Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
Uppsögn Fríkirkjuprests markleysa:
Engín haldbær rök
fyrir brottrekstri
Persónulegnr ágreiningur út af smá-
munum ræður gerðum stjórnarmanna
eftir Gísla Baldur
Garðarsson
Fríkirkjusöfnuðurinn er nú í ólgu-
sjó af miður kristilegu tagi. Fyrir
tilverknað 5 félaga úr söfnuðinum
er nú enn lagt til atlögu við séra
Gunnar Bjömsson með það fyrir
augum að hrekja hann frá prests-
embætti, án þess að séð verði að
nokkrar forsendur séu til brott-
rekstrar, án þess að séð verði að
stjómin hafi heimild til slíkra að-
gerða, og án þess að söfnuðurinn
fái á nokkum hátt að tjá sig um
málið. Uppsögn safnaðarprestsins
er í senn löglaus og siðferðilega
ámælisverð fyrir það fólk er að henni
hefur staðið. Persónulegur ágrein-
ingur fárra einstaklinga við sóknar-
prestinn út af ótrúlegum smámunum
ræður gerðum meiri hluta stjómar.
Stjóm safnaðarins var ekki kjörin
til þess að segja safnaðarprestinum
upp starfinu, til þess hefur hún ekk-
ert umboð safnaðarins. Stjómin beit-
ir valdi í krafti lagabreytingar, sem
þetta sama fólk kom í gegn á fá-
mennum aðalfundi, — breytingu,
sem gengur þvert á grundavallarlög
Fríkirkjunnar. Þetta er í annað sinn,
sem reynt er að bola séra Gunnar
Bjömssyni frá prestsembættinu.
Áður hafði þetta sama fólk efnt til
ágreinings við séra Kristján Rób-
ertsson, þáverandi prest Fríkirkj-
unnar, er leiddi til þess að hann
sagði upp starfínu og hætti samdæg-
urs. Við þessi vinnubrögð verður
ekki unað og er skorað á stjóm
Fríkirkjusafnaðarins að draga þessa
ölögmætu uppsögn til baka, en verða
að öðmm kosti við kröfu stórs hluta
safnaðarins um að uppsögnin verði
borin undir almennan safnaðarfund
svo söfnuðurinn fái að tjá sig um
þessar athafnir stjórnarmanna.
Samningaleiðir ófærar
Frá því að meirihluti stjómar
Fríkirkjusafnaðarins tilkynnti upp-
sögn safnaðarprestsins hefur verið
reynt að bera klæði á vopnin. Hafa
þar átt í hlut aðilar innan safnaðar-
ins og forystumenn innan klerka-
stéttar. Stjóm safnaðarins átti einn
fund með talsmönnum prestafélags-
ins, en notaði tylliástæðu til þess að
komast hjá frekari fundarhöldum.
Viðtal Stöðvar tvö við formann pre-
stafélagsins var talið trúnaðarbrot,
— án þess að þar kæmi neitt fram
um efni viðræðnanna.
Starfandi biskup, séra Sigurður
Guðmundsson, féllst á að ræða við
deiluaðila til að leita lausnar. Meiri-
hluti stjómarinnar hafnaði þessu
boði. Formaður stjórnarinnar, Þor-
steinn Eggertsson, taldi sig ekki
geta neitað fundi með biskupi og
mætti því til fundarins í blóra við
vilja meirihlutans. Auk þeirra
tveggja sátu fundinn undirritaður
og Hjalti Geir Kristjánsson.
Á fundi þessum voru gerð drög
að ályktun er mælti fyrir um sættir
í söftiuðinum og afturköllun upp-
sagnarinnar. Lýsti formaður safnað-
arstjómarinnar sig samþykkan þess-
um drögum, enda hefur hann ítrekað
Gísli Baldur Garðarsson
„Kjarni málsins er hins
vegar sá, að lagabreyt-
ing- sú er safnaðar-
sljórnin byggir vald sitt
á fær ekki staðist.
Stjórnin hefur ekki
vaid til þess að reka
prest úr embætti, sem
hann hefur verið rétti-
lega kjörinn til af söfn-
uðinum.“
lýst þeirri skoðun sinni að leysa eigi
deilumálið með sátt. Þegar formað-
urinn bar þessi drög síðan undir
meirihlutann í stjórninni urðu við-
brögð þau, að staða prests var aug-
lýst í fjölmiðlum.
Viðræður einstaklinga úr söfnuð-
inum við einstaka stjórnarmenn hafa
ekki borið árangur.
Meðan leitað hefur verið sátta
hefur verið leitast við að sem minnst
væri fjallað um málið í fjölmiðlum
af hálfu safnaðarfólksins. Meiri hluti
stjómarinnar hefur hins vegar birt
ítarlega greinargerð þar sem tíun-
daðar eru ástæður þess að prestur
fékk uppsögn.
Haldlaus rök
í greinargerð meirihlutans em
birt bréf nokkurra einstaklinga sem
af ýmsum ástæðum telja sig þurfa
að kvarta undan séra Gunnari og
konu hans, Ágústu Ágústsdóttur.
Tveir bréfritarar eru söngkonur, sem
töldu vegið að sér í starfi, systur
skrifa vegna deilna er urðu um söng
og tónlist vegna fyrirhugaðrar jarð-
arfarar, og fyrrverandi stjómarmað-
ur skrifar um móðgandi ummæli
prests vegna deilna um það hvenær
— ekki hvort— ætti að mála og
teppaleggja eina hæð í prestbústaðn-
um.
Af þessum fjórum bréfum voru
þrjú rituð árið 1985 og vom þau
notuð sem tylliástæða fyrir uppsögn
prestsins þá. Samkomulag náðist
milli prests og safnaðarstjómar þá,
þar sem m.a. var tekið á deilum um
tónlistarflutning. Hliðstæð ágrein-
ingsefni hafa ekki komið upp síðan.
Þriðja bréfið er ritað af stjómar-
manni, sem á stjómarsetuferli sínum
gekk til liðs við þann hóp, sem nú
myndar meirihluta safnaðarstjórnar.
Fundur lögreglunnar og Sniglanna:
Yfirvaldið kvatt
með lófataki
Á FUNDI Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, og lögreglunn-
ar i Reykjavík ásamt fulltrúa umferðarráðs á miðvikudagskvöld-
ið voru samskipti þeirra í brennidepli ásamt umferðarmálefnum
í heild. Fyrir hönd lögreglunnar voru mættir Ómar Smári Ár-
mannsson, aðalvarðstjóri, og Sturla Þórðarson, deildarlögfræð-
ingur, auk Sigurðar Helgasonar, upplýsingafulltrúa umferðar-
ráðs. Sniglarnir fjölmenntu og voru yfir fimmtíu talsins. Margar
athyglisverðar hugmyndir komu fram og þótt ekki væri einhugur
um þær allar voru menn ákveðnir í því að láta ekki staðar num-
ið eftir þennan fund. Var litið svo á að þessi fundur væri upphaf-
ið að nánari samskiptum bifhjólamanna og lögreglunnar. Snigl-
arnir kvöddu gesti sina með miklu lófataki.
Lögreglan átti frumkvæðið að að ræða ekki um einstök mál eða
fundinum og óskaði eftir því að
fá að koma á félagsfund hjá Snigl-
unum, sem tóku því vel. Ómar
Smári hóf fundinn með örstuttum
inngangi þar sem hann fagnaði
tækifærinu til þess að ræða málin
og sagði tilganginn með honum
vera þann, að athuga hvort lög-
reglan og Sniglamir gætu ekki
unnið í sameiningu að því að
bæta umferðina. Fram undir mið-
nætti voru svo fjörugar umræður
og að fundinum loknum var ljóst
að sameiginlegt átak var þegar
hafið.
Ómar Smári bað fólk í upphafi
atvik heldur í víðara samhengi.
Var því tekið vel, en ýmsir stóð-
ust ekki mátið og létu óánægju
sína í ljós með einstök atvik í
samskiptum við lögregluna.
Sigurður Helgason sagði að
starf ráðsins væri í rauninni bar-
átta upp á líf og dauða. Alltof
mörg slys yrðu á bifhjólamönnum
miðað við tiltölulega fá hjól. Árin
1985-86 slösuðust 53 á bifhjóli
og 4 létu lífíð og það vpru mjög
oft lítt þjálfaðir ökumenn, 17-20
ára, sem í slysunum lentu, sagði
Sigurður. Einn Snigill skaut því
inn í að hann hefði heyrt að í um
MorgunDlaoiO/iíAK
Meðlimir Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglarnir, bíða komu
yfirvaldsins á félagsfund hjá þeim.
Ómar Smári Armannsson, aðalvarðstjóri, ræðir við Sniglana. í fundarlok var talað um það að
þetta væri upphafið að auknum samskiptum lögreglunnar og Sniglanna.
> 'j&j j j J * HBágweSL 1 - Jk
||§£1 «H * iswfiy
80% tilvika vséru bifhjólin í rétti.
Sigurður sagði það rétt vera, en
bætti við að jafn slæmt væri að
slasast hvort sem maður er í rétti
eða órétti. „Það er ekki töff að
vera í hjólastól og því síður dauð-
ur. Við verðum með öllum ráðum
að berjast á móti þessum slys-
um,“ sagði Sigurður.
Sniglamir tóku undir það og
beindu umræðunni inn á tillits-
leysi ökumanna í garð bifhjóla-
manna. „Ég efast um að almenn-
ingur viti að bifhjólamenn sem
slasast eiga í langfæstum tilvikum
sök á slysinu. Bifhjólamenn eru
ekki þetta bijálaða gengi sem
margir halda,“ sagði einn þeirra
og bætti því við að honum þætti
halla á bifhjólamenn í umíjöllun
fjölmiðla. Ómar Smári tók undir
það og sagði uppslátt um hrað-
akstur á bifhjólum ekki vera í
samræmi við fjölda þeirra mála
sem upp kæmu. „Ykkar hlutur
er lítill. En þið vekið athygli og
því geta fáir svert allan hópinn,"
sagði Ómar.
I framhaldi af því að rætt var
um reynslulausa ökumenn bifhjóla
beindist umræðan inn á brautir
æfínga og kennslu og var Sniglum
þar mikið niðri fyrir. Þeir sögðu
að það tæki um þijá stundarfjórð-
unga að fá leyfí til að aka bif-
hjóli, sem að mestum hluta færi
í pappírsvinnu. Aðeins þyrfti að
sýna að viðkomandi kynni á hjól-
ið. Dæmi var tekið um það að
hægt væri að taka próf á 125
rúmsentímetra hjól og kaupa sér
svo 1100 rúmsentímetra hjól dag-
inn eftir, sem er þijár sekúndur
að komast á 100 km hraða. Einn
Snigillinn kom með þá hugmynd
að koma á einhvers konar stigs-
prófum á bifhjól til að koma í veg
fyrir að reynslulitlir ökumenn
gætu komist yfir stærri hjólin.
Þá var talað um nauðsyn þess
að koma upp æfíngasvæði og sú
hugmynd kom upp að loka
ákveðnum vegarköflum, þar sem
því verður komið við, svo bifhjóla-
menn geti notað kraftinn í hjólum
sínum án þess að stofna öðrum í
hættu. Fulltrúum lögreglunnar
þótti hugmyndin athyglisverð og
fyllsta ástæða til að athuga hana
nánar.
Talsvert var rætt um viðhorf
lögreglunnar og almennings til
bifhjóla og ökumanna þeirra. Þótti
sumum Sniglanna, sem lögreglan
væri öll að færast í aukana. Einn
þeirra sagði viðhorf lögreglu-
manna til þeirra hafa breyst og
sérstaklega færu í taugamar á
honum ungir afleysingastrákar,
sem væru að gera sig breiða án
ástæðu. Tóku margir undir það
og bættu við að þeir kynnu ekki
neitt fyrir sér í mannlegum sam-
skiptum. Ómar svaraði því til að
viðhorf lögreglumanna væru ein-
staklingsbundin, en bað Sniglana
að koma til sín og kvarta ef þeim
þætti á sinn hlut gengið. Sameig-
inlega gætu þeir svo rætt málin
við viðkomandi lögreglumann.
Þetta væri besta leiðin til að bæta
samskipti lögreglunnar og bif-
hjólamanna og raunar ætti þetta
við um alla þá, sem samskipti eiga
við lögregluna. Hann bætti því
við að sú staða kæmi einnig al-
loft upp, að litið væri á lögregluna
sem árásaraðila þegar hún væri
einungis að sinna skyldustörfum
sínum.
Komið var inn á ótal hluti aðra
eins og mikilvægi hlífðarbúninga,
hraðakstur og margt fleira. Meðal
annars upplýstist að lögreglan
hefur jafnvel í hyggju að selja
gömul Harley Davidson-lögreglu-
bifhjól og sýndu margir Sniglar
áhuga á að gerast kaupendur að
þeim.
Mikill áhugi var greinilegur hjá
báðum aðilum, að hafa aukin sam-
skipti sín á milli. Og í lok fundar-
ins kvöddu Sniglamir yfirvaldið
með dúndrandi lófataki.