Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 39 björgu Sigurðardóttur og Ásbjörg, gift Bimi Einarssyni, innanhússarki- tekt. Þessum vinum öllum vottum við Dóra og böm okkar hugheila samúð í dag. Jafnframt þökkum við gengnar gleðistundir og biðjum þess, að enn megi sól skína yfír bjartar leiðir allra, sem eftir lifa. Ninna og Magnús voru í hópi land- nema í Laugameshverfí. Þar hófust þau handa um húsbyggingu árið 1945 í samfélagi við áðumefnt tengdafólk. Sú kynslóð, sem þama skaut rótum í nýjum jarðvegi var þróttmikil, áræðin og bjartsýn. Slíkir eðliskostir einkenndu Níelsínu Helgu Hákonardóttur og alla hennar heimamenn. Fjölskyldulífíð var inni- legt, vinatengslin traust og óbrigð- ul, framfarahugurinn eindreginn. Við hjartarætur þessara nýju borg- arbúa lifði jafnframt arfleifð eldri tíma. Sveitin blessuð og þorpið áttu heimkynni í hugskoti þeirra. Gildis- mat umliðinna ára í gleði og sorg var leiðarhnoða, er lá til gmndvallar viðbrögðum öllum, — þaulræktað lífsviðhorf, sem aldrei brást. Níelsína Helga fæddist 6. júní 1907 á Akranesi. Hún var dóttir hjónanna Hákonar Halldórssonar skipstjóra og Þóm Níelsínu Helgu Níelsdóttur, en Þóra var kennari, og vom hún og Hákon bæði upp- mnnin á Akranesi. Þóra Níelsdóttir féll frá árið 1916, og flutti Hákon Halldórsson þá til Reykjavíkur með dóttur sína og sett- ist að á Kárastíg 14. Réðist nú Petrína Guðrún Narfadóttir til Há- konar sem bústýra, og gengu þau í hjónaband fáum ámm síðar. Petrína kom Ninnu í móður stað, og var eink- ar kært með þeim stjúpmæðgum ætíð síðan. Petrínu og Hákoni varð fjögurra bama auðið, og reyndist samfélag þeirra Haraldar, Herdísar, Þóm, Önnu Soffíu og Ninnu ætíð svo sem bezt má verða í systkina- hópi. Hákon Halldórsson efndi til út- gerðar og reri ámm saman á eigin báti frá Sandgerði. Petrína var því löngum ein með heimilið og bömin á Kárastíg 14. Varð Ninna stjúp- móður sinni og systkinum þá hin styrkasta stoð í dagsins önn. Á ungl- ingsámm lærði Ninna fatasaum og vann hún meðal annars með eigin höndum allan fatnað á yngri bömin fjögur, unz þau komust á legg. En leiðimar lágu víðar. Á summm dvaldi Ninna iðulega sem bam og unglingur hjá Helgu móðursystur sinni í Lambhúsum á Akranesi. Einnig festi Ninna rætur á Valda- stöðum í Kjós, á heimili Halldóm föðursystur sinnar, sem gift var Þorkeli Guðmundssyni bónda þar. Sumardagar í Kjós réðu örlögum Ninnu og brugðu birtu yfír ævidag hennar þaðan í frá. Magnús Ólafsson frá Fossá varð á vegi hennar. Þau felldu hugi saman og gengu í hjóna- band haustið 1934. Magnús og Ninna vom mjög jafn- aldra. Hann var fæddur árið 1908, sonur Ólafs bónda á Fossá, Matt- híassonar og konu hans Ásbjargar Tómasdóttur. Þegar þau Ninna kynntust hafði Magnús stundað sjó ámm saman, en nú ráku þau um hríð félagsbú á Fossá ásamt Hall- dóm og Þórhalli, sem að framan getur. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og áttu íjölskyldumar tvær nábýli við Njálsgötuna, unz landnámið í Laugameshverfí hófst. Um sömu mundir varð Magnús fastur starfs- maður Reykjavíkurborgar. Gegndi hann þeim verkum allt til ársins 1975, er hann fyrst kenndi þess sjúk- leika, sem dró hann til dauða árið 1982. Níelsína Helga Hákonardóttir var skömleg húsmóðir og einkar vel verki farin. Heimilið á Hofteigi 6 var ævinlega fágað og prýtt og hátíð þangað að leita. Hjónin vom svo samhent, að eftirminnilegt verður öllum þeim, er við þau kynntust. Hitt gleymist eigi fremur, hve bam- góð Ninna var og hlý í viðmóti. Einu mátti gilda, hvort í hlut áttu böm hennar og bamaböm ellegar annað það ungviði, sem rann upp í skjóli hennar og næsta nágrenni. ÖIl nutu bömin sömu alúðarinnar. Móðureðlið var Ninnu í blóð borið, ásamt kyrrl- átri íhygli og kímni, sem virtist leysa allan vanda. Yfír hamingjuhús þeirra Magnús- ar og Nfelsínu brá myrkum skugga þegar Magnús missti heilsuna fyrir- varalaust og í raun enn á bezta aldri. Þaðan í frá reyndi meir á Ninnu en nokkm sinni fyrr. Nú lifði hún fyrir eiginmann sinn sjúkan, — meðan hennar eigin kraftar entust. Sjálf veiktist hún skyndilega í maí- mánuði 1978 og var rúmföst og afl- vana þaðan í frá, fyrst á Borgar- sjúkrahúsinu, síðan í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur, unz yfír lauk fyrir fáum dögum. Andspænis síðustu tíu æviámm Níelsínu Helgu Hákonardóttur setur hvem mann hljóðan. Heilsubrest sinn bar hún með því þolgæði, sem ætíð hafði verið hennar sterkasti eiginleiki. Krossferillinn varð langur. En umhyggja bama og annarra ást- vina tendraði ljós við rökkvaðan sjúkdómsbeðinn. Það ljós dapraðist aldrei. Samheldni, sem einkennt hafði heimilislífíð á Hofteigi 6, birt- ist nú í nýrri mynd. Trúin greri einn- ig við hjartarætur. Þar hafði hún raunar átt sér griðland frá önd- verðu. Engu var líkara en orð hins foma sálmaskálds hljómuðu yfir og allt um kring; „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér.“ Það er táknrænt, að Níelsína Helga Hákonardóttir fæðist inn í æðra ljós um þær mundir-sem við fögnum uppstigningu frelsarans og sendingu heilags anda af himnum ofan til þeirra, sem trúa. Við kveðj- um hana í þökk og biðjum þess, að Guð um alla eilífð veiti henni þá elsku og umhyggju, sem hún ævi- langt lét öðmm í té á jörðu. Heimir Steinsson BENZ 260 E ’87- 6 CYL Ekinn 35 þús/km. Innfluttur í mars ’88. Einn með öllu og í topp- standi. Verð kr. 1.950.000 (nýr kostar kr. 3.200.000). Upplýsingar í síma 41187 - Hrafn. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN AFMÆLISTILBOÐ Stórvirkar ^ beltagröfur á stórkostlegu tilboðsverði! Tilboð sem ekki verður endurtekið Vegna 25 ára samstarfsafmælis Globus og JCB verksmiðjunnar bjóðum við til af- greiðslu strax 2 beltavélar, sem voru not- aðar sem sýningarvélar af verksmiðjunni í 100-200 klukkustundir. Beltagröfurnar eru af gerðinni 818(19-20 tonn). Verðið er ca kr. 4.800.000.- og kr. 4.900.00.- (gengi 20/5 ’88). Látið ekki happ úr hendi sleppa. Hafið sámband strax við iðnaðar- og útvegsdeild okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.