Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988
Opna Austurlandsmótið:
Polgarsystumar
eínokuðu sigursætin
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 vinningar
1. Z. Polgar X V2 V2 V2 1 1 0 1 1 (1) 5V2
2. J. Polgar V2 X V2 1 1/2 V2 1 1/2 1 (1) 51/2
3. Karl Þorsteins V2 V2 X 0 1 1 V2 1 V2 5
4. Hannes H. Stefánss. V2 0 1 X 0 1 1 1 V2 5
5. Þröstur Þórhallss. 0 V2 0 1 X V2 V2 1 1 V2 4'/2
6. Björgvin Jónsson 0 V2 0 0 V2 X 1 V2 1 31/2
7. Sævar Bjamason 1 0 V2 0 V2 0 X 0 V2 21/2
8. J. Plaskett 0 V2 0 0 0 V2 I X V2 21/2
9. Mark Orr 0 0 V2 V2 0 0 1/2 V2 X V2 2
10. Helgi Ólafsson (0) (0) P/2) (1/2) 1
Skák
Karl Þorsteins
Polgar-systurnar snjöllu frá
Ungveijalandi gerðu góða ferð
á Opna Austurlandsmótið á Eg-
ilsstöðum sem lauk fyrir helgi. í
A-flokki urðu þær efstar og jafn-
ar Zsusa Polgar og Judit Polgar.
Þær hlutu 5'/2 vinning af átta
mögulegum. Þriðja systirin,
Zsofia Polgar, lét sitt ekki eftir
Jjg'Sj3 °S sigraði með yfirburðum
í B-flokki, hlaut 8V2 vinning af
níu mögulegum.
Gárungamir telja það nú víst
fullsýnt að karlpeningurinn beri
vart gæfu til að hreppa sigursætið
á komandi mótum. Því þrátt fyrir
að konur séu heldur fátíðir gestir
í efstu sætum skákmóta með kepp-
endum af báðum kynjum þá vill svo
skemmtilega til að í bæði skiptjn
sem Opna Austurlandsmótinu hefur
verið haldið hefur kvenmaður skip-
að efsta sætið. Í fyrra átti í hlut
hin landflótta sovéska skákkona
Anna Akhsharumova sem sigraði í
A-flokki og nú bættu systumar um
betur og sigruðu í báðum flokkun-
um.
Það þarf engum blöðum um það
að fletta að sigur systranna var
fyllilega sanngjam. Allar tefldu þær
af miklum krafti og lögðu flesta
andstæðinga sína án mikillar mót-
stöðu. Já menn brostu einungis út
í annað þegar andstæðingur hinnar
ellefu ára gömlu Judit Polgar í
fyrstu umferð rétti fram hendina,
heldur sneypulegur til merkis um
uppgjöf. Það átti þó eftir að koma
á daginn að fleiri keppinautar henn-
ar væm hrelldir. Það var skemmti-
leg sjón að sjá andstæðinga hennar
sífellt brúnaþyngri á meðan á skák-
unum stóð, sitja andspænis stúlk-
unni sem jafnan sat með sakleysis-
legt bros og tefldi af miklum krafti.
Vissulega hefur snilli þeirra systra
borist um víðförla heimsbyggðina á
síðustu ámm en fæstir áttu þó
kannski von á því að andstæðing-
amir gæfust hreinlega upp í um-
vörpum fyrir þeim.
Til marks um frábæran árangur
Zsusu og Judit Polgar þá munar
einungis hálfum vinningi að tilskild-
um árangri til áfanga að stórmeist-
aratitli væri náð. Þegar taflmennsk-
an er skoðuð hlýtur sú hugsun raun-
ar að koma í hugann hvort nokkur
einstaklingur hafi áður náð jafn
miklum þroska á skáksviðinu jafn
ungur og Judit Polgar. Auðvitað
em aðstæður þeirra að flestu leyti
ákjósanlegar. Taflmennskan er
þeirra lifibrauð og árið um kring
er fjölskyldan í hringiðu skákmóta
víða um veröld. En hæfíleikar þeirra
og sérstaklega Judit em einstakir
og var hreint undravert að fylgjast
með stúlkunni eftir skákir, þegar
hún var að sýna fómarlömbunum
þá leiki sem hún hugleiddi meðan
á skákunum stóð. Fórnarlömb Judit
Polgar á Austurlandsmótinu þurfa
a.m.k. ekkert að skammast sín fyr-
ir framgönguna, því ljóst er að
stúlkan sú, á eftir að kveða sér
rækilega nafns í skákheiminum í
framtíðinni.
Aðrir keppendur í A-flokki féllu
auðvitað í skuggann á frækilegri
framgöngu þeirra systra. Baráttan
var þó hörð og á heildina litið all
skemmtileg. Barist var til þrautar
í flestum skákanna og Hannes
Hlífar og Karl Þorsteins komu í
næstu sætum. Líklegast nægir
þessi árangur Hannesar honum til
lokaáfanga að alþjóðlegum meist-
aratitli. Það bíður þings Fide í Þess-
ólóniku í haust að fjalla um útnefn-
ingu hans. Hann yrði yngsti al-
þjóðlegi meistarinn sem Island hef-
ur átt, ef af verður. Helstu úrslit
má annars sjá á meðfylgjandi töflu.
Helgi Ólafsson hætti af persónuleg-
um ástæðum á mótinu 0g skákir
hans á mótinu teljast af þeim sökum
ekki með.
í B-flokki voru 24 keppendur sem
tefldu 9 umferðir eftir Monrad-
kerfi. Zsofia Polgar sigraði þar ör-
ugglega, eins og áður hefur komið
fram, hlaut 8V2 vinning. Hún tefldi
þar hins vegar einungis sem gestur
þar sem Elo-skákstig hennar eru
hærri en tilskilin voru í flokknum.
Ivanovich kom næstur stúlkunni
með 6V2 vinning og telst því vera
sigurvegari í flokknum. Hann hefur
verið búsettur hér á landi í nokkur
ár og hlaut rúmar 80.000 kr. í verð-
laun. Lokastaða efstu manna í B-
flokki varð annars þessi:
Vinn. af 9 mögul.
1. ZsofiaPolgar 8V2
2. Ivanovic 6V2
3. -4. Viðar Jónsson 6
3.-4. Sigurðaur Ragnarsson 6
5. Amar Ingólfsson 6*/2
Mótið var að mínu viti vel heppn-
að. Aðstæður voru ágætar og veðr-
ið lék auðvitað við keppendur. Það
eina sem stakk í stúf var hversu
fáir keppendur mættu til leiks og
verður vonandi bragarbót þar á ef
mótið verður haldið að ári.
Hér kemur að lokum fjörleg skák
frá mótinu. Hún var tefld í næst
síðustu umferð og skipti sköpum
um úrslit mótsins. Judit var hálfum
vinningi fyrir ofan næsta keppanda
og fyrir liðstjórnanda hvíta liðsafl-
ans var nauðsynlegt að sigra til að
eygja sigurvon á mótinu.
Hvítt: Karl Þorsteins.
Svart: Judit Polgar.
1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - c5, 3. d5
- g6, 4. Rc3 - Bg7, 5. e4 - 0-0,
6. Be2 - d6, 7. 0-0 - Ra6.
(Byijunarleikirnir eru allir vel
þekktir og má finna í flestum byij-
unarhandbókum. Almennt er staða
hvíts talin heldur vænlegri. Það er
annars athyglisvert við byijunar-
taflmennsku Judit að hún beitir
jafnan hvössum byijunarleikjum og
tekur lítt mark á fordæmingu byij-
unarfræðinga).
8. Bf4 - Rc7, 9. a4 - Bd7, 10.
Dd2 - Hb8, 11. Hel - B5?!
(Hvað er stúlkan að hugsa? var
það fyrsta sem kom í hugskotið er
peðinu var ýtt fram. Eðlilegra er
að undirbúa framrásina með 11.
a6. Staða hvíts er þó ákjósanlegri
eftir t.d. 12. e5 — Re8 13. Re4).
12. axb5 - Bxb5, 13. e5! - Rh5,
14. Bh6 - Bxe2,15 Hxe2 - Hxb2,
16. g4!
(Leikið samkvæmt orðatiltækinu
Riddari á kanti líkist aumum fanti.
Svarta staðan er nú mjög viðsjár-
verð og krefst mikillar útsjónarsemi
til að bjarga taflinu. í skíkum stöð-
um nýtast á hinn bóginn taktískir
hæfileikar Judit vel og setur hún
fjölmörg vandamál upp fyrir and-
stæðinginn sem átti einungis 25
mínútur til umráða fram að fertug-
asta leik.)
16. - Dc8, 17. h3 - dxe5, 18,
Rce5?!
(Ekki 18. gxh5 Dxh3, 19. Bxg7
Dxf3 og svartur hefur a.m.k. jafn-
NJÓTTU ÞESS TVISVAR Á DAG,
EÐA OFTAR.
Nýtt MACS tannkrem!
Einstök flúorsamsetning nýja Macs tannkremsins
verndar bæði tennur og tannhold.
Og bragðið er . . .
þú verður bara að prófa það.
-n
8
cn