Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDACUR 23. JÚNÍ 1988
39
Færeyjar:
Sýning á málverkum í
eigu Reykjavíkurborgar
Morgunblaðið/Emilfa
Anna-Liisa Piipari skoðaði meðal annars Listasafn íslands. Á myndinni sjást, frá hægri: Birgir ísleifur
Gunnarsson, menntamálaráðherra, Bera Nordal, forstöðukona Listasafnsins, Sólrún Jensdóttir, frú Piip-
ari, menningarmálaráðherra Finna, túlkur hennar og loks Sonja Backmann, eiginkona Birgis ísleifs.
Menntamálaráðherra og menningarmálaráðherra Finna:
Finnsk-íslenski menning'-
arsjóðurinn verði efldur
ANNA-Liisa Piipari, menningar-
málaráðherra Finnlands, og
Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntmálaráðherra, áttu
klukkustundarlangan viðræðu-
fund í menntamálaráðuneytinu í
gær. Finnski menntamálaráð-
herrann var hér á landi í opin-
berri heimsókn í boði mennta-
málaráðherra og lauk heimsókn-
inni í gærkvöldi. Viðstaddir fund
ráðherranna voru finnskir og
íslenskir embættismenn.
Ráðherrarnir ræddu um sam-
skipti íslands og Finnlands á sviði
menningar- og menntamála og
skiptust á upplýsingum um skóla-
og menningarmál í löndunum. Fram
kom að báðir ráöherramir eru
hlynntir því að efla fínnsk-íslenska
menningarsjóðinn sem stofnaður
var 1974 að frumkvæði Finna. Til-
Göngudag'ur
fjölskyldunn-
ar inn helgina
Ungmennafélag íslands og
Bandalag islenskra skáta gengst
fyrir „Göngudegi fjölskyldunn-
ar“ um helgina 25. og 26. júní
næstkomandi. Framkvæmd
göngunnar er í höndum ung-
mennafélaga og skátafélaga á
hveijum stað og sjá þau um
ýmsar uppákomur i tengslum við
hana, svo sem grillveislur og fjöl-
skylduleiki. Tímasetning
göngunnar verður augiýst á
hveijum stað.
„Göngudagur fjölskyldunnar"
hefur verið árviss viðburður frá
árinu 1979 og i frétt frá aðstand-
endum göngunnar segir að fjöldinn
hafí aukist á hveiju ári. Tóku 5 -
6.000 manns þátt í göngunni á
síðasta ári en göngumar era að
jafnaði milli 2 og 7 tímar að lengd.
Með í för verða vanir leiðsögu-
menn, sem munu lýsa helstu ör-
nefnum, kennileitum og atburðum
er tengjast þeim. Að göngu lokinni
verður þáttakendum veitt viður-
kenning.
gangur sjóðsins er að efla menning-
artengsl íslands og Finnlands með
ferðastyrkjum og öðram fjárhags-
stuðningi. Harri Holkeri, forsætis-
ráðherra Finnlands, lét í ljós áhuga
á eflingu sjóðsins í samræðum við
Þorstein Pálsson, forsætisráðherra,
er hann var í opinberri heimsókn í
Finnlandi á dögunum og hefur
málið síðan verið rætt í ríkisstjóm
íslands og fengið góðar undirtektir.
Menningarsjóðurinn hefur veitt um
30 styrki árlega en umsóknir era
að jafnaði tíu sinnum fleiri.
Þá kom fram í viðræðum Onnu-
Liisu Piipari og Birgis_ ísleifs að
árið 1990 verður haldin Islandsvika
í Tammerfors. Finnska menningar-
málaráðuneytið hefur tekið vel í að
styrkja menningarviðburði sem þar
verða. Menntamálaráðherra kvaiðst
einnig áhugasamur um að styðja
við bakið á þessu framtaki, sem
DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri
heimsækir starfsbróður sinn
Poul Michelsen bæjarstjóra í
Þórshöfn í vikuIokin.Heimsóknin
hefst í dag, fimmtudaginn 23.
júní.
Á fyrsta degi heimsóknarinnar
verður gestunum sýnd tillaga að
nýjum flugvelli sem fyrirhugað er
að reisa rétt utan við Þórshöfn.
Síðan verður gamli bæjarhlutinn
skoðaður og komið við í Þinganesi,
setri landstjómarinnar og komið að
hinum sögufræga bæ, Kirkjubæ.
Daginn eftir verður elliheimilið
að Lágargarði heimsótt og íbúðar-
húsin á Nyrsta-Horni, Listaskálinn
og sundhöllin.
Þriðja dag heimsóknarinnar
verður haldið að Kaldbak og seinna
þann dag mun Davíð Oddsson taka
fyrstu skóflustunguna að fyrir-
huguðu félagsheimili íslendingafé-
lagsins í Færeyjum. Síðar um dag-
inn verða tónleikar Camerata Lysy
í Norræna húsinu og að þeim lokn-
um mun borgarstjóri opna sýningu
í húsinu á málverkum íslenskra
hann taldi einkar ánægjulegt. listamanna fram til ársins 1940.
(Frétt frá Menntamálaráðuneyt- Era verkin öll í eigu Reykjavíkur-
inu) borgar.
Þórshöfn, frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunbladsins.
Heimsókninni lýkur sunnudaginn
26. júní.
Hásumars-
guðsþjónusta
á Þingvöllum
UNDANFARIN tvö ár hefur
hásumarguðsþjónusta farið
fram á Þingvöllum sunnudag-
inn fyrri í þingi undir kjörorð-
inu: „Horft til kristnitökuaf-
mælis“.
Að þessu sinni verður guðs-
þjónustan haldin í Þingvallakirkju
sunnudaginn 26. júní kl. 14.00.
Yfirskrift samvistarinnar er hin
sama og fyrr.
Sóknarprestur, séra Heimir
Steinsson, syngur messu og préd-
ikar. Ungmenni fara með ritning-
arorð. Organleik annast Einar
Sigurðsson og stýrir hann al-
mennum safnaðarsöng við mess-
una.
(Fréttatilkynning frá Þingvalla-
kirkju.)
Gæði á lágmarks verði
Innilegarþakkir sendum við öllum þeim mörgu
vinum okkar, sem glöddu okkur með heim-
sóknum, gjöfum og kveðjum vegna 70 dra af-
mœla okkar.
GuÖ blessi ykkur öll.
Hulda og Helgi Júlíusson.
I KRINGLUNNI S. 685440