Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988
Krýsuvíkursamtökin:
Morgunblaðið/Kr. Ben.
Snorri Welding framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna (til vinstri) segir meðlimum félagsmálaráðs
Reykjavíkurborgar frá starfsemi samtakanna þegar ráðið heimsótti Krýsuvík.
Tekst samstarf
um lausn víinii-
efnavandans?
Grindavík.
VIÐRÆÐUR milli fulltrúa
Krýsuvíkursamtakanna annars-
vegar og Unglingaheimilis ríkis-
ins og unglingadeildar Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborg-
ar hinsvegar um möguleika á
samstarfi um lausn vanda þeirra
verst settu vegna vímuefna-
neyslu hafa staðið yfir í vor.
Sífellt verður augljósari sú þörf
fyrir úrræði til að leysa vandann
sem stöðugt eykst, sérstaklega
hjá aldurshópnum 13 ár til 20
ára. Tilboð samtakanna um með-
ferð er nú til umfjöllunar hjá
menntamálaráðuneytinu.
Að sögn Snorra Welding fram-
kvæmdastjóra Krýsuvíkursamtak-
anna hefur starfið gengið vel í vet-
ur. Unnið hefur verið áfram við
endurnýjun og viðgerðir á miðstöðv-
arlögn skólahússins í Krýsuvík og
fer því starfí nú brátt að ljúka.
Undirbúningsvinna fyrir málningu
á þeim áfanga hússins sem fyrst
verður tekinn í notkun er í gangi,
en áður var lokið við gleijun og
viðgerð á þaki hússins ásamt máln-
ingu að utan.
„Húsið hefur verið kynt upp með
olíu í vetur, en sótt var um fjárveit-
ingu til fjárveitinganefndar Alþing-
is síðastliðið hauct að upphæð 2,2
milljónir króna til endumýjunar á
varmaskiptastöð og annarra hita-
veituframkvæmda í Kiýsuvík, en
Krýsuvíkursamtökin mega nýta
tveggja megawatta gufuborholu
endurgjaldslaust samkvæmt samn-
ingi við Hafnarfjarðarbæ. Beiðni
samtakanna fékk ekki afgreiðslu
hjá fjárveitinganefnd að þessu
sinni,“ sagði Snorri.
„Fastur starfsmaður samtak-
anna hefur aðsetur í Krýsuvík og
sér um keyrslu véla og eftirlit með
eignum og tækjum auk þess sem
hann aðstoðar iðnaðarmenn á
staðnum.
Margar góðar gjafir hafa borist
til Krýsuvíkursamtakanna í vetur
frá ýmsum aðilum. Má þar nefna
lyfjafyrirtækið Pharmaco í
Garðabæ sem færði samtökunum
250 þúsund krónur. Kvenfélag
Landakirkju í Vestmannaeyjum gaf
100 þúsund krónur, Héraðssjóður
Kjalamesprófastsdæmis gaf 70
þúsund krónur, Lionsklúbbur
Garðabæjar gaf 130 þúsund krón-
ur. Tommahamborgarar gáfu
fyrstu áheitin í áheitasöfnuninni
sem hófst í desember og stendur
enn yfir, en eigendur Tommaham-
borgara ákváðu að gefa 700 krónur
á hvem starfsmann fyrirtækisins,
samtals 87.550 krónur.
Fjöldi fólks um allt land hefur
styrkt starfsemi samtakanna með
framlögum á póstgíróseðlum,
greiðslu á áheitaseðlum og kaupum
á minningarkortum að viðbættum
fjölda húsgagna og tækja sem hafa
Morgunblaðið/Kr. Ben.
Félagar frá Félagi ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi skoða skólahúsið í Krýsuvík. Snorri Welding
er þriðji frá hægri.
Hárgreiðslustofan Hótel Loftleiðum hefur opnað að nýju
Hótel Loftleiðir:
Hárgreiðslustofan opnuð
Hárgreiðslustofan Hótel Loft- herra. Opið er mánudaga til mið-
leiðum hefur verið opnuð að nýju vikudaga kl. 9 til 17, fimmtudaga
eftir breytingar. og föstudaga kl. 9 til 18 og kl. 10
Hárgreiðslustofan býður hár- til 14 á laugardögum.
snyrtiþjónustu fyrir dömur og (Fréttatiikynníngr)
Krýsuvíkursamtakanna eftir upp-
lýsingum, ráðgjöf og hjálp í vanda
sínum. Reynt hefur verið að mæta
þörfum þessa fólks eftir því sem
núverandi aðstæður og efni frekast
leyfa,“ sagði Snorri.
Fyrir skömmu tók Snorri á móti
félögum úr Félagi ungra sjálfstæð-
ismanna í Kópavogi og sýndi þeim
aðstöðuna í Krísuvík og sagt frá
starfseminni. Að lokinni þeirri
kynningu lýsti unga fólkið því yfir
að það gæti lagt lóð á vogarskálarn-
ar með kynningu í sínum heimabæ.
Skömmu seinna kom félagsmála-
ráð Reykjavíkurborgar til Krýsuvík-
ur í sömu erindagjörðum og sagði
Snorri að lokinni þeirri heimsókn
að hún hefði verið mikils virði fyrir
samtökin, og þær viðræður sem nú
færu fram.
- Kr. Ben.
Morgunblaðið/Kr. Ben.
Snorri Welding framkvæmda-
sljóri Krýsuvíkursamtakanna.
borist og komið í góðar þarfir.
í skrifstofuhúsi samtakanna í
Reykjavík er mjög vaxandi starf-
semi, bæði vegna aukins reksturs
og þó mest vegna aukinnar starf-
semi sjálfshjálparhópa þeirra sem
hafa kynnst vandamálum ofneyslu
og misnotkunar vímuefna. Sífellt
fleiri foreldrar og aðstandendur
ungra vímuefnaneytenda leita til
yEÍÐAM*
mm
Handfæraönglar
Handfæragirni
Handfærasökkur
Sigurnaglar
Handfærarúllur
Sjóveiðistangir
Sjóveiðist.hjól
Silunganet
Kolanet
Hnífar
Stálbrýni
Vogir
SENDUM UM ALLT LAND
Grandagarði 2. sfmi 288S5, 101 Rvik.