Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 30
ERLENT
Reuter
*
Itölsk kvikmyndaverðlaun
Bandaríski kvikmyndaleikarínn Michael Dou-
glas, sem fékk Óskarsverðlaun fyrír leik sinn
í myndinni Wall Street, er hér staddur með
ítölsku leikkonunni Monicu Vitti og Giulio
Andreotti, utanríkisráðherra Ítalíu. Var tilef-
nið það, að þau Michael og Vitti voru sæmd
itölskum kvikmyndaverðlaunum, sem heita
„David af Donatello" og svara til Óskarsverð-
launanna.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 '
Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins:
Verður leiðtogimum bann-
að að ljúga að þjóðinni?
Moskvu. Reuter.
PRA VDA, málgagn sovéska
kommúnistaflokksins sagði í
gær, að með umbótum og end-
urskoðun innan kommúnista-
flokksins ætti meðai annars að
útrýma þeim þankagangi, sem
ráðamennimir höfðu í eina tíð
að skálkaskjóli: „Þjóðin kemst
ekki af án keisara."
Nýjasta atlagan að valdníðslu
rússneskra ráðamanna birtist á
Síðum Prövdu í gær en þá var
þess krafist í mörgum lesendabréf-
um, að á flokksráðstefnunni síðar
í mánuðinum yrði leiðtogum ríkis-
ins bannað að ljúga að almenn-
ingi. Blaðið skammaðist líka yfir
þeim gamla flokkssið að segja
Óvenjuleg hjónavígsla:
Manndómsmerk-
ið á sínum stað
The DaJIy Teíegraph
VESTUR-þýskum hjónaleysum,
sem létu pússa sig saman í
Danmörku sl. föstudag, brá
heldur betur í brún þegar
brúðgumanum var skipað að
girða niður um sig til að sýna,
að hann væri karl enn ekki
kona.
beðið í hálft ár með að láta gifta
sig í Danmörku hefði kynferði
brúðgumans ekki skipt neinu
máli. Um næstu áramót ganga
þar í gildi lög, sem heimila hjóna-
band samkynja fólks með öllum
venjulegum réttindum nema þeim
að ættleiða böm.
menn hafa látið af störfum vegna
heilsubrests þegar þeir hafa í raun
verið reknir og tók undir með bréf-
riturum, sem fordæmdu yfírráð
flokksins yfír fjölmiðlum og per-
sónudýrkunina, sem viðgekkst á
valdadögum Leoníds Brezhnevs og
hugmyndafræðings hans, Míkhaíls
Súslovs.
„Ég óttast, að þessi tilbeiðsla
hafí verið búin til í því skyni, að
fólkinu fyndist það ekki geta lifað
án keisara eða annars einvalds,"
sagði V. Dúbovenko, flokksfélagi
í Kænugarði, í bréfí sínu og Prav-
da var á sama máli.
í sumum bréfanna var farið
hörðum orðum um sovéska valda-
kerfíð þar sem öll fyrirmæli kæmu
að ofan. Var sagt, að það ætti
ekkert skylt við áætlanir Go-
batsjovs um aukið lýðræði, heldur
væri aðeins arfur frá keisaratí-
manum,
Fréttaskýrendum ber saman
um, að lesendabréfin og umræðan
í Prövdu sé birt með vitund og
vilja Gorbatsjovs og séu nokkurs
konar leiðarvísir fyrir fulltrúana á
flokksráðstefnunni 28. júní nk.
Reutcr
Hertogaynja með pokabjörn
Hertogaynjan af Kent heldur á mánaðargömlum pokabimi meðan
hertoginn af Kent horfir á. Myndin var tekin í Brísbane í Ástralíu
í gær þegar hertogahjónin minntust þess að 129 ár eru liðin frá
fvrsta landnámi hvitra manna í Queensland.
„Við vildum vera vissir í okkar
sök,“ sagði Ehlert B. Nielsen, full-
trúi borgarstjórans í Ábenrá, þar
sem fólkið var gefíð saman.
„Hingað koma margir útlendingar
til að láta gifta sig og við verðum
því að fara varlega."
Nielsen sagði, að embættis-
mönnunum hefði fundist það
grunsamlegt hvað brúðguminn
var „kvenlegur og mikið málaður“
og svo hefði ekki bætt úr skák,
að vegna einhvers misskilnings
hefði staðið í vestur-þýsku per-
sónuskilríkjunum hans, að hann
væri „tochter" eða dóttir. Vegna
þessa hefði maðurinn verið beðinn
að fara inn í annað herbergi, losa
um buxnastrenginn og sýna, að
hann væri karlmaður.
„Það var hann líka og þá var
ekkert í veginum," sagði Nielsen
og bætti því við, að fólkið hefði
tekið þessari uppákomu með
mestu rósemi og brúðguminn lof-
að að láta leiðrétta pappírana sína
þegar heim kæmi.
Ef vestur-þýska parið hefði
Milljarða-
vinningnr
Reutcr
HÆSTI happdrættísvinningur f
sögu bandarískra happdrætta
deildist á milli tveggja manna
í síðustu viku.
Vinningurinn var 5,4 milljónir
dollara svo hvor maður fékk sem
svarar 1130 milljónum íslenskra
króna. Vinnigshafarnir voru 26
ára gamall afgreiðslumaður og
53 ára flugvirki. Afgreiðslumað-
urinn, sem er piparsveinn, keypti
10 miða fyrir 440 krónur í mat-
vöruversluninni þar sem hann
vinnur. Hann hefur enn ekki
ákveðið hvað hann muni gera við
vinninginn sem greiddur verður
út á tuttugu árum. Vélvirkinn
ætlar hins vegar fljótlega að
hætta að vinna. Hann keypti miða
fyrir 4400 krónur en hafði boðið
yfírmanni sínum að greiða helm-
ing þeirrar upphæðar og myndu
þeir þá deila vinningnum ef ein-
hver yrði. Yfírmaðurinn afþakkaði
boðið.
Austur-Þýskaland:
fund með Erich Honecker, komm-
únistaleiðtoga Austur-Þýskalands.
Sagði hann samningaviðræður
fara fram í Washington um skaða-
bætur þessar og að rætt væri um
100 milljónir Bandarílq'adala í því
viðfangi.
„Það verður engin athugasemd
gerð af okkar hálfu um þetta mál
allt,“ sagði embættismaður aust-
ur-þýska utanríkisráðuneytisins.
„Þetta er hvorki staðfestinng né
neitun. Þetta er einfaldlega utan
Hafa Austur-Þjóðverj ar fallist á
skaðabótagreiðslur til gyðinga?
Austur-Berlfn, Reuter.
FRÉTTIR bárust af því á mánu-
dag, að Austur-Þjóðverjar væru
reiðubúnir til þess að greiða
þeim gyðingum, sem lifðu Hel-
förina af, 100 mil\jón dala
skaðabætur, en sú upphæð jafn-
gildir nm 4 milljörðum íslenskra
króna. í gær vildu austur-þýsk
stjómvöld hins vegar hvorki
neita þessu né játa.
Það var leiðtogi gyðinga í Vest-
ur-Berlín, Heinz Galinski, sem
skýrði frá þessu á mánudag eftir
okkar verkahrings," bætti hann
við.
„Galinski kvað Honecker hafa
sagt að greiðsla slíkra skaðabóta
myndi koma sér illa vegna gjald-
eyrisvanda Austur-Þýskalands, en
þar sem í öðrum kommúnistaríkj-
um er erlendur gjaldeyrir af skom-
um skammti.
í janúar sögðu fulltrúar Aust-
ur-Þýskalands á Alheimsþingi
gyðinga, að ríki þeirra væri í sjálfu
sér reiðubúið til þess að greiða
skaðabætur til gyðinga, en í fram-
kvæmd gæti slíkt reynst örðugt.
Fram að því var afstaða kommún-
istastjómarinnar sú, að þeim bæri
ekki greiða gyðingum neitt, þar
sem siðferðisleg ábyrgð alþýðulýð-
veldisins á illvirkjum nazista væri
engin. Nazistar bám ábyrgð á
dauða a.m.k. sex milljóna gyðinga.
Vestur-Þýskaland hefúr greitt
65 milljarða marka í skaðabætur
til gyðinga og ísraelsríkis frá lok-
um seinni heimstyijaldar, en það
jafngildir um 1.625 milljörðum
íslenskra króna.
Vestrænir stjómarerindrekar í
Austur-Berlín sögðu að ekki væri
Ijóst hvemig eða hveijum slíkar
skaðabætur yrðu greiddar, en
töldu líklegast að bandarískri
stofnun, sem hefur haft skaðabó-
takröfur gyðinga með höndum,
yrði falið að útdeila fénu, en gyð-
ingar í Austur-Þýskalandi em að-
eins um 350 talsins.
Þeir sögðu einnig að þessi orð
Honeckers, ef rétt reyndust, væm
að líkindum til þess fallin að vekja
traust Johns Whiteheads, aðstoð-
amtanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, og Williams Verity, við-
skiptaráðherra, sem fara til Aust-
ur-Þýskalands síðar í vikunni.
Verity verður hæstsetti embættis-
maður Bandaríkjanna, sem heim-
sótt hefur Austur-Þýskalands.
Austur-þýsk dagblöð fjölluðu
um viðræður Honeckers og Gal-
inskis á forsíðum, en minntust
hins vegar ekki orði á meinta
umfjöllun þeirra um skaðabóta-
greiðslur til gyðinga.