Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 >> SO •Z\ S > H H X SIÐAN Ljósmynd/BS Bættir Bastar spekilegar vangaveltur, nema þær séu því betur settar fram. Það breytir því ekki að hljómsveit- in er efnileg og gaman ef hún fer að koma oftar fram. Bastarnir komu á svið þegar og Leikhúsið var búið að Ijúka sér af, en í sveitinni hafa orðið nokkr- ar mannabreytingar. Það mátti strax heyra að þær mannabreyt- ingar hafa orðið til góðs, því sveit- in er mun þéttari fyrir og yfirbragð hennar allt felldara. Munar þar mestu um bassaleik Gunnars, sem eitt sinn lék með Vonbrigð- um. Hann var framúrskarandi þéttur og traustur og dreif hljóm- sveitina áfram með Magga trommuleikara sem verður alltaf betri og betri. Eftir á að hyggja er ótrúlegt til þess að hugsa að Gunni hafi lagt bassann á hilluna í tvö ár og ekki æft með sveitinni nema í mánuð. Einna mest bar á framúrskarandi framlagi hans í gamla bastalaginu Palli, fyrsta laginu sem hljómsveitin flutti á sínum fyrstu tónleikum fyrir ári, en það léku Bastarnir eftir upp- klapp. Gítardúóið Viktor og ívar náði vel saman og kom frá sér breiðum hljóm og skemmtilegum. Bjössi söngvari gaf sig allan í flutninginn eins og endranær og hefur sjaldan verið eins líflegur þó ekki sé mikið svigrúm til að hreyfa sig í Duus. Tónlist Bastanna hefur færst í átt að poppinu, en án þess þó að sveitin hafi fórnað kraftinum, sem einkenndi hana á síðasta ári og fram á þetta ár. Bestu lögin hljómuðu mjög vel, en þó voru lög á dagskránni, sem var reyndar í stysta lagi, sem mætti vinna bet- ur eða láta víkja fyrir öðrum. Það verðurgaman að heyra hvað kem- ur frá sveitinni í haust, ef af plötu- gerð verður. Geirsbúðingarnir opnuðu tón- leikana, en sá er þetta ritar hafði af því spurnir að ekki væri rétt að líta á þá sem eiginlega hljóm- sveit, þetta væri frekar gért til gamans. Það var líka ekki meira en svo að hægt var að hafa gam- an af, en ekki skemmdi að sjá Sigurjón, leiðtoga Ham, berja húðir af miklum móð. Leikhús fár- ánleikans er aftur sveit sem tekur sjálfa sig alvarlega og það mátti heyra í tónlistinni sem var hröð, hrá og þung. Alvaran í textunum var heldur mikil, enda er popptón- list ekki vettvangur fyrir heim- lag, sem áheyrendur erum farnir að biðja mikið um, lagið Pípan. Nú eruð þið á kafi i dansmús- fkinni, enda danshljómsveit. Þegar þið setjist niður til að semja er það þá danstónlist sem þið semjið? Platan verður frekar plata til að hlusta á sitjandi, en á henni er allskyns tónlist og þar bregður fyrir reggíáhrifum, rokki, rólegum lögum og fleiru. Við settumst ekki niður og ákváðum að gera diskóplötu eða rokkplötu eða eitthvað í þá átt; við ákváðum að láta þetta bara koma af sjálfu sér. Hvernig er tónlistarlíf í Eyj- um? Það starfar ekki nema eitt dansband þar, enda eru ekki nógu margir áheyrendur til að halda nema einum stað gangandi í einu með góðu móti og það þýðir að ekki sé grundvöllur fyrir nema eina danssveit. Það er þó mikil gróska þar núna hvað varð- ar unglingasveitir, en einangrun- in setur sitt mark á allt. Það er ekki nema einn staður þar sem þessar sveitir geta leikið og það hefur sitt að segja. Þessar hljóm- sveitir eiga litla möguleika að fara að fara upp á land til að spila. Það má segja að þær þurfi að vera búnar að koma sér á framfæri til að koma sór á fram- færi. Hver gefur út? Við gefum plötuna út sjálfir, en Steinar ætlar að sjá um dreif- ingu. Við erum og vanir því að sjá um okkur sjálfir. Við setjum innkomuna af einu eða tveim böllum í útgáfuna og borgum hana þannig og eins fórum við að með upptökukostnað. Þær eru líklega ekki margar sveitirnar hór á landi sem borga hljóðvers- tímana á borðið og það erum við reyndar búnir að gera. Lokaorð. Kaupið plötuna. Leikhús fáránleikans Ljósmynd/BS Bleiku bastarnir héldu eins- konar kynningartónleika á mið- vikudagskvöldið í síðustu viku í veitingahúsinu Duus í Fischers- sundi. Áhorfendur voru rúmur níundi tugur, en með Böstunum léku sveitirnar Geirsbúðingarnir og Leikhús fáránleikans. Fimm sjöundu hiutar Sjöundar i Bjartsýni. Morgunblaöið/Þorkell Sjöund gerir innrás Meginuppistaðan í því sem danshljómsveitir leika er lög eftir aðra og þær eru marga sveitirnar sem leika eingöngu lög eftir aðra. Svo er um hljómsveitina Sjöund frá Vestmannaeyjum, en þar hefur draumurinn um að senda frá sér plötu með frumsam- inni tónlist blundað lengi. Nú er Sjöund að leggja si'ðustu hönd á hljómplötu með lögum eftir sveitarmeðlimi, sem væntanleg er í lok mánaðarins. í Sjöund eru þeir Pétur Már Jensson söngvari, Hlöðver Guðnason gítarleikari, Högni Hilmisson bassaleikari, Páll Viðar Kristinsson hljómborðsleikari, Birkir Huginsson saxófónleikari, Sigurður Ómar Hreinsson trommuleikari og Karl H. Karls- son gítarleikari. Sjöund er ráðinn til dansleikjahalds í Inghóli á Sel- fossi um hverja helgi og útsend- ari Rokksíðunnar brá sér austur fyrir fjall til að ræða við sveitar- meðlimi. Þar voru þeir allir sam- ankomnir utan einn, Karl, sem var að sögn sveitarmeölima taugaveikur, en í Ijós kom að hann hafði skorið í taug í annarri henainni. Hvernig varð sveitin til? Kjarninn er úr hljómsveitinni Telex sem byrjaði að spila um jólin 1984. Fyrsta október 1985 breyttist sveitin í Sjöund við það að inn í hana komu Þorsteinn Magnússon gítarleikari og Pétur söngvari. Þá starfaði sveitin sem húshljómsveit í veitingahúsi og varð þá að geta brugöið sér í allra kvikinda líki og leikið hvaða tónlist sem var; rólega „dinner"- tónlist, jass, hreina danstónlist eða rokk. Við æfðum þá alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá tiu til fimm og það stóð í eitt ár, enda var þetta mikill skóli. Við skiptum sveitinni upp í þrjá hópa, til að koma í veg fyrir að menn þreyttumst um of og höguðum því þannig til að það voru alltaf tveir af sveitinni í fríi í einu. Þetta er fyrsta platan. Já, en við gáfum út kassettu, einskonar partíspólu, sem selst hefur í nálægt því þúsund eintök- um í Eyjum, en á henni voru alls- kyns gamíir slagara eins og Lóa litla á Brú og þess háttar. Okkur hefur reyndar reynst erfitt að losna við þau lög af efnis- skránni, því það er alltaf beðið um þau aftur og aftur. Er væntanlegri plötu þá ætl- að að ná eyrum áheyrenda á fastalandinu? Það má líta á þetta sem eins- konar innrás. Fylgir þá ekki ferð um landið f kjölfarið? Bækistöð okkar verður á Ing- hóli og þaðan höldum við í ferðir um landið eftir því sem tækifæri gefast. Við höfum þó farið um landið undanfarið, vorum á ísafirði um daginn, lékum síðan á skólaballi á Suðurnesjum, fór- um til Eyja og lékum þar á Lions- balli, lékum fyrir Slysavarnafélag- ið á Sögu o.s.frv. Við höfum æft upp svo stórt prógramm að við getum spilað fyrir hvaða hóp sem er. Við förum bara út í sal áður en við byrjum að spila og finnum út meðalaldurinn og hrærum síðan í prógramminu eftir því. Hljómsveit sem er að spila á veitingahúsum verður líka að spila það sem áheyrendur vilja heyra. Hvað þá með ykkar lög; lögin sem verða á plötunni? Þau hafa breyst svo á meðan við vorum að taka þau upp að við höfum ekki haft tíma til að æfa þau að fullu inni í dag- skrána. Þó höfum við spilað eitt Ljósmynd/BS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.