Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 Krýsuvíkursamtökin: Morgunblaðið/Kr. Ben. Snorri Welding framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna (til vinstri) segir meðlimum félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar frá starfsemi samtakanna þegar ráðið heimsótti Krýsuvík. Tekst samstarf um lausn víinii- efnavandans? Grindavík. VIÐRÆÐUR milli fulltrúa Krýsuvíkursamtakanna annars- vegar og Unglingaheimilis ríkis- ins og unglingadeildar Félags- málastofnunar Reykjavíkurborg- ar hinsvegar um möguleika á samstarfi um lausn vanda þeirra verst settu vegna vímuefna- neyslu hafa staðið yfir í vor. Sífellt verður augljósari sú þörf fyrir úrræði til að leysa vandann sem stöðugt eykst, sérstaklega hjá aldurshópnum 13 ár til 20 ára. Tilboð samtakanna um með- ferð er nú til umfjöllunar hjá menntamálaráðuneytinu. Að sögn Snorra Welding fram- kvæmdastjóra Krýsuvíkursamtak- anna hefur starfið gengið vel í vet- ur. Unnið hefur verið áfram við endurnýjun og viðgerðir á miðstöðv- arlögn skólahússins í Krýsuvík og fer því starfí nú brátt að ljúka. Undirbúningsvinna fyrir málningu á þeim áfanga hússins sem fyrst verður tekinn í notkun er í gangi, en áður var lokið við gleijun og viðgerð á þaki hússins ásamt máln- ingu að utan. „Húsið hefur verið kynt upp með olíu í vetur, en sótt var um fjárveit- ingu til fjárveitinganefndar Alþing- is síðastliðið hauct að upphæð 2,2 milljónir króna til endumýjunar á varmaskiptastöð og annarra hita- veituframkvæmda í Kiýsuvík, en Krýsuvíkursamtökin mega nýta tveggja megawatta gufuborholu endurgjaldslaust samkvæmt samn- ingi við Hafnarfjarðarbæ. Beiðni samtakanna fékk ekki afgreiðslu hjá fjárveitinganefnd að þessu sinni,“ sagði Snorri. „Fastur starfsmaður samtak- anna hefur aðsetur í Krýsuvík og sér um keyrslu véla og eftirlit með eignum og tækjum auk þess sem hann aðstoðar iðnaðarmenn á staðnum. Margar góðar gjafir hafa borist til Krýsuvíkursamtakanna í vetur frá ýmsum aðilum. Má þar nefna lyfjafyrirtækið Pharmaco í Garðabæ sem færði samtökunum 250 þúsund krónur. Kvenfélag Landakirkju í Vestmannaeyjum gaf 100 þúsund krónur, Héraðssjóður Kjalamesprófastsdæmis gaf 70 þúsund krónur, Lionsklúbbur Garðabæjar gaf 130 þúsund krón- ur. Tommahamborgarar gáfu fyrstu áheitin í áheitasöfnuninni sem hófst í desember og stendur enn yfir, en eigendur Tommaham- borgara ákváðu að gefa 700 krónur á hvem starfsmann fyrirtækisins, samtals 87.550 krónur. Fjöldi fólks um allt land hefur styrkt starfsemi samtakanna með framlögum á póstgíróseðlum, greiðslu á áheitaseðlum og kaupum á minningarkortum að viðbættum fjölda húsgagna og tækja sem hafa Morgunblaðið/Kr. Ben. Félagar frá Félagi ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi skoða skólahúsið í Krýsuvík. Snorri Welding er þriðji frá hægri. Hárgreiðslustofan Hótel Loftleiðum hefur opnað að nýju Hótel Loftleiðir: Hárgreiðslustofan opnuð Hárgreiðslustofan Hótel Loft- herra. Opið er mánudaga til mið- leiðum hefur verið opnuð að nýju vikudaga kl. 9 til 17, fimmtudaga eftir breytingar. og föstudaga kl. 9 til 18 og kl. 10 Hárgreiðslustofan býður hár- til 14 á laugardögum. snyrtiþjónustu fyrir dömur og (Fréttatiikynníngr) Krýsuvíkursamtakanna eftir upp- lýsingum, ráðgjöf og hjálp í vanda sínum. Reynt hefur verið að mæta þörfum þessa fólks eftir því sem núverandi aðstæður og efni frekast leyfa,“ sagði Snorri. Fyrir skömmu tók Snorri á móti félögum úr Félagi ungra sjálfstæð- ismanna í Kópavogi og sýndi þeim aðstöðuna í Krísuvík og sagt frá starfseminni. Að lokinni þeirri kynningu lýsti unga fólkið því yfir að það gæti lagt lóð á vogarskálarn- ar með kynningu í sínum heimabæ. Skömmu seinna kom félagsmála- ráð Reykjavíkurborgar til Krýsuvík- ur í sömu erindagjörðum og sagði Snorri að lokinni þeirri heimsókn að hún hefði verið mikils virði fyrir samtökin, og þær viðræður sem nú færu fram. - Kr. Ben. Morgunblaðið/Kr. Ben. Snorri Welding framkvæmda- sljóri Krýsuvíkursamtakanna. borist og komið í góðar þarfir. í skrifstofuhúsi samtakanna í Reykjavík er mjög vaxandi starf- semi, bæði vegna aukins reksturs og þó mest vegna aukinnar starf- semi sjálfshjálparhópa þeirra sem hafa kynnst vandamálum ofneyslu og misnotkunar vímuefna. Sífellt fleiri foreldrar og aðstandendur ungra vímuefnaneytenda leita til yEÍÐAM* mm Handfæraönglar Handfæragirni Handfærasökkur Sigurnaglar Handfærarúllur Sjóveiðistangir Sjóveiðist.hjól Silunganet Kolanet Hnífar Stálbrýni Vogir SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2. sfmi 288S5, 101 Rvik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.