Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 GJvarahlutir HamarQhhfAa 1 Hamarshöfða 1 Simar 36510 og 83744 NÝIR MINJAGRIPIR Peysufatakerlingar eftirSigrúnu Eldjárn og margt annað nýtt í úrvali okkar af minjagripum fyrir ferðamenn og þá sem vilja gleðja vini og kunningja erlendis. =RIGQHFTO8g ÆTLARDU AÐ HJAKKA ENDALAUSTISAMA LJÓSRITUNARFARINU ? Þetta er örstutt kynning á hinni nýju FT-4480 Ijósritunarvél frá RICOH. Það má segja að hún dragi að sér athygli fyrir allt nema stærðina. FT-4480 býr yfir ýmsum sérstökum möguleikum og kostum. Stýrikerfið sparar tíma. Tími, sem áður fór í að standa yfir verki, nýtist nú til annars eftir að búið er að velja og ýta á takka. Sjálvirk staekkun og minnkun og sjálfvirkt papplrsval. Hægt er að stækka að óskum eftir þremur leiðum. Auðveldir valkostir við frágang og útlit gera öllum unnt að setja fagmannlegan svip á árangurinn. Slðast en ekki sist: hæfni RICOH hvílir á traustum grunni langrar reynslu sem notendur í 130 löndum hafa sannprófað. IID@®C0 acohf SKIPHOLT117 105 REYKJAVlK SlMI: 91 -2 7333 Kasparov vann Karpov á skákmóti í Hollandi Skák Margeir Pétursson Nú stendur yfir í Hollandi mjög athyglisvert skákmót með aðeins fjórum keppendum, tveimur Sovétmönnum og tveim- ur Hollendingum. Sovétmennirn- ir eru engir aðrir en þeir Gary Kasparov, heimsmeistari í skák, og fyrirrennari hans, Anatoly Karpov. Heiður heimamanna veija þeir Jan Timman, sem um nokkurt skeið hefur verið talinn öflugasti skákmaður Vestur- landa og hinn ungi ög sókndjarfi John Van der Wiel. Mótið er nú hálfnað, tefldar hafa verið sex umferðir af tólf og er heims- meistarinn efstur með fjóra vinn- inga, en Karpov hefur hálfum vinningi minna. Timman hefur hlotið þijá vinninga, en Van der Wiel rekur lestina með einn og hálfan vinning. Það skipti sköpum á mótinu þeg- ar Kasparov vann Karpov í fímmtu umferð eftir æsilega baráttu. Heimsmeistarinn leyfði sér að fóma bæði riddara og biskup fyrir sókn að kóngi Karpovs. Brátt kom í ljós að fómimar stæðust ekki ströng- ustu kröfur, en Karpov slakaði á klónni og ósköpin enduðu með því að Karpov féll á tíma áður en hann náði að leika sínum 39. leik. Þetta var í fyrsta skipti sem Karpov bíður ósigur þegar hann verst með svörtu í Caro-Kann-vöm. Hann byijaði að tefla þá vöm í einvíginu gegn Sok- olov fyrir rúmu ári og hún hefur reynst honum mjög vel. Timman hefur staðið sig vel gegn Sovétmönnunum, hefur gert tvíveg- is jafntefli við hvom þeirra. Hann vann fyrri skákina af landa sínum, en tapaði þeirri seinni. Van der Wiel hefur lítið markað á Sovét- mennina, hefur aðeins náð einu jafntefli við Kasparov, en tapað hin- um þremur skákum sínum gegn þeim. Van der Wiel er greinilega ekki í góðu formi, báðar tapskákir sínar gegn Karpov tefldi hann mjög illa. Það má búast við afar spennandi seinni hluta mótsins í Hollandi, en það er ljóst að Karpov á á brattan að sækja, eftir tapið fyrir heims- meistaranum. Sjöunda umferð mótsins verður tefld á sunnudaginn, en því lýkur laugardaginn 28. maí. Mótið er einnig hugsað sem landskeppni á milli Hollands og Sovétríkjanna. Vegna slakrar frammistöðu Van der Wiel virðast úrslitin í henni ráðin, staðan er 5'/2 v. gegn 2V2, sovézku stórmeistur- unum í vil. Verðlaun eru einnig veitt fyrir dirfsku og er staðan í dirfskukeppninni þannig: 1. Kasp- arov 15 stig, 2. Van der Wiel 13 stig, 3. Karpov 12 stig og 4. Tim- man 11 stig. Það eru þekktir skáks- érfræðingar sem meta það hvort dirfska eða bleyðimennska ráði ferðinni hjá meisturunum. Skák mótsins fram að þessu er að sjálfsögðu sigurskák Kasparovs gegn Karpov. Eftir 120 einvígis- skákir þeirra, sem sumar hveijar voru daufar og báðir reyndu að forðast að taka áhættu, er það nærri því ótrúlegt að þeir tveir skuli hafa leikið aðalhlutverkin í þessari sýningu: Hvitt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Caro-Kann-vörn 1. e4 - c6 2. d4 - dð 3. Rd2 - dxe4 4. Rxe4 - Rd7 5. Rf3 Tízkuleikurinn í stöðunni er 5. Rg5, sem Karpov svaraði á nokkuð ný- stárlegan hátt gegn Van der Wiel, fyrr á mótinu: 5. — Rb6!? 6. Rlf3 - g6 7. c3 - Bg7 8. Db3 - Rh6 9. Be2 - 0-0 10. 0-0 - Rf5 og Karpov jafnaði taflið og vann eftir slaka taflmennsku Hollendingsins. 5. - Rgf6 6. Rg3 Þessi leikaðferð var í tízku fyrir 20-30 árum, en hefur sjaldan sézt upp á síðkastið. 6. - e6 7. Bd3 - Be7 8. 0-0 - c5 9. De2 - 0-0 10. Hdl - Dc7 11. c4 - cxd4 12. Rxd4 - a6 13. b3 - He8 14. Bb2 - b6 15. Rh5 Bb7 Kfg Ekki 17. - Kh8? 18. Df7! - Rxh5 19. Dxh5 - Rf8 20. Df7, eða 18. - Hg8 19. Bxf6! - Bxf6 20. Rxf6 og vinnur. 18. Bxh7 - Rc5! Svartur gat þvingað fram drottn- ingakaup með því að leika 18. — Dc6, en það er samt ljóst að hvítur má mjög vel við una eftir 19. Rf4! - Dxe6 20. Rxe6+ - Kf7 21. Rg5+ — Kf8 22. Bg6. Nú verður hvítur að láta annan mann af hendi, því ekki gengur 19. Df5? — Be4! 19. Dh3 - Rxh7 20. Bxg7+ - Kg8 21. Bb2 21. - Dc6 Þetta er athyglisverð staða. Hvítur hefur fómað tveimur mönnum fyrir Qögur peð og honum hefur tekist að opna kóngsstöðu svarts upp á gátt. Það er þó Ijóst að hann hefur Dvalarheimilið Hellu: Vistmaður gaf nýja þvottavél Selfossi. EINN vistmanna á dvalar- heimilinu Lundi á Hellu af- henti þvi fyrir skömmu að gjöf stóra þvottavél. Vélin kemur sér vel í þeirri upp- byggingu sem á sér stað á dvalarheimilinu. Það er Kristján Magnússon frá Drangshlíð í Austur-Eyjafjalla- hreppi 0g oddviti þar 1969—1978 sem gaf þvottavélina og afhenti hana Jóni Þorgilssjmi, sveitar- stjóra á Hellu. Kristján dvelur á Lundi og sagð- ist vona að þvottavélin mætti þjóna dvalarheimilinu vel og lengi.„Það er gott að búa hér hjá góðu fólki," sagði Kristján þegar hann hafði afhent vélina. Þvottavélin tekur tólf kfló af þvotti og kemur í góðar þarfír að sögn starfsfólks. Nú er í byggingu þjónustuálma við dvalarheimilið sem mun bæta úr brýnni þörf þeg- ar hún kemst í gagnið. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónason Jón Þorgilsson sveitarstjóri og Kristján Magnússon fyrir framan nýju þvottavélina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.