Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988
„ Fljót þln sendi mfer afimælisgjöf.
Klábu í vatnsfdfcu."
c 1984 Unlvtml Prm SyndlMU
3.-/7
Með
morgxmkaffinu
Ekkert liggur á!
Það er búið að finna upp
fasteignaskattinn.
HÖGNI HREKKVÍSI
<p
2
f,
^EG FVLLTI þAE?AFPOPFKORN).'"
I>essir hringdu ..
Höfum hugann við
aksturinn
Atvinnubílstjóri hringdi:
„Ökumaður fékk birtan pistil
eftir sig í Velvakanda um daginn
og er á honum að skilja að hrað-
akstur og ölvunarakstur sé
ástæðan öllum slysum. Þetta er
því miður ekki tilfellið, oftast er
hreinum sauðshætti um að
kenna. Fólk einbeitir sér einfald-
lega ekki nóg að akstrinum þeg-
ar það er undir stýri og þess
vegna verða oft mikil slys þó
hraðinn sé innan eðlilegra marka
miðað við aðstæður. Eg er ekki
að mæla hraðakstri bót og því
síður ölvunarakstri. En stað-
reyndin er bara sú að ef við vilj-
um fækka slysunum verða öku-
menn að taka sig á og hafa hug-
an við aksturinn og ekkert ann-
að.“
Góð sumarnámskeið
Rannveig hringdi:
„Ég vil þakka Iþrótta- og tóm-
stundaráði Reykjavíkur fyrir
ágæt sumamámskeið sem haldin
hafa verið fyrir böm á aldrinum
6 til 10 ára. Þetta em tíu daga
námskeið og mjög flölbreytt.
Dóttir mín er búin að vera á
þessum námskeiðum í fímm daga
og er alveg upptekin af þessu.
Ég vil benda foreldrum sem eiga
böm á þessum aldri á að kynna
sér þessi námskeið því bömin
geta haft mikið gagn og gaman
af þeirn."
Kerrupoki
Kona hringdi:
„Ég fékk kerrupoka í mis-
gripum úr hreinsun í Grímsbæ
fyrir nokkm. Minn kermpoki,
sem er gæmkermpoki, hefur hins
vegar lent hjá öðmm viðskipavin
fyrirtækisins. Bið ég hann að
hafa samband við mig í síma
76021.
Kvengullúr
Kvengullúr tapaðist í
Kópavogsstrædó 1. júnf á Ieiðinni
frá Kársnesbraut að Lækjart-
orgi. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband við
Guðnýju í síma 11139.
Grá læða
Grá læða með hvíta bringu og
hvítar hosur og stóran hvítan
blett öðm megin við trýnið fannst
á rölti í Karfavogi fyrir nokkm.
Hún er með skærgula ól með
steinum. Eigandi hennar er beð-
inn að hringja í síma 32651 sem
fyrst.
Angóralæða
Svört angóralæða tapaðist frá
Vfkurbakka hinn 13. maí. Þeir
sem hafa orðið varir við hana em
vinsamlegast beðnir að hringja í
síma 73084.
Gleraugu
Gleraugu í brúnni umgerð töp-
uðust á Hótel íslandi sl. laugar-
dagskvöld. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
24438.
Fundarlaun.
Yíkverji skrifar
Víkverji las einhversstaðar í Qöl-
miðlaflómnni að utanferðum
Islendinga Qölgaði enn. Svo mun
komið að Qöldi utanferða er nánast
hinn sami og tala vinnandi manna,
sem svarar helft þjóðarinnar. Það
er naumast að mönnum liggur á
að yfírgefa skerið!
Það er að vísu af hinu góða að
orlofsferðir til annarra landa em
ekki lengur bundnar við tiltölulega
fáa menn, sem ferðast á annarra
kostnað eða sitja á gildum sjóðum.
Engu að síður skortir á kynningu
á ferðaleiðum innanlands. Þess-
vegna sækir margur vatnið yfír
lækinn; leitar langt yfír skammt að
dægradvöl í orlofi. Úr má bæta.
Ekki skortir auglýsingastofur eða
fjölmiðla í Iandinu.
Að vísu munu ferðamálin í þolan-
legum jöfnuði. Erlendir ferðamenn
eyða svipaðri Qárhaeð hér á landi
og íslendingar erlendis. En ekki
kæmi að sök þótt orlofseyðsla ís-
lendinga, sem er ekkert smáræði á
heildina litið, yrði að drýgri hluta
eftir hér heima. Það skapar störf.
Bætir viðskiptajöfnuðinn.
XXX
Eitt sinn var Víkveiji f „sjálfs-
grilli" á sólarströndu. Þar fékk
hann spumir af því að norsk, dönsk
og sænsk samtök launafólks ættu
íbúðablokkir og orlofsaðstöðu víða
við Miðjarðarhafið. Víkveija er
hinsvegar ekki kunnugt um að hlið-
stæð samtök íslenzk búi jafn vel.
Mörg íslenzk stéttarfélög eiga hins-
vegar íbúðir og orlofshús víða hér-
lendis.
Máske em fslenzk stéttarfélög
þetta þjóðlegri en hliðstæður í
Skandinavíu. Ef til vill er það orlofs-
steftia þeirra að ýta undir íslenzka
atvinnustarfsemi að þessu leyti.
Hollt er heima hvat. Varla em svo-
kallaðir „verkalýðsrekendur" hér-
lendir hugmyndasnauðari eða fram-
taksminni en starfsbræður þeirra í
grannríkjum. Þao mætti þó hugsan-
lega gauka því að þeim, svona í
góðu, að hafa má fleiri en eitt jám
í eldi, einnig á þessum vettvangi
tilverannar.
XXX
erzlunarmannafélag
Reykjavíkur, sem nýlega var í
verkfallsfréttum á sama tíma og
önnur stéttarfélög sömdu sem hrað-
ast, hefur búið dável í haginn fyrir
félaga sína um orlofsmál. Félagið
samdi nýlega, ásamt fleiri félögum,
um ódýrar flugferðir til Þýzkalands
í sumar. Félagið leigði jafnframt
10 orlofshús í Sonnenberg og Wars-
berg í Þýzkalandi. Einnig gerði fé-
Iagið hagstæðan samning við bfla-
leigu í Lúxemborg. Þá á félagið 21
orlofshús á hinum ýmsu stöðum í
landinu. Og framkvæmdir em hafn-
ar við byggingu fleiri orlofshúsa á
rúmum 12 hekturum lands sem VR
á í Biskupstungum.
Ekki er Víkveija kunnugt um,
hvort VR hyggur á eigin orlofsað-
stöðu fyrir félagsmenn við Miðjarð-
arhafíð, eins og raun er á með nor-
ræn launþegasamtök. Það kæmi
honum hinsvegar ekki á óvart þótt
VR-foiystan færi fram úr öðmm
stéttarfélögum að þessu leyti.
XXX
Fyrir margt löngu neitaði Hall-
gerður nokkur langbrók bónda
sínum, Gunnari á Hlíðarenda, um
hárlokk í bogastreng, svo hann
mætti veijast óvinum sínum. Hún
neitaði, að þessu leyti, samábyrgð
á heimilishögum, samátaki um
vamir gegn utanaðsteðjandi vanda.
Með afleiðingum sem óþarfí er að
rekja frekar.
Samtök um Kvennalista neituðu
stjómaraðild, sem í boði var, eftir
síðustu kosningar. Þau neituðu —
í vissum skilningi — samfélaginu
um hárlokk í bogastreng til vamar
gegn aðsteðjandi vanda. Þótt sögu-
lok verði önnur en að Hlíðarenda
forðum, enda aðstæður aðrar og
heimilishagir breyttir, fannst
Víkveija afstaða Kvennalistans
langbrókarleg. Sem og vinnulag
hans síðan.
Annað mál er að hin neikvæða
afstaða hefur fremur aukið en dreg-
ið úr fylgi þessa fyrirbæris í skoð-
anakönnunum. Það er „vinsælla"
að setja út á en að axla ábyrgð,
takast á við vandamálin. Það er og
mannlegt. Stórmannlegt er það
hinsvegar ekki.