Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FORSETAKJÖR 1988 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 Forseti Islands - leiðtogi fjöldans eftirÁshildi Jónsdóttur Á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum þann 17. júní 1944 var lagður grunn- ur að byltingu á íslandi. Stjómar- skipulag hins nýstofnaða lýðveldis gerði ráð fyrir að æðsta valið færi úr hendi konungs í hendur fólksins í landinu. Valdakerfínu var bylt. Völdin voru tekin frá einvaldinum og færð til fjöldans. Slík breyting kallast á venjulegu máli bylting. Ákvæði stjórnarskrárinnar um emb- ætti forseta Íslands gerðu ráð fyrir því að forsetinn væri tengiliður milli löggjafarvaldsins (alþingismannana) og framkvæmdavaldsins (rikisstjóm- arinnar) annars vegar og þjóðarinnar hins vegar og stæði vörð um rétt fólksins. Forsetinn ábyrgnr Forsetinn getur kallað fram vald fólksins hvenær sem hann telur gengið á rétt þess. Forsetinn er leið- togi fjöldans. Hann er foringinn sem stjómarskráin gerir ábyrgan fyrir því að byltingin komist í framkvæmd og þjóni fólkinu. Ef að þessi tengiliður virkar ekki færast völdin ekki til fólksins eins og að var stefnt heldur halda þau áfram að vera í hendi ríkis- valdsins og alþingismannanna. Bak- hjarl stjómmálamannanna og þeirra sem ákvarða gjörðir þeirra er pen- ingavaldið, fáir en fjársterkir aðilar sem hafa áhuga á eigin hag en ekki hagsmunum Qöldans. Þetta veldur misskiptingu; iágum launum, löngum vinnutíma, húsnæðisvanda og skatt- amisrétti. Fólki líður illa, það fyilist svartsýni á framtíðina og fínnur tii vanmáttar síns til þess að hafa áhrif á eigið líf. Fámennisveldið hefur komið þessu misrétti á með tilstyrk stjómmálamannanna með lagasetn- ingu. Byltingin hindruð Undir öll þessi lög hafa forsetar landsins skrifað án þess að gefa fólk- inu kost á því að nota rétt sinn. Þannig hafa þeir hindrað þann við- snúning (revolution) f valdakerfínu sem stjómarskráin gerir ráð fyrir, byltingu sem átti að færa völdin frá fámennisveldinu til fólksins. Hugsjónir — þarfir framtíðarinnar Virkt lýðræði Höfundar stjómarskrárinnar hafa verið snjallir stjómunarráðgjafar. Þeir sáu ekki aðeins þessar þarfír heldur bjuggu þeir til leikreglur sem kalla fram mikla virkni þjóðarinnar við ákvarðanatöku og sterkt aðhaid gagnvart ráðamönnum. Með virku lýðræði stjómarskrárinnar yrðu stjómmálamennimir að vanda sig betur og þeir yrðu að hafa traust fólksins. Það gætu þeir ekki öðlast nema að forgangsröðin breyttist. Þeir yrðu að hætta að þjóna hags- munum fámennisvaldsins, peninga- mannanna, en yrðu að þjóna fyrst og fremst hagsmunum fólksins því að fólkið myndi aldrei samþykkja lög sem byggðust á mismun. Ef þeir ætluðust til aðhalds af fólkinu yrðu þeir að vera fyrirmynd sjálfir og minnka bmðl sitt. Þjóðin sem þarfn- ast góðrar heilbrigðisþjónustu, hús- næðislausnar og réttlátra kjara myndi ábyggiiega setja þjóðarbók- hlöður, seðlabankahallir og erlendar lántökur vegna ríkisbruðls í allt aðra forgangsröð en nú er gert. Tilfærsla á peningnm Að eyða misskiptingu þýðir líka að peningar flytjast til. Gott dæmi er hinn umdeildi matarskattur sem þjóðin var ekki spurð um og kom í stað loforða fyrir kosningamar um skattlagningu stóreigna og hátekna. Þjóðin hefði ábyggilega hafnað þess- ari skattaleið og hvert meðalheimilið sparað um það bil eitt hundrað þús- und krónur yfír árið. Afnám samn- ingsréttar þýðir líka færri krónur í launaumslagið en ella hefði orðið ef þjóðin hefði fengið að segja nei takk við þessu grófa mannréttindabroti. Minni misskipting þýðir fleiri krónur í vasa aimennings Þróum lýðræðið Lýðræði og virkni fjöldans er því ekki einhver háleit og draumkennd hugmyndafræði heldur nauðsyn fyrir vandaðri stjóm og árangur í eftia- hagslífínu og betri afkomu fyrir fjöld- ann, mig og þig sem höfum völdin samkvæmt stjómarskránni. Allar hugmyndir um völd fólksins og betra þjóðfélag fyrir okkur öll eru hins vegar orðin tóm ef byltingin kemst ekki í framkvæmd. Við verðum að Áshildur Jónsdóttir „Við verðum að þora að kjósa forseta sem vill vera leiðtogi fyrir þessa mikilvægn bylt- ingu og beina völdunum til okkar. Að hafna slíkum forseta er að hafna framtíðinni. Að kjósa slíkan forseta er að opna framtíð fyrir okkur sjálf og fyrir þá sem á eftir okkur koma.“ trúa á okkur sjáif og þora að þróa lýðræðið. Forseti fyrir framtíðina Við verðum að þora að kjósa for- seta sem vill vera leiðtogi fyrir þessa mikilvægu byltingu og beina völdun- um til okkar. Að hafna slíkum for- seta er að hafna framtíðinni. Að kjósa slíkan forseta er að opna framtíð fyrir okkur sjálf og fyrir þá sem á eftir okkur koma. Sigrún Þorsteinsdóttir er einarður manngildissinni og mikil hugsjóna- kona. Ég treysti henni til þess að taka að sér þetta leiðtogahlutverk. Við skulum kjósa hana sem næsta forseta íslands. Höfundur er verslunarmaáur og fjölmiðlafulltrúi SigrúnarÞor- steinsdóttur. Mætumá eftir Sigþrúði Ingimundardóttur En maður, hreykinn maður, aðeins klæddur skammvinnu smáu valdi, veit hvað minnst um það sem enginn efi hans kemst að, sitt brothætt eigið sjáif, og heimskar sig, sem reiður api, í hárri himins augsýn, svo englar gráta. Líku líkt (William Shakespeare, Þýð. Helgi Hálfdanarson.) 1988 verður án efa minnisstætt hjá íslendingum er fram líða stundir. Þess verður minnst sem árs er í fyrsta sinn kom mót- framboð móti þeim þjóðhöfðingja, er í embætti sat og gaf kost á sér til endurkjörs. Mótframboð sem flestir íslendingar telja ekki eiga rétt á sér né grundvöllur sé fyrir. Undanfarið hafa einstaklingar skrifað í blöð og látið í ljós álit sitt á forsetakosningunum sem fram fara 25. júní nk. og vil ég undirrituð, eindreginn stuðnings- maður Vigdísar Finnbogadóttur, forseta, slást þar í hóp. Þegar litið er til baka yfír sjálf- stæðisbaráttu okkar íslendinga, kemur margt athyglisvert í ljós. Fullveldisviðurkenningin sem fs- lendingum hlotnaðist með sam- bandslögunum 1918 gerði okkur kleift að standa jafnréttháir öðrum og sjálfum okkur ráðandi sem ríkisfullveldið ísland, í sambandi við Danakonung. Stórt skref, sem svo síðar var stigið til fulls þegar Alþingi íslendinga samþykkti 25. febrúar 1944 skilnaðartillögu um niðurfellingu dansk-íslenska sam- bandslagasamningsins frá 1918. Stjómarskrárfhimvarpið var síðan afgreitt frá Alþingi 8. mars 1944 með fyrirsögninni „Stjómarskrá lýðveldisins Island". 16. júni 1944 em bæði málin samþykkt einróma í sameinuðu þingi. Árið 1944 var ár glæstra vona og dýrra fyrirheita, ár er færði islensku þjóðinni hið fullkomna þjóðfrelsi. Allt frá þessum tíma hefur stjómarskrá lýðveldisins ís- lands verið í endurskoðun, en stað- ist í flestu tímans tönn. Það virð- lgörstað Sigþrúður Ingimundardóttir „Það sama eigum við að gera nú. Það á að vera hverjum stað metnaðarmál að koma út með hæst kosninga- hlutfall og sýna í verki að skoðanakannanir fjölmiðla að undan- förnu eigi við rök að styðjast.“ ist hafa verið samdóma álit þjóðar- innar að starfssvið forseta Islands skuli hafíð yfír dægurþras. í því embætti skuli kristallast samein- ingartákn hinnar íslensku þjóðar, óháð pólitísku valdi. Sú skoðun er enn ríkjandi eins og glögglega kom Svar til ritsljórnar vegna leiðaraskrifa og Reykjavík urbréfs í tilefni forsetakosninga þann 25. júní nk. Lýðveldistakan byggðist á hugsjón þeirra sem börðust fyrir frelsi og sjálfstæði landsins. Hugsjón eins og orðið ber með sér er það þegar menn sjá í huga sér hvemig þjóðfélagið þarf að vera í framtíðinni til þess að það svari þörfum tímans. Það voru hugsjónamenn eins og Leonardo da Vinci og Michelangelo sem lögðu grunninn að manngildisstefnunni sem braust f gegn um hjátrú og fá- fræði miðaldanna. Síðar komu þessar hugsjónir, sem virtust óraunsæjar á sínum tíma, fram í vísindum og breyttu þjóðskipulagi. Þær lögðu grunn að því lýðræðisfyrirkomulagi og þeim tækniframförum sem við búum viðí dag. Án þessara hugsjóna hefðum við ekki kosningar, engin sjónvörp og engar tölvur. En sagan heldur áfram og nú f dag gefa hug- sjónir um framtíðina þá stefnu sem við viljum fylgja. Framtíðarþjóðfélagið Þær hugsjónir sem liggja að baki stjómarskrá íslands byggjast á þörf- um framtíðarinnar. Framtíðarþjóð- félagið þarfnast virkni fólks til þess að það geti þróast í allra hag. Við búum í flóknu tæknisamfélagi sem verður að ófreskju án virkrar þátt- töku fólksins. Þetta vita stjómendur í nútíma atvinnurekstri manna best. Þau fyrirtæki sem ekki fá starfs- fólkið með í ákvarðanatöku og skap- andi þátttöku verða undir í sam- keppninni og falla úr leik. Hin allra bestu þeirra gera líka vel við starfs- fólk sitt. Breytingar á stjómunarað- ferðum í þjóðfélaginu eru þyngri í vöfum en ekki sfður nauðsynlegar. Fámennisstjóm er þar föst í sessi og það veldur bæði lélegum árangri í efnahagslífínu og mikilii misskipt- ingu meðal þegnanna. eftirAshildi Jónsdóttur í hinu víðlesna og virta .dagblaði Morgunblaðinu gaf að líta þriggja dálka forystugrein þriðjudaginn 14. júní sl. Er hún full af rangtúlkunum og villandi upplýsingum um for- setaembættið og stjómarskrána. þar er fjallað um sögu lýðræðisins og látið að því liggja að draumur þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar hafí verið að stofna hér lýðveldi með sterku miðstjómar- valdi. Leiðarahöfundur reynir einnig að telja fólki trú um að til þess að fólkið geti fengið völdin í hendur gegnum embætti forseta Islands þurfí sfjómarskrárbreytingar. Að öðru leyti er greinin uppfull af við- vörunum við því að málum sé skot- ið til þjóðarinnar. Hótað er glund- roða, stjómarkreppum og átökum í landinu ef svo verði gert. í Reykjavíkurbréfí þann 18. júní er haldið áfram að spinna lopann um sama eftii í enn fleiri dálkum, en tilgangurinn sá sami, þ.e. að vara fólk við lýðræðinu. Hug- myndaflugið í Reykjavíkurbréfínu er þó öllu meira, því þar sefja þeir Morgunblaðsmenn fram þá stór- kostlegu kenningu að 26. grein stjómarskrárinnar, sem fjallar um rétt forsetans til að neita að skrifa undir lög og leggja þau undir dóm þjóðarinnar, sé til þess að undir- strika vald forsetans. Líkja þeir því við bamaskap að heyja kosninga- baráttu á þeim grundvelli að forset- inn beiti þessum rétti sínum sam- kvæmt 26. greininni. Þar sem ritstjórar Morgunblaðs- ins vilja sjálfsagt láta taka mark á sér sem rökvísum og heiðarlegum blaðamönnum, verð ég að koma með nokkrar ábendingar og leið- réttingar á augljósum rökvillum. Fyrst Morgunblaðsritstjórar eru á annað borð að rifja upp sögu sjáif- stæðisbaráttunnar, ættu þeir að gefa sér tíma til þess að glugga í rit Jóns Sigurðssonar. Þar er að fínna allt aðrar hugmyndir um lýð- ræðið en að það felist í sterkri miðstjóm. Þvert á móti talar Jón Sigurðsson um mikilvægi valddreif- ingar. Hann hvetur þjóðina til að rísa upp gegn fámennisvaldinu og trúa á mátt sinn og megin. í bókinni „Hugvekja til íslend- inga“, sem er úrval úr ritum og ræðum Jóns Sigurðssonar til loka þjóðfundar, segir hann m.a. á bls. 116: „Þjóðin er ekki til handa emb- ættismönnum sínum, heldur eru þeir handa henni. Hún á þá með að kreija þá reikningsskapar fyrir stjóm þeirra og þeir eiga að svara. En hér verður þjóðin öldungis þýð- ingarlaus nema ef það gæti orðið embættismönnum til æfingar að „Otti ykkar ritstjór- anna við lýðræðið er nú ósköp barnalegnr og alveg ástæðuiaus og styðst ekki við reynslu í öðrum löndum. Þjóð- aratkvæðagreiðslur eru háðar um hin ýmsu mál í Sviss árlega o g þykir ekki tiltökumál. Þar ríkir enginn glund- roði né upplausnar- ástand, þvert á móti gengur stjórnkerfið þar eins o g svissneskt úr. Neitunarvald for- seta er einnig beitt í öðrum löndum t.d. í Bandaríkjunum. Þar hafa forsetarnir oft beitt þessu valdi sínu án þess að til síjórnar- kreppu hafi komið.“ stjóma viljalausum skepnum og sýna þeim hve miklir þeir væru. Þar sem þjóðimar taka sjálfar þátt í stjóm sinni er þessu öðruvísi var- ið.“ Þessi helsti forvígismaður sjálf- stæðisbaráttunnar hefur sem sé verið haidinn samskonar bamaskap og Sigrún Þorsteinsdóttir, sem núna hvetur íslendinga til að vera ftjálsa og hugsandi menn sem taki ábyrgð á eigin málum. Þennan boðskap hafa höfundar stjómarskrárinnar skilið. Ákvæði hennar um rétt fólksins eru af- dráttarlaus og skiljanleg öllum sem eru sæmilega læsir. 26. grein stjómarskrárinnar hljóðar svo: „Ef alþingi hefur samþykkt laga- frumvarp, skal það lagt fyrir for- seta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt og veitir stað- festingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfesting- ar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þó svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjun- ar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Þessi ákvæði hafa aldrei verið framkvæmd því hefðir þess þing- ræðis- og embættismannavalds sem þróast hafí í skjóli konungs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.