Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
29
R
[YRT
eigin eyrum, hvernig þér hvöttuð
menn á flþldafundi til að drepa
Arrnena." Ég sagði: „Þetta er satt.
Ég sá það líka.“ Fyrsti og annar
ritari borgarnefndarinnar neituðu
ekki heldur. Muslin Sade sagði: „Ég
vissi ekki hvað ég var að gera eða
hvert ég var að fara. Ég bara tók
fánann og múgurinn fylgdi mér.
Ekki fyrr en ég sá bíl brenna,
skildi ég, að það sem ég var að
gera, var rangt. Ég hef vikið frá
línu flokksins."
Hverju skildi ég segja næst frá?
I næsta hverfishluta frá okkur var
drepin ijöskylda — maðurinn, kon-
an, tvær dætur, tveir synir.
Allt til blóðbaðsins voru sam-
skipti okkar Azerbajdzhana góð.
Ég var jafnvel guðfaðir eins az-
erbajdzhisks drengs, þegar hann
var umskorinn samkvæmt siðalög-
málum múslimanna. (Meirihluti
Armena eru kristnir, en Az-
erbajdzhanar eru að mestu leyti
shia-múslimar.) Við lifðum sem
vinir, voru eins og ein fjölskylda.
Ég get ekki skilið, hvernig þetta
getur hafa gerst."
Raisa Davovja, málkennari,
segir frá:
„Eftir þetta blóðbað vorum við
látin fara í félagsheimilið. Þangað
kom einnig fyrrverandi nemandi
minn, ung stúlka, vafin í teppi,
andlitið varla sjáanlegt. Ég faðm-
aði hana og kyssti hana. Spurði
hana, hvað hefði gerst. Hún hafði
fengið lost. Hún sagði mér allt.
Hún var fögur. Það hefði verið
brotist inn í íbúð þeirra og 17
menn hefðu nauðgað henni. Menn-
imir hefðu rifist um það, hver ætti
að byija.
Það er ekki hægt að lýsa því í
hvernig ástandi þessi stúlka var.
Hún opnaði teppið og sagði: „Sjáið,
kennari." Á húð hennar hafði verið
brennd mynd af krossi með logandi
vindlingum. Mér varð flökurt, og
ég brast í grát. Allir í kring fóru
að gráta. Stúlkan hafði farið til
læknis. En læknirinn hafði sagt:
„Það hefur ekkert komið fyrir þig.
Farðu heim til þín, hræsnarinn
þinn. Synir ykkar gerðu það sama
við dætur okkar, við endurgjöldum
það.“
í félagsheimilið var einnig komið
með annan nemanda minn. Hún
heitir Rosanna Adamjan. Faðir
hennar og afí höfðu verið drepnir.
Lík þeirra lágu á götunni. Hvað sá
ég meira? Eg sá mann brenna í
hel. Hann sat í bíl, þegar kveikt
var í honum. Hann reyndi að kom-
ast út, en honum var ekki leyft
það. Ég sá með eigin augum tíu
brunna bíla. Og allt sýndist eins
og það hefði verið skipulagt ofan
frá. Manndráp voru stunduð í þrjá
daga.“
Fjöldi annarra frásagna sjónar-
votta eru á snældu Mikhails Lot-
mans. En margir heimildarmanna
vilja ekki láta nafns síns getið af
ótta við að það bitni á fjölskyldum
þeirra. Ein kona sagðist eiga bróð-
ur í góðri stöðu í Moskvu og vildi
þess vegna vera nafnlaus, en þann-
ig fórust henni orð:
„Eiginmaður frænku minnar
þjónaði tvö ár í hemurn í Afganist-
an, en særðist aldrei. Á sínu eigin
hlaði var hann barinn til dauða,
limlestur og síðan brenndur. Öll
fjölskylda hans, mamma, pabbi,
systur, bræður voru drepin. Einn
frændinn reyndi að komast undan,
en var gripinn og brenndur. Aum-
ingja mamma hans þekkti hann af
iljunum. Harmur okkar er ólýsan-
legur. Engin orð duga til að lýsa
honum.
Ungur sonarsonur minn fór að
spyrja: „Mamma, af hveiju emm
við drepin, en ekki Rússar? Af
hveiju eru Armenar drepnir?“ Og
síðan segir hann við móður sína:
„Mamma, gemmst Rússar, þá
drepur okkur enginn.“ Hann vakn-
ar enn um nætur með martraðir. “ »
Aserbajdzhanar voru vísvit-
andi afvegaleiddir
Að sögn Mikails Lotmans höfðu
margir flóttamenn sagt honum frá
atburðum á undan blóðbaðinu.
Armenskir íbúar Sumguaits og
annarra borga Azerbajdzhan-lýð-
veldisins — til dæmis Kirovabads —
höfðu verið skráðir nokkra áður
en blóðbaðið byijaði. Þessar skrár
lentu - af einskærri tilviljun? — í
höndum misyndismanna sem fóm
rænandi og drepandi um göturnar.
Þeir leituðu ákveðna menn uppi;
þeir vom með nákvæm heimilis-
föng.
Ennfremur: Þann 27. febrúar
var síminn í íbúðum margra Arm-
ena aftengdur. En hjá azerbajdiz-
iskum nágrönnum þeirra var
síminn í lagi. Nokkmm dögum áður
en atburðirnir í Sumguait byijuðu,'
höfðu vélgröfur flutt á götur kring-
lótta steina, en þeir em venjulega
notaðir í götugerð. Óeirðaseggirnir
notuðu einnig málmrör með hvöss-
um oddum sem barefli. Slík rör
Myndin hér að ofan var tekin í
borginni Kirovakan í Armeníu
25. febrúar síðastliðinn — um
svipað leyti og hinir hryllilegu
atburðir gerðust, sem lýst er í
greininni. Þúsundir Armena fóru
þá um götur og torg til að
mótmæla harðræðinu sem
ættbræður þeirra voru beittir í
nágranna-lýðveldinu
Azerbajdzhan.
höfðu verið slípuð í verksmiðjum
borgarinnar. ,
Fjölmiðlarnir gegndu einnig
hlutverki í þessari atburðarás. Az-
erbajdzhönum vom gefnar villandi
upplýsingar um Armeníu. Alið var
á tortryggni Finna í garð Armena
og ýjað að hættu af hálfu Armena.
Vikurnar fyrir blóðbaðið var sífellt
skrifað illa um Armena í rússnesku-
mælandi blöðum: þeir vom kallaðir
þorparar, róttæklingar, úrhrök,
sori o.s.frv.
Enn ógeðfelldara var, að sögn
flóttamanna, að lesa blöðin sem
komu út um þessa blóðugu helgi í
febrúar og rétt eftir hana. í þeim
var ekki orð um manndrápin, held-
ur vom birt stór orð um alþjóða-
hyggju og vináttu þjóðanna.
Ágreiningurinn um Nagomo-Kara-
bak-héraðið var aðeins sagður ögr-
un frá landflótta Armenum.
Karbak vill varðveita
sögu sína og menningu
Af hveiju vilja Karabk-búar ekki
tilheyra Azerbajdshan? Þessi'
spuming hlýtur að vakna í hugum
þeirra, sem hafa heyrt um kröfu-
göngur og verkföll í Armeníu og
óeirðir í Aserbajdshan.
í lok síðustu aldar vom 95% íbúa
Naquorno-Karabahs Armenar. Nú
er hlutfallið 75%, og æ fleiri As-
erbajdshanar flytja til héraðsins.
Armenskir íbúar héraðsins óttast
um tungu sína og menningu, en
Azerbajdshanar era nátengdir
Tyrkjum. Vegna þess að skólar og
aðrar stofnanir lúta stjóm Az-
erbajdshana, halda íbúar því fram,
að bömum þeirra sé kennd saga,
þar sem Armeria er að engu getið.
Kirlqugarðar þeirra — en Armenar
em kristnir, Azerbajdshanar mú-
hameðstrúar — em svívirtir, leg-
steinar brotnir og notaðir í vega-
gerð. Einni kirkju þeirra hefur ver-
ið breytt í náðhús.
Armenar og Azerbajdshanar
stunda einnig kvikijárrækt og
þurfa þess vegna æ meira beitiland.
Undir Tyrkjans oki
Sovéska lýðveldið Armenía er
bara brot af því svæði, þar sem
Armenar hafa búið í tímans rás.
Um aldir hafa Armenar myndað
mörg ríki undir ýmsum nöfnum. Á
2. öld f. Kr. náði t.d. Stór-Armenía
frá Kaspíahafi til Miðjarðarhafs.
Það sem nú er Nagorno-Karvak-
hérað var eitt fylki í Stór-Armeníu
og hét þá Artsok. Eftir að Stór-
Armenía splundraðist, tvístmðust
íbúar þess í mörg ríki.
Kristni tóku Armenar á 4. öld.
Þegar Osmanar tóku Býsans á
15. öld, féll meirihluti armenska
svæðisins undir Tyrkland. Allt frá
því hefur Armenía verið tvískipt.
Vestur-Armenía tilheyrir yfirráða-
svæðum Tyrkja.
Rætur vandantálanna í Nag-
orno-Karabak er að rekja
til fylkjaskiptingar Rússa-
keisara
Syðsti hluti Kákasus var inn-
limaður í rússneska keisaradæmið
á 3. tug 19. aldar. Svæðinu var
skipt í fylki án tillits til þjóðemis
íbúanna, þar réð íbúaljöldinn, en
ekki þjóðerni. Nagorno-Kabak lenti
þá í fylki sem hét Jelitzavetpol, en
meirihluti íbúa þess fylkis vom
Azerbajdshanar. íbúar Nagorno-
Karabas vom aftur á móti Armen-
ar.
19. öld var öld þjóðernisvakning-
ar. Smáþjóðir heimtuðu meira frelsi
og jafnvel sjálfstæði. í Tyrklandi
var uppreisn Armena kæfð í blóði,
svo að líktist þjóðarmorði. Önnur
alda grimmdarverka gekk yfír
Vestur-Armeníu árið 1895, þegar
nærri 300.000 Armenar týndu lífí
á nokkmm dögum. En verst vom
þó grimmdarverkin árið 1915, þeg-
ar Tyrkir drápu um 1,5 miíljónir
Armena. Nærri því allir mennta-
menn Armena og andlegir leiðtogar
vora teknir af lífí, en mörgum Arm-
enum tókst þó að flýja til Vestur-
landa, þar sem afkomendur þeirra
lifa enn og reyna að varðveita
menningu sína.
Þrýstingur vegna
olíunnar í Bakú
Árin 1907 og 1908 vom óróleg
í Rússaveldi. Smáþjóðir sem lutu
stjóm keisarans börðust sín á milli.
í mörgum þorpum og bæjum vom
armenskir íbúar drepnir. í mars
1920 sameinaðist herinn frá Az-
erbajdzhan hermönnum Tyrkja og
eyðilögðu þáverandi höfuðborg
Nogomo-Karabaks, sem var Shus-
han. 40.000 manns vom teknir af
lífi.
í apríl 1920 varð Azerbajdshan
sovéskt lýðveldi. Þá lét stjómin
Nagomo-Karabak af hendi, en leið-
togar hins nýja lýðveldis skiptu
fljótlega um skoðun. Þeim fannst
óveijandi að láta Armena fá hérað-
ið og þrýstu á Stalín að skila því
aftur. Þeir létu í það skína, að eng-
in olía kæmi frá Bakú, nema Naq-
omo-Karabak yrðri aftur sameinað
Azerbajdshan. Og Stalín hafði um
annað að hugsa en taka þá áhættu
að missa olíuna. Árið 1923 var tek-
in ákvörðun í Moskvu um að skila
héraðinu Naqomo-Karabak aftur
til Azerbajdzhan.
Strax eftir dauða Stalíns byijuðu
íbúar héraðsins að vinna að því að
losna úr Azerbajdshan og samein-
ast Armeníu, og þessi barátta
þeirra heldur áfram. Hin nýja
stefna Mikhails Gorbatsjovs hefur
vakið nýjar vonir um meira frelsi
fyrir smáþjóðir, en atburðimir
síðastliðinn vetur, sem hér hefur
verið lýst, sýna hve erfitt og við-
kvæmt mál þetta er.
•>
> _