Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 pttrgi Útgefandi nnMftfrfr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 60 kr. eintakið. Endurreisn á sögustöðum Aþessari öld hefur ísland verið byggt að nýju, ef þannig mætti að orði komast. Hvar sem komið er í landinu blasa við nýjar byggingar, sem hýsa bæði íbúa staðanna og skapa aðstöðu fyrir þá þjónustu, sem nú er krafíst. Stórhugur í þessu efni hefur verið snar þátt- ur í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Við höfum viljað sýna og sanna, að í blessuðu landi okkar getum við sjálfír búið þannig um okkur að standist saman- burð við það sem best gerist í hinum íjölmennari löndum, sem hingað til að minnsta kosti hafa ekki verið talin jafn harðbýl og okkar. Samhliða þessari miklu uppbyggingu hafa menn ekki alltaf haft tíma til að staldra við og huga að því sem fyrir var; margt af því hefur að sjálfsögðu mátt víkja en annað ber að varð- veita með reisn. Um þessar mundir er unnið að því að endurreisa gamlar byggingar á tveimur fomfræg- um sögustöðum, Hóladómkirkju og Viðeyjarstofu. Þegar ráðist var í endurreisn Skálholtsstaðar um miðbik aldarinnar var að- staða önnur en á Hólum og í Viðey að því leyti, að þar hafði ekki verið reist hús úr steini, sem stóð af sér tímans tönn. Var reist þar ný glæsileg dómkirkja teiknuð af Herði Bjamasyni, húsameistara ríkisins. Áður en steinkirkjan var reist á Hólum á ámnum 1757 til 1763 höfðu tvær timburkirkjur á staðnum fokið (1394 og 1624) og fyrsta kirkjan sem reist var á Hólum á 11. öld og er lýst þannig í Jóns sögu helga Ögmundarson- ar, fyrsta Hólabiskups, að hún hafí mest gjör verið á íslandi, brann upp með öllu skrúði sínu. Hljóta allir að vona, að vel tak- ist til við hið mikla og vanda- sama verk sem nú er verið að vinna í Hóladómkirkju. Ekki er síður mikilvægt að vel heppnist viðgerð altarisbríkur Hóladóm- kirkju, sem unnið hefur verið að í Þjóðminjasafni íslands í þrjú ár. Hún hefur verið í núver- andr Hóladómkirkju síðan hún var vígð 1763 en jafnan hefur verið talið að Jón Árason biskup hafí fært hana dómkirkjunni að gjöf á ámnum 1520 til 1530, en bríkin er talin gerð í Niður- löndum eða Þyskalandi snemma á 16. öld. Að öllu þessu starfí þarf að standa með sæmd Hóla- staðar í huga. Skömmu áður en ráðist var í það stórvirki að reisa steinkirkju á Hólum vom á ámnum 1752-54 reist bæjarhús úr tilhöggnu íslensku grágrýti í Viðey, þar sem menntir Islendinga höfðu dafnað um aldir eða síðan Ágústínusarklaustur var stofn- að þar 1226 af Þorvaldi Giss- urarsyni í Hmna. Meðal mikilla menntamanna sem sátu í Viðey má nefna Styrmi fróða, sem var prior 1235-45. Það var Skúli Magnússon landfógeti sem beitti sér fyrir að húsin í Viðey vom reist, og þangað flutti hann frá Bessastöðum. Yfír Viðey hvílir bjarmi mikill- ar sögu f huga allra íslendinga og 1968 beitti Bjami Benedikts- son forsætisráðherra sér fyrir því að íslenska ríkið keypti Við- eyjarstofu af afkomendum Magnúsar Stephensens, sem eignaðist Viðey á fyrri hluta nítjándu aldar. Davíð Oddsson borgarstjóri béitti sér síðar fyrir því ásamt þáverandi mennta- málaráðherra, Sverri Her- mannssyni, að Reykjavíkurborg eignaðist hinn hluta Viðeyjar og á 200 ára afmæli borgarinnar fyrir tæpum tveimur ámm fékk Reykjavík hlut ríkisins og Við- eyjarstofu og kirkjuna að gjöf frá ríkissljóminni. Þá hét borg- arstjóri því, að ekki tæki lengri tíma að endurreisa Viðeyjar- stofu en að reisa hana á sínum tíma, eða 2 ár. Er að því stefnt að hinn 18. ágúst næstkomandi verði stofan komin í það horf sem sæmir staðnum og sögu hennar jafnframt því sem unnið er að endurbótum á kirkjunni og gerðar hafa verið ráðstafanir til að auðvelda mönnum upp- göngu í eyjuna og dvöl þar utan Viðeyjarstofu. Hefur sr. Þórir Stephensen, dómkirkjuprestur í Reykjavík, verið ráðinn staðar- haldari í Viðey. Má af þessu öllu ráða, að Reykjavíkurborg standi að endurreisn Viðeyjar með þeirri sæmd sem ber. Sami stórhugur einkennir þessar framkvæmdir og önnur verk, sem borgarstjóm beitir sér fyrir. í Reykholtí á stað Snorra Sturlusonar em á döfínni fram- kvæmdir til að minningu þess fomfræga staðar verði sýnd verðskulduð virðing. Vonandi tekst jafn vel til þar og í Skál- holti, á Hólum og í Viðey. Á hvítasunnu er vel við hæfí að minnast þessara staða, þvf að allir em þeir tengdir sögu kristn- innar á Islandi og þeim heilaga anda sem kristnum mönnum var blásinn í bijóst og hefur um ald- ir orðið þeim hvatning til að sýna drottni lotningu með góð- um og glæsilegum verkum. Valtýr Pétursson Valtýr Pétursson var merkilegur og sérstæð- ur listamaður. En hann þurfti eins og margir aðrir góðir listamenn að venja sig við kaldrana- lega samtíð og umhverfi sem er miskunnarlaust á umbrotatímum. Valtýr var bam umróts og nýrrar sköpunar í síbreytilegum heimi og hann stóð á vígvellinum miðjum þar sem hann barðist fyrir köllun sinni og list- rænni sannfæringu. Því gat stundum verið stormasamt í kringum hann. Valtýr gat verið harður í dómum áður fyrr en mildað- ist með árunum og hann sagði aldrei ann- að í myndlistargagnrýni sinni en það sem hann taldi sjálfur að væri rétt og sann- gjamt. Þeir sem ruddu afstraktlist braut á Is- landi urðu að horfa fram á annað en vin- sældir. Það vissi Valtýr Pétursson öðrum mönnum fremur en hann hikaði ekki. Hann hafði sannfæringu fyrir því að end- umýjun væri listinni lífsnauðsyn. En hann kunni einnig að meta margt sem gott er og gamalt. Hann átti ekki sízt samleið með gömlu meisturunum. í fylgd með þeim leystist samtíðin úr viðjum tímabundinna átaka og enginn hugsaði um afstraktlist án tengsla við hefð og þróun. Hún var eins og annað nýnæmi í hugmynda- og reynslusögu mannsins. Landnemi til fram- búðar. Ekki sízt með það í huga skrifaði Val- týr Pétursson gagnrýni sína hér í blaðið sem frumkvöðull og baráttumaður nýrra hugmjmda. Hann var ekki andstæðingur neinnar listar heldur baráttumaður end- umýjunar. Herti ekki vopn sín í gömhim glóðum heldur þeim eldi sem nærtækastur var í samtíðinni. Gagnrýnendur á slíkum tSmum, svo að ekki sé talað um þröngt umhverfí eins og það sem við búum við, geta safnað glóðum elds að höfði sér eins og hver sá sem hefur skoðun og þarf að beijast fyrir umdeildum málstað. En Val- týr lét það ekki á sig fá. Hann talaði við samvizku sína og dómgreind, herta í and- rúmi alþjóðlegrar menningar og mikillar reynslu. Og það voru ekki sízt þessi al- þjóðlegu viðhorf, fléttuð inní fslenzkan veruleika, sem gerðu Valtý einnig og ekki sízt að listrænum samfylgdarmanni Kjar- vals og Schevings og Kristínar Jónsdóttur, konu Valtýs Stefánssonar, sem kunni ekki sízt að meta menningarlegan boðskap Valtýs Péturssonar. Morgunblaðið hefur haft þá stefnu að fela listamönnum að miklu leyti skrif um listir og bókmenntir. Slíkt er að sjálfsögðu umdeilt eins og annað. Listamenn geta verið fulltrúar ákveðinna stefna eða strauma og ánetjazt þeim. En það skiptir að minnsta kosti máli hvað góðir listamenn hafa fram að færa í umræðum um listir og bókmenntir. Stjómendur Morgunblaðs- ins hafa verið hallir undir þetta viðhorf, vitandi það að enginn getur skrifað um menningu svo að öllum líki. Enginn er óskeikull. Þekking eyðir fordómum. Ungir og víðsýnir menntamenn fjalla nú margir af ábyrgðartilfínningu og réttlætiskennd um listir og bókmenntir og ber að fagna því. Þeir eru verðugir arftakar manna eins og Valtýs Péturssonar. Valtýr var ekki einungis áhrifamikill brautryðjandi á átakatímum heldur einnig eftirminnilegur listamaður sem fór eigin ieiðir og vann að list sinni af sannfæringu og alúð og gerði mestar kröfur tii sjálfs sín. Hann var sízt af öllu auglýsingamaður fyrir sjálfan sig eða list sína. En hún dafn- aði vel í skjóli þeirra gömlu sanninda að lífíð er stutt en listin löng. Það fór ekki hjá því að tvíþætt hlutverk Valtýs Péturssonar í lífínu hefði áhrif á list hans. Viðkvæmur listamaður og bar- áttuglaður frumkvöðull þarf á sterkri skel að halda utan um sína viðkvæmu kviku. Valtýr vemdaði hana með margvíslegum hætti. Þannig var hún ávallt sönn og heil. En þannig gat Valtýr einnig stundum sjálf- ur verið berskjaldaður í list sinni ef að honum var vegið. Hann tók því vel og af jafnaðargeði. Þess sama ætlaðist hann til af öðrum. Hann var einn bezti sögumaður samtíðarinnar og hafði unun af að segja frá starfsbræðrurp sínum og tókst þá upp svo eftirminnilegt gat verið. í þennan sagnaheim sinn leitaði hann burt frá sam- tíðinni og þeim íþyngjandi kröfum sem til hans vom gerðar sem gagnrýnanda og listamanns. í samtali sem birtist hér í Morgunblað- inu 1957 var Valtýr Pétursson spurður um framtíð íslenzkrar myndlistar. Hann sagði að hún yrði að fá að þroskast óhindr- uð. Ekkert mætti verða henni fjötur um fót. Hún yrði að velja eigin leiðir. Um þær mundir var Valtýr að skrifa gagnrýni um sýningu Júlíönu Sveinsdóttur og því bætti hann við: „Það skiptir mig engu hvort málverk er hlutlægt eða óhlutlægt eins og sagt er. Hið eina sem máli skiptir er það hvort verkið nær tilgangi sínum. Verk Júlíönu Sveinsdóttur eru stórkostleg list. Þau eru öll til orðin á þeirri forsendu að listamaðurinn ætlar sér að mála málverk, annað ekki.“ Og svo vitnaði hann í Picasso sem hafði sagt: Ég bý ekki til hlutina, en ég fínn þá. Picasso málaði afstraktmyndir fyrir Valtýr Pétursson listmálari í vinnu- stofu sinni. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 31 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 21. maí hádegi en hlutlægar myndir svokallaðar eftir hádegi, ef sá gállinn var á honum. Slíkt kunni Valtýr Pétursson vel að meta enda leitaðist hann við undir lokin að fínna kröftum sínum einnig viðnám í hefðbund- inni list en þá við takmarkaðan fögnuð! Þannig er tíminn hringrás. Menn koma ekki einungis aftan að óvini sínum, heldur sjálfum sér! í Lokuðum dyrum Sartres sem Valtýr Pétursson kunni vel að meta, menntaður í umhverfí hugmynda hans og verka, stendur þessi setning: Helvíti, það er ann- að fólk. Um þessa setningu sagði Valtýr í gamansömum tóni: Ég hef að minnsta kosti sömu skoðun dagana áður en ég opna nýja sýningu! Eitt sinn þegar myndir voru skoðaðar heima hjá Hallsteini virti Valtýr fyrir sér nýja mynd eftir Kristján Davíðsson þar sem litimir voru hrærðir saman á spjaldinu og sagði: Ég er orðinn konservatív í saman- burði við þetta! Sagði hugsuðurinn og listamaðurinn og að margra dómi áður fyrr hinn óvægni talsmaður nýlistar og þeirra viðhorfa sem afstraktlist er sprottin úr. Aðspurður sagði hann þá einnig um gagnrýni sina: Maður vinnur að því baki brotnu að gera sig óvin- sælan! Og nú er þessi eldhugi horfínn af sjónar- sviðinu. Það er tómleiki í kringum okkur á Morgunblaðinu. En við erum stolt af Valtý og störfum hans. Þau hafa verið nærandi framlag til íslenzkrar menningar og list hans stendur fyrir sínu. En nú er hann ósæranlegur eins og guðimir (Borg- es). Veður til að skapa Veðurblíðan hefur valdið undraverðum stakkaskiptum á náttúrunni á örskömmum tíma. Haldist góða veðrið nú um helgina eiga margir eftir að nota það til að hlú að eigin garði og búa hann sem best und- ir sumarið. Á þessum tíma árs fínnst okk- ur það einhvem veginn í hlutarins eðli að ágreiningi sé ýtt til hliðar og veðrið notað til að skapa. Við tölum um „skammdegis- mál“ og vísum þar til deilna, sem oft verða ákafar og illskeyttar á dimmasta tíma ársins. Það fylgir haustmánuðunum að rífast um efnahags- og fjármál, þegar tek- ist er á um fjárlög. Á vordögum fínnst okkur það stinga í stúf við andrúmsloftið að þrasað sé löngum stundum um gamal- kunn viðfangsefni efnahagsmálanna. Ein- mitt nú gengur ein slík bylgja þó yfír og ekki ljóst hvað henni fylgir. Þeir sem sinna blaðamennsku hitta oft erlenda starfsbræður sem hingað koma og ræða við þá um landsins gagn og nauð- synjar. Finnst útlendingum gott að geta leitað til starfsbræðra í því skyni að glöggva sig á ýmsum grundvallaratriðum. Viðtöl af þessu tagi eru stundum verulega gagnleg fyrir heimamenn sjálfa, því að glöggt er gestsaugað. Ef erlendi blaðamað- urinn hefur áhuga á stjómmálum og efna- hagsmálum, staldrar hann einkum við tvennt um þessar mundir hér á landi: í fyrsta lagi þá staðreynd að við glímum við tekjuskiptingarvanda og efnahagserf- iðleika, sem virðast vera að gera út af við ríkisstjóm, þótt tölur OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, sýni, að við séum meðal best settu þjóða heims efna- hagslega og göngum næst Bandaríkja- mönnum í því efni. í öðm lagi er það fram- gangur Kvennalistans í stjómmálunum. Hvemig það megi vera að flokkur, sem meini karlmönnum að fara í framboð, skuli ná svo miklum árangri. Veltir blaðamaður- inn því jafnvel fyrir sér, hvort slík mismun- un yrði ekki talin stangast á við lög í ýmsum lýðræðisríkjum. Það er ekki nýlunda, að erlendir blaða- menn sitji hér löngum stundum og ræði um það, hvort ríkisstjóm muni lifa af ágreining um efnahagsmál eða hvað það sé sem veldur efnahagsvandanum. Hitt er ekki heldur nýtt að blaðamenn frá útlönd- um hafí áhuga á Kvennalistanum. Það sem nú vekur spumingar er, hvað Kvennalist- inn fái mikið fylgi í næstu kosningum og hvað hann ætli að gera við þetta fylgi. Hvort konumar trúi því til dæmis að stuðn- ingur 20 til 30% íslendinga við þær dugi Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon til að leggja.niður bæði Varsjárbandalagið og Atlantshafsbandalagið? Hvort það sé í raun skoðun þeirra, að ekki sé unnt að koma neinu viti á stjóra mála á íslandi nema karlmönnum sé ýtt til hliðar, a.m.k. meðan jafnvægis sé leitað í jafnréttismál- um. Fyrir þann sem um nokkurt skeið hefur svarað spumingum erlendra blaðamanna um ísland er Kvennalistinn að nokkm leyti kominn í staðinn fyrir Alþýðubandalagið sem óvissuþátturinn í íslenskum stjóm- málum. Margt af því sem komið hefur frá Kvennalistanum bendir til þess að hann sé sá flokkur sem krefst þess að stærstu skrefín verði stigin til vinstri. Enginn spyr lengur um, hvað Alþýðubandalagið vilji í hinu eða þessu málinu. Staða þess í skoð- anakönnunum er á þann veg, að litið er á það sem léttvægan smáflokk. í því ástandi sem ríkir í stjómmálunum á þessum vordögum, þegar veður er til að skapa, er það hins vegar ekki stjómar- andstaðan í hefðbundnum skilningi þess orðs, sem veldur óvissu um framtíð ríkis- stjómarinnar, heldur stjómarandstaðan innan stjómarflokkanna sjálfra. Er það nú farið að endurtaka sig æði oft að flokk- amir séu ekki samstiga, þegar mikið er í húfí. Staða Sjálfstæðis- flokksins Þegar rætt er um stjómmál líðandi stundar, er ekki unnt að líta fram hjá þeirri staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið að víkja fyrir Kvennalistanum, sem stærsti flokkurinn í skoðanakönnun- um undanfarið. Á fundi í Sjálfstæðisfélag- inu í Garðabæ fyrir nokkmm vikum gerði Davíð Oddsson, borgarstjóri, stöðu Sjálf- stæðisflokksins að umræðuefni og sagði meðal annars: „Sjálfstæðisflokkurinn kom skældur út úr síðustu kosningum, þótt skoðanakann- anir síðasta misserið fyrir þær hefðu verið honum hagstæðar. Menn þekkja mál Al- berts Guðmundssonar og hvemig samúð- araldan, sem hann náði að efla upp leiddi til flokksstofnunar og skolaði honum aftur á þing með nokkra menn með sér. Nú benda skoðanakannanir til þess að hans ævintýri sé úti og Sjálfstæðisflokkurinn geti þess vegna enn á ný litið á sig sem óskiptan flokk. Þrátt fyrir þetta hefur flokkurinn ekki náð sér fylgislega á strik og er það ærið umhugsunarefni. Sumir halda því fram, að ástæðan sé sú, að flokk- urinn hafí fengið harðneslqulegri ímynd en áður. Gjaman vitna menn þá til þess, að á dögum Ólafs og Bjama hafí flokkur- inn haft á sér mannúðlegt yfirbragð, verið flokkur ^öldanSj en ekki fámenns hóps peningamanna. Eg tel, að hér sé um mikla einföldun á staðreyndum að ræða. Menn þurfa ekki annað en að gera samanburð á stefnumálum flokksins og þingmálum hans þá og nú og lesa ræður forráða- manna hans til að sjá hið gagnstæða. Flokkurinn hleypur miklu fremur nú en þá eftir dægurbólum ög því sem er álitið vinsælt og er í raun tækifærissinnaðri nú en áður og því er erfiðar en ella að greina hann með jafnafgerandi hætti frá and- stæðingaflokkunum en forðum tíð. Þeir flokkar í næsta nágrenni við okkur í Evr- ópu sem hafa höggvið mjög á klafa mið- stýringar og ríkisafskipta standa allar at- lögur af sér og hafa komið miðstýringar- flokkunum í málefnalega vöm og haldið þeim í þeirri vöm í áratug eða meir og virðist ekkert lát á. Margir stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins í gegnum tíðina hafa verið and- snúnir sumum stefnumálum hans en séð í gegnum fíngur við flokkinn. Þeir litu á hann sem traustan bakhjarl, öryggisventil í þjóðlífinu og tryggingu fyrir festu. Þetta fólk þolir afar illa að heyra hveija fréttina á fætur annarri um upphlaup og uppákom- ur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og í þeirri ríkisstjóm sem hann veitir forstöðu. Margir „öraggir" kjósendur Sjálfstæðis- flokksins hafa gegnum tíðina verið jafn dagvissir og árvissir nöldurseggir í flokks- ins garð, en hafa kosið hann vegna þess, að þeir sáu hann sem ötulasta andstæðing bolsévíka, kommúnista og hvers konar rauðbleiks liðs, jafnframt því sem sumir sáu í honum eina aflið sem andæfði árás- um Framsóknarflokksins á þéttbýlið og þær „afætur", sem það byggja. Nú hafa allar þessar forsendur breyst í hugum margra. Hveijum getur staðið ógn af kommúnistum,-sem ekki era lengur til nema í félagsbundnum einingum sér- vitringa, og fólk sér fremur sem skemmti- efni, en sem pólitíska skelfíngarboða. Ekki þurfa menn því lengur að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn þess vegna . . . Alþýðuflokkur- inn talar „vinstramegin við miðju“ en stað- setur sig kirfilega hægramegin við hana og laðar til sín fólk, sem áður hefur ramb- að sjálfkrafa í réttarhólf Sjálfstæðisflokks- ins. Jón Baldvin hefur reynst öflugri og úthaldsbetri stjómmálaforingi en margir spáðu honum í fyrstunni.“ Kvennalistinn vill miðstýringu í ræðu sinni í Garðabæ vék Davíð Odds- son að Kvennalistanum og sagði meðal annars: „Kvennalistinn ógnar nú um stundir flokkakerfínu. Hann gerir það að verkum að flokkur sem býður sig fram sem skjól fyrir alla sem era angraðir og pirraðir, vonsviknir og villuráfandi, Borgaraflokk- urinn, nær sér ekki á strik. Kvennalistinn er þegar grannt er skoðað afturhaldssam- asti vinstriflokkurinn, sem nú er í boði. Hann skýlir sér á bak við margvísleg óræð markmið, eins og það að ætla sér að bæta hag kvenna í þjóðfélaginu. Flokkurinn hefur náð ágætum árangri í skoðanakönn- unum en engum í því að bæta hag kvenna. Þvert á móti hefur þessi pólitíski listi ýtt undir kenningar um að kvenfólk séu ein- hver furðufyrirbæri, sem um gildi allt önn- ur lögmál en aðrar mannverar. Auðvitað er aðeins tímaspursmál hvenær slík kenn- ingarsmíð deyr . . . Þegar skoðað er hvemig stefna þessa flokks hefur verið kynnt af fulltrúum hans í atkvæðagreiðslum á þingi og í sveitar- stjómum kemur glöggt i ljós, að hún er gegnsýrð miðstýringaráráttu félagshyggj- unnar. Hann er fjandsamlegur fijálsu at- vinnulífí, fijálsri fjölmiðlun og flestum nýjungum í þjóðlífinu. Flokkurinn er hald- inn oftrú á hvers kyns eftirliti og reglu- gerðarboðum hins opinbera. Umfram allt er þessi flokkur sanntrúaður forsjár- hyggjuflokkur, sem tortryggir sjálfsbjarg- arviðleitni einstaklingsins og lýtur í niður- stöðum sínum nær undantekningarlaust lögmálum sósíalismans. Allt of lengi hefur hann komist upp með að vera fortíðar- laust fyrirbæri, sem óheimilt hefur verið að skilgreina eftir viðurkenndum formúl- um stjómvísindanna. Nýjustu skoðana- kannanir benda til að hollt sé að pína þenn- an flokk til að axla raunveralega ábyrgð, sem myndi á fáum mánuðum, jafnvel vik- um opinbera brotalamimar og þverstæð- umar í flokknum." „í því ástandi sem ríkir í stjórnmál- unumáþessum vordögum, þegar veður ertilað skapa, er það hins vegar ekki stjórn- arandstaðan í hefðbundnum skilningi þess orðs, sem veldur óvissu um framtíð ríkisstj órnarinn- ar, heldur stjórn- arandstaðan inn- an stjórnarflokk- anna sjálfra. Er það nú farið að endurtaka sig æði oft að f lokkarnir séu ekki sam- stiga, þegar mikið er í húfi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.