Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B OG LESBOK 160. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Armenía: Herinn ver flug- völlinn í Jerevan Bræður eru bræðrum verstir Reuter John Mater, frá Chicago í Bandaríkjunum, stend- ur hér í húsfylli af örðum úr einangrunarplasti sem bróðir hans Sam færði honum í afmælis- gjöf. Þeir bræður hafa undanfarin ár keppst við að slá hvor annan út hvað varðar frumleika þegar afmælisgjafir eru annars vegar. Meðal fyrri gjafa má nefna lúðrasveit, filaflokk, apa- mergð, magadansmeyjar, kúahjörð, asnateymi, þefdýraþvögu og tveggja tonna „gælugrjót". Komið til leiðtogafundar Hér sjást þeir Míkhaíl Gorbatjsov Sovétleiðtogi (til vinstri) og Nicolae Ceaucescu, forseti Rúm- eníu, koma til fundar leiðtoga Varsjárbanda- lagsrikja. Fundurinn, sem hófst í gær í Varsjá í Póllandi, stendur í tvo daga og er búist við að þar verði viðraðar nýjar hugmyndir um niður- skurð á herafla í Evrópu. Einnig er talið að Ceaucescu og Karoly Grosz, forsætisráðherra Ungveijalands, noti tækifærið til að ræða ágrein- ing milli ríkjanna um meðferð á ungverska minnihlutanum í Rúmeníu. Moskvu. Daily Telegraph. ENN VORU fjölmenn mótmæli í Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær og herinn hafði mikinn við- búnað á Zvartnots, flugvelli borgarinnar, minnugur þess er mótmælendur tóku hann á sitt vald fyrir skemmstu. Tilefni mótmælanna í gær var almenn reiði Armena vegna sjón- varpsþáttar um óeirðirnar í síðustu viku sem sýndur var aðfaranótt föstudags og þótti mjög vilhallur yfirvöldum. Þar sögðu sovéskir her- menn farir sínar ekki sléttar í við- skiptum við mótmælendur en ekki var rætt við hlutlausa sjónarvotta eða þá sem stóðu fyrir mótmælun- um. Flugvellinum í Jerevan var lokað í gær vegna mótmælanna og tók herinn sér stöðu á vellinum og við alla vegi sem þangað liggja. Yfir- völd hafa nú viðurkennt að 96 manns særðust og 2 létust í átökum milli almennings og hermanna í síðustu viku. Sú ákvörðun héraðs- stjómar Nagorno-Karabakh fyrr í vikunni að segja sig úr lögum við Azerbajdzhan og sameinast Arm- eniu hefur eflt baráttuviljann hjá Armenum í héraðinu og hjá íbúum Jerevan. Ákvörðun héraðsstjórnar- innar er talin ein mesta ógnun við miðstjórnarvaldið í Sovétríkjunum frá upphafi. Oeirðir í Armeníu koma sér illa fyrir Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleið- toga sem á mánudaginn ætlar að ræða leiðir til að binda enda á deil- urnar um Nagorno-Karabakh í Æðsta ráðinu. Sovétsérfræðingur breska dagblaðsins Daily Telegraph segir að eina rökrétta lausnin á deilunni um Nakorno-Karabakh sé sú að héraðið komist undir beina stjórn Kremlar eða Rússlands. Mikilvægi fundar Æðsta ráðsins á mánudag felst þó í meiru en að ákveða hveijum Nagorno-Kara- bakh skuli tilheyra. Teflt er um hvorki meira né minna en tök Kremlar á Eystrasaltslöndunum, minnihluta múhameðstrúaðra og Armena undir Kákasusfjöllum og jafnvel kommúnistaríkjum Austur- Evrópu. Sovéskir fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudag að vinna lægi enn niðri í helmingi verksmiðja í Jerevan en í Stepanakert, höfuðstað Nag- orno-Karabakh, liggur nær allt at- vinnulíf niðri. Sjá „Fjölskyldur afmáðar . . .“ á miðopnu. • • Umræður í Oryggisráði SÞ um árásina á írönsku farþegaþotuna: Tækifæri til að stuðla að vopnahléi við Persaflóa # Sameinuðu þjóðunum, New York. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna ræddi í gær, annan daginn í röð, árás Bandaríkjamanna á íranska farþegaþotu yfir Persa- flóa. Iranir lögðu fram eftirrit- aðar upptökur á fjarskiptum flugmanns írönsku þotunnar og flugumferðarstjórna í nágrenn- inu og virtust þær staðfesta lýs- að binda enda á stríðið við Persa- flóa. Ekki er búist við niðurstöðu af fundi ráðsins fyrr en í næstu viku. Ali Akbar Velayati, utanríkisráð- herra írans, gerði í gær lítið úr því boði Bandaríkjamanna að greidd yrðu manngjöld fyrir farþegana sem fórust í eldflaugaárás Vin- cennes og sagði hann írani ekki þurfa á ölmusum að halda. Sjá umfjöllun á bls. 26-7. Gengi dals- ins hækkar London, Reuter. GENGI Bandaríkjadals hækkaði enn í gær er tölur um vöruskipta- jöfnuð í Bandaríkjunum í maí- mánuði voru birtar. Hallinn á viðskiptum Bandaríkjanna við útlönd nam 10,93 milljörðum dala í maí en búist hafði verið við 11,50 milljarða dala halla. Á gjaldeyrismörkuðum voru nýju hagtölurnar túlkaðar á þann veg að vel horfði fyrir bandarískt efna- hagslíf og væru þær vísbending um að borgaði sig að fjárfesta í dollur- um. Gengi dollarans hafði farið smá- hækkandi síðan í janúar er hann var í algeru lágmarki. Fyrir nokkr- um vikum tók dollarinn að hækka hraðar og hefur gengi hans ekki verið hærra í 11 mánuði. Hann seld- ist á 1,88 mörk og 135,25 jen í Lundúnum í gær. I janúar var gengi hans 1,56 mörk og 120,2 jen þegar það var lægst og hefur það því hækkað um 20% síðan. ingu írana á aðstæðum. Erfið- lega gengur að orða yfirlýsingu sem hvorki styggir Bandaríkja- menn, sem hafa neitunarvald, né írani, sem eru í fyrsta sinn síðan Persaflóastríðið liófst, reiðubún- ir að taka þátt í starfsemi ráðs- ins. Segjast margir fulltrúar í ráðinu vilja nota þetta tækifæri til að greiða fyrir vopnahléi í strfðinu. Eftirrit hljóðupptöku á fjarskipt- um flugmanns Áirbus-A300 far- þegaþotunnar og flugumferðar- stjórna í Bandar Abbas og Dubai bendir til að þotan hafi verið að hækka sig úr 12 þúsund fetum í 14 þúsund fet þegar bandarísk eld- flaug hæfði hana með þeim afleið- ingum að 290 manns um borð fór- ust. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur haldið því fram að þotan hafi verið í 7-9 þúsund feta hæð og lækkað flugið. Eftirritið virðist líka renna stoð- um undir það að farþegaþotan hafi sent frá sér rétt ratsjársvarmerki. Skipherra bandaríska beitiskipsins Vincennes segist hins vegar hafa greint bæði merki frá ratsjársvara herþotu og farþegavélar og haldið að um F-14 orrustuþotu væri að ræða. Loks kemur fram í gögnunum sem Iranir lögðu fram í gær að flug- maðurinn hlustaði ekki á neyðar- bylgjur þær 8 mínútur sem vélin var á lofti. Skipveijar á Vincennes segjast hafa varað þotuna 7 sinnum við, bæði á neyðarrás fyrir almenna flugumferð og hervélar, áður en þeir hleyptu af. Fimmtán þjóðir eiga fulltrúa í Öryggisráðinu og tóku flestir þeirra til máls á fundinum í gær. Margir tóku undir þá skoðun Johns Birchs, fulltrúa Bretlands, að nú væri nauð- synlegt að ítreka kröfu Öryggis- ráðsins frá því í fyrrasumar um vopnahlé í stríði Irana og Iraka. Fulltrúi Vestur-Þýskalands sagði að sú krafa írana að Öryggisráðið ræddi atburðinn gæfi Sameinuðu þjóðunum nýtt tækifæri til að reyna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.