Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 15 mína svona fallegar, en mig svona ljóta." Pabbi svaraði alltaf því sama: „Elskan mín, við gerðum þinn innri mann svo fagran." En þegar ég sá þessa mynd sem tekin var af mér í Camigie Hall í New York þá fannst mér allt í einu að ég stæði fyllilega jafnfætis systrum mínum hvað útlit snerti og það gladdi mig þó ég hefði fyrir löngu sætt mig við að vera aðeins fögur hið innra. Þegar ég var á himnum var ég glæsilega klædd og leit út eins og ég gerði þegar ég var 26 ára. Ég lít ekki þannig út núna, en mér fínnst samt að ég geri það, og það gerir mér stundum erfítt fyrir þegar ég kaupi mér föt. í þessu sambandi vil ég gjaman beina því til fólks að það geymi með sér glæsilega sjálfsímjmd og sé ávallt reiðubúið til þess að mæta konunglegum há- tignum. Ég var sem betur fer reiðu- búin til slíks þegar ég hitti Jesú Krist. Jákvæð sjálfsímynd tengist því atlæti sem fólk býr við í bamæsku. Þegar ég var bam átti ég miklu ástríki að fagna. Foreldrar mínir gáfu mér ást og enn meiri ást. Ég heyrði þau aldrei mæla styggðar- yrði hvort til annars. í borðstofunni okkar vom fallegir stólar úr kirsu- beijaviði og þar sátum við saman fjölskyldan og ræddum saman. Þeg- ar ég svo hitti Jesúm Krist þá komu stólamir frá bemskuheimili mínu allt í einu til okkar og ég settist í minn stól og Jesús í stól föður míns og svo sátum við hvort á móti öðm í sex klukkustundir og ræddum saman. Tíminn er að vísu ekki til á himnum en þegar ég kom til sjálfrar mín í herberginu þar sem mér hafði verið haldið fanginni og pyntuð f tíu daga, og ég var lögð inn í eftir morðið á mér, þá sá ég á ljósaskilti fyrir utan gluggann að liðið höfðu sex tímar frá því ég var færð inn í herbergið þar sem ég fékk raflostið og þar til ég snéri aftur til jarðar á ný. Ræningjamir höfðu einu sinni áður reynt að gefa mér raflost en það mistókst, raf- magnið fór af. Það tel ég að hafi verið verk Jesú. Þegar ég kom til sjálfrar mín þá fann ég fljótlega að ég var mjög hungmð. Ég dróst því að dyrunum og barði á þær og bað um mat. Þú hefðir átt að sjá framan í ræningjann sem opnaði hurðina. Svipurinn á andliti hans var fullur af hryllingi, hann leit á mig eins og draug. Matinn fékk ég samt og þá hélt ég eftir skeið sam- kvæmt fyrirmælum Jesú sem lagði á ráðin hvemig ég mætti bjargast út. Ég faldi skeiðina og nokkm seinni sagði Jesú mér að skrúfa stóran plastglugga, sem festur var með 200 skrúfum, af og hoppa síðan út um gluggann sem var á þriðju hæð. Jesú gaf mér afl til þess að skrúfa skrúfumar af, þó sumar væm ryðgaðar, og síðan að lyfta glugganum sem einn fanga- varðanna sagði síðar fyrir rétti að hann teldi sex menn þurfa til gera, að öðra jöfnu. Að þessu loknu sagði Jesú mér að hoppa út og ég gerði það. Ég kom niður í mnna og gat hlaupið í burtu. Seinna tók við mik- ill þjáningatími, ég var sett á geð- sjúkrahús m.a. fyrir tilstilli sonar •míns Péturs, sem ræningjamir höfðu náð tangarhaldi á. En dóttir mín Kimberli og systur mína hjálp- uðu mér. Það var framkvæmda- stjórinn minn, kona sem ég hafði treyst mjög vel, sem stóð að baki ráninu og morðinu. Hún var háð eiturlyfjum og maðurinn sem hún hélt við var stór skuldugur. Þess vegna ákváðu þau að ræna gullgæs- ina, sem var ég. Þau hirtu næstum allar eigur mínar með ýmiskonar folsunum og tóku út vömr fyrir æfíntýralegar fjárhæðir á krítar- ' kortin mín. En Jesús sagði við mig: „Allt sem þú gefur færðu seinna aftur tvöfalt." Þetta hefur gengið eftir í mínu lífí. Þegar ég var mest þurfandi kom til mín fólk sem ég hafði eitt sinn hjálpað og það endur- greiddi mér í orðsins fyllstu merk- ingu tvöfalt til baka það sem ég hafði gefið því, þannig gekk það oft og mörgum sinnum. Jesús hjálpaði mér svo að stíla bréf þar sem ég sagði lánardrottn- I--------------------------------------- Southwest-sjúkrahúsið í Houston þar sem Dr. Petti Wagner var haldið fanginni i tíu daga við miklar hörmungar og síðan veitt raflost. Petti Wagner ásamt Bush vara- forseta skömmu áður en henni var rænt. unum mínum að ég myndi greiða þeim til baka innan árs þrátt fyrir að ég hefði ekki stofnað til þeirra skulda sem þama var um að ræða. Mér tókst þetta. Ég hafði ekki til einskis gengið undir gælunafninu: „Stúlkan með gullnu hendurnar." Ég hef alltaf átt með eindæmum létt með að þéna peninga eins og raunar öll mín fjölskylda. Við höfum öll gott verslunarvit. Ég byijaði á því sem komung stúlka í skóla að fínna upp aðferð til að útbúa kalt permanet og varð milljónamæring- ur á þeirri uppgötvun. Seinna seldi ég það fyrirtæki. Enn seinna setti ég upp hjúskaparmiðlun fyrir Houston-borg þegar skilnaðartíðni var orðin ógnvænleg í borginni að mati yfírvalda þar. Ég er sálfræð- ingur og læknir að mennt og ég var kölluð til aðstoðar þegar þetta var. Mér tókst að koma fólki saman sem átti saman og afleiðingin varð að hjónaskilnuðum í Houston fækk- aði mjög mikið, úr því að vera hvað flestir i Bandaríkjunum til þess að komast niður í fímmtánda sæti. Mér tókst þó ekki eins vel upp þeg- ar ég gifti mig sjálf. Ég átti líka erfiðan mann. Ég sá að vísu ekki þá hlið á honum fyrr en of seint en ég var vömð við, ég tók bara ekki mark á þeim viðvörunum frem- ur en ástfangið fólk gerir yfírleitt. En maðurinn minn var mjög mynd- arlegur, ég hef varla séð eins mynd- arlegan mann. Við eignuðumst saman tvö börn en skildum þegar þau vom lítil. Ég taldi að sú lausn væri best fyrir mig og bömin. Um tíma hafði ég svo mikið umleikis I viðskiptum að ég hafði 5.000 manns í vinnu, mér datt margt í hug að það varð allt að peningum í höndum mínum. En ég gaf líka mikið og hjálpaði mörgu ungu fólki til náms. Mér þótti óneit- anlega óréttlátt og hart að missa mestan hluta eigna minna fyrir tii- verknað illra manna en Jesús lét mig fyrirgefa þeim svo ég æli ekki með mér beiskju. Það fór líka þann- ig að þetta fólk fékk flest makleg málagjöld. Þrír ræningjanna dóu á leið sinni til að greiða lækninum sem gaf mér raflostið. Einn dó í bflslysi, annar í flugslysi og sá þriðji af heilablóðfalli. Konan sem sveik mig dó af of stómm skammti af eiturlyfjum. Seinna þurfti ég að ganga í gegnum margvísleg réttar- höld m.a. gegn sjúkrahúsinu þa.r sem mér var haldið fanginni. Ég gekk með sigur af hólmi í öllum þessum málaferlum. Það er komið yfir miðnætti þegar Dr. Patti Wagner hefur lokið frá- sögn sinni. Það var síður en svo að það þyrfti að toga út úr henni orðin, mér gafst þvert á móti sjaldn- ast færi á að koma að spumingum svo mikill var krafturinn í frásögn Dr. Wagners. Áður en við stóðum upp frá borðinú gaf Dr.Wagner mér leyfí til að birta myndir af hringum skreyttum höndum hennar gegn því að fram kæmi að hringamir em hver og einn gjöf frá fólki sem tel- ur sig standa í þakkarskuld við Dr. Wagner vegna hjálpar hennar á ýmsum sviðum, t.d. í trúmálum. Einn af hringunum hafði forrík kona gefíð söfnuði sínum. Fólkið í söfnuðinum kom sér saman um að gefa Dr. Wagner hring þennan í þakklætisskyni fyrir þá miklu hjálp sem Dr. Wagner hafði veitt ungu fólki í söfnuði þessum sem ient hafði í klóm eiturlyfja. Einn af hringunum er gjöf frá Nancy Reag- an og nokkrir þeirra em gjafir frá öldungadeildarþingmönnum og konum þeirra. Þegar ég ætlaði að fara að kveðja spurði Dr. Wagner hvort ég hefði meðtekið Jesúm. Ég neitaði því. Þá var ekki við annað komandi en ég tæki í hönd dr. Wagner og hefði yfír ýmsar trúaijátningar sem hún fór með af sama ákafa og hún hafði sagt fram sögu sína. Aður en ég vissi af hafði hún blessað mig og umfaðmað og jafnframt heillað með sínum sterka persónuleika. Það er ekki hægt annað en hrífast af dugn- aðinum, kraftinum og lífsorkunni sem streymir frá þessari lágvöxnu hnellnu konu með hringum skreytta fíngur og gulljaxla. Hún sagði mér að hún flygi aldrei svo með flugvél að hún færi ekki fram í til flugstjór- anna og bæði þá að meðtaka Jesúm og: „Enginn hefur ennþá neitað," segir hún og hlær og hristir hönd mína. „Það er gott að fljúga með mér í vél, því heilir herskarar af englum halda þeirri flugvél uppi,“ segir hún og með það kveð ég Dr. Petti Wagner, þessa 72 ára gömlu konu sem var myrt, talaði við Jesúm í sex klukkutíma, en sneri síðan aftur til þessa jarðlífs og er þrátt fyrir þessa reynslu hlaðin af meiri lífsorku en flest fólk í blóma lífsins getur með nokkurri sanngimi stát- að af. TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR SÍÐDEGISFUniDUR - íleiðínni heim - I tilefni þeirrar umræðu sem verið hefur undanfarið um þátttöku er- lendra aðila í rekstri íslenskra fyrir- tækja gengst Stjórnunarfélag íslands fyrir síðdegisfundi um efnið: ÍSLENSK FYRIRTÆKI - ERLENT FJÁRMAGN ÁVINNINGUR OGÁHRIF FRUMMÆLANDI: Jón Sigurðsson forstjóri íslenska járnblendifélagsins hf. FUNDARSTJÓRI: Jón Asbergsson forstjóri Hagkaups. Fundurínn verðurhaldinn kl. 16.00þriðjudaginn 24. maínk. íÁnanaustum 15, 3. hæð. Þátttaka tilkynnist í síma 62-10-66. Stjórnuriðrfélag íslands ! Ánanaustum 15 Sími 6210 66 SÝNDU FYRIRHYGGJU SKÓLABÓK STYRKIR DIG í NÁMI Meö sparnaði á Skólabók ávaxtar þú sumarlaunin og ávinnur þér um leið lánsréttindi. Hringdu eða líttu inn og kynntu þér möguleikana sem hún gefur þér. ■ SAMVINNUBANKINN Þjónusta í þína þágu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.