Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 23 Morgunblaðið/Bjami Eric McVadon sæmdur annarri stjörnu flotaforingja. Stackpole hershöfðingi og Marie Phillips, kona hans, næla stjörnunni i skyrtu hans. Keflavíkurflugvöllur: Flotaforingi sæmdur aimarri stjömu Fota á Balaskarði: Kastaði tveimur folöldum sem urðu níu vetra gömul Tvíburar undan tveggja vetra hryssu í Vatnsdal en annar dó HÚNVETNSK hryssa kastaði árið 1978 tveimur folöldum sem lifðu níu vetur. Blaðinu bárust þessar upplýsingar eftir að frétt birtist á baksíðu síðastliðinn þriðjudag um að tvö folöld hefðu fæðst í Þjórsárdal. Fróðir menn töldu einsdæmi að slíkir tvíburar lifðu, en merin Fota á Balaskarði í Laxárdal í Austur-Húnavatns- sýslu kom tveimur hestum á legg eins og áður segir. Þá gerðist sá atburður á bænum Bakka í Vatnsdal í sömu sýslu fyrir rúmri viku að tvævetra hrysssa kastaði tveimur folöldum en annað dó. Að sögn Geirlaugar Ingvarsdótt- ur húsfreyju á Balaskarði var hryss- an Fota níu vetra þegar hún kast- aði folöldunum tveimur. Þau voru bæði hestar og gengu undir Fotu í heilt ár. Annað folaldið kom heldur veiklulegt í heiminn en bæði brög- guðust vel. Hestarnir urðu níu vetra en þeim var slátrað í fyrra og Fota er líka fallin. „Ég man að það voru nokkrar hryssur í haganum að kasta á sama tíma. Þegar við mæðgurnar fórum að vitja um þær nokkrum dögum eftir að Fota hafði kastað urðum Hárgreidsla: Islendingar í heimsmeist- arakeppni Heimsmeistarakeppnin í hár- greiðslu verður haldin í Diisseld- orf í Vestur-Þýskalandi 2. októ- ber n.k. Islendingar munu senda lið til þessarar keppni og verður það í annað sinn sem við tökum þátt í henni. Hjónin Ann og Gary Bray hafa verið fengin til að þjálfa landsliðið, en þau eru með þekktari hárgreiðsluþjálfurum heims, að því er segir í frétt fra Hárgreiðslumeisarafélagi ís- lands. Gary Bray var hér á landi í jan- úar s.L og lagði þá línurnar fyrir keppnina. Síðan hefur landsliðið æft vikulega að jafnaði. Ann Bray kom svo hingað 15. júlí, fyrir til- stilli fyrirtækisins Vogafell Halldór Jonsson, sem flytur inn Wella hársnyrtivörur, en fyrirtækið mun styrkja þjálfun landsliðsins. Landslið íslands í hárgreiðslu skipa: Sólveig Jonsdóttir frá Hár- greiðslustofu Sólveigar Leifsdóttur, Dóróthea Magnúsdóttir frá Hár- snyrtistofunni Papillu og Guðfinna Jóhannsdóttir frá Hárgreiðslustof- unni Ýr. Dómari fyrir Islands hönd verður Elsa Haraldsdóttir. Hjónin Ann og Gary Bray þjálf- uðu m.a. bandaríska liðið sem hlaut heimsmeistaratitilinn í hárgreiðslu 1984. Þau hjónin hafa einnig gefið út einu bókina sem til er um keppn- isgreiðslur. Gary Bray var dómari í síðustu Norðurlandakeppni í hárgreiðslu og sá þar til verka íslenska landsliðs- ins. Hafði hann þar að orði að ekki þyrfti nema lítið til að koma því í fremstu röð í heimsmeistarakeppni og urðu þessi ummæli til þess að hann var fenginn hingað til að þjálfa liðið. við mjög undrandi því það var einu folaldi of mikið. Við ætluðum í fyrstu ekki að trúa því að hún ætti bæði en það varð ekki um villst,“ sagði Geirlaug. Kristín Larusdóttir húsfreyja á Bakka sagði að hryssan Rauðka hefði kastað tveimur folöldum á þriðjudag í síðustu viku. Þetta er í þriðja skipti sem tveggja vetra hiyssa kastar á Bakka. Það folald- anna sem kom á undan var dautt þegar að var komið. Reyndist það aðeins 8,5 kg að þyngd. Hesturinn sem lifir er varla hálfdrættingur á við venjulegt folald, á erfitt með að ná upp í spena móðurinnar og er Rauðka þó ekki stór að sögn Kristínar. ERIC A. McVadon yfirmaður varnarliðsins á Keflavikurflug- velli var í gær hækkaður i tign og er hann nú tveggja stjörnu flotaforingi. Flotaforingjar í Bandaríkjaher geta mest fengið fjórar stjörnur en það þykir allsérstætt að flotaforingi sem þjónað hefur í kafbátaleitar- sveitum hljóti tvær stjömur. Eric A. McVadon er 21. yfirmaður Natóheijanna á íslandi. Næsti yfír- maður McVadons er Bagget flotafor- ingi, yfirmaður herstjórnar Banda- ríkjanna á Atlantshafssvæðinu. Full- trúi hans við athöfnina á Keflavíkur- flugvelli var Stackpole hershöfðingi. McVadon flotaforingi er frá Baton Rouge í Louisiana og er giftur Marie Phillips. Þau eiga fimm uppkomin böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.