Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988
33
annbroddar prófaðir á Fjallsjökli.
Listahátíð:
Verk Þorvaldar Skúla-
sonar í Gallerí Borg'
STNING á verkum Þorvaldar
Skúlasonar er framlag Gallerís
Borgar til Listahátíðar, og verð-
ur hún opnuð á fimmtudag. Á
sýningunni eru 10 olíumálverk,
auk nokkurra qvass, vatnslita-
mynda og teikninga.
Það voru ættingjar Þorvaldar,
búsettir í Kaupmannahöfn, sem lán-
uðu myndimar. Olíumálverkin eru
frá árunum 1958—1982, og segir
í fréttatilkynningu frá Gallerí Borg,
að nýjasta myndin sé talin eitt af
síðustu málverkum Þorvaldar. Flest
verkanna verða til sölu.
Þorvaldur Skúlason fæddist á
Borðeyri árið 1906. Hann stundaði
listnám hjá Ásgrími Jónssyni árin
1925—1927 og við Statens Kunst-
akademi í Oslo 1927—1930. í einka-
skóla Marcel Gromaire, í París var
hann 1930—1933. Þorvaldur lést
árið 1984.
Bókin Þorvaldur Skúlason,
brautryðjandi íslenskrar samtíma-
listar, eftir Bjöm Th. Bjömsson,
listfræðing, sem út kom 1983 verð-
ur til sölu á sýningunni.
Sýningin verður opin virka daga
frá kl. 10.00-18.00 og frá 14.00-
18.00 um helgar. Henni lýkur 21.
júní.
(Ur fréttatilkynningu)
a vígsluaf-
víkurkirkju
Jónsson frá Kollafjarðarnesi forspil,
en það hafði hann einnig gjört við
vígsluna. Hann spilaði sama forspil
og þá. Næst tóku við stjómvölnum
Ólafía Jónsdóttir organisti og Jóhann
Guðmundsson kórstjóri.
Sr. Andrés Ólafsson prédikaði, en
hann hafði þjónað Hólmavíkurpre-
stakalli í 34 ár. Sóknarpresturinn sr.
Baldur Rafn Sigurðsson þjónaði fyrir
altari og annaðist altarisþjónustu
ásamt sr. Andrési. Að loknu eftir-
spili þakkaði sóknarprestur öllum
gestum, kórfólki og sr. Andrési fyrir
þeirra framlag við hátíðarguðsþjón-
ustuna. Að lokum fluttu þeir brseður
Gufpón, Gunnar og Sigmundur Jóns-
synir nokkur lög við undirleik Guðna
Þ. Guðmundssonar. Var söngur
þeirra mikið rómaður. Haukur Guð-
laugsson söngmálastjóri þjóðkirkj-
unnar lék einnig nokkur lög á píanó
og aðstoðaði við undirbúning hátí-
ðarinnar.
Á eftir samverunni í kirkjunni var
öllum boðið í kaffisamsæti í bama-
skólann en konur á Hólmavík stóðu
fyrir því. - BRS
Kristnir í Sovétríkjunum:
Fögnuður vegna biblíu-
gjafa Norðurlandabúa
Vonast eftir tilslökunum í trúmálum
af hendi sovéskra stjórnvalda
eftir Erik Bjerager
Það hefur valdið miklum fögnuði hjá kirkjudeildum og einstaklingum
í Sovétríkjunum að borist hafa að gjöf 150.000 bibliur frá Norðurlöndun-
um. Þetta er stærsta gjöf sinnar tegundar sem kristnum Sovétmönnum
hefur borist en frá þvf að bolsévikkar gerðu byltingu árið 1917 hefur
dreifing bibliunnar verið nqög takmörkuð. Bibliumar em gefnar í til-
efni af þúsund ára afmæli kristindóms i Rússlandi en hátíðahöld vegna
afmælisins fara fram nú dagana 5.
félögin á Norðurlöndunum fimm.
Sú staðreynd að Norðurlandabúar
hafa fengið að afhenda biblíumar
gefur til kynna meiri velvilja en áður
af hendi stjómvalda gagnvart kirkju-
deildum í landinu en þær hafa sætt
mikilli kúgun.
Filaret höfuðborgarbiskup (metro-
politi), sem er einn af æðstu mönnum
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar,
hefur sagt í viðtali að mikil þörf sé
á fleiri biblíum í kirkjustarfinu og
gjöfín sé einstaklega mikilvæg fyrir
rétttrúnaðarkirkjuna. „Fjöldi kris-
tinna í landinu er langtum meiri en
Ijöldi biblíueintaka ogtakmark okkar
er að sérhver eigi sína biblíu," sagði
höfuðborgarbiskupinn.
Þráin eftir biblíunni
Hægt er að gera sér grein fyrir
hinum gifurlega biblíuskorti með þvi
að vera fyrir utan baptistakirkjuna
í miðborg Moskvu á venjulegu laug-
ardagskvöldi. Á annað þúsund
manns eru á leið frá guðsþjón-
ustunni sem varir í tvær stundir og
lítil stúlka, í mesta lagi tíu ára göm-
ul, stöðvar skyndilega útlendinginn
og segir það eina sem hún kann að
segja á ensku: „Viltu vera svo góður
að gefa mér rússneska biblíu?"
til 17. júni. Að gjöfinni stóðu Biblíu-
Daginn eftir er ég staddur í einu
af 49 guðshúsum rétttrúnaðarkirkj-
unnar í Moskvu - fyrir byltinguna
voru þau yfir 600 - og þar er fullorð-
inn maður, sem heyrt hefur um
biblíugjöf Norðurlandabúa. ■ „Látið
senda kirkjunni okkar tuttugu af
biblíunum. Bara tuttugu. Það kemur
svo mikið af nýju fólki sem vill lesa
biblíuna en við eigum ekki nógu
margar."
Serge, sem er 23 ára gamall, sæk-
ir nær allar þær sex guðsþjónustur
sem haldnar eru í baptistakirkjunni
í Moskyu í viku hverri og það hefur
hann gert í mörg ár. Hann hefur
aldrei átt biblíu en segir að það sé
hans heitasta ósk.
Einn vina hans bauð mér heim til
sín í ömurlegt steypukassa-úthverfí
í Moskvu. Eftir að við höfðum rætt
saman í margar klukkustundir í fá-
tæklegri íbúðinni, sem var illa búin
húsgögnum, opnaði hann skáp til að
sýna mér dýrmætustu eigur sínar:
Litla vasabiblíu, sem finnskir ferða-
Iangar höfðu eitt sinn gefið honum,
og enska biblíu í fallegu leðurbandi
sem var gjöf frá bandarískum gest-
um. Báðar bækumar varðveitir hann
vandlega í plastpokum.
í sovéskum bókasöfnum er hvorki
Filaret Moskvubiskup: „Tak-
mark okkar að allir geti átt
biblíu.“
hægt að fá lánaðar biblíur né önnur
trúarleg rit og heldur ekki hægt að
kaupa þau í verslunum. Aðeins er
hægt að fá þau að láni ef viðkom-
andi hefur meðferðis skriflégt leyfi
frá vinnustað sínum þar sem tekið
er fram að hann þarfnist ritanna við
störf sín.
Sem stendur er hvergj hægt að
kaupa biblSu í Moskvu eða annars
staðar í Sovétríkjunum með venjuleg-
um hætti. Á svarta markaðnum í
Moskvu kostar biblía 70 - 120 rúblur
( 5000 - 8.600 ísl. kr.) en viðmælend-
ur mínir sögðu að nær ómögulegt
væri að nálgast þær. Rétttrúnaðar-
kirkjan og baptistakirkjan, sem er
stærsta mótmælendakirkjudeildin,
annast sjálfar prentun á biblíum.
70 milljónir kristnir
Síðastliðin þrjátíu ár hefur rétt-
trúnaðarkirkjan látið prenta saman-
lagt 350 þúsund biblíur og baptista-
kirkjan fær árlega leyfi til að prenta
fímm til tíu þúsund biblíur. Kirkju-
deildimar dreifa sjálfar þessum bibl-
íum en upplag þeirra samanlagt er
allt of lítið til að fullnægja sífellt
vaxandi þörf kristinna í landinu.
Giskað er á að þeir séu um 70 milljón-
ir eða fjórðungur þjóðarinnar.
Biblíufélögin á Vesturlöndum hafa
öðru hveiju fengið leyfi yfirvalda til
að gefa baptistakirkjunni nokkuð af
biblíum en það hefur ekki dugað.
Sömuleiðis hefur það aðallega haft
táknræna þýðingu að ýmis samtök
hafa smyglað fáeinum biblíum til
landsins.
Faðir Andronik, sem er munkur í
Zagorsk-klaustrinu norðaustur af
Moskvu og guðfræðiprófessor við
prestaskólann á sama stað, segir að
yfirþyrmandi skortur á biblíum hafi
þær afleiðingar að ungir Rússar viti
nú jafn mikið um kristindóminn og
lítil böm. „Þetta er stærsti vandi
kirkjunnar núna,“ segir faðir Andr-
onik. „Allar guðfræðilegar hefðir
okkar urðu fyrir þungu áfalli eftir
byitinguna 1917 og nú verðum við
átakanlega vör við að margir vita
ekkert um guð. Þess vegna er þörfin
fyrir biblíur svo mikil."
Norræna gjöfin er talin andvirði
rúmlegpa 120 milljóna ísl. króna og
hafa aldrei borist jafn margar biblíur
í einni sendingu til Sovétríkjanna.
Um er að ræða svonefnda „náms-
biblíu" í þrem bindum með skýring-
um og athugasemdum. Að sögn foð-
ur Androniks er þessi útgáfa afar
hentug fyrir fólk með litla þekkingu
á biblíunni og kristindómnum.
Fyrsta sendingin er þegar komin
til Moskvu og byijað að dreifa henni
um landið. íslenska biblíufélagið hef-
ur beðið ríkisstjómina um fjárstuðn-
ing vegna biblíugjafarinnar, stjómir
Danmerkur og Noregs hafa þegar
ákveðið að veita stuðning en yfirvöld
l Svíþjóð og Finnlandi hafa enn ekki
svarað beiðnum biblíufélaganna um
stuðning. Hvarvetna verður veruleg-
ur hluti gjafarinnar fjármagnaður
1 með fijálsum framlögum.
Höfundur er blaðamaður i Dan-
mörku