Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 30
ERLENT Reuter * Itölsk kvikmyndaverðlaun Bandaríski kvikmyndaleikarínn Michael Dou- glas, sem fékk Óskarsverðlaun fyrír leik sinn í myndinni Wall Street, er hér staddur með ítölsku leikkonunni Monicu Vitti og Giulio Andreotti, utanríkisráðherra Ítalíu. Var tilef- nið það, að þau Michael og Vitti voru sæmd itölskum kvikmyndaverðlaunum, sem heita „David af Donatello" og svara til Óskarsverð- launanna. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 ' Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins: Verður leiðtogimum bann- að að ljúga að þjóðinni? Moskvu. Reuter. PRA VDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins sagði í gær, að með umbótum og end- urskoðun innan kommúnista- flokksins ætti meðai annars að útrýma þeim þankagangi, sem ráðamennimir höfðu í eina tíð að skálkaskjóli: „Þjóðin kemst ekki af án keisara." Nýjasta atlagan að valdníðslu rússneskra ráðamanna birtist á Síðum Prövdu í gær en þá var þess krafist í mörgum lesendabréf- um, að á flokksráðstefnunni síðar í mánuðinum yrði leiðtogum ríkis- ins bannað að ljúga að almenn- ingi. Blaðið skammaðist líka yfir þeim gamla flokkssið að segja Óvenjuleg hjónavígsla: Manndómsmerk- ið á sínum stað The DaJIy Teíegraph VESTUR-þýskum hjónaleysum, sem létu pússa sig saman í Danmörku sl. föstudag, brá heldur betur í brún þegar brúðgumanum var skipað að girða niður um sig til að sýna, að hann væri karl enn ekki kona. beðið í hálft ár með að láta gifta sig í Danmörku hefði kynferði brúðgumans ekki skipt neinu máli. Um næstu áramót ganga þar í gildi lög, sem heimila hjóna- band samkynja fólks með öllum venjulegum réttindum nema þeim að ættleiða böm. menn hafa látið af störfum vegna heilsubrests þegar þeir hafa í raun verið reknir og tók undir með bréf- riturum, sem fordæmdu yfírráð flokksins yfír fjölmiðlum og per- sónudýrkunina, sem viðgekkst á valdadögum Leoníds Brezhnevs og hugmyndafræðings hans, Míkhaíls Súslovs. „Ég óttast, að þessi tilbeiðsla hafí verið búin til í því skyni, að fólkinu fyndist það ekki geta lifað án keisara eða annars einvalds," sagði V. Dúbovenko, flokksfélagi í Kænugarði, í bréfí sínu og Prav- da var á sama máli. í sumum bréfanna var farið hörðum orðum um sovéska valda- kerfíð þar sem öll fyrirmæli kæmu að ofan. Var sagt, að það ætti ekkert skylt við áætlanir Go- batsjovs um aukið lýðræði, heldur væri aðeins arfur frá keisaratí- manum, Fréttaskýrendum ber saman um, að lesendabréfin og umræðan í Prövdu sé birt með vitund og vilja Gorbatsjovs og séu nokkurs konar leiðarvísir fyrir fulltrúana á flokksráðstefnunni 28. júní nk. Reutcr Hertogaynja með pokabjörn Hertogaynjan af Kent heldur á mánaðargömlum pokabimi meðan hertoginn af Kent horfir á. Myndin var tekin í Brísbane í Ástralíu í gær þegar hertogahjónin minntust þess að 129 ár eru liðin frá fvrsta landnámi hvitra manna í Queensland. „Við vildum vera vissir í okkar sök,“ sagði Ehlert B. Nielsen, full- trúi borgarstjórans í Ábenrá, þar sem fólkið var gefíð saman. „Hingað koma margir útlendingar til að láta gifta sig og við verðum því að fara varlega." Nielsen sagði, að embættis- mönnunum hefði fundist það grunsamlegt hvað brúðguminn var „kvenlegur og mikið málaður“ og svo hefði ekki bætt úr skák, að vegna einhvers misskilnings hefði staðið í vestur-þýsku per- sónuskilríkjunum hans, að hann væri „tochter" eða dóttir. Vegna þessa hefði maðurinn verið beðinn að fara inn í annað herbergi, losa um buxnastrenginn og sýna, að hann væri karlmaður. „Það var hann líka og þá var ekkert í veginum," sagði Nielsen og bætti því við, að fólkið hefði tekið þessari uppákomu með mestu rósemi og brúðguminn lof- að að láta leiðrétta pappírana sína þegar heim kæmi. Ef vestur-þýska parið hefði Milljarða- vinningnr Reutcr HÆSTI happdrættísvinningur f sögu bandarískra happdrætta deildist á milli tveggja manna í síðustu viku. Vinningurinn var 5,4 milljónir dollara svo hvor maður fékk sem svarar 1130 milljónum íslenskra króna. Vinnigshafarnir voru 26 ára gamall afgreiðslumaður og 53 ára flugvirki. Afgreiðslumað- urinn, sem er piparsveinn, keypti 10 miða fyrir 440 krónur í mat- vöruversluninni þar sem hann vinnur. Hann hefur enn ekki ákveðið hvað hann muni gera við vinninginn sem greiddur verður út á tuttugu árum. Vélvirkinn ætlar hins vegar fljótlega að hætta að vinna. Hann keypti miða fyrir 4400 krónur en hafði boðið yfírmanni sínum að greiða helm- ing þeirrar upphæðar og myndu þeir þá deila vinningnum ef ein- hver yrði. Yfírmaðurinn afþakkaði boðið. Austur-Þýskaland: fund með Erich Honecker, komm- únistaleiðtoga Austur-Þýskalands. Sagði hann samningaviðræður fara fram í Washington um skaða- bætur þessar og að rætt væri um 100 milljónir Bandarílq'adala í því viðfangi. „Það verður engin athugasemd gerð af okkar hálfu um þetta mál allt,“ sagði embættismaður aust- ur-þýska utanríkisráðuneytisins. „Þetta er hvorki staðfestinng né neitun. Þetta er einfaldlega utan Hafa Austur-Þjóðverj ar fallist á skaðabótagreiðslur til gyðinga? Austur-Berlfn, Reuter. FRÉTTIR bárust af því á mánu- dag, að Austur-Þjóðverjar væru reiðubúnir til þess að greiða þeim gyðingum, sem lifðu Hel- förina af, 100 mil\jón dala skaðabætur, en sú upphæð jafn- gildir nm 4 milljörðum íslenskra króna. í gær vildu austur-þýsk stjómvöld hins vegar hvorki neita þessu né játa. Það var leiðtogi gyðinga í Vest- ur-Berlín, Heinz Galinski, sem skýrði frá þessu á mánudag eftir okkar verkahrings," bætti hann við. „Galinski kvað Honecker hafa sagt að greiðsla slíkra skaðabóta myndi koma sér illa vegna gjald- eyrisvanda Austur-Þýskalands, en þar sem í öðrum kommúnistaríkj- um er erlendur gjaldeyrir af skom- um skammti. í janúar sögðu fulltrúar Aust- ur-Þýskalands á Alheimsþingi gyðinga, að ríki þeirra væri í sjálfu sér reiðubúið til þess að greiða skaðabætur til gyðinga, en í fram- kvæmd gæti slíkt reynst örðugt. Fram að því var afstaða kommún- istastjómarinnar sú, að þeim bæri ekki greiða gyðingum neitt, þar sem siðferðisleg ábyrgð alþýðulýð- veldisins á illvirkjum nazista væri engin. Nazistar bám ábyrgð á dauða a.m.k. sex milljóna gyðinga. Vestur-Þýskaland hefúr greitt 65 milljarða marka í skaðabætur til gyðinga og ísraelsríkis frá lok- um seinni heimstyijaldar, en það jafngildir um 1.625 milljörðum íslenskra króna. Vestrænir stjómarerindrekar í Austur-Berlín sögðu að ekki væri Ijóst hvemig eða hveijum slíkar skaðabætur yrðu greiddar, en töldu líklegast að bandarískri stofnun, sem hefur haft skaðabó- takröfur gyðinga með höndum, yrði falið að útdeila fénu, en gyð- ingar í Austur-Þýskalandi em að- eins um 350 talsins. Þeir sögðu einnig að þessi orð Honeckers, ef rétt reyndust, væm að líkindum til þess fallin að vekja traust Johns Whiteheads, aðstoð- amtanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og Williams Verity, við- skiptaráðherra, sem fara til Aust- ur-Þýskalands síðar í vikunni. Verity verður hæstsetti embættis- maður Bandaríkjanna, sem heim- sótt hefur Austur-Þýskalands. Austur-þýsk dagblöð fjölluðu um viðræður Honeckers og Gal- inskis á forsíðum, en minntust hins vegar ekki orði á meinta umfjöllun þeirra um skaðabóta- greiðslur til gyðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.