Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 33 Kanada: Sautján sovéskum sendi- mönnum vísað úr landi Toronto, Moskvu. Reuter. KANADASTJÓRN hefur vísað sautján sovéskum sendimönnum, sem grunaðir eru um iðnaðar- njósnir, úr landi. Brian Mul- roney, forsætisráðherra Kanada tilkynnti þetta á þriðjudag. Sov- étmenn hafa gefið í skyn að þeir hyggist svara í sömu mynt og vísa kanadískum sendimönnum úr landi. Mulroney staðfesti að mennirnir sautján hefðu verið ákærðir fyrir njósnir, en gaf engar frekari upplýs- ingar á blaðamannafundi sem hann hélt í lok fundar sjö helstu iðnríkja heims í Toronto. „Ég get staðfest að við gripum ril aðgerða í síðustu viku,“ sagði Mulroney og bætti við að síðar í þessari viku yrði greint nánar frá málavöxtum. Mulroney gagmýndi ekki sovésk yfirvöld en sagði að vestrænar þjóðir yrðu að vera á varðbergi. Tveir Sovétmannanna eru starfs- menn sendiráðs Sovétríkjanna í Ottawa og sex störfuðu fyrir sov- éska sendiráðið í Montreal, að sögn starfsmanns kanadísku stjórnarinn- ar. Níu sovéskum sendimönnum, sem fóru frá Kanada fyrir skemmstu, hefur verið tilkynnt að þeir fái ekki að koma inn í landið. Sovéskum sendimönnum var síðast vísað úr landi í Kanada árið 1984. Sovéskum yfirvöldum var til- kynnt um brottvísunina í síðustu viku. Gennadíj Gerasímov, talsmað- ur sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi í Moskvu að aðgerðum Kanadastjórnar yrði svarað. „Líklega verður kanadísk- um sendimönnum vísað úr landi, það verða að teljast eðlileg viðbrögð við þessari ögrun,“ sagði Ger- asímov. Hann las upp yfirlýsingu á blaðamannafundinum þar sem að- gerðum Kanadastjórnar var mót- mælt og staðhæft að ákærur á hendur sendimönnundm væru ekki á rökum reistar. Gerasímov vildi ekki segja til um hversu mörgum kanadískum sendimönnum yrði vísað úr landi. Sovésk stjórnvöld höfðu ekki haft samband við sendi- ráð Kanada í Moskvu í gær. Kína: Þriðjungur verkamanna aðgerðarlaus á vinnustað Peking, Reuter. í fyrsta sinn í fjörutíu ár viður- kenna kinversk stjórnvöld að at- vinnuleysi sé vandamál í Kina. Talið er að þriðjungur verka- manna í borgum landsins séu verklausir daglangt vegna of mikils fjölda starfsfólks. Dagblað alþýðunnar í Kína greindi frá því fyrir viku að allt að 30 milljónir manna sætu á vinnu- stöðum daglangt án þess að gera handtak. Þessir æviráðnu iðjuleys- ingjar eyða vinnudeginum í spila- mennsku og sjónvarpsgláp. „Of- mönnun leiðir til lítils aga, lélegra launa og er að gera Kínverja að letingjum," sagði í blaðinu. Fyrr í þessum mánuði sagði Zhao Ziyang, formaður kínverska komm- únistaflokksins, erlendum sendi- mönnum að einn af hveijum þrem verkamönnum í borgum landsins hefði ekkert við að vera í vinnunni. Ziyang sagði að fimmtungur ríkis- fyrirtækja töpuðu miklu fé vegna þessa og þyrfti að loka þeim. Verkamenn í verksmiðjum í Kína hafa til þessa verið dekurbörn kínverskra stjómvalda. Þeim hefur verið tryggð æviráðning og þjón- usta frá vöggu til grafar. Vestrænn sendimaður í Kína sagði í samtali fyrir skömmu að kínverskir leið- togar hefðu komist að þeirri niður- stöðu að ríkisrekin fyrirtæki gætu ekki skilað arði ef ekkert yrði að gert varðandi yfirmönnun þeirra. „Ef þessu á að breyta verða kínver- skir frammámenn að vinna bug á jafnréttisstefnunni sem verið hefur við lýði í Kína í marga áratugi. Kínveijar líta svo á að allir hafi jafnan rétt til að fá vinnu og allir eigi að fá sömu laun,“ sagði sendi- maðurinn. Fyrirtæki í Kína hafa leyfi til að segja upp starfsmönnum. Mörg þeirra óttast að ef gripið verður til þess að segja upp starfsmönnum leiði það til verkfalla og uppþota. Því hafa þau reynt að grípa til ann- arra ráða líkt og námufyrirtæki í Kousseya, Egyptalandi, Reuter. 47 EGYPSKIR pílagrímar létu lífið í eldsvoða við gamalt klaustur aðfaranótt miðviku- dags. Meðal hinna látnu voru 27 böbn. Fólkið var gestkom- andi í klaustrinu vegna trúar- hátíðar og bjó í tjöldum. Flestir dóu í svefni af völdum eldsins eða tróðust undir þegar óttas- legið fólkið reyndi að flýja. Eldurinn kviknaði eftir mið- nætti og tók 7 tíma að ráða niður- lögum hans. Talið er að kæruleysi grennd við Shanghai, sem tók það til bragðs að láta letingjana vinna til þess að halda starfi sínu hjá fyrir- tækinu. Fimmtíu og sex starfsmenn sem höfðu ekki gert annað í langan tíma en horfa á félaga sína vinna voru sendir í „endurhæfingu“. Laun þeirra voru lækkuð og þeim fengin verkefni svo sem eins og hreingem- ingar og reiðhjólaþrif eða lestur góðra bóka. Þeir fimm sem stóðu sig best fengu að hverfa til sinna fyrri starfa en fimm letingjar voru látnir { „endurhæfingu" og svo koll af kolli. einhverra af þeim 2000 gestum sem dvöldu í klaustrinu hafí valdið því að neistar frá rafali kveiktu í bensíngeymi en þaðan breiddist eldurinn út um tjaldsvæði þar sem fólkið svaf. 15 manns slösuðust en munkarnir 50 sem í klaustrinu voru, sluppu allir ómeiddir. Kousseya er um 350 kílómetra sunnan við Kaíró og talið er að Jesús Kristur, María og Jóséf hafí haft þar viðdvöl þegar þau flúðu undan ofsóknum Heródesar fyrir tæpum 2000 ámm. Egyptaland: 47 létu lífið í eldsvoða þá höfum við það að leiðarljósi í 20 ár að enga rétti úr úrvals hráefnum fyrir lágt verð. Af því tilefni kynnum við nú réttina og verðið í hádeginu á næstu vikum. Auk hins hefðbundna dagseðils, sem inniheldur 7-10 rétti daglega, þá minnum við jafnframt á aðahnatseðilinn, sem hefur að geyma 50 rétti. Blandaðurfiskur áteiniVerðkr. Hreindýra- smásteik Verð kr. Nautasneið Verðkr. Bjarni Ágústsson og starfsfólk hótelsins býður ykkur velkomin. Hjá okkur er, og hefur verið, opið allan daginn, alla daga, allt árið um kring. SÍMI 25700 ARÐASTAL Aratuga ending - margir litir = HÉÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000 Vý'.< CO 23 Sitfni 688650
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.