Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 Forsetimi kvaddur með kossi og kjaftasögum Minningar embættismanna til fjár og frama Washington, frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Ný bókmenntatiska hefir verið að ryðja sér til rúms i Bandarikjunum upp á síðkastið og hefur hlotið nafnið: „Kvatt með kossi og kjaftasögum." Höfundarnir eru venjulega háttsettir embættismenn, sem hafa skyndilega verið leystir frá embætti, ýmist vegna öfundsýki, misheppnaðrar valdabar- áttu, mistaka í embættisfærslu eða misferia i starfi. Þeir höfundar að kossum og kjaftasögum, sem mesta at- hygli hafa vakið, eru þeir David Stock- man, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjár- iagastofnunar ríkisins; Michael Deaver hirðmaður í forsetabústaðnum og uppá- hald forsetafrúarinnar, að minnsta kosti þar til hann kvaddi með minningabók sinni. Þriðji kveðjurithöfundurinn, Larry Speaks, fyrrum blaðafulltrúi Reagans, sem sagðist hafa lagt orð í munn forseta síns á blaðamannafundum. Þessi uppljóstrun kostaði íjölmiðlafulltrúann vel launað starf hjá frægu fjármálafyrirtæki í Wall Street, sem greiddi honum 16 milljón krónur f árslaun. Fjórði kveðjubókahöfundurinn úr Hvíta húsinu er enginn annar en Donald Regan, sem var hægri hönd Ronalds Reagans forseta um tveggja ára skeið og þar áður §ögur ár Qármálaráðherra stjómar hans. Donald Regan er sá embættismaður Hvíta hússins, sem hvað mest hefír borið á í stjómartíð Ronalds Reagans. Oft var talað um hann sem „ forsætisráðherra" þótt það embætti sé ekki til í bandarískri ríkisstjóm. Hismið og kjarninn Orðsnjall náungi sagði á dögunum er talið barst að kossa- og kjaftasöguþvarg- inu: „Það er ætlast til þess að blaðamenn skilji hismið og kjamann að í ffásögnum sínum. En því miður verður endirinn nú til dags oft sá, að þeir skrifa um og birta hismið, en sleppa kjamanum!" Því miður verður ekki betur séð, en að þetta hafí endurtekið sig, til að byija með að minnsta kosti, í frásögnum Qölmiðla af minninga- bók Donalds Regans. Aðaláherslan var lögð á uppljóstranir höfundarins um, að eiginkona Reagans forseta tæki sér ekk- ert fyrir hendur, ákvæði ekki eitt eða neitt fyrr en hún hefði ráðfært sig við „vinkonu sína í San Francisco", sem les óorðna hluti úr stjömumerkjum himingeimsins og segir fyrir um hvaða dagar séu heppilegir eða kjömir til að gera hitt eða þetta. Fjölmiðl- ar sögðu, að forsetinn hefði orðið æfur er hann heyrði um uppljóstranir fyrrver- andi embættismanns síns og haft orð á því, að hann myndi ekki „sitja auðum höndum, er eiginkona hans væri rægð“. Bókin seldist að sjálfsögðu eins og heitar lummur. Seldist upp á augabragði í flest- um bókaverslunum. Það var hvergi eintak að fá í bókaverslunum í Washington er leið á fyrsta daginn, eftir að bókin kom á markaðinn. Regan hælir Reagan á hvert reipi Það var ekki fyrr en á þriðja degi eftir útkomu bókar Donalds Regans: For the Record. From Wall Street to Washington (Til birtingar, frá Wall Street til Was- hington), að vel virtur bókmenntagagnrýn- andi stórblaðsins Washington Post, Jonat- han Yardley, skrifaði einkar vinsamlegan ritdóm um bók Regans og bendir á eins og satt er, að Regan fari fögrum orðum um mannkærleika Ronalds Reagans og aðra góða kosti. Og Yardley bætti við við: „Forsetinn hefði átt að lesa bókina áður en hann fordæmdi hana, því þá hefði hann sennilega ekki reiðst eins og sagt er að hann hafí gert.“ Forsetanum sagt ósatt í íran-kontra málinu Talsverður hluti bókarinnar snýst um hið svokallaða „íran-kontra hneyksli". Höfundur segir, að litlu hafí munað að þetta mál riði forsetanum stjómmálalega að fullu. Ronald Reagan átti hér lítinn hlut að máli persónulega, segir Donald Regan, blátt áfram vegna þess, að aðgerð- um var haldið leyndum fyrir forsetanum og honum var beinlínis sagt ósatt um hvað var að gerast eða hafði gerst. Sá, sem þetta ritar var á_ blaðamannafundi Reagans forseta um íran-kontra málið, og var það fyrsti fundurinn sem haldinn var eftir að ég tók að mér fréttaritarastarf- ið í Washington fyrir Morgunblaðið. Ég hafði áður tekið þátt í einum blaðamanna- fundi hjá forseta Bandarílqanna, en það var í aprflmánuði 1945 er Truman forseti hélt sinn fyrsta blaðamannafund eftir lát Roosevelts. Blaðamannafundur Reagans olli mér miklum vonbrigðum. Það var óþægilegt að sjá og heyra, að forsetinn vissi ekki hvað hafði gerst. Að fundinum loknum varð að gefa opinbera yfírlýsingu um, að það hefði verið misskilningur hjá forsetanum, að segja á blaðamannafundin- um, að það hefði ekki verið neitt þriðja ríki viðriðið vopnasendingamar til Irans. Forsetanum var sagt ranglega frá um umfang vopnasölunnar og fleiri rangfærsl- ur voru á kreiki. Af ásettu ráði var forset- anum ekki skýrt satt og rétt frá öllum málavöxtum. í minningabók Donalds Regans er skýrt greinilega frá hvað skeði og hveijir koma við sögu. Þar segir Regan m.a. að eftir því sem hann best viti hafí Reagan for- seti aldrei hitt Oliver North ofursta í ein- rúmi. Regan upplýsir hvers vegna Reagan forseti neitar ávallt að hann hafí mútað eða reynt að múta mannræningjum og þannig staðið við þau orð sín að hann myndi aldrei semja við ofbeldisseggi og mannræningja. Skýringin er á þessa leið: Ef mannrán hefír átt sér stað og óvið- komandi maður býðst til að miðla málum og honum tekst að koma því til leiðar, að gíslinn eða gíslamir eru látnir lausir, er þá rangt að launa aðilanum sem beitti sér fyrir lausninni? Það er ekki hið sama og launa eða múta mannræningjunum. Reag- an forseti trúði, að þetta hefði gerst í íran- málinu og væri í alla staði réttlætanlegt. Forsetinn getur ekkert aumt séð Donald Regan segir frá nokkrum dæm- um, sem sýna, að Reagan forseti er við- kvæmur maður, sem má ekkert aumt sjá. Hann á ákaflega erfitt með að leysa emb- ættismenn frá störfum og hann hlúir að þeim sem hafa orðið fyrir áfalli í starfí sínu með forsetanum. Gott dæmi um það er aðalblaðafulltrúi forsetans, James S. Brady, sem varð fyrir skoti, er pilturinn Hickley gerði tilraun til að myrða forset- ann og hafði næstum tekist það. Brady er gjörsamlega lamaður og má varla mæla orð svo skiljanlegt sé. Hann er ófær til vinnu, en forsetinn hefír neitað að leysa hann frá starfi og Brady er enn aðalblaða- fulltrúi forsetans og verður þar til nýr forseti tekur við. Bitur en sannorður Donald Regan leynir því ekki í bók sinni, að hann er bitur og telur að illa hafí verið farið með sig í embætti og hann hafí að lokum verið látinn víkja með ósæmilegum hætti. En hann virðist vilja láta alla, sem hann nefíiir, njóta sann- mælis og ekki síst Ronald Reagan forseta. I lok bókarinnar kemst hann þannig að orði: Jafnvel þótt ég telji, að lesandinn geti ekki, þegar hér er komið sögunni, verið í neinum vafa hvar ég stend í því efni, vil ég lýsa því yfír hér og nú, að ég ber áfram mestu virðingu fyrir Ronald Reagan sem forseta. í sambandi við reynslu mína sem framkvæmdastjóri starfsliðs Hvíta hússins breyttist nokkuð álit mitt á honum sem manni við þá meðferð, sem ég hlaut. En það er aukaatriði. Landsstjómarmenn er ekki hægt að dæma eins og aðra menn. Og sérhver, sem kynntist heiminum jafn- vel og ég er ég kom til Washington, ætti að vita betur en að treysta prinsum. Hvers- konar andstreymi og vonbrigði, sem ég kann að hafa mætt í Washington, var ekki Ronald Reagan að kenna, heldur þeim, sem tengdu sig við persónu hans, nafn hans, eða embætti í þeim tilgangi að ota sínum tota til eigin frama. Að lok- um lít ég á þetta fólk sem hættulega, sinn- donald;e REGAN ' FORTHE RECORD EROM WAÍ .i. Sl'Rí-i F i O WASHINGTON isveika rógbera, sem urðu til þess, að trú- verðugu starfí mínu hjá forsetanum lauk þannig að það olli mér og fjölskyldu minni hugarangri og varð til þess að að ég glat- aði vináttu forsetans, þótt ég hefði, að mínum dómi, unnið óeigingjamt starf fyr- ir hann í sex ár. Hér verður að sjálfsögðu ekki lagður neinn dómur á Donald Regan eða starf hans sem „forsætisráðherra" í stjóm Ron- alds Reagans. En þeir, sem lesa bók hans af athygli, geta varla komist hjá því að sjá að hér er á ferðinni maður, sem hefír agað sál sína og líkama með föstum og oftast einstaklega hörðum reglum. Slíkir menn ætlast oft til hins sama af sam- verkamönnum og sjálfum sér, en það er sjaldan leið til almennra vinsælda. Það fer heldur ekki hjá því, að lesandinn sjái Ron- ald Reagan Bandarflqaforseta í nýju ljósi. Með því hefír Donald Regan gert fyrrver- andi húsbónda sfnum greiða og lagt fram sinn skerf til að minning Reagans forseta og ríkisstjómar hans njóti sannmælis í sögunni. BjörgS. Sigurðar- dóttír - Minning Fædd 10. júní 1900 Dáin 5. maí 1988 Sérstök og sterk kona er að kveðja. Ég vil minnast hennar ömmu með örfáum orðum. Hún fæddist að Syðri-Brekkum í Skagafírði, en fluttist ung að Hof- staðaseli með foreldmm sínum, Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins f Hafnar- stræti 85, Akureyri. Konkordíu Ingiríði Stefánsdóttur og Sigurði Bjömssyni, þar sem hún dvaldi öll sín æskuár allt fram að tvítugu, að undanskilinni skóla- vist við Kvennaskólann á Blöndu- ósi. Um tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar ætíð síðan, en leit þó ávallt á sig sem Skag- fírðing. Fyrst í stað vann hún við veitingastörf, lengst af í Iðnó, þar sem hún kynntist eiginmanni sínum, Sigurði Gíslasyni hesta- manni og lögregluþjóni. Þau hófu búskap 1928 á Laugaveginum, en byggðu fljótt hús í landi þar sem nú er Hlíðahverfí í Reykjavík. Húsið nefndu þau Varmahlíð, þar bjuggu þau með einkadóttur sinni Margréti. Á stríðsámnum þurfti fjölskyldan að víkja fyrir hemá- msliðinu úr húsinu og Sigurður bjó þar lítið eftir það sökum veik- inda sem leiddu hann til dauða 1947. í Varmahlíðinni hélt hún amma áfram að rækta sinn garð, þar til hún varð að víkja þaðan í annað sinn og þá fyrir fullt og fast. Húsið hennar átti ekki heima í skipulaginu. Hún bjó sér annað heimili í Hlíðunum, en náði aldrei að festa þar rætur, var ekki nægi- lega nálægt náttúmnni sem hún unni svo mjög. Svo líður í önnum, sæld og sorg hver sólar koma og hvarf; um morgun hvem er hafið verk, kvöld hvert sér endað starf; en dagsverk unnið, nokkurs nýtt, gefur næturhvfld í arf. Haf þökk og heiður, þarfi vin, haf þökk fyrir fræðslu og ráð. Svo skal við eld vor örlög skrá, þar iðja lifs er háð; svo knúð skal stáli, varma vigt, hvert verk, hver andans dáð. (Longfellow. Þýð.: Ein. Ben.) B.S. Kynning á tölvunámi Skýrslutæknifélag íslands gengst fyrir kynningi á tölvu- námi í Menntaskólanum í Hamrahlíð, sunnudaginn 29. maí kl. 14-18. Er ætlunin að aðstoða nemendu framhalds- og háskóla við val á námsbrautum, en einnig að kynna þeim sem áhuga hafa á styttri tölvunámskeiðum sem flest af því sem til boða stendur á markaðnum. Meðal annars verður kynnt námskeið á vegum starfsþjálfunar fatlaðra. Starfsfólk háskóla, framhalds- skóla og menntamálaráðuneytis, ásamt fulltrúum fyrirtælq'a og stofnana sem halda stutt námskeið fyrir almenning, munu annast kynninguna. Fyrirspumum verður svarað og einnig verða ýmsir bækl- ingar á boðstólum fyrir þá sem áhuga hafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.