Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 21

Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 21 Við ætlum að lifa og vinna saman í landinu og til þess þurfum við sjálf að setja okkur leikreglur, sem stuðla að framgangi sameiginlegra markmiða um sem best lífskjör, stöðugleika og frið. Löggjöf um samningamál á að heyra til algerra undantekninga og breyttar leikregl- ur okkar í millum ættu að styrkja það meginmarkmið. Ég vék að því fyrr í ræðu minni, að Vinnuveitendasambandið hefur í reynd staðið í stöðugum samn- ingaviðræðum undangengin misseri • og þetta hefur eðli málsins sam- kvæmt sett mark sitt á daglega starfsemi sambandsins. Nú eru hins vegar horfur á, að tóm gefíst til að sinna öðrum og mikilvægum við- fangsefnum, sem hafa orðið að víkja fyrir brýnustu úrlausnarefn- unum á sviði samningamálanna. Ég horfí hér fyrst og fremst til þess, að þörf er á aukinni útgáfu- og fræðslustarfsemi í þágu aðildar- fyrirtækjanna. Við hyggjumst láta þessi mál meira til okkar taka á næstu misserum og þegar er hafínn undirbúningur að því að gera verk- stjómarfræðslu að rejglubundnum þætti í starfsemi VSI. í því efni njótum við ágæts samstarfs við systursamtök okkar á hinum Norð- urlöndunum, sem náð hafa miklum árangri á þessu sviði. Útgáfa samn- inga og fræðsluefnis um lögfræði- leg og vinnumarkaðsleg viðfangs- efni er einnig á döfinni, og er þar ætlunin að bæta úr brýnni þörf. í annan stað er ljóst, að upplýs- ingar um vinnumarkaðinn, launa- þróun og eftirspum eftir vinnuafli eru ekki sem skyldi hér á landi. Hvort tveggja em mikilvægar for- sendur ákvarðana um vinnumark- aðslegar og efnahagslegar aðgerðir og nýtast stjómendum atvinnufyrir- tækja í daglegum rekstri, ef vel er á haldið. Að því verður unnið á næsta starfsári. Þá er ennfremur áformað að taka upp nánara samstarf við aðildarfé- lögin og vinna að því að fjölga þeim fyrirtækjum, sem skipa sér í raðir VSÍ. Hér þarf einkum að huga að fyrirtækjum á sviði þjónustu, sem taka til æ stærri hluta vinnuaflsins. Þessi fyrirtæki þurfa e.t.v. aðra þjónustu en við bjóðum nú og við því þarf að bregðast. Eigi Vinnu- veitendasambandið áfram að vera í ótvíræðu forsvari fyrir atvinnulífíð í landinu, þarf að gæta þess, að nýjar greinar fái þar eðlilegt svig- rúm. Ég vil í þessu sambandi sér- staklega fagna því, að einn _af einkabönkunum, Iðnaðarbanki ís- lands hf., hefur gengið til formlegs samstarfs við VSÍ og gert við okk- ur þjónustusamning vegna samn- ingagerðar á komandi ámm. Við væntum þess, að með fjölgun félaga og þjónustusviða verði Vinnuveit- endasambandið enn betur { stakk búið tii að veita þá forystu í mótun launastefnu, sem reynslan sýnir að þörf er á. Af einstökum málaflokkum, sem Vinnuveitendasambandið hefur lát- ið sig miklu skipta vil ég hér sér- staklega víkja að lífeyrismálunum. Á síðasta vori lagði endurskoðunar- nefnd lífeyriskerfísins fram fullbúið frumvarp að lögum um starfsemi lífeyrissjóða. Viðamiklar athuganir staðfesta, að núverandi kerfi lífeyr- isréttinda fær ekki staðist og vandi kerfísins vex dag frá degi. Skuld- bindingar eru langt umfram iðgjöld og mismunun í lífeyriskjörum er meiri en unnt er að una. Um þetta hafa aðilar vinnumarkaðarins orðið sammála og tekist að ljúka því erf- iða verki að koma fram með sam- eiginlegar tillögur að kerfí, sem fær staðist en byggir ekki á innantóm- um loforðum. Síðasta ríkisstjóm hét því að koma frumvarpi þessa efnis fyrir Alþingi og í stjómarsáttmála núverandi ríkisstjómar er því enn heitið. Það veldur því vonbrigðum • að fjármálaráðherra hafí ekki flutt málið á liðnu þingi því að hvert ár, sem líður án þess að breytingar eigi sér stað, eykur á vanda lífeyris- kerfísins og gerir hann torleystari. Þessu máli þarf að fylgja fram og að því verður unnið. Én það er að fleiru að hyggja. Fjarlægðir milli landa styttast ár frá ári og einangrun okkar hér norður í höfum er að hverfa. Frá fomu fari hafa samskipti okkar við aðrar þjóðir um margt grundvallast á samskiptum okkar við frænd- þjóðir á hinum Norðurlöndunum. Því ollu jafnt efnahagsleg og menn- • ingarleg tengsl, en á síðustu ára- tugum hafa viðskiptalegir hags- munir okkar færst frá Skandinavíu og nú er svo komið að enginn einn markaður hefur jafnmikla þýðingu fyrir okkur og sá, sem liggur innan marka Evrópubandalagsins. Fáar þjóðir er í reynd jafnháðar viðskipt- um við önnur lönd og við íslending- ar. Þótt menningarleg tengsl muni áfram binda okkur hinum Norður- löndunum er alveg ljóst, að sam- skipti okkar við önnur lönd verða á komandi árum víðtækari en verið hefur svo vægi Norðurlandasam- starfsins á sviði viðskipta mun minnka. Við erum ekki einir um þessa skoðun, því að sömu sjónar- mið eru nú uppi á öllum hinum Norðurlöndunum, ekki síst fyrir þá sök, að Danir njóta nú einir þeirrar stöðu að vera hluti af þeim innri markaði, sem verið er að byggja upp á vettvangi Evrópubandalags- ins._ Á því leikur enginn vafí að Evr- ópubandalagið með 320 milljóna manna heimamarkað er vaxandi efnahagslegt stórveldi. Ákvörðun bandalagsríkjanna um að gera öll ríkin að einni viðskiptalegri heild frá árinu 1992 mun gerbreyta við- horfum í alþjóðaviðskiptum og efnahagsmálum heimsins yfírleitt. Ljóst er, að viðskipti okkar við ríki Evrópubandalagsins munu ekki fara varhluta af þessum breyting- um. Því er afar mikilvægt fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf að við fylgjumst glöggt með framvindu mála og myndum okkur sjálfstæða afstöðu til þess, hvemig íslensk fyrirtæki og íslenskt þjóðarbú á og getur brugðist við þessum breyting- um. Það var m.a. af þessum ástæð- um, að Vinnuveitendasambandið og Félag ísl. iðnrekenda ákváðu á liðnu ári að gerast aðilar að UNICE, Sambandi iðn- og atvinnurekenda- félaga Evrópu. A þeim vettvangi höfum við öðlast möguleika á að fylgjast með framvindu mála innan Évrópubandalagsins og um sumt að hafa áhrif á afstöðu atvinnurek- endasambanda Evrópulandanna að því er varðar þau sérmál, sem okk- ur skiptir öllu, en aðra litlu. Við fslendingar erum smáþjóð á mæli- kvarða heimsins og því skiptir okk- ur öllu að nota hvert tækifæri til að koma hagsmunamálum okkar á framfæri og fylgjast með í ölduróti breytinga. Að þessu hlýtur VSÍ að vinna á næstu árum. Atvinnulífið þarf áður en lýkur að marka sér afstöðu til þess hver hlutur okkar í samstarfi við aðrar þjóðir á að verða. Ég er hér ekki að boða nauðsyn þess, að við gerumst aðilar að Evr- ópubandalaginu því sú umræða er engan veginn tímabær. En við skul- um vera viðbúin því að svara spum- ingunni, þegar sá tími kemur og vita þá gerla kost og löst. Góðir fundargestir. í inngangi ræðu minnar gerði ég grein fyrir horfum í efnahags- og atvinnumálum eins og þær blasa við mér um þessar mundir. Útlitið er að sönnu dekkra en verið hefur undangengin ár. Við höfum notið fádæma góðæris, en ekki haft þá sjálfstjóm, sem æskilegt hefði verið nú fremur en svo oft áður, þegar líkt hefur staðið á. Við höfum eytt um efni fram og stöndum nú með tóman sjóð og skuldimar hrannast upp. Allt að einu blasa við okkur miklir möguleikar og lífskjör hér á landi geta áfram verið með því besta, sem gerist, þótt einhver aft- urkippur sé óhjákvæmilegur. Við þessar aðstæður er nauðsyn- legt að saman fari styrk stjóm og samstaða allrar þjóðarinnar um það að spila sem best úr því, sem nú er á hendi. Á atvinnulífinu hvíla þung- ar skyldur og sú helst að tryggja þjóðinni þau lífskjör í bráð og lengd, sem best mega verða. Kröfur um árangur í rekstri, aðhald og ráð- deild hvíla nú á atvinnulífinu af meiri þunga en nokkm sinni fyrr. Til okkar verður horft og hver og einn verður að gera sitt til að byrð- unum verði sem réttlátast skipt., Takist það ekki verður enginn frið- ur og enpn samstaða um að vinna sig út úr vandanum. Okkar ábyrgð er því mikil en á mestu veltur, að stjómvöld veiti hér nauðsynlega forystu og fordæmi og skapi þann ramma um efnahagsstarfsemina, sem leitt getur til þess stöðugleika, sem er forsenda viðunandi árang- urs. Á því veltur hversu til muni takast, en Vinnuveitendasambandið mun ekki láta sitt eftir liggja. NY SJOÐSBRÉF: SKAMMTÍMABRÉF VIB! íSMnyáíljjjiW >**»* N> SJÓÐSBRÉFI SJÓÐSBRÉF 2 UK'JWÍlAMWKUSTKl snr. jínwiwsfofti. Armöc \IW KUA\W llfJC SJÓÐSBRÉF3 "h* 'Air uo. |J«utj wnr S-nnr -aJ t* «i, •jvjAji r. SfcHK 2. nau. <or mfsmiA :nu>: Ji f w»í iw(s,'u :•■«(: Mlifc'Íiuet-r\í liIiwtiuTi.. -AaÍkllilWiani: AV "Jvnn' 'iirnqpint Utirrðinm. *.-cn}\a\£!j!\un 8 uo ir-ikmnV .íi .VÍwAuTwtiDh vtaiúi* II «i- Iiualti> Btti 'úiihlÍiilnillLinvu. ituili- autöim&ti ijirrítiiinUnyai ■■■ irr.Iknkt. íht ; SkuABi itanlihi wh ijjnAna <tk uuiiur sgjKtS lí ^rtn.ur iJinwa íllM/i iiöi jC <nrí)nut‘l: -mSIUUX. i.'MBlÚr 'lnu! IWenýinn uúau. \todh« a»An-tiui»k-iu» fUÉ Ihrúf muku íí Siifcl.. wnrtii Sjbiti* turít* * Sjník ; jptiik. SLmiMOiaiyr. «* -í ; ttijitrrniuutk m *y»ú»<i»)fcwuto« 'SkuiUMtic HinrHxitnvt •.kWl /tndÍJmp nrífHi jþun > vn»n«r*U»tnk*riL»h Mn;, . ; iþi'- &»oa .mi ^Ktra-. rum ■ -AMSnfurA JSÍiMfc ?. JK ■ vfrxiMacirvmkim■« i»\«.ntK\vs vvs m KT. WlitWriSiafc, ULSMÚIA 7. M* ECVKJtAAtlú. vmtuxni iitx «ti« utstiim K)VUM«i.UsU\V iö . u i, uvkjavik IA iMiAwti JxWJi -iinflh ***BtaMi *rín» KauM cnv'Rani -JL uiárfiw.rV þmrtn m«-i' uáffcpma Ihtnta »vrtdHMfu \‘nBtorx&ttsimkjihb TMimbxiYmifcitt Vmmr-. Jmuu míni ratí l.útAntni) .5 4i> ÚTWÍB-J' j‘ SktcUfi-ai .-unntkiMenul -KÍMlUWinrtfc jwoMii teiií- ’ ummar ^uMitmr^lrtlhurUauuKCt ■mtwulihti j íUUiWW JuwmtrtuAu,. tiAV i»r*iv mpti -m-'ítfy-'ní lia-fru:;. :i w&Auö&rtml) rtAll ú’ ^r'iiðtirMiiihinu" -nttioi a ‘íjinh; J'-nr •funTanv -ny i.rxjnn-VW \»rtif »‘ »fc TtuLAihIb d .tAiutó»ihrt*í>Mii I; riu*Ui\f.(Ub sCtiUuútta* it‘ «ÍKh«. í'óvwnm.'h — m?i *A.v»AuV»-’3 iw——wtUtow* mtmOmmamm táiMmauUUSaé í ---------------------------túii.i.uA.tL* Shi tíJUmtmuímmilULmmA nuvMfc iliiiw’. mtm- tlsmvwiitr ‘ a» ■^nU’- I 'f* jnaí niilUU iki •» yiríiuim 'U tU' S* öJu* £ ' '3> i ‘-uUUuiiiA. VaA- K 4 »*..»Jili:»Afc fy-x. tuwfctbihu *i* <u»Jtt i Jýrícu S •>*, lcOoW'ábtx a' -ilÖaru UwJiiioo á 1.» MnUwVríi Wto- V. rí árojwdl iA**Í4»«s» Irín»»flálirr«jr <% i.'wtúá JirtUc. ni Im>J á.»n'«i<i fiS&iie ormkmi úvt» í ikuMiujmp; nt • ‘W’v ar.rú.-CJit rftar löín- | «q; .r ■? LrtSK ted j itm xr* H \A <r. Mwöueni. V«nOhrífa ' i.í,MAwríMuwkú.iIiMUfcnú.'i i í ih>i« fijú jþí nw wWrfiAwi'isjuVifc; owi*úy* ríaíiíUtrHfcv þa • • Orugg skammtímaávöxtun! VIB, Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans, kynnir ný skammtímabréf, Sjóðsbréf 3. Kjörin á þessum nýju "bréfum eru afar hagstæð fyrir þá sem vilja varðveita fjármuni sína og ávaxta á óvissutímum. Verðbólgan brennir upp fé á skömmum tíma og því má enginn tími líða eigi það ekki að rýrna. Búist er við að ávöxtun af nýju skammtímabréfunum frá VIB verði 9-11% yfír verðbólgu. Innlausn þeirra er einföld, fljót- leg og endurgjaldslaus. Sjóðsbréf 3 eru því sann- arlega hyggilegur valkostur fyrir sparifíáreig- endur. Gerðu vaxtasamanburð og miðaðu við 1 oryggi! VIB - verðbréfamarkaður fyrir alla. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Armúla 7, 108 Reykjavík. Sími681530

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.