Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 Ekkert einsdæmi Islensku- kennsla 42 ára indveiji skrifaði Velvak- anda. í bréfinu kom fram að hann vildi gjarnan læra íslensku og bað um að fá einhveijar upplýsingar þar að lútandi. Enn fremur kvaðst hann hafa áhuga á að þýða íslenskar bækur yfir á móðurmál sitt að námi loknu. Þeir sem geta gefið honum upp- lýsingar skrifi til: Mr. A. N. Krishna Murthy, 35, Vanivilas Road, Bangalore - 560 004, INDIA Kæri Velvakandi! Ég má til með að senda þér þetta bréf eftir að ég heyrði aug- lýsta gefins kettlinga á útvarps- stöðinni Bylgjunni. Fréttamaður- inn gat þess að fjórir mánaða gamlir kettlingar fengjust gefins og hægt væri að fá upplýsingar um þá í símanúmeri hér í Reykjavík. Síðan sagði hann eitt- hvað á þá leið að ef enginn vitjaði þeirra yrðu þeir svæfðir „litlu grey- in“, svo notuð séu orð fréttamanns- ins. Þessi saga er ekkert einsdæmi um dýrahald í borginni. Nánast á hveijum degi birtast auglýsingar í dagblöðum þar sem óskað er eftir fólki til að taka að sér þessi kisu- börn. Annars er bara farið með þau til næsta dýralæknis sem stingur þau á hol með sprautu sem drepur nánast samstundis. Hvers vegna gerir fólk slíkt? Það hefur yndi ai' þessum litlu greyjum á meðan þau eru lítil og ósjálfbjarga en um leið og þau stækka og lífsfjörið drífur þau upp um húsgögn og gluggatjöld og þau hendast í gleði og leik um öll gólf, þá eru þau orðin fólki ofraun og hreint út sagt drepin, eða þeim lógað, svo notað sé fínna orðalag. Hvers vegna í ósköpunum lógar fólk ekki þessu litla lífi fyrr, áður en lífsfjörið og lífsviljinn ræður ríkjum? Hvers konar skepnuskapur ríkir í húsdýrahaldi í borginni? Þetta er vægast sagt kvikindis- háttur og miskunnarleysi. Fólk má ekki gera slíkt. Hvers vegna gerir Kattavinafélagið ekki stórátak í þessu máli? Sjálfur hef ég orðið vitni af þessum slátrunum og því ofbýður mér stefnan í dýrahaldi í Reykjavík sem og í bæjum og kauptúnum úti á landi hvað ketti varðar. Að sjá litla kettlinga, lítil kattabörn svæfð svefninum langa, einmitt þegar lífsgleðin er að vakna og er hve mest. Ég vil beina þeim orðum til kattaeigenda að láta lóga þessum litlu greyjum, ef á annað borð á að gera það, sem fyrst, áður en lífsviljinn og gleðin yfir að lifa og leika sér nær yfirráðum hjá þessum elskulegu litlu krílum. Einar Ingvi Magnússon Engan bjór Til Velvakanda. Eng-an bjór, ekkert alkóhól Bjórvín bætir ekkert úr, eykur bara vandann. Spilling, morð og gripdeildir flæða yfir landann. Embættismenn hér sök munu eiga, forseti kann þar nærri að koma. Vonandi til að afstýra slysi og þagga niður í alkohóli. Ó.P. Margt er skrýtið í kýrhausnum Til Velvakanda. Þessa dagana er pexað út af því að fjármálaráðherra neitar að afhenda það fé sem í ríkiskassann hefur komið vegna söluskatts á búvörum. Fyrir þetta er ráðher- rann yfírlýstur svikari, þar eð tveir af stjórnarflokkunum segjast hafa samþykkt söluskatt á búvörur með því skilyrði að hann yrði afhentur þeim til úthlutunar. Málið gengur sem sagt þannig fyrir sig að kaup- menn eru skyldaðir til að kreíja viðskiptavini sina um þennan mat- arskatt. Ríkissjóður innheimtir skattinn af kaupmönnum og á svo að afhenda hann landsfeðrum til útdeilingar. Ríkissjóður á svo að bera kostnaðinn vegna vinnunnar við millifærsluna. Enda ekki telj- andi eftir þar sem þetta er ein- göngu gert til hagsbóta fyrir neyt- endur. En neytendur erum við öll, hvaða atvinnu sem við stundum. Vanþakklætið er víða og er það ekki grátlegt að þegar ríkisstjórn- in hefur eftir marga fundi og mikl- ar vangaveltur fundið svona snjalla lausn að þá skuli vera til ruglukollar eins og ég sem eru að veita því fyrir sér hvort það að leggja engan matarskatt á búvör- ur sé ekki bara fullt eins hag- kvæmt fyrir neytendur og ríkissjóð eins og kjötskattshringekja okkar vísu ríkisstjómar? M.J. 4 Þakkir A. G. hringdi: „Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til starfsfólks Akra- nesspítala. Ég dvaldi þar í einn dag fyrir skömmu og hef aldrei fyrr fengið jafn frábæra þjónustu og mér var veitt þar. Karlmannsarmband Karlmannsarmband úr gulli tapaðist í miðbænum fyrir ca. 10 dögum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 641300. Fundarlaun- um- heitið. 0 * ^ ** Ofremdarástand í Old- uselsskóla Foreldri barna í Ölduseis- skóla hringdi: „Mér þykir umræðan um stöðu- veitingarnar til skólastjóra komin út í öfgar. Á sama tíma og kennar- ar skólans em að tala um hið góða starf sem fer fram innan veggja hans eru þeir að rífa það niður og bitnar það fyrst og fremst á nemendunum sjálfum. Hvað eru kennarar að fara með því að beija sér á bijóst og segj- ast hugsa um hag nemenda þegar þeir koma fram í sömu andrá og segjast ætla að leggja skólastarfið í rúst vegna þess að þeim fellur ekki í geð sá sem tekur við stöð- unni?“ „Foreldrum í hverfinu er farið að þykja nóg um og viljum við skora á kennara að koma fram af heilindum og fara eftir því sem þeir hafa ávallt sagst hafa að leið- arljósi, þ.e. að bera fyrst og fremst hag barnanna fyrir bijósti." „Komdu níSur'Kóbert. MuncLu ouð þci ert bÓKhdld.arL." Ef þú selur mannskepn- unni þessa uppfinningu, er tilveru okkar hreinlega ógnað ... Með morgimkaffinu HÖGNI HREKKVlSI /-VISTIN ER BlLUÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.