Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 Hólar í Hjaltadal: Bein frá 17. ogl8. öld grafin upp VIÐ uppgröft á Hólum í Hjalta- dal í síðustu viku, fannst kista, sem í voru líkamsleifar fimm manna. Talið er líklegt að þarna sé um að ræða m.a. bein Gisla Þorlákssonar, biskups á Hólum 1657—1684 og Björns Þorleifs- sonar, sem var biskup þar frá 1697-1710. Mjöll Snæsdóttir, fomleifafræð- ingur, sem stjómaði uppgreftrin- um, sagði beinafundinn hafa komið þannig til að við endurbætur á kirkjunni á Hólum hefði verið graf- ið í gólfíð og þar undir hefði verið kista, með lfkamsleifum fímm manna. Hefðu menn greinilega rekist á kistuna við byggingu kirkj- unnar og þá verið safnað í hana beinum úr nærliggjandi gröfum. í kistunni vom einnig leifar af niu skjöldum utan af kistum og vom þrír þeirra áletraðir. Á einum var áletmnin GTD og ártalið 1660, og taldi Mjöll hann geta verið af kistu Gróu Þorleifsdóttur,_ fyrstu konu Gísla Þorlákssonar. Á öðmm skildi er áletmnin HGTS, sem Mjöll sagði líklega vera upphafsstafí Gísla. Á þriðja skildinum er eingöngu ártal- ið 1710, en það, er dánarár Bjöms Þorleifssonar. Skildir vom einnig utan á kistunni sem fannst, en á þeim em engar áletranir. Mjöll sagði þetta merkilegan fund, ekki að það væri meira virði að fínna bein biskupa en annarra, heldur gerðu skildimir það að verk- um að hægt væri að leiða getum að því hverra bein þetta væm og tímasetja þau þannig. Vantar upplýsingar um gjaldeyriskaup fyrir 1400 milljónir - Möguleiki á birtingu nafnanna kannaður segir fjármálaráðherra SEÐLAB ANKINN hefur sent fjár- málaráðherra nöfn 243 aðila sem keyptu gjaldeyri fyrir meira en eina miiyón króna þijá síðustu dagana fyrir gengisbreytingu. í fréttatilkynningu frá Seðlabank- anum segir að skráin hafi verið send ráðherra sem trúnaðarmál „eins og landslög áski|ja“. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármála- ráðherra, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hann myndi kanna möguleikana á því að birta listann og á almennum fundi í Reykjavík f gærmorgun sagði hann, að listi Seðiabankans næði aðeins til um 1100 miUjjóna króna og vantaði því upplýsingar um 1400 milljónir, sem Seðlabankinn segði gjaldeyr- isyfirfærslur banka og peninga- stofnana. Sagðist Jón ætla að skrifa Seðlabankanum eftir hvfta- sunnuna og spyija hvort gengis- fellingin hefði verið á misskilningi byggð. 1 fréttatilkynningu ftá Seðlabank- anum segir að síðla þriðjudags hefði viðskiptaráðuneytið haft samband við gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og spurst fyrir um það hvaða upplýsing- ar lægju frammi um þessi viðskipti. Hefði forstöðumaður eftirlitsins svarað því að upplýsingamar væru tiltækar og væri verið að vinna úr gögnum málsins. í samtalinu hefði engin beiðni verið lögð fram um af- hendingu gagna til ráðuneytisins. Sfðastliðið þriðjudagskvöld og miðvikudag hefðu birst í fjölmiðlum fréttir um að viðskiptaráðuneytið hefði óskað eftir skýrslu frá gjald- eyriseftirliti Seðlabankans um hvaða aðilar hefðu keypt gjaldeyri fyrir meira en 1 milljón króna næstu daga fyrir gengisbreytingu. Þar sem engin slík beiðni hafði borist gjaldeyriseft- irlitinu frá viðskiptaráðuneytinu, hefði Seðlabankinn haft samband við viðskiptaráðuneytið og óskað eftir því að fá skriflega beiðni um hvaða upplýsingar ráðherra óskaði að fá. „Bréf. ráðherra barst forstöðu- manni gjaldeyriseftirlitsins heim seint á miðvikudegi og hefur gjald- eyriseftirlitið verið að vinna úr tölvu- skrám nöfn 243 aðila, sem keypt höfðu gjaldeyri fyrir meira en 1 millj- ón króna þrjá síðustu daga fyrir gengisbreytingu, og hefur ráðherra verið send sú skrá nú að sjálfsögðu sem trúnaðarmál eins og landslög áskilja", segir í frétt Seðlabankans. Drög að reglugerð um einnota umbúðir: Míða að aukinni endurnýtmgn og umgengni Áætluð gosdrykkjasala um 30 milljónir áldósa á ári DRÖG að nýrri reglugerð um einnota umbúðir fyrir öl, gos og svala- drykki liggja nú fyrir stjórn Hollustuverndar ríkisins og eru drögin byggð á tillögum samstarfsnefndar, sem Hollustuvernd rikisins, Landvemd og Náttúruvemdarráð mynduðu með sér síðastliðið vor til að fjalla um þetta mái og finna leiðir til úrbóta. Með tilkomu pökkunarvéla fyrir öl og gosdrykki í áldósir er gert ráð fyrir að notkun slikra einnota umbúða stóraukist á næstunni og talið að ár- leg sala á gosdryklgum verði um 30 milljónir áldósa, sem samsvarar hátt í 400 tonnum af áli. í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að ákveðnum hluta af prentuðum umbúðum verði varið til kynning- ar á endurgreiðslugjaldi og áróðurs fyrir bættri umgengni og hreinu landi. í flestum nágrannalöndum okkar hafa verið settar reglur um notkun Dóms að væntaí okurmáli STYTTAST fer í dóm í máU Hermanns Gunnars Björgvins- sonar, sem var ákærður fyrir stórfellda okurstarfsemi. Málið var dómtekið á mánudag hjá sakadómi Kópavogs. Hermann var ákærður um mitt árið 1986 og gefið að sök að hafa tekið rúmar 20 milljónir króna í of háa vexti af lánum. Þá voru um leið ákærðir 123 menn aðrir, fyrir að hafa tekið samtals nærri 42 milljónir króna f of háa vexti. Málið hefur hins vegar breyst frá því að ákæra var gefín út, þar sem Hæsti- réttur íslands komst að þeirri niður- stöðu í desember 1986 að hámarks- vextir hefðu ekki verið auglýstir með réttum hætti af Seðlabanka íslands á tímabilinu ágúst til des- emberloka árið 1984. einnota umbúða, endumýtingu þeirra og t.d. hvaða efni megi nota í slíkar umbúðir. Áldósir eru til dæmis bannaðar í Danmörku sem öl og gosdrykkjaumbúðir. Hér á landi eru engar reglur um fram- leiðslu né notkun einnota umbúða fyrir umrædda vöruflokka. í tillögum samstarfsnefndarinnar er gert ráð fyrir að slík regiugerð ljdi meðal annars að markaðs- og framleiðsluleyfí, það er gerð og efnisinnihaldi umbúða með tilliti til tæknilegra þátta, hráefnisnotkun í umbúðir og umhverfísþætti. Endur- notkun umbúða, til dæmis gler- flöskur. Endurvinnanlegar umbúð- ir, það er álumbúðir og að ein- hveiju leyti pappa- og plastumbúð- ir. Þá er gert ráð fyrir ákvæði um merkingar á umbúðum, meðal ann- ars að um 10% af flatarmáli prent- unar á umbúðum sé varið til kynn- ingar á endurgreiðslugjaldi og 10% af flatarmáli verði varið til áróðurs fyrir umgengni og hreinu landi. Á umbúðum sem hvorki eru til endur- notkunar né endumýtingarkerfi fyrir hendi sé 20% af flatarmáli prentunar á umbúðir varið til upp- lýsinga um umgengni og hreinna land. Ennfremur er gert ráð fyrir ákvæði um skilagjald endumotkun- ar umbúða og kerfi sem framleið- endur stæðu að vegna endumotk- unar, til dæmis glerflaskna, og sé skilagjald um 20% af útsöluverði. Ákvæði verði um endurvinnslu, skilagjald og kerfi sem hvetjandi væri fyrir endurvinnslu, til dæmis áldósa. Skilagjald sé einhig um 20% af útsöluverði. Komið verði á fram- leiðslugjaldi sem að hluta gæti stýrt því hvaða umbúðir væru hag- kvæmar markaðslega séð og væru þá umbúðir sem eru endumotaðar gjaldfríar, en gjald á plastflöskur og plastdósir verði 30% af jöfnunar- útsöluverði, svo dæmi séu tekin. Lagt er til að framleiðslugjald þetta verði notað til umhverfísmála, nátt- úru- og landvemdar ásamt úrbótum og fyrirbyggjandi aðgerðum f mengunarmálum. íslandslax byggir kyn- bótastöð Grindavík. BÆJARSTJÓRN Grindavíkur samþykkti á sfðasta fundi að veita íslandslax hf. leyfi til að byggja 160 fm kynbóta- og klakstöð á athafnasvæði sfnu auk þess sem reist verða útiker við stöðina, hvert um sig tólf metrar í þver- mál. Að sögn Jóns Þórðarsonar, fram- leiðslustjóra íslandslax hf., er þetta liður í uppbyggingu fyrirtækisins því mjög brýnt er að koma undaneldis- fiskinum í sérstaka stöð fyrir haustið en þá verður hann kreistur. „Nú lokum við hringnum og verð- um hér eftir sjálfum okkur nógir enda lá það beinast við þar sem við höfðum ekki lengur innflutningsleyfi fyrir hrogn frá Noregi og sóttum ekki um það frekar. Við eigum nú 16 tonn af undaneldisfiski sem hefur verið tvö ár f sjó hér í útistöðinni og er hver einstaiklingur orðinn um 7 kg en við reiknum með að fá um tuttugu milljónir hrogna strax í haust. Kynbætur á laxi verða hluti f framleiðsluþáttum fyrirtækisins þvf ég tel að það eigi að vera í höndum fiskeldisstöðvanna sjálfra," sagði Jón. Tilboð í stöðina verða opnuð á næstunni og sfðan verður byggingu hraðað í sumar svo að hún verði tilbú- in f haust. - Kr.Ben. Varnarliðið: M-hátíð á Sauðárkróki: Nýtt hús Tónlistar- skólans tekið í notkun Sauðárkriki. Frá Urði Gunnandóttur, blaðamanni Horgunblaðsins. ÞRIGGJA daga M-hátíð á Sauð- Þorsteinssonar, rithöfundur. Lögbann á útboð fhitn- inga enn framlengt LÖGBANN á útboð flutninga- deildar Bandaríkjahers á flutn- ingum fyrir varaarliðið milli Bandarfkjanna og íslands, hefur verið framlengt um óákveðinn tíma eða þar til dæmt hefur ver- ið i málinu. Flutningamir vorú boðnir út í mars sfðastliðnum og átti að skila tilboðum f lok aprfl. Rainbow Na- vigation kærði útboðsgögnin þar sem stjómendur fyrirtækisins efast um lögmæti þeirra, en skipafélagið hefur annast 35% flutninganna og Eimskipafélag íslands 65% þeirra, frá þvf í maí 1987. Samningstíma- bilið rann út 30. aprfl síðastliðinn. árkróki lauk með hátíðardagskrá í íþróttahúsinu klukkan 14 i gær, laugardag, undir stjórn Hjálmars Jónssonar prófasts. í gær var tekið í notkun nýtt hús Tónlistaskólans á Sauðárkróki er skólaslit fóru fram. Þá voru einnig skólaslit í Fjölbrautaskóla Sauðárkróks. Á dagskrá hátíðarinnar vom ávörp Birgis ísleife Gunnarssonar, menntamálaráðherra og forseta bæjarstjómar Sauðárkróks, Þor- björnB Amasonar. Erindi Haraldar Bessasonar, forstöðumanns Há- skólans á Akureyri, Gísla Magnús- sonar, cand. mag. og Indriða G. Af tónlistarefni var á dagskránni píanóleikur Sigurðar Marteinssonar og söngur Jóhanns Linnet og einnig áttu kirkjukórar úr Skagafírði að syngja undir stjóm Rögnvaldar Valbergssonar. Á föstudag var haldin menning- arkvöldvaka í félagsheimilinu Bif- röst, sem félagar í Leikfélagi Sauð- árkróks önnuðust ásamt Friðbimi G. Jónssyni söngvara. Flutt var dagskrá í tali og tónum, sem tengd- ist Skagafirði og Skagfirðingum fyrr og síðar. Var meðal annars lesið úr ljóðum eftir skagfirsk skáld frá Bólu-Hjálmari til Gyrðis Elías- sonar, en Hávar Siguijónsson tók dagskrána saman og leikstýrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.