Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
33
I
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Ein af þeim dásemdum, sem sumarið hefur upp á að bjóða, er ferskt og nýsprot-
tið grænmeti. í bernsku hlakkaði ég alltaf til að fá blaðsalat, gulrætur og rófur
úr matjurtagarði foreldra minna, en þegar lengra leið á sumarið kom blómkál
og hvítkál úr garðinum, en ég er ekki í nokkrum vafa um, að íslenskt hvítkál
er besta hvítkál í heimi. Nú fæst ferskt innflutt grænmeti allt árið, en því miður
í flestum eða öllum tilfellum bæði sprautað með skordýra- og rotvarnarefni.
Minna er af slíku í íslensku grænmeti, og ef við ræktum grænmetið sjálf, þurfa
engin slík aukaefni að vera í því, enda hlakka ég enn til að fá þetta heimaræktaða grænmeti,
einkum blaðsalat, sem ég rækta mikið af, en margar vikur eru síðan ég fór að borða það.
Til bragðbætis og til að auka
hollustuna, nota ég bæði
'heimaræktaða steinselju, dill,
graslauk og sítrónumelissu
saman við salatið auk spánar-
kerfíls og íslensks blóðbergs,
já og fyrr í sumar notaði ég
ung fíflablöð saman við. Þess-
ar kryddjurtir mínar þrífast
mjög vel og hinar kryddjurt-
imar mínar lofa líka góðu, en
ég rækta bæði mintu, salvíu,
majoram og basilkum, sem er
ein sú ljúfasta og besta krydd-
jurt sem ég þekki, en því mið-
ur stundum erfíð í ræktun.
Margs konar salöt er hægt
að búa til, en ég fylgi þó þeirri
reglu að blanda aldrei mörgum
tegundum saman. Annað ber
að varast, og það er að hafa
salatið rennandi blautt. Salat
þarf alltaf að hrista til dæmis
í sigti eða hreinum klút eða
þá nota sérstaka körfu sem
er ætluð til að þurrka salat í.
Ef mikið vatn er á salatinu,
þynnir það allt of mikið lög-
inn, sem við setjum á salatið
og hann verður bragðdaufur.
Annars ættum við líka að
gæta þess að hafa ekki of
stóra bita af salatinu. Þð á að
rífa niður í skálina, en ekki
skera með hníf. Aftur á móti
þurfum við að saxa kryddjurt-
imar mjög vel eða klippa fínt
með skærum. Graslauk ættum
við t.d. alltaf að skera mjög
smátt, annars verður hann í
seigum renningum í salatinu.
Ferskt íslenskt salat ættum
við að borða á hvetjum degi
yfír sumarið og jafnvel oft á
dag. Salatblöð em einnig mjög
góð undir álegg á brauðið.
Uppáhalds hrásalatið mitt
15-20 falleg blaðsalatblöð,
V2 lítil gúrka,
örlítill hvítlaukur,
safi úr '/2 sítrónu,
V2 dl matarolía,
2 tsk. hunang,
5 dropar tabaskósósa,
salt milli fingurgómanna,
10 blöð fersk sítrónumelissa.
' 1. Takið skál og nuddið hana
að innan með afhýddum
hvítlauksgeiranum.
2. Þvoið salatblöðin, þerrið
vel. Rífíð salatblöðin og setjið í
skálina.
3. Þvoið gúrkuna, skerið síðan í
örþunnar sneiðar. Hægt er að
nota ostaskera. Setjið með salat-
inu í skálína.
4. Þvoið sítrónumelissuna, eða
' klippið steinseljuna, rífið blöðin
örlítið í sundur og setjið með
salatinu og gúrkunni.
5. Kreistið safann úr sítrónunni
■ og setjið í skál.
6. Setjið mataroliu út í sítrónus-
afann, setjið síðan hunang, salt
og tabaskósósu út í og þeytið
saman með þeytara.
7. Hellið leginum jrfír salatið í
skálinni, jafnið með salatskeið-
um og tveimur göfflum.
8. Berið strax á borð.
Athugið: Ef þið ætlið að
geyma salatið eitthvað, þarf að
setja disk eða plastfílmu yfír
skálina og geyma í kæliskáp.
C-vítamín er fljótt að ijúka úr
salatinu, sé þetta ekki gert.
Salat með fenniku og eggj-
um
10-20 falleg salatblöð,
V2 meðalstór fennika,
1 dós sýrður ijómi,
xh msk. edik t.d. tarragonedik,
örlítið salt og nýmalaður pipar,
3 harðsoðin egg.
1. Þvoið salatið, þerrið.
2. Þvoið fennikuna, skerið af
henni fíaðrirnar og geymið, sem
skerið sjálfa fennikuna í ör-
þunnar sneiðar.
3. Setjið sýrðan ijóma í skál
ásamt ediki, salti og pipar. Hræ-
rið vel saman.
4. Rífíð salatblöðin í sundur,
setjið í skál ásamt fennikunni.
5. Hellið sósunni yfir og bland-
ið saman með tveimur göfflum.
6. Harðsjóðið eggin, takið af
þeim skumina. Saxið síðan fínt.
Setjið í eggjaskera fyrst langsum
en síðan þversum. Stráið yfir
salatið í skálinni.
7. Klippið fjaðrirnar af fennik-
unni smátt og stráið yfir.
Hreðkusalat með ávöxtum
10 radísur eða xh meðalstór
kínahreðka,
2 tsk. salt,
1 stór epli,
V2 gúrka,
xh appelsína í sneiðum, en safi
úr hinum helmingnum.
V2 msk. sítrónusafí,
V2 dós jógúrt án bragðefna,
1 tsk. hunang,
örlítill, nýmalaður pipar.
1. Þvoið hreðkurnar (kína-
hreðkuna, afhýðið hana).
2. Skerið hreðkumar (kína-
hreðkuna) í örþunnar sneiðar.
3. Stráið salti á hreðkurnar
(kínahreðkuna) látið renna vel
af þeim.
5. Þvoið gúrkuna, skerið í ör-
þunnar sneiðar.
6. Takið börkinn af hálfri app-
elsínu og skerið í örþunnar sneið-
ar, takið steina úr.
7. Blandið saman júgúrt, app-
elsínusafa, sítrónusafa og hun-
angi. Hrærið vel saman.
8. Setjið ávexti og grænmeti
í skál. Hellið sósunni yfír og jaf-
nið saman.
9. Malið pipar yfir.
Salat með blómkáli
og sveppum
10-20 salatblöð,
V2 lítill blómkálshaus,
100 g ferskir sveppir,
ferskt dill,
V2 dl matarolía,
3 msk. edik,
nýmalaður pipar,
salt milli fingurgómanna,
5 dropjir tabaskósósa.
1. Þvoið salatblöðin, rífíð niður
og setjið í skál.
2. Þvoið blómkálið, skiptið í
litlar hríslur og skerið leggi frá.
(Þá má sjóða og nota í annað.)
Setjið í skálina.
3. Þerrið sveppina vel með
eldhúspappír, þvoið ekki. Skerið
síðan í sneiðar. Setjið í skálina.
4. Setjið matarolíu, edik, pip-
ar, salt og tabaskósósu í skál.
Þeytið vel saman.
5. Klippið dillið (notið ekki
leggina) og setjið saman við lög-
inn.
6. Hellið leginum yfír græn-
metið í skálinni. Blandið vel sam-
an með tveimur göfflum.
Hvítkálssalat með
gulrótum og papríku
250 g hvítkál,
2 stórar gulrætur,
1 meðalstór græn papríka,
1 dós sýrður ijómi,
1 msk. olíusósa (mayonnaise),
5 dropar tabaskósósa,
salt milli fíngurgómanna,
nýmalaður pipar.
1. Þvoið káiið, saxið síðan
mjög fínt. Setjið í skál.
2. Þvoið gulræturnar, skafíð
síðan og rífið síðan fínt.
3. Þvoið papríkuna, takið úr
henni steina og skerið í litla bita.
4. Setjið sýrðan ijóma, olíus-
ósu, tabaskósósu, salt og pipar
í skál. Hrærið vel saman.
5. Setjið allt grænmetið í aðra
skál. Hellið sósunni jrfír og
blandið saman með tveimur
göfflum.
Athugið: Ef þið ætlið að
geyma salatið, þaif að setja það
í kæliskáp og setja disk eða
plastfílmu jrfír skálina.
Salat með jógúrt
og graslauk
Kínakál eða hvítkál,
V2gúrka,
nokkur graslaukstrá,
1 dós jógúrt án bragðefna,
1 tsk. karrý,
8 dropar tabaskósósa.
1. Setjið jógúrt, karrý og tab-
askósósu í skál. Hrærið vel sam-
an.
2. Þvoið kálið og skerið fínt
(kínakál á ekki að rífa, en skerið
allta þvert á kalið).
3. Þvoið gúrkuna, kljúfið hana
langsum. Skerið siðan í þunnar
sneiðar með ostaskera.
4. Klippið graslaukinn fínt.
5. Setjið kál, gúrku og gras-
lauk í skál. Hellið sósunni yfir.
Blandið saman með salatskeið-
um eða tveimur göfflum.
6. Berið salatið strax á borð
eða breiðið yfír skálina og gey-
mið I kæliskáp.
Athugið: Þetta er mjög gott
með físki.