Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 67
„ qrnimrrwnmSifTTCjrtlOI OIÖAiavrfmflOM
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988
■ VALDIMAR Grímsson,
landsliðsmaður í handknattleik, var
aftur skorinn upp vegna ristarbrots
í fyrradag. Valdimar ristarbrotnaði
á síðastliðnum vetri, en var farinn
að æfa aftur. Meiðslin tóku sig upp
á ný á æfingu fyrir nokkrum dögum
og varð hann að fara í uppskurð.
Að sögn Gunnars Þórs Jónssonar,
læknis, getur Valdimar farið að
æfa þrek að nýju fljótlega — en
verður væntanlega kominn á fulla
ferð að nýju eftir fjórar vikur.
■ ÞORGILS Óttar Mathiesen
og Einar Þorvarðarson hafa einn-
ig átt við meiðsli að stríða. Einar
er farinn að æfa aftur og Þorgils,
sem snéri sig á ökkla á æfingu í
fyrradag, byijar aftur nú í vikunni.
I HILMAR Björnsson og Viðar
Símonarson, handknattleiksþjálf-
arar fara í ágúst til Nígeríu og
Tanzaníu á vegum Handknatt-
leikssambands Islands, þar sem
þeir halda þjálfaranámskeið fyrir
þjálfara frá Afríkulöndum. Talið er
að þjálfarar frá um 20 löndum
mæti á námskeiðin.
■ FJÓRIR landsliðsmanna ís-
lands í handknattleik starfa við það
í sumar á vegum HSÍ að safna
auglýsingum í blað sem kemur út
fyrir Flugleiðamótið í ágúst. Þetta
eru þeir Kristján Arason, Einar
Þorvarðarson, Sigurður Sveins-
son og Júlíus Jónasson.
I RAMON Mendosa, forseti
Real Madrid hefur verið rekinn frá
spænska knattspymusambandinu,
sem varaforseti þess. Mendosa var
ekki neitt yfír sig hrifinn af gengi
spánska landsliðsins í Evrópu-
keppninni og átti hann að hafa
gagnrýnt Miguel Munoz, þjálfara
liðsins, heldur ótæpilega f útvarps-
viðtali eftir að Spánveijar höfðu
tapað fyrir V-Þjóðveijum og
Itölum. Forseti sambandsins, Jose
Luis Roca, sagði að Mendosa hefði
hagað sér dónalega og að knatt-
spymusambandið gæti alveg verið
án hans starfskrafta.
■ ROBERT Walters, knatt-
þrautarsnillingurínn mikli, mun
leika listir sínar í hálfleik í kvöld á
Kópavogsvelli, þar sem Breiða-
blik mun mæta IBV.
■ ANDRI Marteinsson, leik-
maður VOdngsliðsins í knatt-
spymu, mun ekki leikið sfðustu leiki
liðsins í 1. deildarkeppninni. Andri
heldur til Alabama f Bandaríkjun-
um í sumar. Þar mun hann stunda
nám í fjölmiðlafræði.
■ NERY Pumpido, landsliðs-
markvörður Argentínu, sem lék
með heimsmeistaraliði landsins í
Mexikó, hefur gengið til liðs við
spænska féiagið Real Betis. Fyrir
ellefu mánuðum var útlitið ekki
bjart hjá Pumpido, sem missti fing-
ur á æfingu hjá félagi sínu River
Plate. Læknar náðu að græða fing-
urinn aftur á. Pumpido, er 31 ára,
kostaði Betis 13.5 millj. ísl. kr.
■ MEISTARAMÓT Islands í
hoiukeppni í golfi fer fram á Hólm-
svelli í Leiru dagana 24. júní til
26. júní. Þátttökurétt hafa kylfing-
ar með 7 högg eða færri í forgjöf
og hefst mótið á 18 holu höggleik
til röðunar í 16 sæti. Skráningu í
keppnina lýkur klukkan 20 í kvöld.
FRJÁLSÍÞRÓTTIR / KRINGLUKAST
Wolfgang Schmidt setti
v-þýskt met og Vésteinn
jafnadi íslandsmetið
.. _ *
KÖRFUKNATTLEIKUR
Fimm félög búin
að ráða þjálfara
Um helgina gengu tvö félög í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik frá ráðningu þjálfara
fyrir næsta keppnistímabil. Það voru IBK og
Haukar, en nú eru fimm félag af tíu búin að
ráða sér þjálfara.
Lee Nober skrifaði undir samning við ÍBK og
Einar Bollason tók við Haukum að nýju.
Þá eru fimm félög deildarinnar búin að ráða
sér þjálfara. Laszlo Nemeth, landsliðsþjálfarí,
mun þjálfa KR, Torfi Magnússon hefur tekið
við Valsmönnum og Valdimar Guðlaugsson
mun þjálfa lið nýliða ÍS.
Það eru því fimm félög sem enn eru þjálfara-
iaus, Njarðvík, Grindavík, ÍR, Þór ogTindastóll.
WoHgang Schmldt sést hér f mstkastl sinu.
Hann ar fyrstl frjólsíþróttamaAurlnn tll að
ná baaði a-þýsku og v-þýsku matl.
Vésteinn náði Olympíulágmarki öðru
sinni en Eggert vantaði herzlumuninn
„ÉG náði að útfœra köstin vel
í kvöld, tæknin var eins og hún
var þegar ég var upp á mitt
bezta fyrir áratug," sagði Wolf-
gang Schmidt, í samtali við
Morgunblaðið eftir að hafa
skrifað nýtt blað í íþróttasög-
unni og sett nýtt vestur-þýzk
met í kringlukasti, 68,22 metra,
á Burkna-mótinu í Hafnarfirði
í gær. Á mótinu náðist mjög
góður árangur og jafnaði Vé-
steinn Hafsteinsson, HSK, ís-
landsmet sitt, kastaði 65,60
metra.
Það var ánægjulegt að slá met
Hein-Direck Neu, sem var
68.08 metrar. Takmarkið var að
kasta yfir 68 metra í ár. Þar sem
því marki er nú náð verð ég að
endurskoða áætlanir mínar og setja
mér nýtt mark því mikið er eftir
Vésteinn Hafstelnsson sést hér kasta og jafna íslands-
met sitt.
af keppnistímabilinu. Nú verð ég
að stefna á 70 metrana," sagði
Schmidt, sem setti heimsmet, 71,16
metra, í Austur-Berlín 9. ágúst
1978, eða fyrir áratug.
Schmidt dansaði af gleði
Metkastið kom í fjórðu umferð á
Burkna-mótinu og dansaði Schmidt
af gleði á kastvellinum í Kaplakrika
að því settu. Fyrsta kastið mældist
60,44, næsta kast 67,48 en hið
þriðja var ógilt. í fimmtu og sjöttu
umferð kastaði hann 67,00 og
65,62 metra. *
Schmidt á líklega mikið inni í
kringlukastinu þar sem hann er
ekki nema 34 ára gamall. Þetta er
fyrsta keppnistímabil hans frá 1981
þar sem hann féll f ónáð í heima-
landi sínu Austur-Þýskalandi og var
fangelsaður á annað ár fyrir að
hafa aðrar skoðanir á lífinu og til-
verunni en lejrfilegar eru þar í landi.
Hann fékk að flytjast til Vestur-
Þýskalands í fyrrahaust og tók þá
að nýju til við æfingar og keppni.
Vésteinn náði ÓL-lágmarkinu
öðnislnni
„Þetta er leiðinleg tala,“ sagði Vé-
steinn Hafsteinsson eftir að hafa
jafnað íslandsmet sitt. Skemmti-
legra hefði honum þótt að bæta
met sitt, en hann virðist í æfingu
til þess. Metkastið kom í þriðju
umferð en einnig átti Vésteinn
62,40, 62,00 og 61,96 metra kösL
Með afreki sínu náði hann Ólympíu-
lágmarki öðru sinni og tryggði því
þátttökurétt sinn í Seoul.
Aðrir náðu góðum árangri á
Burkna-mótinu. Norðmaðurinn
Olav Jensen kastaði 64,08 og Eg-
gert Bogason 62,64. Er það bezti
árangur þeirra í ár og vantaði Eg-,
rt aðeins herslumuninn til að ná
lympíulágmarkinu, sem er 63,00
metrar. Hann kastaði 63,18 á
Burknamótinu í fyrrasumar. Næst-
lengsta kast Eggerts mældist 62,38
metrar. Svíin Göran Svensson kast-
aði 66-68 metra í upphitun en ætl-
aði sér um of í keppninni, var of
kappsfullur í hringnum og kastaði
lengst 60,68 metra. Daninn Claus
Bahrc kastaði 51,86 metra.
Wolfgang Schmidt kom hingað til
lands í boði FRÍ og keppti á Flug-
leiðamótinu í fyrrakvöld. Á laugar-
daginn keppir hann sem gestur á
Meistaramóti íslands í Laugardal.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Morgunblaöié/Einar Falur
Landslidsmonnirnlr taka hraustlega til matar síns á Sprengisandi.
Landsliðið snæðir
á Sprengisandi
Landsliðið í handknattleik æfir af miklum krafti þessa dagana og ger-
ir það alveg fram í september, er það fer á Ólympíuleikana í Seoul.
Liðið æfir tvisvar á dag kl. 10.00 og kl. 18.00. í hádeginu snæðir lands-
liðshópurinn alltaf á veitingastaðnum Sprengisandi, en GGS hf., sem rek-
ur Sprengisand, ákvað að styrkja HSÍ með þeim hætti að bjóða hópnum
í mat á hveijum degi á meðan á æfingatímabilinu stendur. Landsliðsmenn-
imir Iuku lofsorði á matinn, er blaðamenn litu við hjá þeim í hádeginu í
fyrradag. Sögðu hann fjölbreyttan og góðan. Steinar J. Lúðvíksson, vara-
formaður HSI, sagði sambandið mjög þakklátt fyrir þennan stuðning. „Ég
vil, fyrir hönd HSÍ, þakka Sprengisandi fyrir þetta höfðinglega framtak
til landsliðsins okkar. Þetta er enn meira virði en krónutalan sýnir, því
þetta sparar HSÍ heilmikla fyrirhöfn," sagði Steinar á blaðamannafupdi
á Sprengisandi. Talið er að andvirði styrks GGS hf. til HSÍ sé á bilinu
átta hundrað þúsund til ein milljón króna.