Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 Valentínus Jóns- son íRéttarholti Vinur okkar og næsti nágranni til allmargra ára Valentínus í Rétt- arholti hefur yfirgefið sviðið. Valli, eins og hann var jafnan nefndur, verður öllum minnisstæður, sem honum voru samferða um lengri eða skemmri tíma. Þó hann væri borinn og bamfæddur Reykvíkingur var hann fyrst og sfðast sveitamaður og bar svipmót þess umhverfis. Lífíð tók Valia engum vettlinga- tökum. Hann missti foreldra sina bamungur og var þá komið fyrir á sveitaheimili, fyrst í Ölfusinu en lengst af í Flóanum. Þar var hann fram yfír fermingu hjá vandalaus- um. Vinnan var hans skóli og bless- aðar skepnumar, einkum sauðkind- in, kenndu honum að meta og skilja hjartsiátt sköpunarverksins. Þar var í Reykjaréttum, sem þáttaskil urðu í iífi Valla. Þar hitti hann Ágúst í Ásum og þeir gengu frá því, að .Valli kæmi til hans í vinnumennsku. Frá þeirri stundu var Gnúpveijahreppur í Ámessýslu heimabyggð hans. Hann var í Ásum í tíu ár, önnur tíu ár var hann á Stóra-Núpi, en flutti þá til hjónanna í Skaftholti. Hann var víðar í sveit- inni um skemmri tíma. Alls staðar naut hann sjálfstæðis, átti sinn eig- in fénað og sinnti honum auk þess sem hann vann húsbændum sínum eins og hann sjálfur ætti í hlut. Hann átti góðar og bjartar minning- ar um öll þessi heimili. Á vinnu- mannsámm sínum fór Valli til sjós, í togarapláss með bróður sínum, sem var vélstjóri. Einnig vann hann tímabundið á vefrum sem birgða- stjóri f ísbiminum. Þegar Haildór í Skaftholti brá búi varð vinnumaðurinn að bónda. Valli festi kaup á jörðinni og það var ekki lítið afrek hjá manni, sem hafði verið fátækur, umkomulítill drengur f Flóanum, að verða eigin herra í uppsveitunum. Síðar átti hann eftir að selja hluta Skaftholts- jarðarinnar og stofna í landi þess nýbýlið Réttarholt. Um nokkurra ára bil var hann í fæði og húsnæði hjá systkinunum f Lækjarbrekku og þáði þar heimilishlýju. Valli bjó með kindur í vfðtækasta skilningi. Hann innréttaði sér iitla fbúð í hluta fj árhúsbyggingarinnar, sem hann reisti. Það var honum líkt að deila lqörum með þessum fer- fættu vinum sínum enda fóm þar saman áhugamál hans og lífsfyll- ing. Valli hafði einnig mikið yndi af hestum og átti marga úrtöku- gæðinga. Stórviðburður í lífi Valla vom kynni hans af Peter Scott fugla- firæðingi, þeim kunna vísindamanni og sjmi landkönnuðarins heims- fræga. Scott dvaldi hér við rann- sóknir á heiðagæsinni í Þjórsárver- um og Valli var honum til aðstoð- ar. Vfst var að Scott kunni að meta Valla og var það gagnkvæmt. Hann bauð honum margoft til utanfarar, en sá sem gætir sauða sinna á erf- itt með að koma slíku við. En söm var gjörðin og mikið giaddi það hjálparmanninn þegar þessi önn- umkafni ffæðimaður gaf sér tíma til að slá á þráðinn til að segja fá- ein orð úr fjarlægu landi og heyra í honum hljóðið. Þá talaði hver sitt tungumál og allt komst til skila, sem skipti máli. Það sem auðkenndi Valla öðm fremur var glaðlyndi og bjartsýni og ánægja með eigið hlutskipti. Drægi upp óveðursbliku, þá var það jafnan fyrirheit og tákn um betri tíð. Eða eins og Heiðrekur Guð- mundsson skáld segir á einum stað: Hann spáði jafnan hláku í hríðar- gjósti, og höpp sín taldi fram en ekki gjöld. Við getum tekið undir með Heiðreki þar sem hann heldur áfram og segir: Er suraarblómin voru að fölna og falla, og flæddu regn, svo draup í húsum inni, en fulgur stóðu í vatni út um engið, og ekki nokkur sál með gleðibrag, ég gekk í hlað og heyrði bóndann kalla með hlýjum rómi út úr smiðju sinni: Hve gott er nú að geta næði fengið, að gera loks við amboð sín í dag. Ein minning frá sólríkum sumar- degi í Gnúpveijahreppi er okkur ofarlega í huga. Valii var að bregða búi og það var ekki sársaukalaust. Þá afhenti hann Bjamheiði kannski það sem honum var einna dýrmæt- ast, markið sitt, sem hafði tilheyrt honum áratugum saman og var eitt besta markið í sveitinni. Markinu fylgdu mórauð ær og móflekkótt lamb. Þessari dýru gjöf gleymum við aldrei. Valli var ákaflega bamgóður. Það var jafnan hátíð, þegar krakk- amir okkar fóru til hans í heim- sókn. Þau snéru aftur heim sæl og glöð, nestuð rúsínum og öðru góð- gæti í miklum mæli. Valli kunni að næra ímyndunaraflið og spennandi furðusögur lágu honum á vömm, enda varðveitti hann vel bamið í sjálfum sér. Og nú er hann horfinn héðan, þrotinn af kröftum. Hvíldin var honum kærkomin að loknum löng- um og ströngum degi. Það var hon- um líkt að staldra við og hverfa ekki af vettvangi fyrr en sauð- burðurinn var hafinn. Við sjáum hann fyrir okkur halda á vit nýrra verkefna glaðan á svip og með blik í auga. Biessuð veri minningin um Valla í Réttarholti. Samúðarkveðjur til sonar hans og systur og annarra vina og vandamanna. Bjamheiður og Sigfinnur + Ástkaer móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, LÁRA JÓH ANNSDÓTTIR, Stórageröi 9, veröur jarösungin frá Frikirkjunni miövikudaginn 25. maí kl. 15.00. Þórir Óskarsson, Láretta Bjarnadóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Guömundur Jónsson og barnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR, H vassaleiti 51, fer fram frá Dómkirkjunni miövikudaginn 25. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Guðmundur Guömundsson, Halldór Guðmundsson, Ólafur Helgi Guðmundsson. + Útför móöur okkar, VILBORGAR JÓRUNNAR ÞÓRARINSDÓTTUR frá Hraunl f Dýrafirðl, fer fram frá Fríkirkjunni i Reykjavík þriðjudaginn 24. mai kl. 13.30. Jarösett veröur í. Fossvogskirkjugaröi. F.h. aðstandenda, Auður Krlstjánsdóttlr, Sigurjón Kristjánsson, Mlkael Hrelðarsson. + Móðir okkar, amma og langamma, SIGURLAUG FRIÐJÓNSDÓTTIR, Langholtsvagi 99, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 25. mai kl. 15.00. Kristjana Jónsdóttir, Eria Jónsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttlr, Elisabet Sveinsdóttir, Slgurlaug E. Hauksdóttir, Jón Þór Hauksson, María Hauksdóttir, Svelnn Þrastarson + Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og systir, BINNA BERNDSEN MANN, sem andaöist 16. þ.m. á heimili sínu í Needham, Mass., Banda- ríkjunum, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miöviku- daginn 25. maí nk. kl. 1.30 e.h. Frederic S. Mann, William Hendrik og Mary Ann, Lawrence Bemdsen og Gail, Steinunn og Björg Berndsen. + Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför GUÐJÓNS GfSLASONAR. Karen Gfslason og fjölskylda. + Útför stjúpdóttur minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, NÍELSÍNU HELGU HÁKONARDÓTTUR, áður til heimilis á Hofteigi 6, fer fram frá Fossvogskirkju þríðjudaginn 24. maí kl. 13.30. Petrfna Narfadóttir, Þóra Magnúsdóttir, Guðbrandur Valdimarsson, Hákon Magnússon, Svanhlldur Sigurðardóttir, Ásbjörg Magnúsdóttir, Bjöm Einarsson, barnabörn og barnabamaböm. + Ástkær móðir okkar, dóttir, tengdamóðir og tengdadóttir, KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Skjólbraut 1, Kópavogi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. maí kl. 15.00. Fyrir hönd annarra aöstandenda, Anna Und Borgþórsdóttir, Birgir R. Ólafsson, Sigurður R. Borgþórsson, Berglind Borgþórsdóttir, Anna Gunnlaugsdóttir, Kristján Elfasson, Kristfn Jóhannsdóttlr. + Útför bróöur okkar, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR frá Kaldbak, Ránargötu 6, Reykjavfk, verður gerö frá Hallgrímskirkju þriöjudaginn 24. maí kl. 13.30. Amþrúður Jónsdóttir, Hólmfrfður Jónsdóttir, Snjólaug Guðrún Jónsdóttir, Kristfn Friðrika Jónsdóttir, Egill Jónsson, Jón Frfmann Jónsson, Þórhalla Jónsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir Austford. Eiginmaöur minn, faöir og afi, VILHJÁLMUR GUÐMUNDSSON frá Stóra-Nýjabæ, Krfsuvfk, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði þriöjudaginn 24. mai kl. 15.00. Ragnhelður Sigurðardóttir, Sigurður Kristinn Vilhjálmsson, Gunnar Vilhjálmsson, Ásta Vilhjálmsdóttir og bamabörn. + Bálför föður okkar, fósturfööur, afa og stjúpfööur, SVEINBJARNAR FRIÐFINNSSONAR, sem lóst 16. maí, veröur gerð fró Fossvogskirkju þriöjudaginn 24. maí kl. 10.30. Blóm og kransar afþökkuö. Fyrir hönd aöstandenda, Þórunn Sveinbjamardóttir, Guðmundur B. Sveinbjamarson, Guðrún Guömundsdóttir, Bima Garðarsdóttlr, Birglr Óttóssson. + Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTBJÖRG BJARNADÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavfk, verður jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 25. maí kl. 13.30. Hjalti Einarsson, indriði E. Baldvinsson, Karólfna Ingólfsdóttir, Dfana Sjöfn Garðarsdóttir, Sigurður Jónsson, Steinunn Garðarsdóttir, Guðmundur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinóttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÞORMÓÐSDÓTTUR. Pétur Haraldsson, Halldóra Hermannsdóttir, Guðbjörg Haraldsdóttir Bay, Axel Bay, Þormóður Haraldsson, Agústa Jónsdóttir, barnabörn og bamabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.