Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 27
Evrópudómstóllinn MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 27 Belgar tapa tveim- ur málum Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Evrópudómstóllinn, sem hefur aðsetur í Lúxemborg, felldi ný- lega úrskurði i tveimur kæmmál- um gegn belgískum stjórnvöld- um. DómstóUinn, sem er ofar lögum aðildarríkja Evrópu- bandalagsins, dæmir um það hvort aðildarríkin teljast hafa brotið ákvæði Rómarsáttmálans á einhvern hátt. Hvort heldur er; einstaklingar, fyrirtæki eða þjóðriki geta kært mál til dóm- stólsins. Þau mál sem höfðuð voru á hend- ur Belgum voru annars vegar um rétt hollensks kennara til að stunda kennslu við belgískan skóla og hins vegar um heimild yfirvalda til að leggja sérstakt skólagjald á há- skólastúdenta frá öðrum EB-ríkjum sem stunda nám við belgíska há- skóla. Samkvæmt belgískum lögum er einungis heimilt að ráða belgíska þegna til kennslustarfa við skóla sem reknir eru eða styrktir af því opinbera. Kæran til dómstólsins var lögð fram af hollenskum kennara sem hafði belgísk kennararéttindi og sótti um kennslu við belgískan skóla. Menntamálaráðuneytið féllst að lokum á ráðningu kennarans á þeirri forsendu að enginn hæfur Belgi hefði fengist í starfið. Þessi túlkun ráðuneytisins var kærð. í niðurstöðum dómsins segir að sú afstaða belgískra stjómvalda að kennsla og skólastarf séu ekki rekstur af sama tagi og fyrirtæki og falli þess vegna utan ákvæða Rómarsáttmálans sé röng og þess vegna hafi stjómvöld ekki heimild til að mismuna þegnum EB-land- anna eftir þjóðerni við ráðningar í kennarastöður. Pyrr á þessu ári tapaði belgíska menntaráðuneytið öðru máli í Lúx- emborg en það fjallaði um sérstök skólagjöld sem lögð voru á útlend- inga við belgíska háskóla. Dómar- inn komst að þeirri niðurstöðu að nám á háskólastigi jafngilti starfs- þjálfun og þess vegna giltu um það sömu reglur. Belgum væri því óheimilt að mismuna þegnum frá öðmm EB-löndum. Jafnframt áminnti dómurinn belgísk stjóm- völd um að endurgreiða það sem þegar hefði verið innheimt á þessum forsendum. Landakotsspítali: Minningarkort Styrktarsjóður barnadeildar Landakotsspítala hefur látið hanna minningarkort fyrir sjóð- inn. Sigríður Bjömsdóttir myndlista- maður og kennari teiknaði flögur mismunandi kort, sem eru seld á eftirtöldum stöðum: Apóteki Seltjamamess, Vestur- bæjarapóteki, Hafnarfjarðarapó- teki, Garðsapóteki, Holtsapóteki, Mosfellsapóteki, Arbæjarapóteki, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavík- urapóteki, Háaleitisapóteki, Kópa- vogsapóteki, lyfjabúðinni Iðunni. í blómaverslununum; Burkna, Borg- arblómi, Melanóru Seltjarnamesi og Blómavali í Kringlunni. Einnig eru þau seld á skrifstofu og barna- deild Landakotsspítala. (Fréttatílkynning) RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN YLJAR YKKUR ALLT ÁRID Á Majorku eru sólskinsdagar að meðaltali 27 í maí, 28 í júní, 30 í júlí, 30 í ágúst og26 í september. íþriggja vikna Úrvals Majorku- ferð eru því margir sólskinsdagar. Hafið það í huga þegar þið pakkið niður. Sa Coma á austurströnd eyjunnar er vinsæl- asti staðurinn okkar á Majorku. Þar er ströndin breið og hrein, sandurinn mjúkur og sjórinn hlýr. Þið getið t. d. farið á sjóskíði, lœrt á seglbretti, synt og svamlað í sjónum milli þess sem þið baðið ykkur í sólinni. Royal Mediterraneo íbúðahóteiið íSa Coma er gististaður í sérflokki. Og staðsetningin gœti ekki verið betri því úr hótelinu er gengið beint út á ströndina, engin gata á milli. Það er kostur sem barnafólk kann að meta. Royal Mediterraneo er meðal gististaða okkar í Sa Coma. Sa Coma er rólegt þorp en aðeins tekur 5-10 mínútur að aka til Cala Millor. Þar er fjörugra skemmtana- og nœturlíf og fjöldi góðra veitingastaða. Og aðeins 5 km frá Sa Coma er diskótekið DRAAH, stœrsta diskótek eyjunnar og undir berum himni. Örstutt frá þorpinu er 9 holu golfvöllur. Á Majorku er fleira en sól, sjór og sandur. Náttúrufegurð er mikil og margir staðir sem verterað skoða. Drekahellarn- ir frœgu eru aðeins steinsnar frá Sa Coma, höfuð- borgin Palma er skemmtileg blanda af gömlu og nýju og upp til fjalla eru falleg smáþorp sem gaman er að heimsækja. Fararstjórar Úrvals, þau Kristinn R. Ólafsson og Rebekka Kristjánsdóttir, skipuleggja skoðunarferðir um eyjuna. Og eftir að heim er komið yija minningarnar úr Úrvals Majorkuferðinni ykkur allan veturinn - alltþar til þið farið að hlakka til næstu Úrvalsferðar. FCRÐASKRIFSTOFAN ÚRVAl - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13.Sími 26900 mmmmmmœm mmimmsimsems
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.