Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 63 BLAK Dómurum greitt sín Aársþingi Blaksambands ís- lands, sem haldið var á dögun- um, var samþykkt að dómarar fái á næsta keppnistímabili greiðslur fyrir dómgæslu í 1. deild og bikar- keppni. Kjarfan Páll Einarsson var endur- lqörinn formaður BLÍ, og aðrir í sýóm em: Friðbert Traustason, Beigiind Þórhallsdóttir, Þorvarður Sigfússon og Jón Gunnar Sveins- son. 4. DEILD Skoraði tvö og viðbeins- brotnaði Jón Þór Þórsson, leikmaður með Skallagrími, varð fyrir því óhappi að viðbeinsbrotna í leik gegn Létti í 4. deildarkeppninni i knatt- spymu i gærkvöldi. Jón Þór var búinn að skora tvö mörk þegar óhappið varð. Skallagrímur vann, 5:1, á gervi- grasvellinum í Laugardal. Hafþór Hallsson skoraði einnig tvö mörk og Ólafur Helgason eitt. Mark Létt- is skoraði Einar Birgisson. FRJALSAR Guðmundur náði 5. besta árangrinum í1500m GUÐMUNDUR Sigurðsson, UMSK, náði fimmta besta tíma íslendings f 1500 metra hlaupi á Bislet-leikvaginum f Osló f fyrrakvöld, hljóp á 3:50,34 mínútum. Guðmundur bætti árangur sinn í 1500 metra hlaupi um röskar þijár sekúndur, átti íiður 3:54,6 frá í hitteðfyrra. Guðmundur varð f 5. sæti í hlaupinu, sém vannst á 3:48 mín. Hannes Hrafnkelsson KR varð í 5.-6. sæti í seinni ríðli hlaupsins á 3:58,47 mínútum, sem er hans næstbesti árangur, á 3:57,50 frá í hitteðfyrra. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Atli Eðvaldsson í hópi reyndustu leikmanna EM Ásamt köppum eins og Dino Zoff, Morten Olsen, Sören Lerby, Liam Brady, Pat Jennings og Eric Gerets ATLI Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, er í hópi leikreyndustu knattspyrnumanna, sem hafa tekið þátt í Evrópukeppni landsliða. Atli er í níunda til átjánda sæti á iistanum yfír leikmenn, sem hafa leikið flesta Evrópuleikina. Atli hefur leikið 23 leiki. Kappar eins og Sepp Maier, V-Þýskalandi, Dino Zoff, Ítalíu, Santillana, Spáni, Frank Stapleton, írlandi og Sören Lerby, Danmörku, hafa leikið jafn marga leiki. Morten Olsen, fyrirliði danska landsliðsins, hefur leikið flesta leiki, eða 28. Næstir á blaði eru Facc- hetti, Ítalíu, Pat Jennings, N-írlandi og Liam Brady, írlandi — með 27 leiki, Eric Gerets, Belgíu, hefur leik- ið 25 leiki og Nené, Portugal, John Holland, Möltu og Jan Ceulemans, Belgíu, hafa leikið 24 leiki. ■Atli er einnig ofarlega á blaði yfir leiknar mínútur. Hann hefur FRJALSAR Þórdís stökk 1.82 m Þórdís Gísladóttir stökk 1,82 metra í hástökki á frjálsí- þróttamóti í Vestur-Þýzkalandi um helgina, en þetta var fyrsta utan- hússmót hennar í ár. Þórdís varð í sjötta sæti á mótinu, sem fram fór f bænum Wörrstadt. Sigurvegari varð Svetlana Isaeva frá Búlgaríu sem stökk 1,93 metra. Austur-evrópskar stúlkur urðu í næstu tveimur sætum, stukku báð- ar 1,88 metra. Þórdís hefur sett stefnuna á ólympfulágmark f sum- ar, en til þess að komast til Seoul þarf hún að stökkva tvisvar yfír 1,90 metra í sumar. íslandsmet hennar er 1,87, sett á móti f Gaines- ville í Flórída 19. marz 1983. leikið í 2.070’ttiín. í Evrópukeppni og er í níunda sæti. Facchetti, ít- alíu, hefur leikið flestar í min., eða 2.490. Þá kemur Morten Olsen, Danmörku, 2.449 mín., Pat Jenn- ings, N-Irlandf, 2.385 mín., Liam Brady, írlandi, 2.355 mín., Eric Gerets, Belgíu, 2.205 mín., Sepp Maier, V-Þýskalandi, 2.130 mín., Dino Zoff, ítalfu, 2.115 mín. og John Holland, Möltu, 2.080 mfn. ■ Atli Þór Héðinsson, fyrrum leik- maður KR, er í hópi þeirra sem hefur leikið styst í Evrópukeppni. Hann hefur leikið inn á í fimm mfn. Hann er í sextánda til tuttug- usta og þriðja sæti. Tveir leikmenn hafa aðeins leikið eina mín. inn á í Evrópukeppninni. Það eru þeir Bleidick, V-Þýskalandi (1971) og Kovacik, Tékkóslóvakíu (1983). Þorvaldur Örlygsson, KA, er í fertugusta og áttunda sæti, með tfu mín. leiknar og Ottó Guðmunds- son, KR, kemur í sextugusta og fjórða sæti, með þrettán mín. leikn- ar. Morgunblaöiö/Einar Falur Atll Eðvaldsson sést hér sækja að Dessajew, markverði Sovétmanna, í lands- leik f Evrópukeppninni. Anatoli Demjanenko, fyrirliði, er einnig til vamar. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Fimmtugastí leikur Keflavíkur og Fram KEFLVIKINGAR fá Framarar í heimsókn f kvöld f 1. deildar- keppninni f knattspyrnu. Leik- urinn er fimmtugasta vlöur- eign þeirra f 1. deildarkeppn- inni. Keflavík og Fram léku fyrst í 1. deildarkeppninni 1958 og lauk leiknum með jafntefli, 2:2. Keflvíkingar hafa unnið átján leiki, en Framarar sextán. Fimmt- án sinnum hefur orðið jafntefli. Keflvíkingar hafa skorað 68 mörk gegn 60 mörkum Framara. Þrír aðrir leikir verða leiknir f 1. deildarkeppninni í kvöld. Völsung- ar fá íslandsmeistara Vais í heim- sókn. Nýliðar Víkings og Leifturs mætast á heimavelli Víkings - í Fossvogsdalnum. Þórsarar fá Skagamenn í heimsókn. Allir leikimir heijast kl. 20. SUND / LANDSLIÐIÐ Guðmundur Harðarson hættirað þjálfa eftir ÓL „ÉG tók við landsliðinu 1985 og œtlaði aldrei að vera leng- ur en fram yfir Ólympíuleik- ana f Seoul. Sú ákvörðun stendur og óg tek mér frf f haust,u sagði Guðmundur Harðarson, landsliðsþjálfari íslands í sundi, við Morgun- blaðið í gœr vegna auglýs- ingar í blaðinu frá Sundsam- bandi íslands, þar sem óskað er eftir landsliðsþjálfara. Guðmundur þjálfaði í Dan- mörku, en kom aftur heim fyrir þremur árum og ætlaði þá að hvíla sig á þjálfun. „Þá hafði ég þjálfað samfellt í 20 ár og fannst kominn tfmi til að hætta, en lét undan þrýstingi og tók að mér landsliðið í þijú ár. Tímabilið er úti f haust og þá geri ég ráð fyrir að snúa mér alfarið að fyrir- tæki mínu,“ sagði landsliðsþjálf- arínn. Lágmörk Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragn- heiður Runólfsdóttir hafa þegar náð lágmörkum fyrir Ólympíuleik- ana, en fslenska ólympfunefndin hefur tilkynnt að allt að sex sund- menn taki þátt f leikunum. Að sögn Guðmundar reynir sund- fólkið fyrst og fremst við lág- mörkin á spænska meistaramót- inu, sem verður í Barceiona í lok júlf, og á Norðurlandamótinu í Osló um miðjan ágúst. „Við æfum núna með þessi mót í huga, en síðustu helgina í júní förum við óhvíld á æfingamót í Hamar í Noregi," sagði Guðmundur. Ragnar í Svfþjóö Ragnar Guðmundsson hefur æft með sundfélagi í Malmö í Svíþjóð síðan í október og um helgina tók hann þátt f æfingamóti í Mónakó. Hann synti 1.500 m skriðsund á 16.22,51 (á best 16.09) og hafn- aði í 5. sæti, en fékk tímann 4.12,3 í 400 m skriðsundi (á best 4.06) og var því nokkuð frá sínu besta. >. / / GuAmundur Harðarson KNATTSPYRNA Jóna kom, sá og sigraði Jóna Kristjánsdóttir var í aðal- hlutverkinu þegar KR og Fram mættust f 1. deildarkeppni kvenna á KR-velli f gærkvöldi. KR-liöiö var betri aöilinn í leikn- um og sigraði örugglega 4:1. Fyrir leikinn breytti Haraldur þjálfari KR uppstillingu liðsins. Hann setti Jónu í framlínuna, en hún hefur undanfama leiki spilað á mn miðjunni. Staðan H.Katrín virðist eiga vel við Fríðríksen Jónu því hún skoraði skrífar öll fjögur mörk KR í gær. Jóna skoraði tvö mörk í fyrri hálf- leik, bæði eftir fyrirgjafir frá Helenu Ólafsdóttur. Eftir hlé bætti Jóna síðan við tveimur mörkum fyrir KR. Hið fyrra setti hún eftir hom, lagði knöttinn laglega niður og skoraði með góðu skoti. Fjórða markið kom eftir þvögu sem mynd- aðist í teig Framara. í lok leiksins fengu Framstúlkumar víti þar sem einn vamarmanna KR handlék knöttinn innan vítateigs. Það var Kristín Þorleifsdóttir sem skoraði öragglega úr vítaspymunni og lag- aði stöðuna aðeins fyrir Fram. Sigurinn hefði auðveldlega getað orðið stærri hjá vesturbæjarliðinu, því þær réðu lögum og lofum á vellinum. Sérstaklega var miðja KR-liðsins, með Kristrúnu Heimis- dóttir í fararbroddi, sterk. Þá mynd- uðu þær Jona Kristjánsdóttir og Helena Ólafsdóttir skemmtilegt framlínupar. 'r BYamliðið var dauft í leiknum. Þær náðu nokkmm skyndiupphlaupum sem flestar mnnu út í sandinn án þess að ógna marki KR að ráði. Liðið náði engum tökum á miðjunni og fengu því framheijamir úr litlu að moða. Það var helst að vamar- mennimir spymtu fram og í þeim tilfellum höfðu vamarmenn Klf<r yfírleitt betur í baráttu um knöttinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.