Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 25 Borgaraflokkurinn og bygging leiguíbúða eftir Hreggvið Jónsson Á liðnum vetri fluttu þingmenn Borgaraflokksins heilstæðar til- lögur um húsnæðismál. Annars vegar um Húsnæðisstofnun ríkis: ins og hins vegar um húsbanka. í þessum tillögum var jafnframt gert ráð fyrir, hvemig ætti að fjár- magna alla þætti húsnæðismál- anna. Að sinni verða þessar tillög- ur ekki raktar, en aðeins drepið á þann hluta þeirra, sem þótti ástæða til að hnykkja á með sérs- takri þingsályktun. Þetta var gert þegar ljóst var, að frumvörp okkar fengu nánast ekki neina umfjöllun á Alþingi eða í fjölmiðlum. Hins vegar ber að fagna því, að félags- málaráðherra hefur tekið undir sumar af þessum tillögum og jafn- framt gert þær að sínum, sem og einn þingmanna Alþýðuflokksins. Þá hefur félagsmálaráðherra skip- að sérstaka nefnd um húsnæðis- mál, sem mun væntanlega fjalla um tillögur Borgaraflokksins. Ungt fólk í húsnæðisvanda Þingsályktun Borgaraflokksins varðar ungt fólk sérstaklega og þá sem eiga í erfiðleikum, meðal annars vegna þess hve lág laun þeirra eru. Víðast hvar erlendis er einmitt tekið tillit til þessa fólks og því byggðar leiguíbúðir, til að kqgia til móts við það. Hver kann- ast ekki við ungt fólk í húsnæðis- vanda? Hver þekkir ekki dæmi þess, að ungt fólk sem er að koma frá námi eða er að heipa búskap sé á hrakhólum og vanti húsnæði? Hver þekkir ekki til einstaklinga, sem ekki ráða við húsnæðiskaup? Allir hafa haft kynni af fólki í húsnæðisvanda og þeim erfiðleik- um, sem því fylgja. Tillagan um leign- íbúðir lögð fram Þingsályktun Borgaraflokksins um leiguíbúðir er ekki lögð fram að ástæðulausu. Við þingmenn Borgaraflokksins fluttum þings- ályktun um byggingu leiguíbúða til að vekja athygli á þessum þætti húsnæðismálanna sérstaklega og þeim vanda, sem þar er við að etja. Hún er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkis- sijóminni að hefja þegar í stað undirbúning að byggingu 1.050 leiguíbúða sem reisa skal á árun- um 1989-1996, eða 150 íbúðir á ári. Fyrstu 150 íbúðunum skal skila tilbúnum til afnota í árslok 1990. Af þessum leiguíbúðum skulu 80 byggðar í Reykjavík árlega og 70 íbúðum dreift um landið, miðað við eftirspum húsnæðislausra í hveiju byggðarlagi. Leiguíbúðir þessar verði ávallt í eigu ríkisins og leiga má aldrei vera hærri en svarar Ijórðungi lægstu mánaðarlauna Verka- mannasambands Islands eins og þau em hveiju sinni. Ríkisstjómin gerir tillögur um fjármögnun." Þá fylgdi tillögunni stutt grein- argerö, sem er svohljóðandi: „Öllum er ljóst að mikill skortur er á leiguíbúðum hér á landi og á sama tíma em leigukjör svo óhag- Hreggviður Jónsson „Tillögxir Borgara- f lokksins um lausn hús- næðismála eru eina heildarlausnin, sem lögð hefur verið fram nú hin síðari ár. Arlegt kák Alþingis og ráð- leysi verður að víkja fyrir nútímalausn Borgaraflokksins. “ stæð að venjulegt launafólk getur ekki staðið undir húsaleigunni einni af tekjum sínum. Þeir sem þó hafa tekið íbúðir á leigu gera það flestir með lánsfé frá peninga- stofnunum eða skyldfólki, í von um að mikil eftirvinna geri þeim kleift að standa í skilum með end- urgreiðslu. Vonimar bregðast oft- ast og flestir lenda í skuldaflækju sem bitnar á heilsu þeirra, einnig bömum og öðm heimilisfólki. Það hlýtur að vera skylda Al- þingis að ráðstafa úr sameiginleg- um sjóðum þjóðarinnar á þann hátt að öllum líði vel í okkar harð- býla landi. Því er þessi tillaga borin fram. Með samþykkt herinar er gerð tilraun til að leysa eitt mesta vandamái þjóðarinnar sem snertir alla landsmenn, beint eða óbeint, í þessu vinasamfélagi." Árlegt kák Alþingis Tillögur Borgaraflokksins um lausn húsnæðismála em eina heildarlausnin, sem lögð hefur verið fram nú hin síðari ár. Árlegt kák Alþingis og ráðleysi verður að víkja fyrir nútímalausn Borg- araflokksins. Það er kominn tími til, að menn hugsi hlutina upp á nýtt, þjóðin vill það. Höfundur er þingmaður Borgara- flokksins fyrir Reykjaneskjör- dæmi. Norrænt kvennaþing í Osló: Búist er við um 10 þúsund konum DAGANA 30. júli til 7. ágúst verður haldið norrænt kvenna- þing á háskólasvæðinu Blindern í Osló. Gert er ráð fyrir að um 10.000 konur víðs vegar af Norð- urlöndum mæti til þingsins og verður fjölbreytt dagskra alla daga þess. Héðan halda um 750 konur og að sögn Guðrúnar Ágústdóttur, starfsmanns norræna kvennaþings- ins, em uppi áform meðal sveitarfé- laga að styrkja þær til utanfarar- innar. Þá hafa verkalýðsfélög heitið sínum konum styrk og þeim tilmæl- um hefur verið beint að fjármála- ráðherra að hann veiti þinginu lið- sinni sitt með því að draga ekki laun af þeim konum sem starfa hjá hinu opinbera meðan á þinginu stendur. Þess má og geta að félags- málaráðherra stofnaði sjóð til styrktar þessu málefni og hafa mörg fyrirtæki látið fé af hendi rakna í þann sjóð, að sögn Guðrún- ar Ágústdóttur. Menntamálaráð- herra hefur ákveðið að styrkja framlag íslenskra listakvenna til þingsins með 450.000 kr. Eimskip hefur boðist til að flytja listaverk íslenskra kvenna á þingið og Flug- leiðir styrkir þetta verkefni líka. „Það verða alls kyns uppákomur alla daga þingsins frá 9-5, það er að segja fyrirlestrar, kynningar, leiklist og tónlist og svo verður á svæðinu friðartjald," sagði Guðrún. „Það má segja að Oslóarborg verði undirlögð þessa átta daga því víðs vegar um borgina verða alls kyns uppákomur, til dæmis tónleikar, myndlistarsýningar, leikrit, kvik- myndir, dans og söngur og margt annað. Svo má geta þess að 30. júlí verður sjónvarpað beint frá dagskrá þar sem íslenskar ballet- konur koma fram og sýna ballet sem Auður Bjamadóttir samdi. Það væri gaman ef Ríkissjónvarpið sæi sér fært að senda út þessa dag- skrá. Einkum þegar það er haft í huga að nýlega vann íslenski dans- flokkurinn til verðlauna hér í Nor- egi," sagði Guðrún. „Þetta verður ógleymanleg ferð þar sem konur á Norðurlöndum skiptast á skoðunum og kynnast hver annarri. Mér flnnst andinn í þjóðfélaginu afar jákvæður gagn- vart þessu. Ég fínn fyrir velvilja í garð íslenskra kvenna," sagði Guð- rún að lokum. Jurtahandbókin — maí- bók Bókaklúbbs AB Jurtahandbókin nefnist bók maímánaðar í Bókaklúbbi Al- menna bókafélagsins. Er hún þýdd af Óskari Ingimarssyni. Jurtahandbókin veitir alhliða upplýsingar um umhirðu 259 innijurta árið um kring. Um hveija jurt er fjallað á tveim- ur blaðsíðum, um birtu-, raka- og hitaþörf hennar, áburðargjöf og umpottun, hvaða áburð skuli nota og hvemig bregðast skuli við sjúk- dómseinkennum. Jurtahandbókin er handbók um hvers konar vanda sem ræktandi innijurta getur staðið andspænis. í henni eru fulltrúar fyrir alla flokka stofuplantna: blóm- og blaðplöntur, kaktusa og aðra þykkblöðunga, pálma og burkna og margs kyns blómlauka og einærar plöntur, sem rækta má í pottum og kerum innan- húss. í bókinni er einnig skrá yfír íslensk nöfn jurtanna. Höfundar bókarinnar eru fjórir: David Longman, Tom Gough, John Pilbeam og Norman Simpson, allir sérfræðingar hver á sínu sviði. í Jurtahandbókinni em yfír 500 litmyndir og 800 teikningar. í allt er bókin 560 síður. (Frétt&tilkynning) Erþörf á frekari [ a i g^MnguíIandkynnin,n, Sérblöð Á LAUGARDÖGUM A uglýsingar íLesbók með ferðablaði þurfa aðhafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 áföstudögum, vikufyrir birtingu og ímenningarblaðið fyrir kl. 16.00 á miðvikudögum. Y _ bl^O allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.