Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 Útgefandi nmMtoiíb Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Islenskan erlendis Ifréttagrein hér í blaðinu er skýrt frá því að ungur danskur fræðimaður, Kirsten Wolf, hafi verið ráðinn forseti og prófessor við íslenskudeild Manitoba- háskóla í Winnipeg í Kanada. Þessi staða var stofnuð við Manitoba-háskólann árið 1951 og hafa tveir Islendingar gegnt henni fram að þessu, þeir Finnbogi Guð- mundsson, landsbókavörður, 1951-1956, og Haraldur Bessa- son, forstöðumaður Háskólans á Akureyri, 1956-1987. Þó að mörgum kunni að þykja það sárt að ekki skuli nú íslending- ur sitja lengur í þessari stöðu er það vissulega fagnaðarefni hve margir útlendingar leggja stund á íslensk fræði og jafnvel ná þeim árangri að geta gegnt prófessors- stöðum í íslensku við erlenda há- skóla. íslenskudeildin við Manitoba- háskóla er um margt sérstök. Hún var sett á laggirnar fyrir frum- kvæði Vestur-íslendinga í Winnipeg sem stóðu fyrir söfnun meðal almennings til að mögulegt yrði að fjármagna deildina. A þess- um slóðum er mikið af fólki af íslenskum ættum og verulegur áhugi á íslenskri tungu. Mikilvægt er að allt sé gert sem stuðlað geti að því að tengslum þessa fólks við ísland sé við haldið. Fólksflutningar hafa engir verið frá íslandi til Kanada siðan 1914. Samt lifir íslenskan á stöku stað og er líklega lífseigari en tungu- mál nokkurs annars þjóðarbrots í Kanada þó margir hefðu spáð því að hún yrði útdauð um aldamótin. Hingað til lands kemur oft þriðji ættliður þess fólks sem fluttist vestur í lok síðustu aldar. Islensk- an sem þetta fólk talar er í mörg- um tilfellum svo góð að furðu sætir, enda hafa Vestur-íslending- ar frá upphafi reynt að varðveita móðurmálið meðal annars með blaða- og tímaritaútgáfu. Það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvemig íslensk fræði standa í öðrum löndum en sam- kvæmt könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum er íslenska á kennsluskrá við rúmlega 200 há- skóla utan íslands. í grein sem Guðrún Nordal rit- aði í Morgunblaðið í síðasta mán- uði kemur fram að dósentstaðan í íslenskum fombókmenntum við Oxford-háskóla, sem stofnsett var árið 1941, verður líklega „fryst“ þegar Ursula Dronke, sem nú skip- ar stöðuna, lætur af störfum í haust. Dósentstaðan sem nú verð- ur ef til vill lögð niður var á sínum tíma stofnuð vegna rausnar dr. G.H. Fowler sem gaf háskólanum allar bækur sínar, handrit og tíma- rit er vörðuðu íslenskar bókmennt- ir og að auki þrjá fjórðu hluta eigna sinna til að setja á stofn dósentstöðu í fomíslensku. Guðrún Nordal skýrir kulda- kastið sem núna virðist rílq'a á eftirfarandi hátt: „Ástæðan er ein- föld. Fjárhagur háskóla í Bretlandi hefur þrengst mjög á síðustu árum. Þær námsgreinar sem ekki draga að sér flokk nemenda né höfða til tísku samtímans, hafa orðið að víkja fýrir þeim greinum sem vinsælli eru um stundarsakir. Ein af þeim greinum er fomís- lenska. Dósentstaðan í Oxford er sér- stök að því leyti að henni er ein- göngu ætlað að sinna íslenskri tungu og bókmenntum. í þvi felst einnig styrkur hennar og mikil- vægi innan háskólans. Hún vekur athygli og hefur sína eigin sér- stöku rödd innan enskudeildarinn- ar. íslensk fræði hafa ætíð verið hluti af enskudeild í breskum há- skólum. Þau tengsl eru mikilsverð því að hinar gömlu bókmenntir Breta og íslendinga hafa sömu rætur og hagnast þess vegna á því samlífi.“ Guðrún Nordal telur að nú þurfi að treysta stöðuna á nýjan leik og þar geti Islendingar lagt þungt lóð á vogaskálamar „Það er mikil- vægt fyrir okkur að sýna áhuga á starfí þessara bresku framherja íslenskrar menningar og styðja þá í baráttu þeirra fyrir framgangi íslenskra mennta. Ef rannsóknir á íslenskum bókmenntum dragast saman erlendis, er það einnig tap okkar. Það kuldakast, sem nú ríkir í breskum háskólum, má ekki verða að hörkuvetri fyrir íslensk fræði.“ Undir þessi orð skal tekið. Ef við viljum stuðla að því að íslensk- an lifí blómlegu lífí við erlend menntasetur verðum við fyrst og síðast að hlú að henni hér heima. Einungis með líflegri umræðu um íslenskuna og íslenskar bókmennt- ir á íslandi og aðgerðum til vemd- ar tungunni getum við leitt íslensk fræði inn á nýjar brautir sem síðan verður erlendum fræðimönnum hvati til frekari rannsókna. Það ætti að vera okkur metnaðarmál að vera frumkvöðlar í þeim rann- sóknum á íslenskri tungu sem nú eiga sér stað víða um heim og eru aflvaki nýrra hugmynda og kenn- inga. Ef tekið er mið af því hvem- ig búið er fjárhagslega að þeim stofnunum sem hafa þessi mál með höndum virðist því miður vera takmarkaður áhugi á því. Úr þessu verður að ráða bót, ella getum við búist við kuldakasti í íslenskum fræðum á fleiri stöðum en Bret- landseyjum. Þá er það einnig íhugunarefni fyrir okkur að íslenskur fræðimað- ur skuli ekki hafa verið skipaður í prófessorsstöðuna við Manitoba- háskóla, því að ólíklegt er að út- lendingar geti eflt þau tengsl við Island sem nauðsyn væri og til var ætlast í upphafí — hversu lærðir sem þeir annars eru. „Allt sneisafullt af dauðum orðum“ Frá blaðamannafundi Leonards Cohens LEONARD Cohen er 53 ára gam- all Kanadamaður af rússneskum gyðingaættum, lágvaxinn, dökk- ur yfirlitum og með grásprengt hár. Röddin er djúp og hljómmik- il. Hann er hæglátur og alvöru- gefinn í fasi en það er stutt í kímnina og hann virðist gefinn fyrir að skoða skoplegri hliðar málanna. Hann á að baki langan feril sem lagahöfundur og ljóðskáld en seinni titlinum vill hann helst ekki gang- ast við, hann vill fremur kalla sig söngtextahöfund. Honum fínnst orðið ljóðskáld, eins og mörg önnur orð, úr sér gengið, og í nýlegu sjón- varpsviðtali sagði hann kíminn að ljóðskáld geti ekki lengur gengið að því vísu að stúlkur séu ginkeypt- ar fyrir félagsskap ljóðskálda. Leonard Cohen hefur nýlega gefið út sína tíundu hljómplötu, I am your Man, og hefur endurheimt fyrri vinsældir í Evrópu. Hann kom til íslands þriðjudaginn 21. júní ásamt föruneyti og heldur tónleika í Laugardalshöll á föstudag. Upp- selt er í sæti á tónleikana, en 500 miðar í stæði verða seldir við inn- ganginn áður en tónleikamir hefj- ast. Cohen hélt blaðamannafund á Hótel Sögu á miðvikudag og bar þar margt á góma og auðheyrt að hann hefur mörgu að miðla til áheyrenda. Á fundinum kom í ljós að Cohen er nokkurs konar stranda- glópur á hóteli sínu því farangur hans ásamt öllum hljóðfæmm og hljómtækjabúnaði hafði ekki komið í leitimar í Keflavík en hingað kem- ur hann ásamt hljómsveit frá Aþenu. Hann kvaðst því ekki hafa hreyft sig frá hótelinu en gat þess um leið að Flugleiðir ættu enga sök á málinu og þeir hjá flugfélaginu hefðu meira að segja verið svo vin- samlegir að senda karlpeningi hljómsveitarinnar rakvélar svo þeir gætu í það minnsta snyrt sig. Hótelherbergi eiga enga fortíð Aðspurður um hvort ekki væri einmanalegt að gista svo mikið á hótelum, sagðist hann stunda heit böð og reyndar þráði hann það mest að komast í Bláa lónið þar sem hann dvaldi um stund á þriðjudag. „Ég er háður heitu jarðvatni. Eg gæti verið í heitu vatni það sem ég á ólifað," sagði hann. „Ég les í Bibl- íunni því það er eina lesningin sem boðið er upp á í hótelum og ég nýt þess líka að lesa í henni. Eg kann annars ágætlega við hótelherbergi. Þau eiga sér enga fortíð og em mátulega hlutlaus og þess vegna laðast ég að þeim. En þetta er að verða að versta lesti hjá mér og ég er að reyna að láta af þessum ósið og verða heimakærari," sagði Coh- en með bros á vör. Vel horfir með slátt: Einmunatíð á Austur- landi en kalt fyrir vestan SLÁTTUR er ekki hafinn um norðanvert landið nema I Eyja- firði en þeir bændur og frétta- ritarar sem Morgunblaðið hafði samband við áttu flestir von á að hann hæfist um mánaðamót. Á Norðausturlandi búa bændur sig í að slá þá bletti sem best eru sprottnir en á Vestfjörðum er nokkuð í að sláttur geti haf- ist. „Nú er virkileg gróðrartíð, á daginn er glampandi sól en á nætumar rignir. Veður gæti ekki verið betra,“ sagði Guttormur V. Þormar í Geitagerði, Fljótsdal. Hann bjóst við að sláttur hæfist uppúr mánaðamótum á Héraði en nokkru síðar á Úthéraði. Eftir mikla þurrka, suðvestanstorm og hita hefði rignt tvisvar og gróður tekið vel við sér. Stefán Skaftason, Straumnesi í Aðaldal, hafði svipaða sögu að segja. „Við erum að síga af stað með þau tún sem eru best sprottin og er sláttur þegar hafinn á einum bæ í Ljósavatnshreppi. Þetta er áþekkt því sem verið hefur.“ Stef- án sagði að vel horfði með slátt, ástand túnanna væri skaplegt en enn gætti áhrifa kuldans í vor og þurrkanna að undanfömu. Við ísafjarðardjúp er ekki hægt slá nokkurn blett og gera bændur ekki ráð fyrir að sláttur hefjist fyrr en um miðjan júlí, að sögn Jens Guðmundssonar í Kaldalóni. Aðspurður sagði Jens að lítið væri um kalbletti í túnum. Nú væri kalt í veðri, kuldi og stormur, eins og undanfarnar vikur, eftir mikla hita í vor. „Tún á Vesturlandi spretta hægt, enda erfíð tíð það sem af er sumri. Flesta daga júnímánaðar hefur rignt og verið suð-vestan fárviðri, svo suma daga hefur ekki verið hægt að hafa kýr úti,“ sagði Páll Pálsson á Borg í Miklaholts- hreppi. Undanfamar 4 nætur hef- ur fennt í hlíðar. Þrátt fyrir það sagði Páll gott útlit með slátt og bjóst við að hann gæti hafist um mánaðamót ef stytti upp. Það er heldur seinna en í fyrra en svipað og í meðalári, sagði Páll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.