Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 48
I/ 48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna BORGARSPÍTALINN Meinatæknar Meinatæknar í stöðu deildarmeinatæknis og almenns meinatæknis óskast á sýklarann- sóknadeild Borgarspítalans. Hlutastarf í boði. Nánari upplýsingar í síma 696600. Móttökuritari Móttökuritari óskast á rannsóknadeild. Hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 696204 frá kl. 10.00-12.00 f.h. Eldhús - sumarafleysingar Starfsfólk vantar til sumarafleysinga í eldhús Hvítabands, Grensásdeildar, Heilsuverndar- stöðvar og Arnarholts. Upplýsingar gefa yfirmatreiðslumenn á við- komandi stöðum. Ék. Hollustuvernd ríkisins Rannsóknastofa - Skipholti 15 Starfsmaður (karl/kona) óskast til aðstoðar á gerlarannsóknastofu. Um er að ræða af- leysingar í a.m.k. 8 mánuði. Laun samkvæmt launakerfi BSRB - SFR. Upplýsingar í Skipholti 15, sími 29633. Matreiðslumaður Viljum ráða góðan matreiðslumann til starfa í sumar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. í boði eru góð laun og frábær vinnuaðstaða. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 675000 frá kl. 10.00-12.00 og 14.00- 16.00 KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD Bílaviðgerðir Vegna mikillar vinnu getum við bætt við bif- vélavirkjum á fólksbílaverkstæði okkar. Um- sóknareyðublöð liggja frammi í móttöku verk- stæðisins að Fosshálsi 1. Upplýsingar ekki gefnar í síma. BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299. Gjaldkeri Óskum eftir að ráða gjaldkera í varahluta- verslun okkar sem fyrst. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar gefur Eiður Magnússon verslun- arstjóri. BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299. Framtíðarstarf Starfskraftur óskast við símavörslu, vakta- vinna. Vélritunarkunnátta áskilin. Upplýsingar um aldur og fyrri störf fylgi umsókn. Umsókn leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. maí nk. merkt: „F - 6686“. Lögmannsstofa óskar að ráða starfsmann í fullt starf. Starfið er fólgið í ritvinnslu, bókhaldi og öðr- um almennum skrifstofustörfum. Umsóknum sé skilað á auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. júní nk. merktar: „V - 884“. Sölufólk Óskum eftir að ráða sölufólk til starfa nú þegar. Um er að ræða kvöld- eða dagsölu. Spennandi vara. Góð sölulaun í boði. Upplýsingar veittar í síma 15118. Frá menntamálaráðuneytinu: Umsóknarfrestur um áður augalýstar kenn- arastöður við eftirtalda framhaldsskóla fram- lengist til 31. maí nk: Við Menntaskólann í Kópavogi er laus til umsóknar kennarastaða í viðskiptagreinum. Við Menntaskólann að Laugarvatni vantar kennara í stærðfræði/tölvufræði, eðlisfræði, stjörnufræði, frönsku 1/2 stöðu og dönsku 1/2 stöðu. Við Framhaldsskólann í A-Skaftafellssýslu eru lausar til umsóknar kennarastöður í: Ensku, stærðfræði og viðskiptagreinum ásamt tölvufræði. Hlutastöður í dönsku, þýsku, líffræði, eðlisfræði og efnafræði. Æskilegt er að umsækjendur geti kennt meira en eina grein. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keflavík, vantar kennara í eftirtöldum greinum: Ensku, íslensku, listgreinum, rafmagnsgreinum, sögu, sérgreinum háriðna, stærðfræði, tölvu- fræði og vélstjórnargreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 31. maí nk. Menn tamálaráðuneytið. St. Jósefsspítalinn í Haf narf irði auglýsir eftir: Matreiðslumanni eða starfskrafti með reynslu í matargerð til afleysinga í sum- ar. Þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 14. júní. Æskilegur afleysingatími er 14. júní til 30. júlí. Allar nánari upplýsingar gefur matreiðslu- meistari í síma 50966 (23) fyrir hádegi næstu daga. Meintatækni í fullt starf frá og með haustinu. Upplýsingar gefur deildameinatæknir í síma 50966 (22). Hjúkrunarfræðingum til sumarafleysinga. Möguleiki á áframhald- andi starfi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 54325. Framkvæmdastjóri. Noregur - kokkar Tvo matreiðslumenn vantar á 100 manna veit- ingastað í Osló í sumar, eða til frambúðar. Upplýsingar veitir Árni Valur í síma 52008. Sölumaður Við leitum að sjálfstæðum og reglusömum manni með nokkra þekkingu á vélum til framtíðarstarfa í BOSCH-deild. Upplýsingar á staðnum. BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF Lágmúli 9 0 8760 128 Reykjavík Frá menntamála- ráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við nýstofnaðan framhaldsskóla á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu eru lausar til umsókn- ar eftirtaldar stöður: Staða skólastjóra; kennarastöður í: íslensku, ensku, stærðfræði og íþróttum. Hlutastöður í dönsku, frönsku, þýsku, sögu, félagsfræði, líffræði, efnafræði, jarðfræði, tölvufræði, vél- ritun og viðskiptagreinum. Mikilvægt er að umsækjendur geti kennt meira en eina grein þar sem ekki er um fulla stöðu að ræða. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 17. júní nk. Menntamálaráðuneytið. Kværner Eureka A/S er eitt af stærstu fyrir- tækjum í Kværner-samsteypunni í Noregi. Kværner Kulde er ein af deildum þessa fyrir- tækis með aðsetur í Sanvika sem er rétt fyrir utan Osló í Noregi. Kværner Kulde er í dag leiðandi afl í Noregi hvað varðar vélar, tæki og þjónustu til frysti- og varmaendur- vinnslu. Viðskiptavini okkar er meðal annars að finna meðal frystihúsa, fiskiskipa og flutn- ingaskipa. Kværner Kulde hefur seinustu ár afgreitt frystikerfi og annan búnað til fjölda af fiskiskipum og til frystihúsa á íslandi. Kværner Kulde hefur útibú í Álasundi og Tromsö í Noregi. í dag erum við að færa út kvíarnar og höfum opnað útibú í Reykjavík. Af því tilefni þurfum við að bæta við nýjum starfskrafti. Við leitum að persónu sem gæti tekist á við eftir- talin verkefni. Þjónustu fyrir frystikerfi fyrir skip og frysti- hús. Leiðbeint hvað varðar keyrslu og við- hald frystikerfa. Stjórnað og leiðbeint upp- setningu á frystikerfum. Við förum fram á að viðkomandi hafi þekk- ingu í meðferð frystikerfa og æskilegt væri að viðkomandi hefði einhverja kunnáttu í skandinavískum tungumálum. Við bjóðum góð laun og góð vinnuskilyrði ásamt þjálfun og endurmenntun í starfi. Viðkomandi má reikna með að þjálfun í starfi fari fram að hluta til hjá aðalstöðvum okkar í Noregi. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál. Ráðning í starfið gæti orðið samkomulagsat- riði. Umsóknarfrestur er til 10. júlí 1988. Nánari upplýsingar veita Geir Helliesen í síma 91-685320 og Birger Carlsen í síma 9047-2-544960. Umsóknir sendist til: KtfÆRNER EUREKA tt/s Kværner Kulde á Islandi Síðumúla 37 Pósthólf 8909 128 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.