Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
5£
KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD
pt
Óli Þór Magnússon, ÍBK.
im
N6i Bjömsson og Guðmundur Valur
Sigurðsson, Þór.
Keflvík-
ingar af
mesta
hættu-
svæðinu
KEFLVÍKINGAR þokuðu sér af
mesta hættusvœðinu í 1. deild-
arkeppninni, þegar þeir náðu
að leggja Völsunga að velli á
Húsavík, 2:1,í gærkvöldi.
Leikmenn Keflavíkurliðsins bytj-
uðu leikinn af miklum karfti,
en fljótlega fór að draga úr þeim
og Völsungar náðu góðum tökum
á leiknum. Þeir
Magnús sóttu grimmt að
Már marki Keflvíkinga,
skrifar sem { vök að
verjast. Helgi
Helgason og Jónas Hallgrímsson
fengu báðir góð tækifæri til að setja
mark, en það litla sem sást til
Keflvíkinga kom frá Óla Þór Magn-
ússyni.
Keflvíkingar byijuðu seinni hálf-
leikinn eins og þann fyrri og tókst
Óla Þór að senda knöttinn í netið
úr þröngu færi á 55. mín. Guð-
mundur Sighvatsson bætti öðru
marki við fimm mín. seinna, eftir
homspymu frá Jóni Sveinssyni.
Guðmundur tók við knettinum og
hamraði hann í netið - knötturinn
hafnaði undir þverslánni á marki
Völsunga og þeyttist þaðan í netið.
Þetta var besti kafli Keflvíkinga,
sem uppiskáru ríkulega. Jónas
Hallgrímsson tókst að minnka mun-
inn á 78. mín., er hann skoraði úr
vítaspymu eftir að brotið var
gróflega á Birni Olgeirssyni innan
vítateigs Keflvíkinga.
Sigur Keflvíkinga var sanngjarn,
þrátt fyrir yfirburði heimamanna í
fyrri hálfleik. Óli Þór Magnússon,
hinn útsjónasami leikmaður
Keflavíkurliðsins, sem gerði mikinn
usla í vöm Völsunga, var besti leik-
maðurinn á vellinum.
Baráttuglaðir Þórsarar uppskáru sanngjarnan sigur:
Fimm mörk og rautt spjald!
ÞÓRSARAR voru vel að sigri
komnir í leik sínum gegn KA í
gærkveldi. Eftir að staðan hafði
verið 1:0 í hálfleik fyrir KA-
menn áttu fáir von á því að
Þórsliðið næði að jafna, því
frammstaða þeirra hafði verið
afar slök. í seinni hálfleik var
hins vegar eins og allt annað
lið væri að spila fyrir hönd
Þórsara, þeir voru mun meira
með boltann og sóttu af mikl-
um krafti, enda uppskáru þeir
þrjú mörk og verður því að
segjast að sigur þeirra hafi
verið mjög sanngjarn.
Fyrri hálfleikur var mjög daufur
og leiðinlegur á að horfa, enda
var mikil rigning og völlurinn renn-
blautur. KA-menn héldu boltanum
betur án þess þó að
Kristinn skapa sér teljandi
Jens færi. Fyrra mark
Sigurþórsson þeirra kom þó nokk.
uð snemma leiknum,
og var það Friðfinnur Hermanns-
son, sem skoraði það með góðu
skoti utan úr vtateig. Fimmtán
mínútum síðar komst Valgeir einn
inn fyrir vöm Þórs, lék á markvörð-
inn, én var of seinn að athafna sig
og vamarmennirnir áttu ekki í erf-
iðleikum með laust skot hans.
Sfðari hálfleikur var mun tíðinda-
meiri og skemmtilegri á að horfa.
Þórsarar sóttu stíft, en hins vegar
var eins og ailur taktur væri farinn
úr KA-liðinu. Ekki vom nema sjö
mínútur liðnar af hálfleiknum, þeg-
ar Kristján Kristjánsson átti hörku-
skot í slá, og þaðan barst boltinn
til Siguróía, sem var í góðu færi,
en skot hans fór framhjá. Það var
svo á 59. mín. sem Þórsumm tókst
að jafna metin. Aukaspark var
dæmd rétt fyrir utan vítateig KA
og úr henni þmmaði Valdimar
knettinum framhjá vamarveggnum
og beint í mark.
Eftir þetta mark var greinilegt að
það vom Þórsarar sem höfðu leikinn
í hendi sér, og sóttu þeii- stíft að
marki KA upp kantana. Á 66. mfn
komust þeir yfir eftir að Kristján
átti góða fyrirgjöf á stöngina fjær
og þar kom Halldór Áskellson aðví-
fandi og skallaði knöttinn ömgg-
lega í netið. Einhveijir vildu meina
að þetta mark ætti hann að þakka
skónum sem hann lék f í gærkveldi
en þetta er þriðji leikur hans í nýj-
um fótboltaskóm og hefur hann
skorað mörk f öllum þeim leikjum.
Athyglisvert.
Þórsarar innsigluðu svo sigur sinn
með marki úr vítaspymu, en hún
var dæmd eftir að Hlynur Birgisson
var felldur innan vítateigs. Greini-
legt er að KA-liðið er ekki eins
skætt og það virtist vera við upp-
haf keppnistímabilsins og mega
þeir hafa sig alla við ef þeir ætla
ekki að verða fyrir neðan Þór í
deildinni, því Þórsliðið er til alls
líklegt eins og það lék í seinni hálf-
leiknum.
Sveinn Sveinsson, dómari, sá
ástæðu til að gefa Hlyni Birgissyni
rauða spjaldið undir lok leiksins,
og var það hárréttur dómur. Sveinn
dæmdi ágætlega en beitt kannski
hagnaðarreglunni of mikið.
Þórsarar sjást hér sækja að marki KA á Akureyri í gærkvöldi.
Morgunblaöið/Rúnar
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
7up í Arbænum
Fylkismenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik
Völsungur-IBK
1 : 2
lalandsmótið I knattspymu, 1. deild.
Húsavíkurvöllur, föstudagur 1B. júlí.
Mark Völsungs: Jónas Hallgrfmsson,
vitas. (78 min.).
Mörk ÍBK: Óli Þór Magnússon (55.
min.), Guðmundur Sighvatsson (60.
min.).
Áhorfendur: 540.
Dómari: Glsli Guðmundsson 5.
Lfnuverðir: Ólafur Sveinsson og Ómar
Ólafsson.
Gul spjöld: Ingvar Guðmundsson, Óli
Þór Magnússon, ÍBK. Guðmundur Þ.
Guðmundsson og Theódór Jóhannsson,
VölSungi.
Lið VöUungs: Þorfinnur Hjaltason,
Helgi Hclgason, Unnar Jónsson, Sveinn
Frcysson, Bjöm Olgeirsson, Grétar
Jónasson (Snœvar Hreinsson 65. min.),
Eirikur Björgvinsson, Guðmundur Þ.
Guðmundsson, Theódór Jóhannsson,
Jónas Hallgrimsson, Aðalsteinn Aðal-
steinsson (Stefán Viðarsson 16. mln.).
Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason, Gylfi
Garðarson, Jón Sveinsson, Daniel Ein-
arsson, Guðmundur Sighvatsson, Ing-
var Guðmundsson, Sigurður Björgvins-
son, Grétar Einarsson, Ragnar Mar-
geirsson, Jóhann Júlfusson, Óli Þór
Magnússon (Kjartan Einarsson 80.
min.).
FYLKIR sigraði KS,4:3,f2.
deild íslandsmótsins í gær-
kvöldi. Sigur Fylkismanna var
öruggur allan tímann. Þeir
komust í 4:0 en slökuðu síðan
á síðasta hálftfmann og fengu
á sig þrjú mörk. Með þessum
sigri treysti Fylkir sig í öðru
sæti 2. deildar en KS er nú
komið í alvarlega fallhættu.
Rok og rigning settu svip sinn
á leikinn, sem fór fram á hinum
ágæta grasvelli Fyikismanna f Ár-
bænum. Heimamenn áttu allan fyrri
hálfleikinn og áttu
Guðmundur hvorki fleiri né færri
Jóhannsson en tíu góð mark-
skrifar tækifæri. Þeim
tókst að skora úr
Fyrsta markið gerði Ólafur Magn-
ússon eftir laglegt samspil í gegnum
vöm KS. Stuttu síðar var Erni
Valdimarssyni brugðið innan víta-
teigs KS og dæmd vítaspyrna, sem
Gústaf Vífilsson skoraði úr. Jón B.
Guðmundsson skoraði sfðan þriðja
Fylkir-KS
4:3 (3:0)
Mörk Fylkis: Ólafur MagnÚBson (21.),
Gústaf Vifilsson (22., vlti), Jón B.
Guðmundsson (81.), Baldur Bjamason
(60.).
Mörk KS: Hörður Bjamason (61.), Óli
Agnarsson (73.), Hafþór Kolbeinsson
(89.).
Maður leiksins: Ólafur Magnússon,
Fylki.
og síðasta mark hálfleiksins eftir
þunga sókn Fylkis.
KS-ingar komu mun ákveðnari til
seinni hálfleiks og áttu sízt minna
í honum. Baldur Bjamason kom þó
Fylkismönnum í 4:0 áður en KS-
ingar fóru að svara fyrir sig. Eftir
það slökuðu heimamenn á en KS-
ingar gáfust ekki upp og náðu að
gera þijú mörk. Hörður Bjarnason
skoraði það fyrsta eftir mistök í
vöm Fylkis. Oli Agnarsson bætti
öðm við eftir aukaspymu, sem
dæmd var á markvörð Fylkis fyrir
skref. Síðasta markið gerði svo
Hafþór Kolbeinsson undir lok leiks-
ins.
Sigur Fylkis var sanngjam, þótt lið
eigi aldrei að slaka á í góðri stöðu.
KS-ingar verða að taka sig á, ætli
þeir sér að halda sér í deildinni.
Þór — KA
3:2 (0:1)
Akureyrarvöllur, íslandsmótið - 1.
deild, föstudaginn 15. júlí 1988.
Mörk Þórs: Valdimar Pálsson (59.),
Halldór Áskelsson (66.) og Júlíus
Tryggvason víti (77.).
Mörk KA: FYiðfmnur Hermannsson
(14.) og Valgeir Barðason (87.).
Gult spjald: Jónas Róbertsson, Þór.
Öm Viðar Amarson og Erlingur Kristj-
ánsson, KA.
Rautt spjald: Hlynur Birgisson, Þór.
Dómari: Sveinn Sveinsson 8.
Áhorfendur: 1300.
Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Jú-
líus Tryggvason, Birgir Skúlason, Nói
Bjömsson, Valdimar Pálsson, Kristján
Kristjánsson, (Einar Arason vm. 80.
mín.), Jónas Róbertsson, Guðmundur
Valur Sigurðsson, Siguróli Kristjáns-
son, Hlynur Birgisson og Halldór
Áskelsson.
Lið KA: Haukur Bragason, Erlingur
Kristjánsson, Jón Kristjánsson, Stefán
Ólafsson, Gauti Laxdal, Bjami Jóns-
son, Öm Viðar Arnarson, (Ami Her-
mannsson vmn. á 85. mín.), Antony
Karl Gregory, Valgeir Barðason, Hall-
dór Halldórsson og Friðfinnur Her-
mannsson.
1. deild
VALUR - FRAM VÖLSUNGUR- ÍBK ... ÞÓR- KA
Fj.lelkja U J T Mörk Stig
FRAM 10 9 1 0 22: 2 28
VALUR 10 5 2 3 15: 10 17
ÍA 9 4 3 2 13: 10 15
ÞÓR 10 3 5 2 13: 12 14
KR 9 4 1 4 12: 12 13
KA 10 4 1 5 15: 19 13
ÍBK 10 2 4 4 13: 17 10
VÍKINGUR 9 2 3 4 8: 14 9
LEIFTUR 9 1 4 4 6: 10 7
VÖLSUNGUR10 1 2 7 5: 16 5
2. KS - SELFOSS.... DEILD t: 1
TINDASTÓLL - UBK .. ....2:0
FYLKIR- KS
F). lelkja u J T Mörk Stlg
FH 8 7 1 0 20: 5 22
FYLKIR 9 5 4 0 22: 16 19
VÍÐIR 8 3 2 3 16: 11 11
SBLFOSS 8 2 4 2 11: 13 10
ÍR 8 3 1 4 12: 15 10
KS 9 2 4 3 20: 25 10
ÍBV 8 3 0 5 18: 18 9
UBK 9 2 3 4 15: 20 9
TINDASTÓLL 9 3 0 6 13: 20 9
ÞRÓTTUR 8 1 3 4 15: 19 6
3.0G 4.DEILD
Einherji vann
Einn leikur fór fram f 3. deild í
gærkvöldi. Einheiji aigraði
Magna 2:1 f leik liðanna á Vopnaf-
irði. Mörk Einheija gerðu Hallgrím-
ur Guðmundsson og Ólafúr Ár-
mannsson en Þorsteinn Jónsson
svaraði fyrir Magna.
í 4. deild vannÁrmann Hveragerði
3:2. Mörk Ármanns skoruðu Gústaf
Alfreðsson 2, og Konráð Árnason
en Anton Tómasson og Jóhannes
Björnssón gerðu mörk Hvergerð-
inga. Valur Reyðarfirði vann KSH
2:1. Mörk Vals gerði Lúðvík Vignis-
son en Sveinn Guðjónsson mark
KSH.
KNATTSPYRNA
Bryndís með
tvömörk
Bryndís
mörk
Valsdóttir setti tvö
er Valur sigraði stöllur
sfnar frá ísafirði, 3:0, í 1. deild
kvenna að Hlíðarenda í gærkvöldi.
Þriðja mark Vals gerði Sigrún Ásta
Sverrisdóttir. Staðan í hálfleik var
1:0.
í Keflavík sigruðu KR-ste)pumar
ÍBK, 1:0. Markið skoraði Guðrún
Jóna Kristjánsdóttir. Leikurinn var
jafn og hefði jafntefli verið sann-
gjörn úrslit.
þremur þeirra.