Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 Níelsína H. Hákon - ardóttir— Minning Fædd 6.júni 1907 Dáin 11. mai 1988 Löngu sjúkdómstríði er lokið, Ninna, eins og systir mín, Níelsína Helga Hákonardóttir, er ég hér minnist, var kölluð, fékk heilablóð- fall 28. maí 1978 og missti þá málié og mátt að miklu leyti, en fylgdist með öllu, hlýtur það að vera hræði- legt hlutskipti að geta ekki tjáð sig. Ninna fæddist 6. júní 1907 í Al- bertshúsi á Akranesi, einkabarn hjónanna Hákonar Halldórssonar, skipstjóra, og fyrri konu hans, Þóru Níelsínu Helgu Níelsdóttur. Foreldr- ar Hákonar voru hjónin Halldór Ámason, sjómaður, og Guðrún Há- konardóttir, bæði frá Akranesi, en foreldrar Þóru voru hjónin Níels Magnússon, útvegsmaður, og Helga Bjamadóttir, einnig frá Akranesi. Foreldrar Ninnu létu byggja húsið Hofteig á Akranesi, sem enn stend- ur, og flutti í það 1908. Hákon stundaði sjó frá 15 ára aldri, þá á útvegi Nielsar er síðar varð tengda- faðir hans, og formaður frá 18 ára aldri. Síðar var hann hjá Lofti Lofts- syni og Þórði Ásmundssyni, sem vom með útgerð frá Akranesi, og meðeigandi þeirra að Svani I og Svani II, sem hann var formaður á, var hann harðduglegur sjósóknari og aflamaður mikill. Þóra, móðir Ninnu, stundaði bamakennslu á Akranesi um árabil, kenndi einnig hannyrðir. Ninna erfði góða kosti foreldra sinna, myndar- skap móður sinnar og dugnað og viljafestu föður síns. Hún lærði fata- saum og saumaði hún marga flíkina á okkur hálfsystur sínar, sem var ómetanleg hjálp fyrir móður okkar. Þóra, móðir Ninnu, lést haustið 1916 á heimili Áslaugar Guðmundsdóttur í Mjóstræti 4, Reykjavík, sem var frændkona móður minnar, Petrínu Narfadóttur, en Áslaug og hennar maður, Vigfús Jósefsson skipstjóri frá Akranesi, vom góðir vinir Þóm og Hákonar og lá hún þar banaleg- una að eigin ósk fremur en að fara í sjúkrahús. Eftir lát Þóm seldi Hákon húseign sína á Akranesi og keypti efri hæð hússins Kárastíg 14, Reykjavík, en neðri hæðina keyptu Áslaug og Vigfús. Fór þá móðir mín ráðskona til hans og var þetta sem ein fölskylda í húsinu, en miklir kærleikar vom ætíð með þeim frændkonum. Tókust fljótt miklir kærleikar neð Ninnu og móður minni, sem haldist hefur óslitið og gengið í arf til afkomenda Ninnu, sem öll hafa ávallt sýnt móður minni mikinn hlýhug og virðingu. Foreldr- ar mínir gengu í hjónaband 16. apríl 1922 og eignuðust þau fjögur böm: Harald, f. 19.7. 1923, Herdísi, f. 17.7. 1924, Þóm, f. 16.5. 1926, og undirritaða f. 18.8. 1927. Ninna dvaldist mörg sumur eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, hjá Helgu móðursystur sinni og hennar manni, Kristmanni Tómassyni, á Akranesi, en dætur þeirra, Kristín og Helga, vom á líkum aldri og Ninna og vom þær frænkur mjög samrýndar. Helga og Kristmann urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa dætur sínar uppkomnar og dóttur- bam með stuttu millibili. Bar faðir minn ávallt mikinn hlýhug til þessa tengdafólks síns. Ninna giftist 28. september 1934 Magnúsi Olafssyni frá Fossá í Kjós, f. 4. júlí 1908. Foreldrar hans vom Ásbjörg Tómasdóttir og olafur Matt- híasson, þá ábúendur á Fossá. Ninna og Magnús bjuggu ásamt Halldóm, systur Magnúsar, og Þórhalli Þor- kelssyni, hennar manni, um eins og hálfs árs skeið að Fossá. Síðar leigðu þau á Njálsgötu 50, Reykjavík, en árið 1945 réðust þau í að byggja sér hús ásamt Halldóm og Þórhalli á Hofteigi 6, Reykjavík. Magnús fór jafnan á kvöldin og um helgar á reiðhjóli sínu til að vinna að hús- byggingunni, því að þetta var löngu áður en hann eignaðist bíl. Bjuggu þau þar til þess að Ninna veiktist 1987 og Magnús síðan ásamt Þóm dóttur sinni og Guðbrandi manni hennar. Magnús varð fyrir því að fá heilablóðfall 1975 en náði sæmi- legri heilsu aftur. Ninna og Magnús eignuðust 3 böm. Þau em, talin í aldursröð: Þóra Kristín Helga, f. 25.6. 1934, hennar maður er Guð- brandur Valdimarsson, starfsmaður hjá Sambandinu, Hákon Svanur, f. 24.6. 1939, verkstjóri hjá Flugfragt, kvæntur Svanhildi Guðbjörgu Sig- urðardóttur, þejrra böm em 3 og bamabömin 2, Ásbjörg, f. 9.2. 1945, gift Bimi Einarssyni innanhússarki- tekt, þeirra böm em 4. Einnig ólust upp á heimilinu böm Þóm dóttur þeirra, Magnús til fullorðinsaldurs og Ólöf Ásbjörg, sem var aðeins 8 ára þegar amma hennar veiktist. Þóra átti ávallt heimili með foreld- mm sínum. Fannst mér áberandi eindrægnin á heimilinu, kom það ekki síst fram hjá þeim systkinum eftir að foreldrar þeirra veiktust, hvemig þau skipu- lögðu heimsóknir til þeirra þannig að aldrei féll úr dagur, mættu marg- ir taka það sér til fyrirmyndar, suma heimsóknartíma hrúgast fólk til sjúklinga, aðra tíma kemur enginn. Það var mikil risna á heimili Ninnu og Magnúsar, minnist maður hlað- borðsins þar um helgar, enda var þar ávallt margt um manninn. Ninna var ákaflega iðjusöm, man ég ekki eftir að hafa séð hana öðruvísi en sístarfandi, enda em mörg stykkin sem eftir hana liggja, svo sem út- saumaðar myndir, svo eitthvað sé nefnt, fyrir utan allar þær flíkur, sem hún saumaði, bæði fyrir sitt heimili og ótalmarga aðra. Kom þá fram hennar mikli vilja- styrkur, því hún bjó við fötlun frá unglingsámm, vegna læknisaðgerð- i ar, sem framkvæmd var á röngum tíma, en hún heyrðist aldrei kvarta °g uppgjöf var ekki til í hennar huga. Magnús var einnig ákaflega vinnusamur og vildi allt það besta fyrir heimili sitt. Ég vil fyrir hönd móður minnar og systkinanna flytja Ninnu okkar innilegustu þakkir fyrir allt sem hún var okkur frá fyrstu ttð. Vottum við aðstandendum öllum samúð, jafnframt þvf sem við gleðj- umst yfir að hún er laus úr sjúk- dómsviðjum. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. maí kl. 13.30. Anna Þriðjudaginn 24. maí verður til moldar borin Níelsína Helga Hákon- ardóttir, en hún andaðist einum degi fyrir uppstigningardag eftir langa og ólýsanlega sjúkdómsraun. Við brottför Níelsínu af þessum heimi opnast stór og smá leynihólf innst í hjörtum gamalla vina hinnar látnu og flölskyldu hennar. Minningamar setja þing í hugskotinu. Ljúft er að dvelja við þær liðnu stundir. Senn eru þrír tugir ára frá því að ég kynntist Níelsínu eða „Ninnu," eins og hún venjulega var nefnd. Um þær mundir stóð hagur hennar með miklum blóma. Þau bjuggu á Hofteigi 6 í Reykjavík hjónin Ninna og Magnús Ólafsson. Eg átti því láni að fagna að njóta nágrennis við þau um fimm vetra bil, ásamt konu minni, sem er systurdóttir Magnús- ar, og syni okkar hjóna. Náin frænd- semi var milli þeirra Magnúsar og Níelsínu og tengdaforeldra minna, Halldóru Ölafsdóttur og Þórhalls Þorkelssonar, en þau bjuggu einnig á Hofteigi 6. Gott var að gerast meðlimur í því bræðralagi. Um það eiga allir óskilið mál, ekki sízt böm Níelsínu og Magnúsar, en þau eru: Þóra Kristín Helga, gift Guðbrandi Valdimarssyni, starfsmanni hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Hákon Svanur, verkstjóri hjá Flug- leiðum, kvæntur Svanhildi Guð- NÍóNUSTA OPIÐ A ÞRIÐJUDOGUM & FIMMTUDÖGUM TIL KLUKKAN NIU A Ný og betri þjónusta Næstu fjórar vikurnar* höfum við opið til kl. 21:00, þriðjudags- og fimmtudags- kvöld. Aðra virka daga er opið til kl. 17:30 og á laugardögum frá kl. 10:00 til 12:00. Þekking og reynsla Hjá ferðaskrifstofunni Sögu starfar sam- stilltur hópur fólks sem hefur að baki langa reynslu í ferðaþjónustu. Hug- myndir okkar um sérhæfða og góða þjónustu, opna þér nýja og hagstæða ferðamöguleika og gildir einu hvort þú ferðast á eigin vegum, í hópferð, erlendis eða innanlands. Við leggjum áherslu á persónuleg samskipti - og þjónusta okk- ar nær alla leið. Costa Del Sol - Spánn 2-3 vikur, dagflug, afsláttarkoft, íslenskur fararstjóri. Verð frá 32.800 kr.** 4 í íbúð 41.000 kr. 2 í íbúð 47.000 kr. Hnokkaferðir - Costa Del Sol Sérstakar fjölskylduferðir, 40% barnaaf- sláttur, fyrsta flokks gististaðir. Brottfarir 16. júní - 2 vikur, 30. júní - 3 vikur. Kýpur - nýr áfangastaður 2-3 vikur, áætlunarflug um Amsterdam íslenskur fararstjóri. Lauflétt spurningakeppni - ókeypis bila- leigubíll í eina viku á Kýpur. Verð frá 45.300 kr.** 4 í íbúð 53.500 kr. 2 í íbúð 57.000 kr. Flug & bíll Amsterdam, Hamborg, Kaupmanna- höfn, London, Luxembourg, Salzburg og Mílanó, á ákveðnum brottfarardögum. Verð frá 18.900 kr. (5 í bíl í eina viku). »17/5 - 14/6 **Hjón með 2 börn 0-12 ára KVÖLDIN. Sérferðir Indland „Landið sem allir menn þrá að sjá". Brottför 5. nóvember, íslenskur farar- stjóri, 19 eða 24 dagar. Verð frá 148.300 kr. Kína „Hin lengsta ferð hefst með einu skrefi". Brottför 7. október, íslenskur fararstjóri, 24 dagar. Verð frá 197.600 kr. Thailand „Lystisemdir Bankok og paradísareyjan Ko Samui". Brottfarir vikulega, 14 dagar. Verð frá 81.100 kr. Karabíska hafið „Paradísarferð í kjölfar Kólumbusar". Brottför 21. október, íslenskur fararstjóri, 15 dagar. Verð frá 132.300 kr. FERDASKRIFSTOFAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.