þegar þess má vænta að rjúpnastofninn falli niður f lágmark. Rjúpnastofninn er byrjaður að veikjast og reynslan sýnir að fallið er hratt og hátt fyrstu árin. Ólafur hefur ekki fylgst með fálkum í rjúpnaleys- . isárum og telur ekki að verkinu sé lokið fyrr en upplýsingar eftir slfka uppákomu liggja fyrir. En ýmislegt er á hreinu á þessu stigi og því tfma- bært að Ifta inn hjá honum uppi f risinu f MR þar sem hann hefur vinnuafdrep, en Ólafur kennir líffræði við lærða skólann. Ólafur vildi byrja á því að skil- greina prófverkefnið ná- kvæmlega til þess að les- endur gætu betur skllið hvað um væri að ræða. Hann hefur nú orðið. Verkefnið átti að svara þremur meginspurning- um, þ. e. hvort sveiflur í ijúpnastofninum hefðu áhrif á fjölda fálka, hvort þær hefðu áhrif á varpafkomu fálka og hvaða áhrif þær hefðu á fæðu fálkans, en alkunna er, að fálkinn étur ijúpur í ríkum mæli. Athugunarsvæðið er um 5200 ferkílómetrar og er i báðum Þingeyjarsýslunum. Fyrst var að reyna að meta hvað væri að gerast- hjá ijúpunni og til þess voru mæld út sex lítil talningarsvæði, frá 2,5 til 8,5 ferkílómetrar að stærð. Karr- amir helga sér óðul snemma vors og eru þá mjög áberandi, hvítir og ropandi á hverri þúfu. Með því að telja á vorin sömu svæði ár eftir ár má gera sér grein fyrir sveiflum í ijúpnastofninum. Nú er alkunna, að ijúpnastofninn hér á landi er sveifl- óttur, tíminn á milli hámarka er yfír- leitt um það bil 10 ár. Það er ekki endilega jafn stígandi í Qölgun, stofninn getur hrunið á svona tveim- ur árum og getur svo verið lítill næstu ár, en síðan vaxið ört. „Rjúpnatalningamar hófust árið 1981 og þá reyndust 90 karrar vera á svæðunum sex, en þeim fjölgaði síðan uns hámarki var náð vorið 1986 en þá voru þeir um 280 tals- ins. í fyrra var byijað að fækka, en þá töldust 230 karrar á þessum svæðum. Ef þróunin verður sú sama og í fyrri ijúpnasveiflum verður mik- il fækkun á næstu ámm. En svörun- in hjá fálkanum var ótvíræð. Fyrsta árið voru 40 fálkasetur í ábúð á athugunarsvæðinu. Á meðan ijúpna- stofninn þrefaldaðist næstu árin voru æ fleiri setur í ábúð og núna síðustu ár 55 til 60. Það ber þó að taka fram, að í ábúð þýðir ekki endi- lega að um verpandi pör hafí verið að ræða. Það er aldrei nema hluti þessara fálka sem kemur upp ung- um. Við fylgdumst einnig með stofn- stærð tveggja annara tegunda rán- fugla á svæðinu, smyrils og hrafns, en sá síðamefndi tekur talsvert af ijúpu, einkum á vorin. Stofnar þess- ara fugla voru stöðugir og ijúpna- sveiflan hafði lítið að segja fyrir þessa fugla." En hvað með varpafkomu fálkans með tilliti til stofnstærðar ijúpunar? „Það var enginn munur á meðal- §ölda unga pr.hreiður milli ára. Þessi tala var 2,8 nema árið 1983, þá var hún 2,2. Það var engin fylgni á milli varpafkomu þ.e. hve stór hluti fálkaparanna kom upp ungum og tjúpnafjölda. Það sem virtist skipta höfuðmáli í sambandi við varpaf- komu var tíðarfar um vorið, sérstak- lega þættir eins og úrkomumagn, snjóhula og þess háttar. Vorið 1983 var mjög kalt og snjóþungt á NA- landi . Það ár komu aðeins 20 pró- sent af fálkahjónunum upp ungum, en bestu vorin, 1981 og 1987 var þetta hlutfall 60 til 65 prósent. Þess ber þó að geta, að ég hef enn ekki fylgst með fálkum í algjörum ijúpna- leysisárum en þá má gera ráð fyrir tímgunarbresti þó svo að tíðarfarið sé hagstætt." Nú hlýtur fálkinn að éta annað en ijúpu eða hvað? „Þó það nú væri. Á athugunarsvæði mínu fyrir norðan verpur 61 tegund fugla, en ég hef fundið leifar af 42 tegundum í hreiðrum fálka, þannig að það er ekki nema um þriðjungur varpteg- undana sem eru nokkum vegin óhultar fyrir honum. Þá hef ég á sjö árum safnað leifum af 12.000 fugl- um. Beinin byija að hrannast upp Stæltur og fallegur karlfugl. við hreiðrin 2 til 3 vikur fyrir varpið og linnir ekki fyrr en ungamir erú flognir en þetta allt tekur svona 120 daga að jafnaði. Sé miðað við flóra unga í hreiðri lætur nærri að leifar eigi að vera eftir 170 til 180 fugla." „Ef fálkar verpa við sjávarsíðuna em ýmsir sjófuglar honum mikil- vægir, sérstaklega þó lundinn. 5 lundabyggðir með um 100.000 varppör em á athugunarsvæðinu á Norðausturlandi. Fálkar sem lifa við auðug votlendissvæði, Mývatn og Laxá í þessu tilviki, lifa mikið á öndum. Það lætur nærri að um 15.000 andarpör séu á athugunar- svæðinu, 80 til 90 prósent þeirra á Mývatni og Laxá. Áf öðmm fæðu- lindum má nefna heiðagæsir, en 1000 til 1500 pör verpa við Skjálf- andafljót og Jökulsá á Fjöllum. Fálk- inn nýtir sér þetta og tekur þó aðal- lega gæsamnga en ekki fullorðnar gæsir.. Matseðillinn er geysifjöl- breyttur, ég hef fundið í fæðuleyfum hans allt frá fullorðinni grágæs og niður í lóuþrælsunga og hagamýs. Raunar em mýsnar áberandi í vetr- arfæðu fálka. Ég hef meira að segja fundið urriða í fálkahreiðri. Hvort hann veiddi hann sjálfur veit ég ekki en fískurinn var etinn með bestu lyst, svo mikið er víst.“ „Rjúpan nýtur hins vegar ákveðinn- ar sérstöðu hjá fálkanaum sem ég kem betur að á eftir. Önnur spum- ing sem aflað var svara við var hvort og í hversu ríkum mæli fálkinn leit- aði í aðrar fuglategundir sem byðust og hvemig matseðillinn breyttist með tilliti til breytinga á fjölda ijúpna. Niðurstöðumar vom for- vitnilegar." Viltu þá ekki segja okkur eitthvað frá því? „Jú, hvað fálkarnir átu ann- að en ijúpu fór eftir því hvar þeir bjuggu . Rjúpa var mikilvæg fyrir heiðafálka á öllum tímum árs, en fálkar við ströndina og Mývatn og Laxá veiddu ijúpur fyrst og fremst á ákveðnum árstímum. Allir fálkar, sama hvar þeir bjuggu veiddu svo að segja ekkert annað en ijúpur frá lokum mars er þeir hefja undirbún- ing varps og fram í miðjan júní, er ungamir em hálfvaxnir. Þetta stafar af því að ijúpan er mjög auðveld bráð á þessum árstíma, hvít á sama tíma og snjóinn er að taka upp. Önnur veiðibráð, til dæmis endur og svartfuglar em til staðar á svæðinu að minnsta kosti eftir miðjan mai, en em ekki tekinn. Þegar ijúpnahát- íðin hefst, er kvenfuglinn orðinn Fæðuleifar sem safnað var úr einu og sama hreiðrinu. M.a. bringubein af 50 til Ólafur K.Nielsen með vini sinum. 60 ijúpum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.