Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 Bretland: Óvissa um framtíð endurvinnslustöðv- arinnar í Dounreay St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MALCOLM Rifkind, Skotlands- málaráðherra bresku ríkis- stjórnarinnar, sagði í Katanesi síðastliðinn föstudag, að engin ákvörðun hefði verið tekin um framtíð endurvinnslustöðvar- innar í Dounreay. Rifkind var á ferð um Katanes til að skoða umdeildar fram- kvæmdir í skógrækt þar um slóð- ir. Hann var spurður í BBC-sjón- varpinu í Skotlandi um framtíð stöðvarinnar í Dounreay. Hann kvaðst ekkert geta sagt á þessu stigi, þar sem verið væri að vinna að skýrslu um málið og engin ákvörðun hefði verið tekin. Hann vildi ekki heldur spá um það, hvort stöðin yrði enn starfandi eftir fimm ár. Rifkind sagði einnig: „Það er engan veginn víst, að neinar breyt- ingartillögur komi fram í kjölfar þeirrar endurskoðunar, sem nú Nýja Sjáland: Mannfellir úr flenzu Wellington. Reuter. NÝ tegund af inflúenzu hefur orðið vart í Nýja Sjálandi og hafa 11 manns þegar dáið af völdum hennar. Óttast er að flenzan eigi eftir að breiðast enn frekar út. Nýsjálenzk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið veirunni, sem flenzunni veldur, nafnið A/Christchurch eft- ir borginni Christchurch á Suðu- rey, þar sem 11 fullorðnir hafa dáið af völdum flenzunnar. Einkenni flenzunnar eru vöðva- verkir, slæmur höfuðverkur, háls- remma og augnverkir og hitaköst. stendur yfir. Hver einasti þeirra, sem að þessari ríkisstjóm standa, gerir sér fulla grein fyrir efna- hagslegu mikilvægi stöðvarinnar fýnr Katanes." I stöðinni, þar sem fram fer endurvinnsla kjarnorkuúrgangs, vinna um 2000 manns, og það væri meiri háttar áfall fýrir íbúa Kataness, ef stöðin yrði lögð niður eða dregið úr starfsemi hennar. Ástæðan fyrir þessum áhyggj- um Katanesbúa er ekki aðeins yfirstandandi endurskoðun á starfsemi stöðvarinnar, heldur fyr- irhuguð sala á raforkufyrirtækjum í eigu ríkisins. Um 30% af tekjum stöðvarinnar í Dounreay koma sem styrkur frá bresku landsvirkjuninni, CEGB, og það er ekki ljóst, hvort þær tekjur haldast, að sögn blaðafull- trúa stöðvarinnar, eftir sölu ra- forkufyrirtækjanna. í þeim hugmyndum, sem nú liggja fyrir, er gert ráð fyrir, að dreifingaraðilum raforkunnar verði gert skylt að kaupa ákveðið hlutfall af raforku úr kjamorku- vemm. Ef fjármagna ætti kjam- orkustöðvamar á fijálsum mark- aði, myndu þær smám saman leggjast af og einungis byggjast upp stöðvar, sem gengju fyrir kol- um eða vatnsafli. Fjárfestingin í kjamorkustöðvunum er svo lengi að skila sér, auk þess að vera tvísýn, að fjármagnseigendur gætu ekki réttlætt hana. Ríkis- stjómin vill hins vegar halda áfram uppbyggingu kjamorkustöðvanna til að koma í veg fyrir, að kola- námamenn hafi kverkatak á orku- iðnaðinum í landinu. Einnig telja ýmsir, að kjamorkan verði mun hagkvæmari í framtíðinni en hún er nú. Áhuginn á kjamorkufram- leiddri raforku hefur dvínað hjá frammámönnum, að sögn blaða- fulltrúans. Þess vegna er allt í óvissu um framtíð endurvinnslu- stöðvarinnar í Dounreay. Bílsprenging í Béirut BÍLSPRENGJA sprakk í gær skammt frá aðal- stöðvum hers kristinna manna i Beirut. Lést einn maður af völdurn sprengingarinnar og 19 slösuð- ust. Foringi í herliði kristinna manna sagði, að 20 kg af sprengiefni hefði verið komið fyrir í fólksbifreið, sem lagt var í Karantina-hverfinu, skammt frá aðalstöðvum hersins. Sagði hann, að hryðjuverkamennirnir hefðu lagt bílnum í þröngri götu til að áhrif sprengingarinnar yrðu meiri. Nokkru eftir sprenginguna fannst önnur sprengja í bíl skammt frá en hana tókst að gera óvirka. Að minnsta kosti 82 menn hafa týnt lífi í bílsprengingum og 205 slasast í Líbanon á þessu ári. Skoðanakönnun í Israel: Meiríhlutínn vill semja um hernumdu svæðin Tel Aviv. Reuter. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós, að meirihluti ísraela vill komast að einhveijum samningum um hernumdu svæðin, Vesturbakk- ann og Gaza. í gær var kveikt í skógi í Norður-ísrael og urðu 20 hektarar eldinum að bráð áður en tókst að hemja hann. í skoðanakönnun, sem birt var í gær, kemur fram, að 54% Isra- ela vilja komast að málamiðlun eða Reuter Ein ogyfirgefin Jósefína er hálfdöpur þar sem hún situr ein í dýragarðinum í San Fransisco I Banda- ríkjunum. Yfirvöld dýragarðsins deila nú um hvort flytja eigi Jósefínu í dýragarð í Fíadelfíu svo hún geti makað sig við karl- órangútan sem þar er. Þar til deilan er leyst situr Jósefína ein og yfirgefin í San Fran- sisco. samningum við Palestínumenn, 1,5 milljónir manna, á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu en þau lögðu Israelar undir sig árið 1967. 43% voru andvíg hvers kon- ar samningum. Könnunin, sem birt var í blaðinu Jerusalem Post, var gerð í maí sl., fimm mánuðum eftir að andóf Palestínumanna hófst. Hefur það kostað_219 Pa- lestínumenn lífið og fjóra ísraela. Palestínumenn í austurhluta Jerúsalemborgar og á hernumdu svæðunum efndu í gær til alls- heijarverkfalls og voru verslanir lokaðar og samgöngur lágu niðri. Þá hafði lögreglan mikinn við- búnað vegna dreifirita þar sem Palestínumenn voru hvattir til að koma af stað skógareldum sem víðast í landinu. í gær gerði lög- reglan óvirka stóra sprengju, sem fannst skammt frá borginni Beers- heba í suðurhluta landsins. Voru 50 Palestínumenn handteknir og yfirheyrðir af þeim sökum. ERLENT Noregur: Krefjast opinberr- ar rannsóknar á sölu á þungn vatni Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKIR stjórnmálaleiðtogar kröfðust þess á þriðjudag, að sala á þungu vatni frá Noregi sætti opinberri rannsókn. Krafa þessi kemur i kjölfar ásakana um, að þungt vatn, sem selt var til Vestur-Þýskalands, hafi ver- ið endurselt ólöglega til Ind- lands og notað við gerð atóm- vopna. Vestur-þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur eftir banda- rískum sérfræðingi í síðasta tölu- blaði sínu, að níu tonn af þungu vatni, sem selt var til Vestur- Þýskalands á árunum 1976-81, hafi verið endurseld til Indlands. Sérfræðingurinn, Gary Mulhollin prófessor, segir, að það hafi verið vestur-þýska fyrirtækið Alfred Hempel, sem seldi Indverjum þunga vatnið. Því hefur áður verið haldið fram, að 15 tonn af þungu vatni, sem selt var til Vestur-Þýskalands á árinu 1983, hafi farið annað en til stóð. Þunga vatnið, sem Indveijar hafa fengið frá Noregi, hefur gert þeim kleift að búa til milli 20 og 40 atómsprengjur á stærð við þá, sem varpað var á Hiroshima 1945. Thorvald Stoltenberg, utanrík- isráðherra Noregs, tilkynnti í gær að hann myndi beita sér fyrir því að sala á þungu vatni yrði rann- sökuð ofan í kjölinn. „Ég vona að sölu á þungu vatni verði hætt, þetta mál hefur valdið svo miklum deilum," sagði Stoltenberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.