Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MA{ 1988 Þorbjörg Daníelsdóttir Ef við hættum að vera kristin tökum við aðra trú Eftirfarandi grein er úr blaði hins norræna samkirkju- starfs, NEI, sem er gefið út í Uppsölum. Hún er eftir for- ystumann danska kristniboðs- ins, Jörgen Nörgaard Peders- en og birtist fyrst f Kristeligt Dagblad í Danmörku 2.1.1988. Yfirskrift og kaflaheiti eru frá mér. Á trúarhátíð — hindu-puja — í Nepal gerðist það nýlega að hópur Dana, sem vann þar við þróunar- hjálp, slátraði geit og hellti blóði hennar yfir hjól og bíla og hjól- hesta eins og hindúamir geia. „Við viljum semja okkur að siðum þeirra" sögðu Danimir, „þessi sið- ur er alveg eins góður og margir kristnir siðir." Hjón frá öðm Evr- ópulandi eigunðust bam og fengu búddatrúarprestinn til að koma og fremja þá trúarsiði, sem hans trú bauð. Danskur maður hafði mælt svo fyrir áður en hann dó að hann yrði brenndur að hindúa- sið og öskunni stráð yfir Ganges- fljót. Áhrifin að heiman eyði- leggja kristinboðið Með þessu er ég ekki að gagn- rýna það að þetta fólk skuli sent til þróunarhjálpar. Og það hefur vissulega fullt frelsi til að fylgja því, sem því lízt réttast. Ég segi þetta til að benda á að okkar eigið heimaland gerir kristni- boðsstarf okkar æ ótrúverðugra í þeim löndum, þar sem við rek- um það. Þegar við störfum að kristniboði í fjarlægum löndum við ókunna menningu og boðum þar líf, dauða og upprisu Jesú eru það ekki guðir hindúanna og búddatrúarmannanna, sem valda okkur erfiðleikum. Það eru áhrifin, sem berast frá okkar eigin löndum. Ungir trúleysingjar og trúlausir sérfræðingar í Nepal eru næstum 400 kristniboðar. Flestir þeirra eru frá Vesturlöndum. Þeir semja sig að lífsháttum Nepalfólksins eins og þeim er framast unnt og neita sér um flest lífsþægindi heimalandanna. Með því bera þeir því vitni að við erum öll jöfn fyrir Guði. En annað fólk frá löndum okkar, sem fyrir löngu hefur strikað Guð út úr lífi sínu og lifír eins og hann sé ekki til, gerir starf kristniboð- anna ótrúverðugt. Annars vegar er þetta ungt fólk frá Vesturlöndum, sem leit- ar lífssvara i hindúatrú og búddatrú. Hvað eiga heimamenn að hugsa um þá trú, sem fáeinir kristniboðar boða þeim en þús- undir ungra kvenna og karla eru einmitt á flótta frá? Margt þessa unga fólks aðhyllist einhver hinna nýju trúarbragða á Vest- urlöndum. Það flýr efnishyggju heimalandsins, atvinnuleysið, misheppnaða skólagöngu, upp- lausn heimila og margt fleira. Það hefur ekki eignazt neinn kristinn grundvöll til að standa á og er komið til að fínna til- gang í lífinu. Hins vegar eru sérfræðingar frá Vesturlöndum. Um 5.000 þeirra starfa við ýmsar þróunar- stofnanir í Nepal. Þeir búa við lífsstfl yfirstéttar og sýna megn- asta kæruleysi í trúarbrögðum. Með þessu gera þeir starf kristniboðanna ótrúverðugt. Mótað af vanþekkingu á kristinni trú Báðir þessir hópar eru mótað- ir af vanþekkingu á kristinni trú. Unga fólkið hefur aldrei lit- ið á kristna trú sem valkost. „Fermingarbömin vita meira um önnur trúarbrögð en kristna trú,“ sagði prestur við mig. Og sé gengið dálítið á sérfræðing- ana, sem ættu að vera ofurlítið þroskaðri en unga fólkið, segja þein „Við trúum á Guð. En við trúum alls ekki á kirkjuna." Eða þá að þeir svara: „Við trúum á Guð á okkar eigin persónulega hátt.“ Þessi þeirra eigin per- sónulegi háttur kemur m.a. fram í því hvemig þeir aðhyllast trú- Æ fleira fólk fjarlægist kristna trú - af því að það nýtur engrar kirkjufræðslu og kristin lífsviðhorf verða því ókunn. Þess vegna þarf að grípa í taumana - og sækja kirkjuna. arsiði annarra trúarbragða eins og ég sagði frá í upphafí. Ungt fólk menntað í Tíbet og sent til trúboðs á Vesturlöndum í mörgum klaustrum í Tíbet eru mörg hundruð ungmenni frá Vesturlöndum þjálfuð í trúboði í því augnamiði að senda þau aftur til Vesturlanda. Árið 1900 voru 85% alls kristins fólks á Vesturlöndum. Árið 2000 verða það aðeins 25%. Æ fleira fólk í Danmörku fjarlægist kristna trú meira og meira. Það stafar ekki aðeins af fleiri innflytjendum, flóttafólki og þeim, sem hverfa á vit hinna nýju trúarbragða, sem hafa búið um sig á Vesturl- öndum. Það stafar helzt og mest af því að fleiri og fleiri Danir hljóta enga kirkjufræðslu og þess vegna verða kristin lífsvið- horf þeim sífellt ókunnari. Gleðilega hátíð — hátíð heilags anda Aðdynjandi sterkviðris er í nánd, segir í Postulasögunni um hvitasunnuna. Og nú er aðdynjandi sterkviðris i nánd í kirkj- unni því framandi trúarbrögð blása um hana. Myndir er af kirkjuglugga í Þykkvabæjarkirkju. Listaverkið táknar hvítasunn- una og er eftir Benedikt Gunnarsson. Gleðilega hátíð. Gleðilega hvítasunnu. Ég er búin að velta all mikið vöngum yfir því hvað ég ætti að skrifa fyrir ykkur í dag, kæru lesendur. Þar fer oft svo fyrir prestum og sjálfsagt líka fyrir öðrum þeim, sem flytja hinn kristna boðskap á stórhát- íðum, að tilefnið verður allt að því yfírþyrmandi. Okkur finnst hátíðin svo stórkostleg að orð okkar nái engan veginn þeim hátíðleika, sem hún krefst. Það hvarflaði að mér að skrifa í stuttum köflum fræðandi upp- lýsingar um hvítasunnuna, heil- agan anda, þrenninguna og kirkjuhugtakið. Það gæti verið gott en er heidur þurrlegt til að verða hátíðlegt. Mér datt líka í hug að skrifa dálitla greinargerð um hinn mismunandi skilning á starfi heilags anda. Það gæti verið gagnlegt og í takt við spumingar margra. En það er samt engan veginn það efni, sem ég brenn í skinninu eftir að fá að kynna ykkur. Hafði ég þá eitthvert efni, sem mér þótti þig endilega þurfa að heyra um og væri líka í samræmi við hvíta- sunnuboðskapinn? Já. Það hef ég nú einmitt. Og nú skulum við sjá hvort þið brennið líka í skinninu eftir að fá að heyra um það. Þetta efni verður, held ég sjálf og hef fyr- ir mér haldgóðar heimildir, eitt meginumræðuefni kirkjunnar á síðasta áratug aldarinnar, við hlið umræðu um stöðu kvenna og fleiri hópa í kirkjunni, sem ekki hafa fengið að njóta sín. Þetta efni hefur ekki rekið í miklu magni á fjörur okkar hér í íslenzkri kirkju en hefur borizt langt upp á land hjá grönnum okkar í Skandinavíu. Hvaða efni er þetta? Það er boðun annarra trúar- bragða og spuminga um sér- stöðu hinnar kristnu trúar. Heimurinn er orðinn eitt kálf- skinn og kristin trú og kirkja verður þar að mæta áleitnum spumingum og gera sér grein fyrir sjálfri sér á nýjan og ákveð- inn hátt. Hún verður að svara skýrt þeirri spumingu hvort hún hafí eitthvað sérstakt fram að færa eða sé ein af mörgum trú- arbrögðum heimsins, sem öll séu jafn góð, opinberi og boði hinn sama guðdóm en hvert á sinn hátt. Þetta er ekki ný spuming. Hún hefur endurtekið sig um allar aldir kirkjunnar. Af lestri Postulasögunnar um útbreiðslu kristindómsins sést að heimur- inn var öldungis eins þá að þessu leyti. Trúarbrögðin uxu hlið við hlið og kepptu hvert við annað eða blönduðust saman. Svar kristinnar trúar þá var skýrt: Kristur er sonur Guðs, frelsari heimsins. hann hefur verið til frá upphafí og kemur aftur, dæmir og frelsar og skapar nýjan heim. Hann einn er frelsari. Þess vegna þurfa allir að fá að heyra um hann og allir þurfa að gera upp hug sinn um það hvort þeir fylgja honum eða ekki. Þessi fullyrðing hefur síðan oft verið vefengd í kristinni kirkju. Innan kirkjunnar hafa menn þráfaldlega sagt að önnur trúarbrögð væm jafn góð og kristin trú. Þeir hafa bent á að utan kristinnar trúar væm jafn góðir menn og innan hennar og innan kirkjunnar væm jafn vondir menn og utan hennar. Þeir hafa bent á að kristin kirkja hafí unnið hroðaleg verk, sum til þess að reyna að útrýma öðmm trúarbrögðum en ryðja sjálfri sér braut. Þeir benda á það núna að kristin trú hafí starfað í heiminum í 2000 ár en sé enn fjarri því að vera al- heimstrú. Þeir segja að kristin trú eigi einfaldlega að sætta sig við að henni hafí aldrei verið ætlað að verða alheimstrú og kristin kirkja eigi að hætta að boða sína trú utan þeirra landa, sem þegar hafa tileinka sér hana. Aðdynjandi sterkviðris er í nánd. Eins og á hinni fyrstu hvítasunnu. Við em knúin til svara og fáum ekki lengur að blunda við það þægilega vöggu- ljóð að trú okkar búi með okkur hvort sem við sinnum henni eða ekki. Andinn blæs, þar sem hann vill. Hann hefur þegar kosið að blása meira um önnur lönd en Vesturlönd og flytja bækistöðv- ar sfnar héðan til þriðja heims- ins, les ég í alþjóðlegum kirlq'u- blöðum. Vökum nú og leggjum á góð ráð í sameiningu. Gleði- lega hátíð. Biblíulestur vikunnar: Sunnudagur: Post. 2.1.—15 Hvítasunna Mánudagur: Post. 2.16—21 Spádómurinn rætist Þriðjudagur: Post. 2.22—31 Upprisugleðin Miðvikudagur: Post. 2.32—36 Jesús er Drottinn Fimmtudagur: Post. 2.37—40 Gjörið iðmn ogeignist andann Föstudagur: Post. 2.41—47 Samfélagið góða Laugardagur: Post. 1.6—11 Þér öðlizt kraft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.