Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 37 Listahátíð: Stuttmynd Brynju fékk flest atkvæði áhorfenda Þykir ákaf lega vænt um dóm þeirra, segir Brynja Benediktsdóttir ATKVÆÐUM áhorfenda og úr- skurði dómnefndar Listahátíðar bar ekki saman, er valin var besta stuttmynd hátíðarinnar. Þriggja manna dómnefnd skipuð Sune Lund Sörensen, Viðari Víkingssyni og Sæbirni Valdi- marssyni taldi mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar „Konu eina“ best fallna til að hljóta viður- kenningu Listahátíðar. Ahorf- endur gáfu mynd Brynju Bene- diktsdóttur „Simoni Pétri fullu nafni“ 214 atkvæði, mynd Maríu Kristjánsdóttur „Ferðalagi Fríðu“ 113 atkvæði og mynd Lái-usar „Konu einni“ 72 at- kvæði. Aðspurð sagði Brynja að sér þætti vissulega vænt um dóm al- mennings og það væri upplyfting að frétta af valinu. En úrskurður dómnefndar sýndi að þær María væru ekki innvígðar í heim kvik- myndagerðarmanna. „Ég held einn- ig að það hafí haft áhrif á val dóm- nefndar, að í henni átti sæti maður sem ekki skilur orð í íslensku. í myndum okkar Maríu var textinn ekki síður mikilvægur en myndmál- ið,“ sagði Brynja. Hún sagði geysilega vinnu liggja að baki, frá því að handritin 3 voru verðlaunuð á kvikmyndahátíð í fyrrahaust. Handritshöfundar höfðu þegar útnefnt leikstjóra og gerðu þeir fjárhagsáætlun í sam- vinnu við Listahátíðarnefnd. „Það er alrangt sem kom fram í sjón- varpsviðtali við Viðar Víkingsson um va] dómnefndar, að mynd Lár- usar Ýmis hafi ein haldist innan tilsettra tíma- og peningamarka og það hafi haft sitt að segja. Okkur Morgunblaðið/Sverrir Brynja Benediktsdóttir. voru ekki sett nein mörk, heldur unnum við myndirnar í samræmi við þá fjárhagsáætlun sem Lista- hátíð gerði ásamt okkur.“ Kostnað- ur við myndina er rúmar 2 milljón- ir og sagði Brynja að hann væri undir áætlun og þætti með allra minnsta móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Brynja gerir kvikmynd en hún hefur áður unnið að gerð sjónvarpsmyndarinn- ar „Við reisum nýja Reykjavík" og stjómað 2 upptökum á leikritum Þjóðleikhússins „Lýsiströtu" og „Uppreisn á ísafirði“. Þá nam Brynja einnig kvikmyndagerð fyrir atvjnnuleikstjóra í Stokkhólmi um stuttan tíma. „Ég vinn við kvik- myndir og sjónvarp þegar tækifæri gefst og sú vinna er í raun lítið frábrugðin leikhúsvinnu. Aðalatrið- ið er að koma skálskapnum til skila. Það er enginn galdur fólginn í kvik- myndatækni, hún lærist. Handa- vinnan er einungis meiri og aðstoða fagmenn leikstjórann við hana,“ sagði Brynja Hún sagðist hafa haft verulega ánægju af vinnunni við stuttmyndin þar sem hún hefði unnið með ein- valaliði. „Það sem skyggði á var að okkur var öllum gert að vinna að lokafrágangi myndanna með dönsku fyrirtæki, sem hefði að ósekju getað vandað betur til vinnu sinnar. Lokaáfanginn var því lang- erfíðastur.“ Árangurinn sagðist Brynja án- ægð með, þó auðvitað væri alltaf hægt að gera betur. Hún hefði kos- ið að fleiri áhorfendur hefðu séð myndirnar. „Við höfum von um að geta selt myndina í kvikmyndahús á Norðurlöndum og í S-Evrópu þar sem hún er af góðri lengd. Áuk þess hefur Sjónvarpið keypt hana en það var hluti styrks Listahátíð- ar.“ Morgunblaðið/K.G.A. Göngumenn leggja af stað i Sólstöðugönguna 1988 frá Kópavogs- kirkju. Sólstöðugangan 1988: A aimaðjiúsiind manns komu í Arbæjarsafn Forsetakosningarnar: Avörp frambjóðenda í Sjónvarpinu í kvöld SÓLSTÖÐUGÖNGUNNI 1988 lauk laust eftir miðnætti aðfaranótt gærdagsins á toppi Helgafells i Mosfellssveit, og hafði þá staðið yfir i sólarhring. Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi, ræsti gönguna á Borgarholti hjá Kópavogskirkju á miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins. Sá háttur er hafður á, að ákveðnum byggðarlögum eru gerð skil á hverju ári. í þetta sinn voru það Kópavogur, Reykjavík og Mosfellsbær, en í fyrra Seltjarnarnes, Bessastaðahreppur og Kjalar- nes. Nú var bryddað upp á þeirri nýbreytni, að skipta göngunni i tvennt á hluta leiðarinnar og staldraði annar hlutinn við i Arbæjarsafni þar sem tekið var á móti börnum af barnaheimilum borgarinnar. Þar var húsdýrasýning, farið í náttúruskoðunarferðir í Elliðaárdalinn, grillaðar pylsur og farið í leiki. Þátttaka i þessum hluta sólstöðugöngunnar var mjög góð og er talið að vel á annað þúsund manns hafi komið i Árbæj- arsafn i gærdag. Vigdís hafnar ítrekaðri ósk um kappræður ÁVÖRP frambjóðenda til for- setakosninga 1988, Sigrúnar Þorsteinsdóttur og Vigdísar Finnbogadóttur, verða flutt í ríkissjónvarpinu i kvöld og hefst útsending klukkan 20.35. Vigdís Finnbogadóttir hefur hafnað ítrekaðri áskorun Sigrúnar Þorsteinsdóttur um kappræður í sjónvarpi, en eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins í gær, fór Sigrún þess á leit að forsetinn endurskoðaði þá afstöðu sína að neita að koma fram í sjónvarpi með Sigrúnu. í svari Vigdísar Finnbogadóttur segir meðal ann- ars að ekkert það hafi komið fram í kosningabaráttu Sigrúnar er gefi tilefni til að Vigdís breyti afstöðu sinni. „Ég álít enn að kynning sú sem fram hefur farið og á eftir að koma fram í útvarps- og sjón- varpsþáttum sé til þess fallin að skýra, svo augljóst sé, málstað okkar beggja fyrir þjóðinni. Stuðningsmenn Sigrúnar hafa í yfirlýsingu vegna þessa lýst von- brigðum sínum með svar Vigdísar og segja meðal annars að með því séu brotnar leikreglur sem ættu að ríkja í kosningum og lítilsvirð- ing sýnd því fólki sem ætlað er að ganga i kjörklefann þann 25. júní n.k. Eins og áður sagði lagði Sólstöðu- gangan 1988 af stað frá Borgarholti í Kópavogi og voru það 70—80 manns. Þaðan lá leiðin niður Skelja- brekku í gegnum skógræktarstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur yfir . Fossvogslækinn að Snælandsskóla, Áskrifiarshnirm er 83033 Góðum afla í Sogi misskipt. „Það veiddust 10 laxar í Soginu fyrsta daginn sem veitt var, þriðjudaginn 21. júní. Menn urðu varir við all mikið af laxi og allir laxarnir voru grálúsugir," sagði Friðrik D.Stefánsson fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Þó var veiðin ekki alls staðar góð í ánni og aflanum verulega misskipt. Þannig veidd- ust 8 laxar í landi Ásgarðs, 5 til 10 punda fiskar, einn í landi Bíldsfells og einn fyrir landi Syðri Brúar, á Landaklöppinni forn- frægu. Var það 14 punda fiskur sem fékkst á Black Sheep nr. 10 og var glíman að sögn feikna- hörð. Enginn lax veiddist í Alviðru og urðu menn þar ekkert varir og vekur það dálitla furðu. Auk þessa má geta, að veiðimenn fyrir landi Bíldsfells urðu venju fremur varir við stórar bleikjur og veidd- ust nokkrir slíkir fiskar og marg- ir sáust. Glæsibyrjun í Laxá í Dölum. Fyrsti veiðihópurinn í Laxá í Dölum snaraði rúmlega 60 löxum á þurrt á fyrstu 18 klukkustund- um veiðitímans, en veiðin hófst eftir hádegið á mánudaginn. Mik- ill lax var kominn í ána og dreifð- ur um alla á. Þetta er með fjör- legri opnunum í Laxá í Dölum í mörg ár. Nær allir laxarnir voru mjög vænir, 9 til 14 pund að jafn- aði og sá stærsti 21 pund sem kunn aflakló, Dagur Garðarsson, dró á þurrt. þar sem kveikt var miðnæturbál. Kristján Guðmundsson gekk með göngumönnum þessa leið og tendraði bálið. Margrét Olafsdóttir, tónlistar- kennari í Fossvogsskóla spilaði á gítar og sungið var frumort ljóð og lag eftir hana, „íslensk sumamótt". Fólk kom úr götunum í kring og tók þátt í gleðskapnum og margir gengu stuttan spöl með göngunni. Svo var reyndar á áfangastöðum víðar. Næst var haldið inn Fossvogs- dalinn gegnum göngin á Breiðholts- brautinni, um Elliðahólmana og upp Breiðholtið eftir snyrtilegum upplýst- um stíg, sem ástæða er til að vekja athygli á, upp á Vatnsendahvarfið. Þangað var komið laust fyrir kl. 3. Þar var áð og m.a. farið í leiki. Sól- stöðumínútan var kl. 3.59, en þá var sólin nákvæmlega hæst á ferli sínum. Hátíðarbragur var yfír þeirri stund og þögn í tvær mínútur. Gangan greindist nú í tvennt. A- gangan fór sömu leið til baka niður í Elliðavog. Þar tók Hafsteinn Sveinsson hjá Viðeyjarferðum á móti göngumönnum kl. 5 og bauð í sigl- ingu út í Viðey, og fóm um 15 göngu- manna þangað. I Viðey var snæddur árbítur og síðan var ætlunin að sigla um hinar eyjarnar Engey, Lundey og Þerney. Vegna sterkrar undiröldu var horfíð frá því og lent í Sunda- höfn kl. 8. Þá þynntist dálítið í hópn- um, sem rekja má til þess að vinnu- dagur var að hefjast og veðrið ekki upp á það besta. Þeir sem eftir voru gengu með Leirvognum hring um Mosfellssveitina, norður fyrir Grímarsfell niður Seljadal um vatna- svæðið, þar sem meðal annarra vatna eru Silungatjörn og Krókatjöm, og niður í Hafravatnsrétt. Þangað var komið um kl. 18. Loks var gengið upp Þormóðsdal yfir að Reykjalundi, þar sem göng- umar sameinuðust kl. 23. B-gangan hélt frá Vatnsenda- hvarfínu austur fyrir Elliðavatn, upp Heiðmörkina og upp á Selfjall þang- að sem komið var kl. 8. Þaðan var gengið til baka norður fyrir Elliða- vatn niður að Árbæjarsafni þar sem hlé var gert á göngunni. Samband hafði verið haft við bamaheimilin í borginni og bömun- um boðið til hátíðar. Fyrsti hópurinn kom um kl. hálftíu. í Árbæjarsafnv var húsdýrasýning í tilefni dagsins, þar sem ær með lömb sín vom í gömlum fjárhúsum og hestar í göml- um hesthúsum auk þess sem hundar vom á vakki um svæðið. Höfðu böm- in mikla ánægju af. Þá var boðið upp á stuttar náttúmskoðunrferðir í Él- liðaárdalinn, sem flórir líffræðingar stjómuðu. Krakkamir vom fróðleiks- fúsir og fyrir mörgum þeirra opnað- ist nýr heimur. Úti á túni vom svo grillaðar pylsur og lauk svo þessum þætti kl. 18. Nú var í fyrsta sinn boðið upp á dagskrá sem þessa, enda hefur þátt- takan í sólstöðugöngum verið slök um miðjan daginn undanfarin ár. í þetta sinn brá svo við, að vel á ann- að þúsund manns komu i Árbæinn. Éftir þetta tók B-gangan upp þráðinn og sameinaðist A-göngunni hjá Reykjalundi um kl. 23. Þaðan héldu svo um 50 göngumenn upp á Helgafell, þar sem velheppnaðri Sól- stöðugöngu 1988 lauk laust eftir miðnætti með hátíðlegum söng. Einar Egilsson hjá Náttúmfræði- stofnun var einn aðstandenda göngunnar. Sagði hann að mjög vel hefði tekist til að þessu sinni og hann væri sannfærður um, að í framtíðinni yrði þetta mikil hátíð. Göngunni lögðu lið: Áhugahópur um byggingu náttúmfræðihúss, Ár- bæjarsafn, Bandalag íslenskra skáta, bamaheimilin i Reykjavík, Hesta- mannafélagið Fákur, Menningar- nefnd Mosfellsbæjar, Náttúmfræði- stofnun íslands, Náttúmvemdarfé- lag Suðvesturlands, Skógræktarfél- afg Reykjavíkur, Umhverfismálaráð Reykjavíkur, Umhverfisráð Kópa- vogs og Ungmennafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.