Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 37

Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 37 Listahátíð: Stuttmynd Brynju fékk flest atkvæði áhorfenda Þykir ákaf lega vænt um dóm þeirra, segir Brynja Benediktsdóttir ATKVÆÐUM áhorfenda og úr- skurði dómnefndar Listahátíðar bar ekki saman, er valin var besta stuttmynd hátíðarinnar. Þriggja manna dómnefnd skipuð Sune Lund Sörensen, Viðari Víkingssyni og Sæbirni Valdi- marssyni taldi mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar „Konu eina“ best fallna til að hljóta viður- kenningu Listahátíðar. Ahorf- endur gáfu mynd Brynju Bene- diktsdóttur „Simoni Pétri fullu nafni“ 214 atkvæði, mynd Maríu Kristjánsdóttur „Ferðalagi Fríðu“ 113 atkvæði og mynd Lái-usar „Konu einni“ 72 at- kvæði. Aðspurð sagði Brynja að sér þætti vissulega vænt um dóm al- mennings og það væri upplyfting að frétta af valinu. En úrskurður dómnefndar sýndi að þær María væru ekki innvígðar í heim kvik- myndagerðarmanna. „Ég held einn- ig að það hafí haft áhrif á val dóm- nefndar, að í henni átti sæti maður sem ekki skilur orð í íslensku. í myndum okkar Maríu var textinn ekki síður mikilvægur en myndmál- ið,“ sagði Brynja. Hún sagði geysilega vinnu liggja að baki, frá því að handritin 3 voru verðlaunuð á kvikmyndahátíð í fyrrahaust. Handritshöfundar höfðu þegar útnefnt leikstjóra og gerðu þeir fjárhagsáætlun í sam- vinnu við Listahátíðarnefnd. „Það er alrangt sem kom fram í sjón- varpsviðtali við Viðar Víkingsson um va] dómnefndar, að mynd Lár- usar Ýmis hafi ein haldist innan tilsettra tíma- og peningamarka og það hafi haft sitt að segja. Okkur Morgunblaðið/Sverrir Brynja Benediktsdóttir. voru ekki sett nein mörk, heldur unnum við myndirnar í samræmi við þá fjárhagsáætlun sem Lista- hátíð gerði ásamt okkur.“ Kostnað- ur við myndina er rúmar 2 milljón- ir og sagði Brynja að hann væri undir áætlun og þætti með allra minnsta móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Brynja gerir kvikmynd en hún hefur áður unnið að gerð sjónvarpsmyndarinn- ar „Við reisum nýja Reykjavík" og stjómað 2 upptökum á leikritum Þjóðleikhússins „Lýsiströtu" og „Uppreisn á ísafirði“. Þá nam Brynja einnig kvikmyndagerð fyrir atvjnnuleikstjóra í Stokkhólmi um stuttan tíma. „Ég vinn við kvik- myndir og sjónvarp þegar tækifæri gefst og sú vinna er í raun lítið frábrugðin leikhúsvinnu. Aðalatrið- ið er að koma skálskapnum til skila. Það er enginn galdur fólginn í kvik- myndatækni, hún lærist. Handa- vinnan er einungis meiri og aðstoða fagmenn leikstjórann við hana,“ sagði Brynja Hún sagðist hafa haft verulega ánægju af vinnunni við stuttmyndin þar sem hún hefði unnið með ein- valaliði. „Það sem skyggði á var að okkur var öllum gert að vinna að lokafrágangi myndanna með dönsku fyrirtæki, sem hefði að ósekju getað vandað betur til vinnu sinnar. Lokaáfanginn var því lang- erfíðastur.“ Árangurinn sagðist Brynja án- ægð með, þó auðvitað væri alltaf hægt að gera betur. Hún hefði kos- ið að fleiri áhorfendur hefðu séð myndirnar. „Við höfum von um að geta selt myndina í kvikmyndahús á Norðurlöndum og í S-Evrópu þar sem hún er af góðri lengd. Áuk þess hefur Sjónvarpið keypt hana en það var hluti styrks Listahátíð- ar.“ Morgunblaðið/K.G.A. Göngumenn leggja af stað i Sólstöðugönguna 1988 frá Kópavogs- kirkju. Sólstöðugangan 1988: A aimaðjiúsiind manns komu í Arbæjarsafn Forsetakosningarnar: Avörp frambjóðenda í Sjónvarpinu í kvöld SÓLSTÖÐUGÖNGUNNI 1988 lauk laust eftir miðnætti aðfaranótt gærdagsins á toppi Helgafells i Mosfellssveit, og hafði þá staðið yfir i sólarhring. Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi, ræsti gönguna á Borgarholti hjá Kópavogskirkju á miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins. Sá háttur er hafður á, að ákveðnum byggðarlögum eru gerð skil á hverju ári. í þetta sinn voru það Kópavogur, Reykjavík og Mosfellsbær, en í fyrra Seltjarnarnes, Bessastaðahreppur og Kjalar- nes. Nú var bryddað upp á þeirri nýbreytni, að skipta göngunni i tvennt á hluta leiðarinnar og staldraði annar hlutinn við i Arbæjarsafni þar sem tekið var á móti börnum af barnaheimilum borgarinnar. Þar var húsdýrasýning, farið í náttúruskoðunarferðir í Elliðaárdalinn, grillaðar pylsur og farið í leiki. Þátttaka i þessum hluta sólstöðugöngunnar var mjög góð og er talið að vel á annað þúsund manns hafi komið i Árbæj- arsafn i gærdag. Vigdís hafnar ítrekaðri ósk um kappræður ÁVÖRP frambjóðenda til for- setakosninga 1988, Sigrúnar Þorsteinsdóttur og Vigdísar Finnbogadóttur, verða flutt í ríkissjónvarpinu i kvöld og hefst útsending klukkan 20.35. Vigdís Finnbogadóttir hefur hafnað ítrekaðri áskorun Sigrúnar Þorsteinsdóttur um kappræður í sjónvarpi, en eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins í gær, fór Sigrún þess á leit að forsetinn endurskoðaði þá afstöðu sína að neita að koma fram í sjónvarpi með Sigrúnu. í svari Vigdísar Finnbogadóttur segir meðal ann- ars að ekkert það hafi komið fram í kosningabaráttu Sigrúnar er gefi tilefni til að Vigdís breyti afstöðu sinni. „Ég álít enn að kynning sú sem fram hefur farið og á eftir að koma fram í útvarps- og sjón- varpsþáttum sé til þess fallin að skýra, svo augljóst sé, málstað okkar beggja fyrir þjóðinni. Stuðningsmenn Sigrúnar hafa í yfirlýsingu vegna þessa lýst von- brigðum sínum með svar Vigdísar og segja meðal annars að með því séu brotnar leikreglur sem ættu að ríkja í kosningum og lítilsvirð- ing sýnd því fólki sem ætlað er að ganga i kjörklefann þann 25. júní n.k. Eins og áður sagði lagði Sólstöðu- gangan 1988 af stað frá Borgarholti í Kópavogi og voru það 70—80 manns. Þaðan lá leiðin niður Skelja- brekku í gegnum skógræktarstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur yfir . Fossvogslækinn að Snælandsskóla, Áskrifiarshnirm er 83033 Góðum afla í Sogi misskipt. „Það veiddust 10 laxar í Soginu fyrsta daginn sem veitt var, þriðjudaginn 21. júní. Menn urðu varir við all mikið af laxi og allir laxarnir voru grálúsugir," sagði Friðrik D.Stefánsson fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Þó var veiðin ekki alls staðar góð í ánni og aflanum verulega misskipt. Þannig veidd- ust 8 laxar í landi Ásgarðs, 5 til 10 punda fiskar, einn í landi Bíldsfells og einn fyrir landi Syðri Brúar, á Landaklöppinni forn- frægu. Var það 14 punda fiskur sem fékkst á Black Sheep nr. 10 og var glíman að sögn feikna- hörð. Enginn lax veiddist í Alviðru og urðu menn þar ekkert varir og vekur það dálitla furðu. Auk þessa má geta, að veiðimenn fyrir landi Bíldsfells urðu venju fremur varir við stórar bleikjur og veidd- ust nokkrir slíkir fiskar og marg- ir sáust. Glæsibyrjun í Laxá í Dölum. Fyrsti veiðihópurinn í Laxá í Dölum snaraði rúmlega 60 löxum á þurrt á fyrstu 18 klukkustund- um veiðitímans, en veiðin hófst eftir hádegið á mánudaginn. Mik- ill lax var kominn í ána og dreifð- ur um alla á. Þetta er með fjör- legri opnunum í Laxá í Dölum í mörg ár. Nær allir laxarnir voru mjög vænir, 9 til 14 pund að jafn- aði og sá stærsti 21 pund sem kunn aflakló, Dagur Garðarsson, dró á þurrt. þar sem kveikt var miðnæturbál. Kristján Guðmundsson gekk með göngumönnum þessa leið og tendraði bálið. Margrét Olafsdóttir, tónlistar- kennari í Fossvogsskóla spilaði á gítar og sungið var frumort ljóð og lag eftir hana, „íslensk sumamótt". Fólk kom úr götunum í kring og tók þátt í gleðskapnum og margir gengu stuttan spöl með göngunni. Svo var reyndar á áfangastöðum víðar. Næst var haldið inn Fossvogs- dalinn gegnum göngin á Breiðholts- brautinni, um Elliðahólmana og upp Breiðholtið eftir snyrtilegum upplýst- um stíg, sem ástæða er til að vekja athygli á, upp á Vatnsendahvarfið. Þangað var komið laust fyrir kl. 3. Þar var áð og m.a. farið í leiki. Sól- stöðumínútan var kl. 3.59, en þá var sólin nákvæmlega hæst á ferli sínum. Hátíðarbragur var yfír þeirri stund og þögn í tvær mínútur. Gangan greindist nú í tvennt. A- gangan fór sömu leið til baka niður í Elliðavog. Þar tók Hafsteinn Sveinsson hjá Viðeyjarferðum á móti göngumönnum kl. 5 og bauð í sigl- ingu út í Viðey, og fóm um 15 göngu- manna þangað. I Viðey var snæddur árbítur og síðan var ætlunin að sigla um hinar eyjarnar Engey, Lundey og Þerney. Vegna sterkrar undiröldu var horfíð frá því og lent í Sunda- höfn kl. 8. Þá þynntist dálítið í hópn- um, sem rekja má til þess að vinnu- dagur var að hefjast og veðrið ekki upp á það besta. Þeir sem eftir voru gengu með Leirvognum hring um Mosfellssveitina, norður fyrir Grímarsfell niður Seljadal um vatna- svæðið, þar sem meðal annarra vatna eru Silungatjörn og Krókatjöm, og niður í Hafravatnsrétt. Þangað var komið um kl. 18. Loks var gengið upp Þormóðsdal yfir að Reykjalundi, þar sem göng- umar sameinuðust kl. 23. B-gangan hélt frá Vatnsenda- hvarfínu austur fyrir Elliðavatn, upp Heiðmörkina og upp á Selfjall þang- að sem komið var kl. 8. Þaðan var gengið til baka norður fyrir Elliða- vatn niður að Árbæjarsafni þar sem hlé var gert á göngunni. Samband hafði verið haft við bamaheimilin í borginni og bömun- um boðið til hátíðar. Fyrsti hópurinn kom um kl. hálftíu. í Árbæjarsafnv var húsdýrasýning í tilefni dagsins, þar sem ær með lömb sín vom í gömlum fjárhúsum og hestar í göml- um hesthúsum auk þess sem hundar vom á vakki um svæðið. Höfðu böm- in mikla ánægju af. Þá var boðið upp á stuttar náttúmskoðunrferðir í Él- liðaárdalinn, sem flórir líffræðingar stjómuðu. Krakkamir vom fróðleiks- fúsir og fyrir mörgum þeirra opnað- ist nýr heimur. Úti á túni vom svo grillaðar pylsur og lauk svo þessum þætti kl. 18. Nú var í fyrsta sinn boðið upp á dagskrá sem þessa, enda hefur þátt- takan í sólstöðugöngum verið slök um miðjan daginn undanfarin ár. í þetta sinn brá svo við, að vel á ann- að þúsund manns komu i Árbæinn. Éftir þetta tók B-gangan upp þráðinn og sameinaðist A-göngunni hjá Reykjalundi um kl. 23. Þaðan héldu svo um 50 göngumenn upp á Helgafell, þar sem velheppnaðri Sól- stöðugöngu 1988 lauk laust eftir miðnætti með hátíðlegum söng. Einar Egilsson hjá Náttúmfræði- stofnun var einn aðstandenda göngunnar. Sagði hann að mjög vel hefði tekist til að þessu sinni og hann væri sannfærður um, að í framtíðinni yrði þetta mikil hátíð. Göngunni lögðu lið: Áhugahópur um byggingu náttúmfræðihúss, Ár- bæjarsafn, Bandalag íslenskra skáta, bamaheimilin i Reykjavík, Hesta- mannafélagið Fákur, Menningar- nefnd Mosfellsbæjar, Náttúmfræði- stofnun íslands, Náttúmvemdarfé- lag Suðvesturlands, Skógræktarfél- afg Reykjavíkur, Umhverfismálaráð Reykjavíkur, Umhverfisráð Kópa- vogs og Ungmennafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.